Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Page 28
44 MÁNUDAGUR 12. MARS 2001 Tilvera I>V 1 1 f i ft Rætt um stuttmyndir í Listaklúbbnum Listaklúbbur Leikhúskjallar- ans efnir i kvöld til umræöna um íslenskar dansstuttmyndir undir yfirskriftinni Dansstutt- myndir - vilt þú vera með?. Þeir sem þarna leggja orö í belg eru meðal annarra Kristín Pálsdótt- ir, Helena Jónsdóttir, Reynir Lyngdal, Sveinbjörg Þórhalls- dóttir, Hálfdán Theodórsson, Bjargey Ólafsdóttir og fleiri. Til upprifjunar, og fyrir þá sem ekki komust á kynningarkvöldið 19. febrúar, verða sýnd brot úr öllum myndunum sem þar voru kynntar. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30. IKIúbbar ■ GEIR OLAFS A GAUKNUM Það er enginn anna/ en hinn Ijóshærði söngfugl Geir Ólafsson sem sér um að skemmta gestum Gauksins í kvöld. Leikhús ■ VOLUSPA I dag kl. 10.30 verður sýnt leikritið Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í Möguleikhúsinu viö Hlemm. Síöustu forvöð ■ KRYSUVIKIN MIN I HAFNAR- BORG FRAMLENGD Sýningin Krýsu- víkin mín, á málverkum eftir Svein Björnsson, hefur verið framlengd til dagsins í dag. Sýningin er í Hafnar- borg og er opin á sýningartíma safnsins. Nú fer hver aö verða síð- astur því hún veröur ekki framlengd meira. Myndlist I GALLERI FOLD Kjartan Guðjóns- son sýnir málverk til 11. mars í Gall- eri Fold við Rauöarárstíg.Opiö á verlunartíma. ■ GERÐARSAFN í KÓPAVOGI Verk úr einkasafni Sverris Sigurðs- sonar. Sýningin stendur til 31. mars og er opin kl. 12-18 þriöjudaga til sunnudaga. ■ GERÐUBERG „Stóll um stól frá stól til sætls“, sýning á íslenskum stólum stendur til 25. mars. Opiö kl. 10-20 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga kl. 11-19 og kl. 13-16 laugardaga og sunnudaga. ■ LISTASAFN ASÍ Sigrún, Eldjárn sýnir málverk og bókverk í Listasafn ASI viö Freyjugótu til 11. mars. Opið kl. 14-18 nema mánudaga. ■ ÁSMUNDARSAFN VH) SIGTÚN Fjöll rímar við tröll, Páll Guömunds- son í bland viö Ásmund Sveinsson. Opiö kl. 13-16 alla daga. ■ LISTASAFN REYKJAVÍKUR HAFNARHUSI Sófamálverkiö er til sýnis til 25. mars. Útisýning Ro- berts Dells stendur til 25. mars en franska frásagnarmálverkið stendur til 21. mars. Opiö kl. 11-18. ■ LISTASAFN REYKJAVÍKUR. KJARVALSSTOÐUM Gullni pensill- inn, samsýning íslenskra fígúratífra málara stendur til 24. mars. Opiö daglega 10-17 en til kl. 19 miðvikudaga. ■ NÝLISTASAFNIÐ Samsýning Steingríms Eyfjörðs, Rögnu Her- mannsdóttur, Finns Arnars Arnar- sonar og Huldu Stefánsdóttur stendur til 25. mars. Opiö þriöjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Átak til að fjölga stelpum í verk-, tækni- og tölvufræði: Ekki bara karlar með hjálma Salurinn í Flensborgarskóla í Hafnarfirði var þéttskipaður stelp- um eftir hádegi á fimmtudaginn síðasta. Stelpurnar í Flensborg hafa fengið gesti og erindi þeirra er að hvetja þær til aö sækja sér fram- haldsnám á sviði verk-, tækni- og tölvunarfræði. Rósa Erlingsdóttir er verkefnis- stjóri verkefnisins sem Háskóli ís- lands og Jafnréttisstofa standa að í samvinnu viö fjögur ráðuneyti og fleiri aðila. Markmið verkefnisins er að fjölga kvennemendum