Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 17
+ MANUDAGUR 12. MARS 2001 MANUDAGUR 12. MARS 2001 33 Utgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&sto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Augrýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaoam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. PlötugerO: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við bá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Glœpur og refsing „Ef einhvem tímann er ástæöa til þess að dæma ein- hvern í lífstíðarfangelsi þá er það þegar hann hefur tekið annars líf. Ég vil gjarnan að einhver svari mér sem vit hefur á hvenær ástæða er til að dæma einhvern í lífstið- arfangelsi. Er hægt að fremja stærri glæp en morð?" Þetta er spurning Gerðar Berndsen i viðtali við Helgar- blað DV um liðna helgi. Dóttir Gerðar féll fyrir hendi morðingja sem nú hefur verið dæmdur í 14 ára fangelsi - 14 ár fyrir að taka líf ungrar stúlku. Varla er hægt að hugsa sér verri martröð fyrir foreldra en að þurfa að horfa upp á barnsmorð. Gerður Berndsen bendir á að þrjár ung- ar manneskjur hafi fallið fyrir hendi morðingja hér á landi á tiltölulega stuttum tíma: „Hvert og eitt þeirra hefði átt góðar líkur á að lifa 60-70 ár til viðbótar. Það er sá tími sem mér finnst réttlátt að morðingi gefi af sínu lífi í stað- inn. Sá sem tekur líf annarrar manneskju, hann tekur líka líf foreldra fórnarlambanna og líf þeirra hrynur til grunna." Hægt er að deila um það endalaust hvort refsingar hér á landi séu nægilegar harðar, en eins og kom fram í ítar- legu fréttaljósi hér í DV er óviðeigandi að framkvæmda- valdið geti í raun ákveðið raunverulegan dóm með reynslulausn fanga. Sakamenn sitja yfirleitt aldrei inni eins og kveðið er á um í dómi. Þegar dómari fellir sinn dóm hefur hann ekkert um það að segja hvenær sakamað- urinn sleppur út úr fangelsi. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður telur að dómari verði að ákveða hvort reynslulausn komi til greina: „Ekki dæma saka- mann fyrst í 16 ára fangelsi og setja svo í gang einhverjar sjálfvirkar reglur sem þýða að 16 er það sama og 12." En hvort sem menn telja refsingar hér á landi vera hæfi- legar eða ekki er vert að hafa í huga að dómar og fullnusta þeirra er spegill á gildismat þjóðar. Gerður Berndsen hef- ur komist að því að líf ungrar stúlku er metið til 14 ára sem að líkindum verða aldrei nema níu til tíu ár. Á liðnu ári komust tvær unglingsstúlkur að því hvert gildismat okkar íslendinga er þegar Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi fimmtugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Að svipta unglingsstúlkur sakleysi sínu er metið jafngilt átta mánuðum. Og ungur drengur og foreldrar hans vita verðlagningu hótana um líkamsmeið- ingar og líflát. Héraðsdómur Norðurlands vestra komst að því hótanir kosti 75 þúsund krónur og eru mun ódýrari en smygl á áfengi og tóbaki. Dómar og refsing fyrir alvarlega glæpi eru ekki spurn- ingar um annað en gildismat þjóðar - skilaboð samfélags- ins til þeirra sem vilja vera utan við lög og rétt. Svo geta menn deilt um hvort rétt sé að lengja dóma í einstökum málum. Ritskoðun? Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi og stjórnarformaður Línu.Nets hf., segir að ekki komi til greina að dreifa klám- efni fyrir nýja sjónvarpsstöð í gegnum dreifikerfi fyrir- tækisins. Þar með hefur Alfreð tekið að sér ritskoðun og sæti dómara yfir því hvað megi og hvað ekki. Það er fullkomlega eðlilegt að fyrirtæki sem taka að sér að dreifa efni ljósvakamiðla setji reglur um hvers konar efni komi til greina að miðla. Það sem er óeðlilegt er að stjórnmálamaður skuli taka sér þau völd í krafti almanna- fjármuna að stunda ritskoðun af því tagi sem Alfreð Þor- steinsson ætlar sér. Óli Björn Kárason I>V Skoðun r Játning formanns Fiskifélagsins I síðasta tölublaði Ægis er grein eftir Pétur Bjarnason, formann og framkvæmda- stjóra Fiskifélags íslands, sem ég tel að verði að svara, en þar segist Pétur Bjarna- son styðja kvótakerfið sem illskásta fiskveiðistjórnunar- keríí sem til sé og segir að það vanti rök með öðrum kerfum svo sem sóknar- marki eða sóknarstýringu. Burtséð frá því hvort þetta eru persónulegar skoðanir Péturs Bjarnasonar eða stefnumið Fiskifélags ís- lands er rétt að benda Pétri Bjarnasyni og hans skoðanabræðrum og systrum á að í sóknarmarki eða sóknarstýringar- kerfi er ekki kastað fiski í sjóinn aftur. Skuldsetning sjávarútvegsins Færeyingar nota sóknardagakerfi með mjög góðum árangri. Færeyja- banki hagnaðist um 3,5 milljarða ísl. kr. á síðasta ári sem Jörgen Astrup Hansen, bankastjóri Færeyjabanka, þakkar uppgangi í fiskveiðum og góðri afkomu fiskvinnslu. Þetta er svipaður hagnaður og allra íslenskra bankastofnana á síðasta ári. En þess Grétar Mar Jónsson forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands ber að gæta að íslenska efna- hagslífið er margfalt stærra en það færeyska. Frjálst framsal veiðiheimilda á ís- landi hefur leitt það af sér að gjafakvótaþegar hafa getað selt sig út úr atvinnugrein- inni og farið með peningana jafnvel út úr landinu. Skuldsetning sjávarútvegs á íslandi ætti að fá stjórn- málamenn og útgerðarmenn til að hugsa sinn gang og hætta að ljúga að fólki úti um allan heim að á íslandi sé besta fiskveiðistjórnun í heimi. Ekki hefur okkur tekist að byggja upp fiskistofnana, við erum í sógulegu lágmarki með allflesta fiski- stofna á Islandsmiðum. Á erlendum vettvangi höfum við verið að vinna gegn ríkisstyrkjum í sjávarútvegi og er það vel. En gleymum ekki að líta í eigin barm, gjafakvótinn er mesti rík- isstyrkur til sjávarútvegs sem þekkist í veröldinni. Tökum okkur Færeyinga til fyrirmyndar Það er nú svo að hagræðing í rekstri er dregin í efa og uppbygging fiski- „Fœreyjabanki hagnaðist um 3,5 milljarða ísl. kr. á síðasta ári sem Jörgen Astrup Hansen, bankastjóri Fœreyjabanka, þakkar uppgangi í fiskveiðum og góðri afkomu fiskvinnslu. Þetta er svipaður hagnaður og allra íslenskra bankastofnana á síðasta ári." - Frá Þórshöfn í Fœreyjum. stofnanna hefur ekki tekist, því er nú verr og miður, eftir 17 ár í núverandi kerfi er enginn árangur. Pétur Bjarna- son og aðrir sem telja sig þurfa að játa hollustu sína gagnvart núverandi fisk- veiðikerfi einhverra hluta vegna verða að koma með haldbær rök til stuðnings kvótakerfinu. Það er enginn ágreining- Slagsmálin um aurinn Það er grátbroslegur blekkingar- leikur í gangi í samfélagi okkar og með ólíkindum að þeir sem hæst láta fái ekki hreinlega heiðurslaun á sviði leiklistar eða sígildrar list- greinar sem aldrei er þó kölluð sinu rétta nafni - blekkingarlist. Hér áður var fólk brennt