Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 28
tf- 44 MANUDAGUR 12. MARS 2001 ^ Tilvera x>v Rætt um aans- stuttmyndir í Listaklúbbnum Listaklúbbur Leikhúskjallar- ans efnir í kvöld til umræðna um íslenskar dansstuttmyndir undir yfirskriftinni Dansstutt- myndir - vilt þú vera með?. Þeir sem þarna leggja orð í belg eru meðal annarra Kristín Pálsdótt- ir, Helena Jónsdóttir, Reynir Lyngdal, Sveinbjörg Þórnalls- dóttir, Hálfdán Theodórsson, "* Bjargey Ólafsdóttir og fleiri. Til upprifjunar, og fyrir þá sem ekki komust á kynningarkvöldið 19. febrúar, verða sýnd brot úr öllum myndunum sem þar voru kynntar. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30. IKIúbbar ¦ GEIR OLAFS A GAUKNUM Það er enginn annar en hinn Ijóshærði söngfugl Geir Ólafsson sem sér um að skemmta gestum Gauksins í kvöld. Leikhús ¦ VOIUSPA I dag kl. 10.30 verður sýnt leikritið Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í Möguleikhúsinu við Hlemm. Síðustu forvöð ¦ KRYSUVIKIN MIN I HAFNAR- BORG FRAMLENGD Sýningin Krýsu- víkln mín, á málverkum eftir Svein Björnsson, hefur verið framlengd til dagsins í dag. Sýningin er í Hafnar- borg og er opin á sýningartíma safnsins. Nú fer hver að verða síð- astur því hún verður ekki framlengd meira. Myndlist ¦ GALLERI FOLD Kjartan Guöjóns- -«* son sýnir málverk til 11. mars í Gall- eri Fold við Rauðarárstíg.Opiö á verlunartíma. ¦ GERÐARSAFN í KÓPAVOGI Verk úr einkasafni Sverris Sigurös- sonar. Sýningin stendur til 31. mars og er opin kl. 12-18 þriöjudaga til sunnudaga. ¦ GERDUBERG „Stóll um stól frá stól tll sætis", sýning á íslenskum stólum stendur til 25. mars. Opiö kl. 10-20 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga kl. 11-19 og kl. 13-16 laugardaga og sunnudaga. ¦ LISTASAFN ASÍ Sigrún Eldjárn sýnir málverk og bókverk I Listasafn ASI við Freyjugötu til 11. mars. Opiö kl. 14-18 nema mánudaga. > ¦ ÁSMUNDARSAFN VH) SIGTÚN Fjöll rímar viö tröll, Páll Guömunds- son í þland við Ásmund Sveinsson. Opið kl. 13-16 alla daga. ¦ LISTASAFN REYKJAVÍKUR HAFNARHUSI Sófamálverklð er til sýnis til 25. mars. Útisýning Ro- þerts Dells stendur til 25. mars en franska frásagnarmálverkið stendur til 21. mars. Opið kl. 11-18. ¦ LISTASAFN REYKJAVÍKUR. KJARVALSSTODUM Gullni pensill- inn, samsýning íslenskra fígúratífra málara stendur til 24. mars. Opið daglega 10-17 en til kl. 19 . miðvikudaga. ¦ NÝUSTASAFNH) Samsýning Steingrims Eyfjörðs, Rögnu Her- mannsdóttur, Rnns Arnars Arnar- sonar og Huldu Stefánsdóttur stendur til 25. mars. Opiö þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Átak til að f jölga stelpum í verk-, tækni- og tölvufræði: Ekki bara karlar með hjálma Salurinn í Flensborgarskóla í Hafnarfirði var þéttskipaður stelp- um eftir hádegi á fimmtudaginn síðasta. Stelpurnar í Flensborg hafa fengið gesti og erindi þeirra er að hvetja þær til að sækja sér fram- haldsnám á sviði verk-, tækni- og tölvunarfræði. Rósa Erlingsdóttir er verkefnis- stjóri verkefnisins sem Háskóli ís- lands og Jafnréttisstofa standa að 1 samvinnú við fjögur -ráðuneyti og fieiri aðila. Markmið verkefnisins er að fjölga kvennemendum í verk-, tækni- og