Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 26
42 MÁNUDAGUR 12. MARS 2001 Ættfræði I>V Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmælí ¦ Fólk í fréttum 85 ára Áslaug Siguröardóttir, . Hringbraut 58, Reykjavík. Jón Sigurðsson, Austurvegi 31, Selfossi. Steingrímur Pétursson, Bræðraborgarstíg 49, Reykjavík. 75 ára Bjarni Gunnarsson, Framnesvegi 63, Reykjavík. Fanney Gísla Jónsdóttir, Álfaskeiöi 100, Hafnarfiröi. Guorún Sigurjónsdóttir, Efstahjalla 5, Kópavogi. 70ára Eiríkur Haraldsson, Ásvallagötu 71, Reykjavík. Sigurður P. Guðmundsson, Eiðismýri 30, Seltjamarnesi. 60 ára Anna Lísa Asgeirsdóttir, Þverholti 11, Keflavlk. Eiginmaður hennar er Walter Gunnlaugsson verkstjóri. Þau eru að heiman. Bogi Sigurðsson, Staðarseli 4, Reykjavík. Erling Hermannsson, Fögrukinn 7, Hafnarfiröi. Klara Arnbjörnsdóttir, Aðalgötu 27, Ólafsfirði. Kristín Bjarnveig Tryggvadóttir, Þinghóli, Hvolsvelli. Hún verbur ab heiman á afmælisdaginn. 50 ára___________________ Björn Hjaltason, Hátúni lOa, Reykjavík. Guðbjörg Egilsdóttir, Viðarási 24, Reykjavík. Jóhanna Jóhannsdóttir, Hrafnhólum 6, Reykjavik. Olga Birna Jóhannsdóttir, Ljósafossi barnaskóla, 801 Selfossi. Óiöf Hulda Ásgrímsdóttir, Byggbarholti 15, Mosfellsbæ. Páll Sölberg Eggertsson, Noröurvöllum 60, Keflavík. Sólveig Gísladóttir, Akurgerbi 4, Akureyri. Valgerður Hjartardóttir, Klapparbergi 16, Reykjavík. 40 ára_________ Árni Ingason, Nesvegi 123, Seltjarnarnesi. Bragi Sigurðsson, Múlasíðu 10, Akureyri. Guðrún Jóna Valdimarsdóttir, Hásteinsvegi 3, Stokkseyri. Haraldur Vignir Jónsson, Lækjartúni 15, Hólmavík. Jóhann F. Rlippusson, Frakkastíg 21, Reykjavík. Jón Eggert Árnason, Borgarsíbu 14, Akureyri. Jón Sigurmundsson, Fagrahjalla 9, Kópavogi. Jónas Guðbjörn Þorsteinsson, Hátúni 34, Keflavík. Katrin Pétursdóttir, Arnarholti, Patreksfirði. Kristbjörg Gunnbjörnsdðttir, Brekkustíg 6, Njarðvík. Ólöf S. Sumarliðadóttir, Gunnlaugsgötu 5, Borgarnesi. Pétur ísleifur Sumarliðason, Þórólfsgötu 12a, Borgarnesi. Sigursteinn Vestmann Magnússon, Hjarðarhaga_60, Reykjavík. Sveinhildur ísleifsdóttir, Múlavegi 35, Seyðisfiröi. Valgerður J. Þorbjörnsdóttir, Arnartanga 41, Mosfellsbæ. Persónuleg, alhliöa utfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen Sverrir Elnarsson útfararstjórí útfararstjóri Útfararstofa íslands Suíurhlíö35 • Slml 581 3300 allan sólarhringinn. www.uHararslola.ehf.is/ Guðrún Helgadóttir rithöfundur Guðrún Helgadóttir rithöfundur er höfundur barnaleikritsins Skuggaleikur sem frumsýnt var í Möguleikhúsinu í gær. Starfsferill Guðrún fæddist í Hafnarfirði 7.9. 1935. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1955. Guðrún var rektorsritari í MR 1957-67, deildarstjóri hjá Trygginga- stofnun rikisins 1973-80, borgarfull- trúi fyrir Alþýðubandalagið 1978-82, alþingismaður 1979-95 og forseti Sameinaðs þings 1988-91. Guðrún sat í Rithöfundaráði 1978-80, í stjórn BSRB 1976-82, var ritari Alþýðubandalagsins 1977-83 og sat í Norðurlandaráði 1982-88. Guörún hefur verið vinsælasti barnabókahöfundur þjóöarinnar um árabil en hún hefur sent frá sér tuttugu bækur 'sem allar eru barna- bækur að undantekinni skáldsög- unni Oddaflug sem út kom um síð- ustu jól. Fjölskylda Guðrúnar giftist 1957, Hauki Jó- hannssyni, f. 25.1. 