fyrir galdra. Galdr- arnir gátu meðal annars falist í því að leggja á menn álög þannig að þeir voru ekki samir, framkoma eða hug- myndir breyttar og þá oft betur í samræmi við hugmyndir óvina þeirra um hvað steypt gæti viðkom- andi sem hraðast um koll. Um margt svipar árásum auð- hringa á hugmyndaheim einstakling- anna til galdra. Með nógu æsilegri endurtekningu má ná slíkum tökum á fólki að það gerir tugguna að eigin trú. Galdramenn nútímans, blekkingarmeistarnir, eru gott fólk í góðum stöðum hjá góðum og hátt skrifuð- um fyrirtækjum - sumum i ríkiseigu. Þessir meistarar vinna með sérvöldu líði sínu dag og nótt að því að móta og stýra hugmyndum þeirra sem þeir ná til um hvernig þeir skuli verja fjármunum sínum. Fyndin hugmynd Reyndar má geta þess að hugmyndin er nánast fyndin, því all- ir sem eiga eitthvert fé að ráði hér á landi færa það í erlenda gamalgróna bréfasjóði. Annað er ekkert vit því fáir hafa það bein í nefi að vera Sigfríour Björnsdóitír tónlistarkennari „Eftir langa yfirlegu og leit verður Ijóst að leiðin er bara ein. Hún er sú að dýpka yfirdráttinn og leggja mánaðarlega mismuninn á þennan frábœra reikning sem nœstum því lofar manni að síðustu árin verði maður hraustur í golfi á Kanaríeyjum." Með og á móti Betur fallin til að veita þjónustuna raunverulegt framkvæmda- fólk. Það að vilja hagnast er allt annar handleggur og krefst ekki þess sama af þátttakendum og gamla bí- ræfna framkvæmdasemin. Þeir sem hér eftir sitja, og líklegt er að menn séu að reyna að ná til, eru laun- þegar sem hljóta lika að vera þeir sem hafa safnað á sig yfirdráttarskuldahalan- um mikla sem gerður var að sérstöku umtalsefni í fjölmiðlum um daginn. Og nú berjast blessuð fyrirtækin um aurinn sem ætti að vera í vösum okkar launþega og það er látið sem svo sé þó allir viti auðvitað betur. Best 'veit fjármálafyrirtækið það sjálft, en um það snýst ekki málið. Að koma út hlutabréfum Nú þegar hljóðnað hefur yfir beinni sölu á hlutabréfamarkaði og menn vona að almenningur fylgist ekki með niðurstöðutölum daganna - og best hefði verið að hafa hrein- lega lokað - þá birtast fyrirferðar- miklar og fáránlegar auglýsingar um viðbótarlífeyrissparnað. Á skömm- um tíma hefur tekist að grafa undan öryggi manna um það að okkar flestra bíði hin ágætasta elli en langt í hana og rétt að einbeita sér að nú- tímanum. Þess í staö er komin þessi nagandi tUflnning um að maður sé að vanrækja eitthvað sem muni koma manni í koll ótrúlega fljótt. Og maður fer að leita í pappírum og bankabókum, í innkomuleiðum og eyðslumynstri að einhverri leið til að leggja nú þetta seðlabúnt til hliðar sem nægir til að fá mótgjöfina frá einhverjum þarna úti. Eftir langa yfirlegu og leit verður ljóst. að leiðin er bara ein. Hún er sú að dýpka yfir- dráttinn og leggja mánaðarlega mis- muninn á þennan frábæra reikning sem næstum því lofar manni að síð- ustu árin verði maður hraustur í golfi á Kanaríeyjum. Sér grefur gröf En þarf maður ekki að vera al- gjört fifl til að gera þetta svona? Eða vantaði eitthvað í grunnskólalær- dóminn í stærðfræði? Og maður les auglýsingarnar aftur. Vegna skatta- reglna - segir ein - má græða ein- hverja þúsundkalla með því að setja viðbótarsparnaðinn í hlutabréfa- sjóði! Halda þessir ágætu galdrakarl- ar að maður sé alveg búinn að tapa sér? Viðmiðunartölur í þessum