tölvunarfræðinámi á há- skólastigi en hlutfall þeirra er enn innan við 20% í þessum greinum. Átakið byggist fyrst og fremst á því að kvennemendur og útskrifaðar konur ár greinunum hvetja stelpur í framhaldsskólum til að velja þær í framhaldsnámi sínu. Um 40 konur sem ýmist stunda nám eða eru út- skrifaðar úr verk-, tækni og tölvun- arfræðum heimsækja alla fram- haldsskóla landsins í þessu skyni. Átakið hófst 20. febrúar og því lýk- ur 22. mars. Góð laun og auövelt aö fá vinnu Gestirnir í Flensborg eru þrír auk Rósu: þær Hrund Skarphéðins- dóttir verkfræðingur, María Hjalta- lín kerfisfræðingur og Eyrún Linn- et verkfræðinemi. Rósa býður stelpurnar velkomn- ar og segir þeim örlítið frá aðdrag- anda kynningarinnar. Hún leggur áherslu á þá miklu þróun sem standi yfir og fram undan sé á sviði tækni og hversu mikilvægt sé fyrir konur aö taka þátt í þessari þróun. Einnig reynir hún að sýna stelpun- um fram á að verk-, og tækni- og tölvufræðimenntun sé fyrir alla. „Verkfræðingar eru ekki bara karl- ar með hjálma uppi á fjöllum held- ur geta þeir lika verið konur í É i Fjölmenni á stelpufundi í Flensborg Salurinn var þéttskipaður og þegar þær sem ekki höfóu áhuga á fundarefninu höfðu tínst út ein af annarri sátu eftir um 50 stelpur. drögtum fyrir framan tölvur." Næst tók Hrund tii máls. Hún er byggingaverkfræðingur og segist vinna hjá litlu fyrirtæki, aðallega við hönnun vega. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um út i hvað hún var að fara þegar hún hóf nám í verkfræði en hún hafi haft gaman af að reikna. Hún leggur mikla áherslu á að eftirspurn sé eftir verkfræðingum af öllum sviðum, launin sem í boði eru séu góð og afar auðvelt sé að fá vinnu erlendis. Hrund segir stærðfræði og eðlis- fræði vera ákveðnar undirstöðu- greinar í faginu en alls ekki nauð- synlegt að vera alger súpernemandi í þessum greinum til að ráða við verkfræðina. „Það er um að gera að prófa," segir Hrund. „Þið þurfið ekki að vera neitt ofsalega klárar, bara að hafa gaman af þessu." DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Hjálmlaus byggingarverkfræðingur „Þið þurfið ekki að vera neitt ofsalega klárar, bara að hafa gaman afþessu," sagði Hrund Skarphéðinsdóttir. Ahugasamar um strákafögln Wlargar stelpurnar sýndu mikinn áhuga og að fundi loknum vildu sumar halda áfram að spyrja og spjalla. Þörf fyriri fólk með ólíka hæfilelka Næst tekur María við. Hún tekur upp þráðinn þar sem Hrund sleppti. „Maður þarf að hafa gaman af að leysa þrautir," segir hún um eigin- leika sem gott sé að hafa til að bera fyrir nám i kerfis- eða tölvunar- fræði. Hún segir eftirspurnina eftir tæknimenntuðu fólki vera gríðar- lega og mikil þörf sé fyrir fólk með hæfileika á ólíkum sviðum. Velta má fyrir sér hvort María hafi ekki einmitt hér hitt naglann á höfuðið um hvers vegna það sé svo mikilvægt að verkfræði- og tölvu- nám sé sótt af nemendum af báðum kynjum. Andinn á fundinum var óform- legur og afslappaður og nú var stelpunum boðið að spyrja. Þegar hér var komið sögu hafði nokkuð fækkað í salnum og þær sátu einar eftir sem áhuga höfðu á efninu, um 50 stelpur. Spurt var um inntökuskilyrði