1934, verkfræð- ingi. Foreldrar hans eru Jóhann Kristmundsson, b. í Goðdal, og k.h., Svanborg Ingimundardóttir. Guð- rún og Haukur skildu 1959. Sonur Guðrúnar og Hauks er Hörður, f. 14.2. 1957, kerfisfræðing- ur í Reykjavík, kvæntur Maríu Guð- finnsdóttur kerfisfræðingi og eiga þau þrjá syni. Guðrún giftist 1964, Sverri Hólmarssyni, f. 6.3. 1942, bók- menntafræðingi og kennara í Dan- mörku. Foreldrar hans: Hólmar Magnússon, trésmiður i Reykjavlk, og k.h., Oddný Þorvaldsdóttir, fyrrv. iðnverkakona. Guðrún og Fimmtug Elín Eyjólfsdóttir fulltrúi á sýsluskrifstofu Garðabæjar Sverrir skildu 1983. Börn Guðrúnar og Sverris eru Þorvaldur, f. 26.11. 1966, MA í heim- speki og kennari við Bifröst en kona hans er Ásdís Magnea Þorvaldsdótt- ir og eiga þau tvær dætur auk þess sem Ásdís á dóttur frá því áður; Helga, f. 29.11. 1968, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík en maður hennar er Bjarni Ármannsson, forstjóri Is- landsbanka-FBA og eiga þau þrjú börn; Halla, f. 30.8.1970, bókmennta- fræðingur í Reykjavík. Systkini Guðrúnar eru Ingólfur, f. 20.7. 1937, arkitekt og háskólakenn- ari í Edinborg; Jóhanna Margrét, f. 29.5. 1939, kaupkona í Hafnarfirði; Gísli, f. 6.3.1942, bankastarfsmaður, búsettur í Hafnarfirði; Unnur, f. 20.7. 1944, formaður og fram- kvæmdastjóri Verslunarmannafé- lags Hafnarfjarðar; Arnar, f. 9.6. 1944, skipasmiður i Hafnarfirði; Bjarni Kristinn, f. 13.7. 1946, d. 1998, verslunarmaður í Hafnarfirði; Við- ar, f. 25.2. 1949, fiskifræðingur í Reykjavík; Gerður, f. 15.7. 1952, meinatæknir og starfsmaður Land- læknisembættisins; Leifur, f. 1.9. 1954, BA og kennari í Hafnarfirði. Foreldrar Guðrúnar: Helgi Guð- laugsson, f. 16.8. 1908, sjómaður í Hafharfirði, og k.h., Ingigerður Eyj- ólfsdóttir, f. 19.6. 1913, húsmóðir. Þau eru bæði látin. Ætt Helgi var bróðir Hermanns, föður Finnboga á ísafirði. Helgi var sonur Guðlaugs, trésmiðs í Reykjavík, Hinrikssonar. Móðir Guðlaugs var Þuríður Jónsdóttir. Móðir Þuriðar var Guðrún Magnúsdóttir, systir Guðfinnu, langömmu Ragnheiðar, ömmu Marðar Árnasonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Pálsdóttir, Elín Eyjólfsdóttir, fulltrúi á sýsluskrif- stofu Garðabæjar, Kríu- nesi 4, Garðabæ, er fimmtug í dag. Starfsferill Elín fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi og stundaði nám í hárgreiðslu við Iðnskól- ann i Reykjavik. Elín hefur unnið skrifstofustörf mestan hluta starfsferils síns. Elín situr í stjórn Félags eigin- kvenna húsasmíðameistara. Fjölskylda Fyrri maður Elínar var Hreinn Kristjánsson, f. 28.11. 1948, d. 17.6. 1975. Dóttir Elínar og Hreins er Soff- ía, f. 9.11. 1973, gift Guðmundi Jó- hannssyni og eiga þau tvö börn. Elín giftist 22.10. 1977 Magnúsi Ingimundi Stefánssyni, f. 11.1. 1951, húsasmíðameistara. Hann er sonur Stefáns G. Guðlaugssonar og Arn- dísar Magnúsdóttur. Stjúpdóttir Elínar er Arndís Merkir Islendingar Magnúsdóttir, f. 16.3. 