í verk-, tækni- og tölvunarfræðinámi á há- skólastigi en hlutfall þeirra er enn innan við 20% í þessum greinum. Átakið byggist fyrst og fremst á því að kvennemendur og útskrifaðar konur úr greinunum hvetja stelpur í framhaldsskólum til að velja þær í framhaldsnámi sínu. Um 40 konur sem ýmist stunda nám eða eru út- skrifaðar úr verk-, tækni og tölvun- arfræðum heimsækja alla fram- haldsskóla landsins í þessu skyni. Átakið hófst 20. febrúar og því lýk- ur 22. mars. Góð laun og auövelt að fá vinnu Gestirnir í Flensborg eru þrír auk Rósu: þær Hrund Skarphéðins- dóttir verkfræðingur, María Hjalta- lín kerfisfræðingur og Eyrún Linn- et verkfræðinemi. Rósa býður stelpurnar velkomn- ar og segir þeim örlítið frá aðdrag- anda kynningarinnar. Hún leggur áherslu á þá miklu þróun sem standi yfir og fram undan sé á sviði tækni og hversu mikilvægt sé fyrir konur að taka þátt í þessari þróun. Einnig reynir hún að sýna stelpun- um fram á að verk-, og tækni- og tölvufræðimenntun sé fyrir alla. „Verkfræðingar eru ekki bara karl- ar með hjálma uppi á fjöllum held- ur geta þeir lika verið konur í Fjölmenni á stelpufundi í Flensborg Salurinn var þéttskipaöur og þegar þær sem ekki höföu áhuga á fundarefninu höföu tínst út ein af annarri sátu eftir um 50 stelpur. drögtum fyrir framan tölvur." Næst tók Hrund til máls. Hún er byggingaverkfræðingur og segist vinna hjá litlu fyrirtæki, aðallega við hönnun vega. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um út í hvað hún var að fara þegar hún hóf nám í verkfræöi en hún hafi haft gaman af að reikna. Hún leggur mikla áherslu á að eftirspum sé eftir verkfræðingum af öllum sviðum, launin sem í boði eru séu góð og afar auðvelt sé að fá vinnu erlendis. Hrund segir stærðfræði og eðlis- fræði vera ákveðnar undirstöðu- greinar í faginu en alls ekki nauð- synlegt að vera alger súpernemandi í þessum greinum til að ráða við verkfræðina. „Það er um að gera að prófa,“ segir Hrund. „Þið þurfið ekki að vera neitt ofsalega klárar, bara að hafa gaman af þessu.“ DV-MYNDtR HILMAR ÞÓR Hjálmlaus bygglngarverkfræöingur „Þiö þurfiö ekki að vera neitt ofsalega kiárar, bara aö hafa gaman afþessu,“ sagði Hrund Skarphéöinsdóttir. Ahugasamar um strákafögln Margar stelpurnar sýndu mikinn áhuga og aö fundi loknum vitdu sumar haida áfram aö spyrja og spjalla. Þörf fyriri fólk meö ólíka hæfileika Næst tekur María við. Hún tekur upp þráðinn þar sem Hrund sleppti. „Maður þarf að hafa gaman af að leysa þrautir," segir hún um eigin- leika sem gott sé að hafa til að bera fyrir nám í kerfis- eða tölvunar- fræði. Hún segir eftirspurnina eftir tæknimenntuöu fólki vera gríðar- lega og mikil þörf sé fyrir fólk með hæfileika á ólíkum sviðum. Velta má fyrir sér hvort María hafi ekki einmitt hér hitt naglann á höfuðið um hvers vegna það sé svo mikilvægt að verkfræði- og tölvu- nám sé sótt af nemendum af báðum kynjum. Andinn á fundinum var óform- legur og afslappaður og nú var stelpunum boðið að spyrja. Þegar hér var komið sögu hafði nokkuð fækkað í salnum og þær sátu einar eftir sem áhuga höfðu á efninu, um 50 stelpur. Spurt var um inntökuskilyrði