heimskulegu auglýsingum miða all- ar ávöxtunartölur við 2-10 ár. Menri breiða snilldarlega yfir rauntölur í dag. Halda þeir að við munum ekki hvernig fyrir ári síðan var alltaf auglýst ávöxtun siðastliðinna vikna? En það var líka þegar allt var á uppleið! Allt í lagi. Vertu í álögum og grafðu þér gröf. Farðu og dýpkaðu yfirdráttinn þinn sem er verðtryggð- ur og á himinháum vöxtum. Farðu svo og settu aurinn í viðbótarsparn- aðarsjóð í næstu deild hjá sama fyr- irtæki. Kauptu 1 hlutabréfasjóði til að sleppa undan skatti og leggstu svo á bæn um að ellin verði þér mjúk lending. - En sannaðu til, þessi blekkingarleikur verður ekki það sem bjargar þér. Sigfríður Björnsdóttir tlaðrafrá rtki til sveitarfélaga? Verið að endurvekja sveitarómagann j „Það er afdrátt- J^L, arlaus skoðun mín I að sveitarfélögin W» séu almennt betur til þess fallin að veita samfélagslega þjónustu heldur en rikisvaldið. Rök- stuðningur við þá skoðun mína er besf fenginn með þeirri góðu reynslu sem hefur fengist hjá þeim sveitarfélög- um sem þegar hafa yfirtekið málefni fatlaðra. Gert hefur verið ráð fyrir þvi allt frá gildistöku laganna um málefni fatlaðra frá 1991 að málefni fatlaðra færist yfir til sveitarfélaganna. Þjón- usta við fatlaða á að vera og getur ver- Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaóur ið eðlilegur þáttur félagsþjón- ustu. Samþætting þjónustu við fatlaða inn í aðra opinbera þjónustu er mjög eðlileg og byggir á þeim jafnræðissjðnar- miðum sem annars gilda i okkar nútima-samfélagi. Það skiptir einnig miklu máli fyrir hinn fatlaða og að- standendur hans að þjónustan sé í nærumhverfi þeirra. Það er einnig augljóst mál að það tvöfalda kerfi sem nú er við lýði í þjónustu við fatlaða er neikvætt og erfitt fyrir þá sem njóta eiga." ^¦p^M "^8 tel mjög mis- I ráðið að gera þess- ar breytingar. Mörg y sveitarfélög eru mjög lítil og því ófær um að taka að sér þjón- ustu á svona flóknum mála- flokki. Ég tel að rök þeirra sem hafa beitt sér fyrir þessu, um að hafa eigi alla félagsþjónustu sem næst íbúunum, eigi alls ekki við í þessu tilviki. Vegna þess að það er okkur sem þurf- um að sækja þjónustu fyrir fatlaða oft ekki mjög þægilegt að ræða þau mál við nágranna okkar. Við viljum hafa dá- litla fjarlægð því þetta er viðkvæmt Bjarni Harðarson ritstjóri og foreldri fatlaös barns kenna það að maður eigi fatlað barn eða að þurfa að sækja slíka þjónustu. Með því að fara út í þessa breytingu er í raun verið að endurvekja íslenska sveitarómagann sem var mikið til að hverfa og þá hugsun að það væri niðurlægjandi að þurfa að sækja sér félagslega aðstoð. Það verður óhjákvæmi- legt að þessi hugsunargangur komi aftur þvi það verður hags- munamál fyrir hvert sveitarfé- lag að ekki flytji inn í það mjög fatlað- ir einstaklingar því þrátt fyrir fjárveit- ingu jöfnunarsjóðs og tilfærslu fjár með hinum fatlaða er það aldrei fullnægj- mál og getur verið viðkvæmt að viður- andi.' A síðasta ári lagði félagsmálaráðherra fram frumvarp um flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Til stóð að lögin tækju gildl um næstu áramót en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur farið þess á leit að lögunum verði frestað um tvö ár. Ekki eru hins vegar allir sammála um ágæti þessara laga. ur í sjávarútvegi í Færeyjum og við ís- lendingar eigum að taka Færeyinga