í verkfræðideild og hvort ekki væri nauðsynlegt að hafa lært mikla stærðfræði. Svarið var að góður grunnur væri nauðsynlegur en ekki endilega að hafa lært t.d. alla stærð- fræði á eðlisfræðibraut. Rósa skaut inn í umræðuna að hægt væri að taka síðustu framhaldsskólaáfang- ana á námskeiðum hjá Endur- menntunarstofnun Háskólans. Ein á móti tíu strákum Eyrún Linnet var síðasti frum- mælandinn. Hún er stúdent úr Flensborg og nú nemandi í „raf- magninu" eöa rafmagns- og tölvu- verkfræði. Hún útskýrir uppbygg- ingu námsins í verkfræðideild fyrir stelpunum. Eyrún viíl ekki gera of mikið úr þyngd stærðfræðinnar í deildinni. „Stærðfræðigreiningin á fyrstu önn var sú sama og síðustu tveir áfangarnir i Flensborg," segir hún. Eyrún segir ástæðuna fyrir því að hún valdi verkfræði vera þá að hún vilji vera sjálfstæð. „Ég vil ekki vera háð einhverjum karli og geta ekki skilið við hann því þá verði ég svo fátæk." í umræðum í lokin fullyrða þær stöllur að launajafnrétti rlki milli karla og kvenna á þeirra sviði þannig að konur fái sömu laun og karlar fyrir sambærilega vinnu. Eftir að fundi hefur verið slitið drífur þær áhugasömustu að gest- unum og spyrja sértækari spurn- inga. Þá eru líka sagðar grínsögur úr verkfræðinni, til dæmis um það hvernig samfélagið sé þar sem er ein stelpa á móti hverjum 10 strák- um eins og er raunveruleiki Eyrún- ar Linnet. -ss I I Mel C hætt í Kryddpíunum Sjá nánar: Lfflð eftlr vinnu á Vísi.is Þá geta smástúlkurnar farið að syrgja Kryddpiurnar. Hljómsveitin er svo gott sem búin að vera eftir að hin íþróttamannslega Mel C til- kynnti fyrir helgi að hún væri búin að fá nóg. Nú ætlar hún að helga sig eigin einsöngsferli þar sem allt er á mikilli uppleið. Mel viðurkenndi i samtölum við breska blaðamenn að undanfarin tvö ár hefði henni ekki þótt neitt sérstaklega skemmtilegt að vinna með stallsystrum sínum þremur i stúlknasveitinni vinsælu. „Ég verð alltaf kryddpía en ég hef ekki í hyggju að starfa meira með Kryddpíunum," sagði stúlkan. „Ég hef þroskast og mig langar til að gera hlutina eins og ég vil hafa þá og ekki þurfa að standa í málamiðl- unum." Mel C, sem heitir réttu nafni Mel- anie Chisholm og sem af mörgum er talin hæfileikamesta Kryddpian, sagði að hún og hinar stúlkurnar þrjár einbeittu sér allar að eigin sól- óferli um þessar mundir. „Við vorum svo vinsælar að ekk- ert jafnast á við það. Þetta var spurning um að fórna lífi okkar og reyna að halda í þessa velgengni eða bara vera heiðarlegar gagnvart okkur sjálfum. Við höfðum ailar verið mjög ærlegar og vildum allar reyna okkur á eigin spýtur," sagði Mel C hin sportlega. Kryddpíurnar voru upphaflega fimm en fyrir nokkrum misserum sagði hin rauðhærða Geri Halliwell skilið við stallsystur sinar til að standa á eigin fótum. Hljómsveitin sló í gegn á árinum 1995 og á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa plötur þeirra selst í 38 mUljónum eintaka. Ekki má gleyma þvi að Kryddpí- urnar komu af stað eins konar menningarbyltingu með stelpna- valdstali sínu. MelC Sportlega kryddpían er hætt í stúlknasöngsveitinni vinsælu. f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.