1970 en maður hennar er Guðmundur Jóhannsson og eiga þau tvo syni. Synir Elínar og Magn- úsar eru Elvar Magnús- son, f. 8.9. 1978, húsa- smiður; Birkir Magnús- son, f. 19.6. 1985. Bróðir Elínar er Teit- ur Eyjólfsson, f. 23.4. 11952, sjómaður í Hafn- arfirði. Foreldrar Elinar: Eyjólfur Teits- son, f. 30.7. 1925, d. 4.9. 1993, húsa- smiður í Reykjavík, og Soffia Ár- mannsdóttir, f. 15.3. 1928. Ætt Foreldrar Eyjólfs: Teitur Eyjólfs- son, b. i Eyvindartungu í Laugardal, og k.h., Sigríður Jónsdóttir hús- freyja. Soffía er dóttir Ármanns Sig- urðssonar, b. á Urðum í Svarfaðar- dal, og k.h., Elínar Sigurhjartardótt- ur húsfreyju. Elín og Magnús fögnuðu sameig- inlega fimmtugsafmælum sínum með ættingjum og vi'num á Garða- holti þann 12.1. s.l. f . - '. •> > %V<V *- '¦ systir Gísla, afa Gíslínu, langömmu Össurar Skarphéðinssonar, og Kristjönu, ömmu Þráins Bertelsson- ar. Móðir Guðrúnar Pálsdóttur var Rannveig Alexíusdóttir. Móðir Rannveigar var Helga Jónsdóttir, ættföður Fremra-Hálsættar Árna- sonar. Móðir Helga var Guðrún, systir Þórðar, föður Hauks, yfir- læknis á Reykjalundi. Ingigerður var dóttir Eyjólfs, b. í Önundarholti Ámundasonar, b. í Bjólu Filippussonar. Móðir Ingi- gerðar var Ingibjörg, systir Þór- önnu, ömmu Magnúsar listmálara og Sverris handritafræðings Tómas- sona. Bróðir Ingibjargar var Þórð- ur, langafi Hannesar Hlífars Stef- ánssonar stórmeistara. Ingibjörg var dóttir Tómasar, b. í Húnakoti í Fertugur Þykkvabæ Þórðarsonar, bróður Helgu, móður Einars, forstjóra Sjó- vár, og Benedikts, stjórnarformanns Eimskips Sveinssona. Móðir Tómas- ar var Helga Gunnarsdóttir, systir Stefáns, langafa Guðmundar, afa Jó- hönnu Sigurðardóttur. Móðir Helgu var Kristín Jónsdóttir, b. á Vindási, bróður Ólafs á Fossi, langafa Odds á Sámsstöðum, langafa Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Jón var sonur Bjarna, ættföður Víkings- lækjarættar Halldórssonar. Móðir Ingibjargar var Jóhanna Jónsdórtir, pr. í Kálfholti Sigurðssonar sem sagður var launsonur Jóns Þorláks- sonar, pr. og skálds á Bægisá, langafa Magnúsar, fbður Magnúsar prófessors og afa Gunnars Harðar- sonar heimspekings. Hermann Hermannsson matreiðslumaður í Reykjavík Hermann Hermanns- son veitingahúsaeig- andi, Laugarnesvegi 52, Reykjavík, varð fertugur í gær. Starfsferill Hermann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Grjótaþorpinu. Hann fór ungur til sjós og stundaði lengst af sjó- mennsku, bæði á fiskiskipum sem og vöruflutningaskipum sem báru hann á vit ævintýranna. Hann er að mestu sjálfmenntaður, hefur dálæti á góðri eldamennsku og stundar hana af kappi á veitingastað sínum, Kaffi Strætó, sem hann rekur í Mjóddinni, ásamt konu sinni. Hermann hefur einnig lagt stund á myndlist og þá sér til ánægju frek- ar en starfsframa. Fjölskylda Kona Hermanns er Hrafnhildur Eiríksdóttir, f. 3.4. 1964, veitinga- húsaeigandi. Börn Hermanns eru Rakel Her- mannsdóttir, f. 14.3. 