okkur til fyrirmyndar í sjávarútvegi. Grétar Mar Jónsson Ummæli Rétturinn mikils virði „Engum ætti að vera betur ljóst en tölvumönnum, hve mikils virði höfunda- rétturinn er. Fram- leiðendur hugbúnaðar standa fastar vörð um þennan rétt sinn en aðrir og hafa fengið því framgengt, að í höfundalögum er til dæmis bannað að afrita af eign sinni til einkanota, afritun tölvuforrita er aðeins leyfð i öryggisskyni. Þessi mikla varðstaða um höfundaréttinn er meðal höfuð- einkenna tólvu- og hugbúnaðariðnað- arins og ein af meginforsendum fyrir arðsömum vexti hans." Björn Bjarnason menntamálaráöherra í Mbl. 9. mars. Samræmum kynlífsiðnað „Kynlífsiðnaðinn þarf að setja í sam- hengi við svipaða starfsemi í öðrum löndum ... Flestir telja að gróði á mansali nú- tímans sé auðfengnari en smygl á eiturlyfj- um og því er mikilvægt að þjóðir séu meðvitaðar um það sem leynst getur á bak við munúðarfull andlit í'kyn- lífsauglýsingum. Á Islandi er vændi ólöglegt ef hagnast er á því, en við- skiptavinur þarf ekki að hlíta neinum lögum. Því finnst mér mætti breyta." Katrín Fjeldsted alþm. í Degi 9. mars. Krófur eldri borgara „Ýmislegt bendir til þess, að aldrað- ir og öryrkjar hafi ekki notið góðæris undanfarinna ára í jafnríkum mæli og aðrir landsmenn. Það er þvi nauð- synlegt og við hæfi, að ríkisstjórnin rétti hlut þess fólks, sem við bágust kjör býr. Með hvaða hætti verður komið til móts við kröfur eldri borg- ara mun koma i ljós um miðjan apríl- mánuð, þegar nefnd rikisstjórnarinn- ar um málefni aldraðra og öryrkja skilar tillögum sínum." Úr forystugreinum Mbl. 9. mars. Dæmum ekki kaupendur „Vændi er bannað á Islandi og mér fmnst allt í lagi að slíkar reglur gildi, en rangt væri að sakfella þá sem kaupa sér blíðu - því oft eru það menn sem hafa lent undir í lífinu. Og það sama gOdir einnig raunar um konurnar sem blíðuna selja. Þetta eru i raun fordómar þeirra sem frumvarpið leggja fram - úr þvi rökin fyrir sakfellingu karl- anna eru þau að konan hafi hrasað á svellinu og orðið undir." Ólafur Amfjörö Guðmundsson veitinga- maöur. í Degi 9. mars. Laus úr klóm Evrópuvaldsins Friðrik Daníelsson efnaverkfræbingur Það var gott að búa á íslandi þegar lands- menn losuðu sig úr klóm Evrópuvaldsins (1944), þá var það Danaveldi, sem reynd- ar var frekar góðkynj- að miðað við síðari valdabákn. Menn fengu að bjarga sér með það sem menn höfðu aðgang að, það var ekki þörf á að fá leyfi, kaupa réttindi, kljást við eftirlitsaðila, sem voru fáir og reglurnar sömuleiðis. Ungir sem gamlir tóku tækifærin til athafna og sjálfsbjargar tveim höndum. Ný fyr- irtæki stofnuð, nýjar aðferðir teknar í notkun, nýjar auðlindir nýttar. Menn tileinkuðu sér nýja kunnáttu. Það var auðvelt að fá vinnu, líka hlutastarf, þá gátu margir og þorðu að ráða fólk í vinnu. Og ung- lingarnir tóku þátt í verð- mætasköpuninni. - Mesti uppgangur íslandssögunnar var kominn á fullt skrið. Aftur í klær Evrópuvaldsins En með EES-samningnum 1992 lentu íslendingar síðan aftur í klóm Evrópuvaldsins, skriffinnsku- og forræðis- hyggjan er aftur farin aö hamla þróun á íslandi. Fyrir- tækin þurfa orðið helst að halda úti heilum her manna til að kljást við allar nýju fé- lags-, umhverfis-, hollustu-, vinnumarkaðs- eða vöru- gæðareglurnar. Fyrirtækin leggja orðið mest upp úr að segja upp fólki, kaupa frekar vélar og