Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 8
MANUDAGUR 12. MARS 2001 Fréttir J3V Vantar meira íslenskt á veraldarvef inn - sagði menntamálaráðherra þegar hann opnaði nýjar vefsíður í FVA DV, AKRANESI: Björn Bjamason menntamálaráð- herra heimsótti Fjölbrautaskóla Vesturlands á dögunum. Ráðherra opnaði tvær nýjar vefsíður sem unnar hafa verið undir stjórn Hörpu Hreinsdóttur, kennara við FVA. önnur vefsiðan heitir Vestur til Vínlands (www.fva.is/vinland/) og er unnin af rúmlega 50 nemend- um í ÍSL313 á haustönn 2000. Markmið vinnunnar var að æfa nemendur í annars konar tjáningu en venjulegri ritgerðasmið og einnig að vinna saman að einhverju ákveðnu, stóru verki, sem stæði eft- ir að önninni lyki. Grænlendinga- saga og Eiríks saga rauða voru vald- ar sem víðfang, enda hefjast þessar sögur á Vesturlandi, og voru mjög í sviðsljósinu á síðasta ári vegna af- mælis landafunda. Hin vefsíðan heitir kennari.is og er allt annars eðlis. Þetta er vefur með upplýsingum fyrir kennara, þótt auðvitað geti aðrir nýtt sér efni hans. Þarna er bent á ýmis verkfæri (einkum forrit) sem geta nýst kenn- urum til að leggja efni sitt fram á vef og síðar meir verður fjallað um aðra tölvuvinnu. Þetta byggist á þeirri vissu kennara við FVA að ? D ? ? ? ?? ? ? ? ?? ?? pn 3 ?? ? ? ?? ?? ? ?? L-J ? ?? ?? ? ? ? ?? ?? ? ? ? ?? ?? ? ?? ? ? ? ?[ myncl ?? ?? ? ? ? ? ? ¦•'? ? ?? ?? ? óskarsdagar 10.-20. mars meðSONY DCR PC110 stafrænni myndbandstökuvél og LEO IIMTEL Plll 850 ertu meö „heilt kvikmyndaver" heim í stofu. Þú tengir bara vélina viö töh/una og skapar þitt eigiö meistaraverk. Allar klippingar og færslur milli tækja kosta þig ekkert í gæðum því öll meðhöndlun myndefnis fer fram á stafrænu formi. Kvikmyndaafrek, heimilismyndband eða stutt myndskeið til vina og kunningja, þú hefur það allt við höndina. Láttu þig ekki bara dreyma um „Óskarinn"! EZ DV klippikort fyrir stafrænar myndbandstökuvélar sem gerir heimilístölvuna að myndven LEO INTEL Plll 850 ŒO tölvukassi MB/FD/DVD INTEL Plll 850 MHz Dimm 128 Mb 133MHz IBM 45 Gb Deskstar 7200 rpm IDE AOpen PA256 MX II Geforce 2 MX TV-out SB PCI 128 hljó&kort Hátalarar Creative SBS35 SupraExpress 56i PR0 mótald Windows ME OEM Dexxa Wheel mús 105 Lykla PS2 lyklaborö 17 ProView 1280 x 1024 85KHz.25 EZ DV klippikort SONY DCR-PC110 Frábærlega nett stafræn myndbandstökuvél en einnig Ijósmyndavél með Carl Zeiss linsu Mini DV stafrænt inn og út USB tengi 194.90Q kr. 164.900 kr. EF t>Ú GERtH KRÖFUní Á Óskarsdögum Aco frá 10. - 20. mars gefst þér kostur á að prófa hversu einfalt og skemmtilegt það er að skapa í verslun Aco Skaftahlíð 24. ðOO hugsaðu \ skapaðu \ upplifðu Skaftahlið 24 • Sfmi 530 1800 • Fax 530 1801 ¦ www.apple.is DV-MYNDDAN Nyir vefir opnaoir Jóhann Pétur Pétursson og Petrína Sigurðardóttir, nemendur í FVA, ásamt Birni Bjarnasyni menntamála- ráöherra við opnun nýju vefjahna. tölvustudd kennsla muni sækja mjög í sig veðrið á næstu misserum, sem er reyndar í samræmi við stefnu ráðherra. Harpa Hreinsdóttir er umsjónarmaður þessa verkefnis en það var styrkt af Þróunarsjóði framhaldsskóla. Nemendurnir Petrína Sigurðar- dóttir og Jóhann Pétur Pétursson fluttu ávörp og greindu frá því hvernig vinnan við Vínlandsvefinn hefði verið, lýstu þau yfir mikilli ánægju með þá vinnu. Harpa Hreinsdóttir sagði síðan frá vefnum kennari.is og ætluðu hlutverki hans. Menntamálaráðherra sagði í ávarpi sínu þegar hann opnaði vef- ina með aðstoð nemendanna og Hörpu að hann fagnaði þessu frum- kvæði Fjölbrautaskólans. Sjáifur hefði hann haldið úti heimasíðu á vefnum í sex ár sem að margir litu til og að hans mati vantaði tilfmn- anlega meira islenskt efni á verald- arvefinn. -DVÓ Hraðakstur í diskóljósum DV, HVALFIRÐI: Sjálfvirk blikkljós gegn hraðakstri hafa verið tekin í notkun i Hvalfjarð- argöngum og stuðla greinilega aö því að bílstjórar brúki bensínfætur mildilegar en ella. Þeir sem aka yfir hámarkshraða í göngunum, 70 km á klukkustund, fá á sig blikkandi áminningarljós og ættu snarlega að hægja á sér. Það kann nefnilega vel að vera að lögreglan sé á ferðinni líka við að mæla ókuhraða. Blikkljósin voru tengd á föstudag- inn var og þá kom strax í ljós að margir óku hraðar en heimilt var. Stundum leiftruðu viðvörunarljósin svo ótt og títt að umferðin var nán- ast böðuð diskóljósum. Góðu fréttirnar eru þær að þessi búnaður virkaði eins og til var ætl- ast og greinilegt að flestir drógu strax úr hraðanum. Ökumenn ættu að taka aðvaranir ljósanna alvar- lega því lögreglan er iðin við hraða- mælingar í göngunum, stöðvar hraðakstursmenn og sektar þá eða sviptir ökuskírtéini í verstu tilvik- unum. -DVÓ Hársnyrtivörur í úrvali Stofnuð 1918 Hárgreíðslustofan Klapparstíg Sími 551 3010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.