Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 2
MANUDAGUR 12. MARS 2001 Fréttir JÖV Samfylkingin á nú engan fulltrúa í bankaráöi Búnaðarbankans: Leynimakk og pukur Stuttar fréttir Flóttamenn - segir Össur Skarphéöinsson formaður Samfylkingin á nú engan fulltrúa i nýkjörnu bankaráði Búnaðarbank- ans, að sögn Össurar Skarphéðins- sonar, formanns Samfylkingarinn- ar. Haukur Helgason var fulltrúi flokksins fram að aðalfundi sl. laug- ardag. Þá var honum skipt út fyrir Árna Pál Árnason, að tillögu Val- gerðar Sverrisdóttur viðskiptaráð- herra. Einnig urðu þær breytingar á ráðinu, að Magnús Gunnarsson tók sæti formanns ráðsins í stað Pálma Jónssonar. Hrólfur Ölvisson var einnig settur út, en inn kom Þorsteinn Ólafsson. Elíií Sigfúsdótt- ir og Þórólfur Gíslason sitja áfram i bankaráðinu. „Viðskiptaráðherrann sýndi mér þá rausn að bjóða mér að tilnefna þann mann sem hún vildí sjálf," sagði Össur Skarphéðinsson við DV. „Það góða boð afþakk- aði ég. Satt að segja sýti ég það ekki mög mikið. Þessi aðferð sem rutt hefur sér til rúms á seinni árum, að þeir sem sitja í stjórn séu að láta einhverja mola detta af borðum til stjórnarand- stöðu í skjóli leynimakks og pukurs hugnast mér ekki. Ég vil ekki þetta pukur og mér fmnst þetta kærkomið tækifæri til þess að minn Ossur Skarphéöinsson Eigum engan fulltrúa flokkur endurskoði af- stöðu sína í slíku. Mér finnst að þetta eigi ekki við nú á timum. Við erum að berjast fyrir stjórnfestu og viljum að hlutirnir séu gagnsæir. Svona aðferðir eru ekki gagnsæjar. Þetta gamaldags makk og sam- trygging flokkanna heyrir til liðinni tíð." Aðspurður um hvort Samfylkingin ætti enga hlutdeild að bankaráði Búnaðarbankans, svaraði Össur: „Samfylkingin á enga hlutdeild að þessu bankaráði. Það er öllum ljóst, einnig þeim ágæta manni sem situr í bankaráð- inu og viðskiptaráðherra kallaöi svo vinsamlega í sjónvarpsviðtali „krógann minn"." Össur sagði öllum hafa verið ljóst að „blóðugur bardagi hafi verið inn- an stjórnarfiokkanna og á milli þeirra" um yfirráðin í Búnaðar- bankanum. Viðskiptaráðherra hefði viljað skipta út öllu bankaráðinu en ekki haft krafta til þess innan eigin flokks. Þessi atburðarrás væri dæmigerð fyrir þá helmingaskipta- aðferð sem gilti hjá stjórnarflokkun- um. -JSS Get valiö í bankaráð DV-MYND KOLBRÚN SVERRISDÓTTIR Sumarsport á góunni DV, ISAFIRÖh Vestfirðir hafa upp á margt að bjóða, blómstrandi alþjóðlegt menn- ingarlíf, stutt í skíðalönd og fyrir þá sem vilja tilbreytingu er ekki ama- legt að geta skellt sér á kajak í byrj- un mars í veðurblíðunni, þennan unga mann rakst ljósmyndari DV á á dögunum þar sem hann renndi út sundin í Skutulsfirði. Þessi íþrótt er kannski meira sumarsport, en eins og nú hagar til á góunni er kajakinn tekinn fram og róið á haf út. -KS Eldur í Kolbeínsvík Hlaða og lítill bátur brunnu til kaldra kola I Kolbeinsvík i Stranda- sýslu seinni partinn á laugardag. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík er ekki vitað um eldsupptök. Mannlaus var á staðnum þegar atburðurinn átti sér stað og eru hlaðan og báturinn, sem var úr plasti, gjörónýt. Kip eins og mér sýnist - segir Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra „Ég kem inn í bankaráð Búnaðarbanka sem fagmaður, en ég er vissulega félagi í Sam- fylkingunni," sagði Árni Páll Árnason héraðsdómslögmaður sem tók sæti í bankaráði Bún- aðarbankans á aðalfundi bank- ans sl. laugardag. „Ég lít á það sem mikilvægt verkefhi að stuðla að því að sala Búnaðar- bankans fari fram með þeim hætti að almenningur í land- inu, sem byggt hefur upp þenn- an banka, fái eins gott verð fyr- ir hann og kostur er." Árni Páll kom inn I banka- ráðið I stað Hauks Helgasonar sem var fulltrúi Samfylkingar- innar í ráðinu. Árni Páll hefur starf- að talsvert við utanríkismál. Hann starfaði sem pólitiskur ráð- Hlýtt á með athygli Davíö Oddsson forsætisráöherra ásamt Sóloni R, Sigurðssyni bankastjóra og Jóni Adolfí Guöjónsyni fráfarandi bankastjóra á aöalfundi Búnaöarbankans. gjafi Jóns Baldvins Hannibalssonar i utanríkisráðuneytinu fyrir nær tíu árum. Eftir tvö ár í þvl starfi var hann starfsmaður I utanríkis- þjónustunni I fjögur ár. Frá 1998 hefur hann verið starf- andi lögmaður og sinnt ráð- gjöf fyrir ýmsa aðila, þar á meðal fyrir fyrirtæki, ráðu- neyti og stofnanir. „Ég kýs allt bankaráðið og það er á mína ábyrgð þannig að í sjálfu sér get ég valið í það eins og mér sýnist," sagði Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra við DV. „En það er hefð fyrir því að reyna að hafa breidd í hlutunum. Samfylkingin átti þama mann en það er ekkert launungar- mál að Árni er ekki tilnefndur af forystu þess flokks heldur fund- inn af mér og valinn á faglegum for- sendum." -JSS Hundruð milljóna - til uppbyggingar í Borgarnesi Kjötvinnslufyrirtækið Goði hef- ur sótt um lán til Byggðastofnunar vegna uppbyggingar á starfsemi fyrirtækisins. Umsóknin er grund- völluð á því að fyrirtækið verði byggt upp í Borgarnesi. Ekki fæst uppgefið nákvæmlega hversu háa upphæð fyrirtækið hefur sótt um, en hún mun nema hundruðum milljóna og er ein sú hæsta sem sótt hefur verið um til Byggðastofn- unar. Ákveðið hefur verið að sameina kjötvinnslur fyrirtækisins, sem eru Goði á Kirkjusandi, Borgar- nesskjötvörur, kjötvinnslan Höfn á Selfossi og kjötvinnsla Nóatúns, Faxafeni. Kristinn Þ. Geirsson, framkvæmdastjóri Goða, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvar sameiginleg kjötvinnsla yrði byggð upp. Um sl. áramót hefði verið tekin ákvörðun um að byggja fyrirtækið upp i Mosfellsbæ, en síðan hefði valkostunum fjölgað. Þá hefðu forráðamenn Árborgar velt upp þeim hugmyndum að byggt yrði yfir starfsemina á Sel- fossi og einhverjir aðilar kæmu að rekstri fyrirtækisins en ekkert formlegt tilboð hefði borist. Krist- inn sagði að gert væri ráð fyrir að i sameinaðri vinnslu ynnu um 100 manns. Kristinn H. Gunnarsson, stjórn- arformaður Byggðastofnunar, sagði að umsóknin yrði afgreidd fljótlega frá Byggðastofnun með synjun eða samþykkt. „Ef fyrirtæki vilja byggja upp starfsemi sína á lands- byggðinni þá reynum við stuðla að því," sagði hann. -JSS Tilþríf ' Baldur Hólm vann Tilþrifabikar DV-Sport í keppni vélsleðamanna í Mývatnssveitínni um helgina. Mikið var um glæsileg tilþrif enda stökkpallar mjög stórir að þessu sinni. Sjá nánar á bls. 18 íslandsmótið í dorgveiði: Tómas Gunnarsson Islandsmeistari - tveggja ára sonur hans yngstur keppenda DV-MYNDI G.BENDER íslandsmeistarlnn Tómas Gunnarsson íslandsmeistari f dorgveiði og Jóhannes Tómasson tveggja ára sonur hans en hann varyngsti keppandinn á mótinu. Tómas veiddi 9 fiska. „Við erum mjög hressir með mót- ið, þátttakan var góð og veðurfarið fínt, þó auðvitað vilji maður alltaf að