Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Síða 9
MÁNUDAGUR 12. MARS 2001 DV Fréttir 9 Oryggismyndavélar Hvalfjarðar- ganga afhjúpuðu skiltisbrjót - vissi af tjóninu en lét starfsmenn Spalar ekki vita DV, AKRANESI:_______________________ Starfsmönnum Spalar tókst meö hjálp öryggismyndavéla Hvalfjarðar- ganga að hafa uppi á bílstjóra sem stórskemmdi viðvörunarskilti sunn- an ganga nýlega. Eins og greint var frá í frétt í DV í gær hékk skiltið uppi í aðeins tvær klukkustundir eftir við- gerð vegna tjóns 2. mars þegar ólög- lega hár gámur á öðrum flutningabíl reif það niður og skemmdi. Upp komst um hinn seka í því tilviki og þarf hann að borga fyrir skaðann. Spalarmenn fengu óljósa lýsingu vegfaranda á bílnum sem skemmdi skiltið á mánudag. Sú lýsing kom heim og saman við tiltekinn flutn- ingabd á upptöku öryggismyndavéla i gjaldhliði ganganna. Sá bíU reyndist vera kominn til Isaijarðar. Bílstjór- inn viðurkenndi að hafa rekið gámakrana upp i skilti við Hvalíjarð- argöng á leiðinni vestur. Hann varð var við högg en kaus að aka hiklaust áfram án þess að láta vaktmenn í gjaldskýli vita um óhappið. Trygg- ingafélag bílsins bætir Speli tjón sem ætla má að sé á bilinu 200-300 þúsund krónur. Leyfileg hámarkshæð farms í flutn- ingum er 4,20 metrar en menn hafa reynt að komast í gegnum Hvalijarð- argöng með miklu hærri farm. Til dæmis var flutningabílstjóri staðinn að verki í fyrrasumar með hús á palli sem mældist 4,60 metra hátt! Spölur hefur orðið fyrir milljóna- tjóni vegna ítrekaðra umferðarlaga- brota af þessu tagi og lagfæringar á hæðarslám vega þyngst í öllu við- haldi í Hvalfjarðargöngum. Stundum næst í þá sem brjóta af sér. Bílstjórarnir eru þá dæmdir til að greiða fjársektir og tryggingafélög bíl- anna taka á sig að bæta skemmdir. í öðrum tilvikum sleppa lögbrjótarnir og viðgerðarkostnaður lendir þá á Speli. -DVÓ SLEÐADAGAR Notaðir vélsleðar MÉGANE í ENN BETRI ÚTSETNINGU Mégane Opera 2 er kominn, snilldarleg útsetning á hinum örugga Renault Mégane, og enn betur búinn. Opera 2 ber ekki aðeins af sökum öryggis og glæsileika, heldur gerir hinn ríkulegi búnaður Opera 2 aksturinn þinn að enn skemmtilegri og þægilegri upplifun. Komdu og prófaðu Opera 2 RENAULT •* RBHHðBEBMÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.