1980, fyrirsæta og verslunarmaður í Reykjavík; Sandra Her- mannsdóttir, f. 8.7.1986, nemi; Svanur Örn Her- mannsson, f. 20.4. 1989, nemi; Aron Þór Her- mannsson, f. 13.12. 1991, nemi; Anton Smári Hermannsson, f. 28.12. 2000. Hálfbræður Her- manns, samfeðra, eru Eðvarð Hermannsson, f. 18.12. 1948, bílstjóri og húsasmiður í Mosfells- bæ; Tryggvi Hermannsson, f. 22.4. 1947, strætisvagnstjóri i Reykjavík. Hálfbróðir Hermanns, sam- mæðra, er Róbert Marvin Gíslason, f. 27.12. 1972, kerfisfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Hermanns eru Her- mann Gunnarsson, f. 14.10. 1927, d. 27.5. 1961, rennismiður í Reykjavík, og Dagmar Júlíusdóttir, f. 19.8. 1938, húsmóðir í Reykjavík Foreldrar Dagmarar voru Július Pálsson, sonur jjjkulfarans Páls Jök- uls Pálssonar, og Ragnhildur Jóns- dóttir frá Dynjanda í Arnarfirði. Þórbergur Þórðarson rithöfundur fæddist á Hala í Suðursveit 12. mars 1889, sonur Þórðar Steinssonar, bónda þar og k.h., Önnu Benediktsdóttur. Bróðir Þórbergs var Steinþór á Hala, höfundur ritsins Nú nú, bókin sem aldrei var skrifuð. Þórbergur hleypti ungur heimdraganum, var háseti og kokkur á skútum og var í vegavinnu. Hann stundaði nám við Kennaraskólann og var óreglulegur nemandi við Há- skóla íslands en var þó fyrst og fremst sjálfmenntaður og sótti þá víða fanga. Hann safnaði orðum úr alþýöumáli um fimmtán ára skeið frá 1913, gaf út mjög athyglisverö- ar þjóðsögur úr samtímanum, ásamt Sigurði Nordal, var kennari við Iðnskólann í Reykjavík, Verslunarskóla ís- lands og gagnfræðaskóla í Reykjavík. Meistari Þórbergur er, ásamt Halldóri Laxness, einn mesti rithöfundur þjóðarinnar, fyrr og síðar. Með bók sinni, Bréftil Láru, 1924, setti hann þjóðlifið á annan endann með harðari og djarfari samfélags- og menningargagnrýni áður hafði tiðkast. Mörg þekktustu verka hans eru sjálfsævi- söguleg og mjög sjálfmiðuð, s.s. Ofvitinn, íslenskur aöall og Stein Þórbergur Þóröarson arnir tala. Sálmurinn um blómiö fjallar um fyrstu æviár ungrar stúlku. Höfundurinn setur sig í spor hennar og fylgir henni frá fæðingu og fram á barnaskólaár. Þá skráði hann eftirminnilega Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar. Auk þess orti Þórberg- ur stórgóð ljóð á sínum yngri árum, s.s. Nótt, en mörg þeirra er að finna í Hvítum hröfnum. Þórbergur var afar sérstæður og frábær stílisti, sjálf- gagnrýninn og fyndinn, oft á eigin kostnað. Sterkasta hlið hans er í því fólgin að endurvekja skáldlega og djúpa stemmingu frá liðnum tima. í þeim efnum er hann hið barnslega séní sem hann stundum áleit sjálfan sig vera. Þórbergur bjó í Reykjavík, síðast og lengst af á Hring- braut 45. Hann var kommúnisti, mikill áhugamaður um al- þjóðamálið esperantó, kynnti sér jóga og austurlensk dul- fræði, og var sannfærður um framhaldslíf og tilvist drauga sem hann kallaði eilífðarverur. Auk þess trúði hann á álfa og skrimsli i sjó og vötnum. Samtalsbók Matthíasar Johannes- sens, íkompaníi við allifið, lýsir vel persónu þessa barnslega, elskulega og einlæga rithöfundar. Þórbergur lést 12. nóvember 1975.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.