það veiðist fleiri hskar. Þetta er bara gangurinn en veiðin byrjaði rólega á mótinu en það rættist úr henni," sagði Björn G. Sigurðsson, formaður Dorgveiðifélags íslands, í samtali við DV eftir að tíunda ís- landsmótinu í dorgveiði lauk um helgina á Ólafsfjarðarvatni. Þátttak- an var góð, veiðimenn mættu víða að af landinu eins og úr Reykjavík, Hofsósi, Akureyri, Mývatnssveit og Raufarhöfn, svo einhverjir staðir séu nefndir. „Keppnin tókst vel og gaman að sjá veiðimenn hérna á öllum aldri við veiðiskapinn," sagði Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjarstjóri i samtali við DV rétt eftir að hann hafði afhent verðlaunin á íslandsmótinu. í eldri flokki veiddi Sunisa Otharit fyrsta flskinn, og Jakob Óðinsson þann stærsta en flesta veiddi Tómas Gunnarsson. i yngri flokki veiddi El- mar Heiðarsson bæði fyrsta og stærsta fiskinn, fiesta fiska veiddi Saga Karen Björnsdóttir. Minnsta fiskinn veiddi Ásgeir Bjarnason, en yngsti keppandinn var Jóhannes Tómasson tveggja ára og elsti Sigur- geir Hólmgeirsson, 74 ára. íslandsmeistari varð síðan Þing- eyingurinn Tómas Gunnarsson en í fyrra varð Halldór H. Gunnarsson meistari. Tómas veiddi sex bleikjur og þrjá kola sem gáfu honum titil- inn í ár. - G.Bender Skagafjörð Samþykkt var á I fundi Byggðaráðs Skagafjarðar á föstudaginn að taka upp viðræður við Flóttamannaráð og Félagsmálaráðu- neytið um móttöku á flóttafólki. Þröstur framkvæmdastjóri 15. mars næstkomandi mun Þröstur Óskarsson taka við starfi framkvæmdastjóra Fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði. Þröstur var áður fjármálastjóri á Akureyri, hann er skipaður til fimm ára. Verslun á Bakkafirði íbúar á Bakkafirði geta nú aftur keypt matvörur heima í héraði. Undanfarnar vikur hafa þeir þurft að sækja nauðsynjar í nágranna- byggðalögin en síðastliðinn fóstu- dag var verslunin Sjafnarkjör opn- uð. PÓSTURINN Matvöruverslun í pósthúsinu Að und- anförnu hefur ís- landspóst- ur samið við fyrir- tæki víða um land um að sjá um póstafgreiðslu. Á Breiðdalsvík hefur aftur á móti komið upp sú hugmynd að íslands- póstur taki að sér rekstur matvöru- verslunar á staðnum og standi þannig undir kostnaði við rekstur pósthúss á staðnum. Meiri lúða Fiskeldi Eyja- fjarðar hlaut fyrir skömmu Nýsköp- unarverðlaun Út- flutningsráðs og | Rannsóknaráðs íslands. Fyrirtæk- ið stefnir að því að margfalda lúðueldi sitt á næstu árum. Einræktun manna bönnuð Einræktun manna er bönnuð á ís- landi samkvæmt sáttmála sem ís- lendingar hafa gengist undir í Evr- ópuráðinu. Ekki er hægt að setja lög sem leyfa hana og ekki er vitað til að neinar tilraunir með klónun hafi far- ið fram hér á landi. RÚV greindi frá. Garðyrkjumiðstöð íslands Búnaðarþing 2001 hefur skorað á landbúnaðarráðherra að tryggja nægjanlegt fé á næsta ári til að ljúka við Garðyrkjumiðstöð íslands að Reykjum í Ölfusi. Súlur í svefnherbergin Samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundi sem Stígamót héldu um daginn eru íslenskir karl- menn farnir að heimta sömu þjón- ustu heima og þeir geta fengið á súlustöðum. Rúna Jónsdóttir, tals- maður Stígamóta, sagði að ekki væri um beint ofbeldi að ræða en að konur finndu fyrir breyttum kröf- um í kynlífi. „Þær tala jafnvel um einhverja niðurlægjandi hluti sem þær hafi ekki þekkt áður." Dagur greindi frá. Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.