tæki. í Evrópusambandinu er „félagslegur kostnaður", launakostnaður og skattar, flutningskostnaður eða orku- kostnaður fyrirtækja orðinn of hár sem gerir fyrirtækin ósamkeppnishæf. Lífsgæðin í Evrópu hafa um langt skeið verið að dragast aftur úr öðr- um löndum. íslendingar að byrja íslendingar misstu úr margra alda atvinnuvegaþró- un, þeir væru milljónaþjóð með margbreytilegt atvinnu- líf ef þróunin hér hefði byrjað jafn snemma og í nágranna- löndum. íslendingar eiga eftir að nýta mikið af sínum auðlind- um og eru að reyna að koma hér upp atvinnustarfsemi sem þegar er orðin uppbyggð í Evrópu og umgirt miklum kvöðum og regl- um þar, sem nú eru farnar að berast til íslands. Sérstaklega er þetta farið að verða nýjum eða litlum íslenkum fyrirtækjum erfitt, það eru oft þau sem eru vaxtarbroddarnir. Færri treysta sér, fleiri gefast upp á að reyna að reka atvinnu- starfsemi. Það er auðveldast að vera ekkert að basla, vinna bara hjá stór- fyrirtækjunum eða ríkinu þar til menn verða úreltir og komast á bæt- ur kerfisins. - Eða bara vera á at- vinnuleysisskrá. Á klafa tilskipanavaldsins Hið litla islenska stjórnkerfi hefur „Islendingar geta ekki og hafa reyndar oft lítið gagn af að vera í öllum þeim hundruðum nefnda sem Brussel-veldið hefur ígangi. Stöðugt koma nýjar regl- ur um hráefni, hollustu, umhverfis- vernd eða umbúðamerkingu." - Undir merkjum Evrópuvaldsins. ekki getu til þess að taka við öjlum tilskipunum frá Brussel. íslendingar geta ekki og hafa reyndar oft lítið gagn af að vera í öllum þeim hundruðum nefnda sem Brussel- veldið hefur í gangi. Stöðugt koma nýjar reglur um hráefni, hollustu, umhverfisvernd eða umbúðamerk- ingu. Framleiðsla kemst ekki í gang hér á landi af því að það þarf að prófa af- urðirnar eftir Evrópureglunum hjá evrópskum prófunarstofnunum. Það er oft ekki hægt að nota hráefni frá Bandaríkjunum eða öðrum löfldum af því að eftirlitsstofnanir á íslándi eru bundnar á klafa þeirra evrópsku. Reyndar vanræktu íslensk stjórn- völd að semja við Bandaríkin um viðskipti með því að gera EES-samn- inginn, hann hafði í för með sér hömlur á viðskipti vestur um haf þar sem eru þjóðir með kröftugra at- vinnulíf. Nýjar forsendur Nú er komin upp ný og breytt staða. Sumar fyrrum EES-þjóðir hafa gengið í Evr- ópusambandið og því hafa for- sendurnar fyrir EES-samningn- um gerbreyst. Þar með er kom- inn möguleiki fyrir Island að gera eðlilega samningstillögu um að EES-samningnum verði breytt í tvíhliöa viðskiptasamn- ing án stofnanakaflans; skrif- finnskuvald Evrópusambands- ins yfir íslandi afnumið. Við- skiptasamningurinn, sem ís- land hafði fyrir 1992, var aö mörgu leyti betri en EES-samn- ingurinn og gæti verið viðmið- un nú þegar Evrópusambandið er farið að hunsa EES. Nú er líka Alþjóðaviðskipta- stofnunin risin á legg, þar sem ísland er virkur aðili, sem gef- ur smám saman kost á betri viðskiptasamningum við mest- allt mannkyn, ekki aðeins þau 5% eða svo sem Evrópusam- bandið er. Hluti Evrópusam- bandsins út á við af alheims- viðskiptunum hefur reyndar farið minnkandi til skamms tima. Það er því komið gullið tækifæri fyrir landsmenn til að losa sig aftur úr klóm Evrópu- valdsins, áður en það kremur framtakssemina úr bjartsýnum og uppbyggingarfúsum tslend- ingum. Friðrik Daníelsson +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.