í verkfræðideild og hvort ekki væri nauðsynlegt að hafa lært mikla stærðfræði. Svarið var að góður grunnur væri nauðsynlegur en ekki endilega að hafa lært t.d. alla stærð- fræði á eðlisfræðibraut. Rósa skaut inn í umræðuna að hægt væri að taka síðustu framhaldsskólaáfang- ana á námskeiðum hjá Endur- menntunarstofnun Háskólans. Ein á móti tíu strákum Eyrún Linnet var síðasti frum- mælandinn. Hún er stúdent úr Flensborg og nú nemandi í „raf- magninu" eða rafmagns- og tölvu- verkfræði. Hún útskýrir uppbygg- ingu námsins i verkfræðideild fyrir stelpunum. Eyrún viil ekki gera of mikið úr þyngd stærðfræðinnar í deildinni. „Stærðfræðigreiningin á fyrstu önn var sú sama og síðustu tveir áfangamir í Flensborg,“ segir hún. Eyrún segir ástæöuna fyrir því að hún valdi verkfræði vera þá að hún vilji vera sjálfstæð. „Ég vil ekki vera háð einhverjum karli og geta ekki skilið við hann því þá verði ég svo fátæk.“ I umræðum í lokin fullyrða þær stöllur að launajafnrétti ríki milli karla og kvenna á þeirra sviði þannig að konur fái sömu laun og karlar fyrir sambærOega vinnu. Eftir að fundi hefur verið slitið drífur þær áhugasömustu að gest- unum og spyrja sértækari spurn- inga. Þá eru líka sagðar grínsögur úr verkfræðinni, tO dæmis um það hvernig samfélagið sé þar sem er ein stelpa á móti hverjum 10 strák- um eins og er raunveruleiki Eyrún- ar Linnet. -ss Mel C hætt í Kryddpíunum Sjá nánar: Líflð eftir vlnnu á Vísi.is Þá geta smástúlkurnar farið að syrgja Kryddpíurnar. Hljómsveitin er svo gott sem búin að vera eftir að hin íþróttamannslega Mel C til- kynnti fyrir helgi að hún væri búin að fá nóg. Nú ætlar hún að helga sig eigin einsöngsferli þar sem aOt er á mikOli uppleið. Mel viðurkenndi í samtölum við breska blaðamenn að undanfarin tvö ár hefði henni ekki þótt neitt sérstaklega skemmtilegt að vinna með stallsystrum sínum þremur í stúlknasveitinni vinsælu. „Ég verð alltaf kryddpía en ég hef ekki í hyggju að starfa meira með Kryddpíunum," sagði stúlkan. „Ég hef þroskast og mig langar tO að gera hlutina eins og ég vil hafa þá og ekki þurfa að standa í málamiðl- unum.“ Mel C, sem heitir réttu nafni Mel- anie Chisholm og sem af mörgum er talin hæfileikamesta Kryddpían, sagði aö hún og hinar stúlkurnar þrjár einbeittu sér aUar að eigin sól- óferli um þessar mundir. „Við vorum svo vinsælar að ekk- ert jafnast á við það. Þetta var spuming um að fórna lífi okkar og reyna að halda i þessa velgengni eða bara vera heiðarlegar gagnvart okkur sjálfum. Við höfðum aUar verið mjög ærlegar og vUdum aUar reyna okkur á eigin spýtur," sagði Mel C hin sportlega. Kryddpíurnar voru upphaflega fimm en fyrir nokkrum misserum sagði hin rauðhærða Geri HaUiweU skUið við staUsystur sínar tU að standa á eigin fótum. Hljómsveitin sló í gegn á árinum 1995 og á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa plötur þeirra selst í 38 miUjónum eintaka. Ekki má gleyma þvi að Kryddpí- urnar komu af stað eins konar menningarbyltingu með stelpna- valdstali sínu. Mel C Sportlega kryddpían er hætt í stúlknasöngsveitinni vinsælu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.