Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Page 11
MÁNUDAGUR 12. MARS 2001 11 Utlönd Al Gore Fékk 784 ný atkvæöi í Palm Beach. Ný endurtalning: Al Gore hefði sigrað í forseta- kosningunum Bandaríska dagblaðið Palm Beach Post, sem er einn margra flölmiðla er endurtalið hafa atkvæðin i Flórida, greindi frá því í gær að A1 Gore, fyrr- verandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi demókrata í forseta- kosningunum í nóvember síðastliðn- um, hefði sigrað George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, hefðu öll atkvæði sem kjósendur höfðu óvart merkt við tvo frambjóðendur á verið talin gild. Samkvæmt Palm Beach Post fékk Gore 784 ný atkvæði í Palm Beach. Bush sigraði i Flórída með 573 atkvæða mun. Blaðið Miami Herald birti í síðast- liðnum mánuði niðurstöðu endurtaln- ingar sinnar í Miami Dade-sýslu. Þar fékk Gore 49 ný atkvæði. Demókratar segja að þetta hafi þá grunað allan tímann en repúblikanar benda á að ný niðurstaða fáist eftir hverja endur- talningu og að ekki sé hægt að komast að lokaniðurstöðu. Serbneska öryggislögreglan: Með hálft tonn af dópi í bankahólfi Poul Nyrup Rasmussen Færeyingar ætla ekki aö láta hótanir hans stýra stjórnmálum sínum. Hunsa hótanir Pouls Nyrups Landstjórnin í Færeyjum ætlar ekki að breyta sjálfstæðisáætlun sinni þó að Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, muni enn ítreka að ríkisstyrkurinn verði afnuminn í áföngum á aðeins 4 árum verði áætluninni hrint í fram- kvæmd. „Við getum ekki látið efna- hagshótanir frá Danmörku stýra færeyskum stjórnmálum," segir fær- eyski stjórnmálamaðurinn Hogni Hoydal. Nyrup ætlar greina frá af- stöðu sinni til nýrrar sjálfstæðis- áætlunar Færeyinga í þessari viku. RAFVER SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215 rafver@simnet.is Hálft tonn af heróíni og öðrum fíkniefnum hefur fundist i banka- hólfi öryggislögreglunnar sem var undir stjórn Slobodans Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíuforseta. Nýr innanrikisráðherra Júgóslavíu, Dus- an Mihajolovic, greindi frá þessu um helgina um leið og hann skýrði frá starfsemi öryggislögreglunnar í tið Milosevics. Öryggislögreglan var undir innanrikisráðuneytinu. Serbneska öryggislögreglan veitti einnig eftirför og hleraði ólöglega ýmsa þekkta menn í Serbíu, meðal annars þrjá sem sýnt var tilræði. Tveir þeirra voru myrtir. Stjórnar- andstöðuleiðtoginn Vuc Draskovic lifði af banatilræði. Stjórnarandstaðan í Serbíu, sem nú hefur tekið við völdum, hafði lengi haldið því fram að öryggislög- reglan tengdist pólitískum morðum. Fyrrverandi yfirmaður lögreglunn- ar, Rade Markovic, hefur harðneit- að þessu. Nú eiga fjórir fyrrverandi lög- regluforingjar að koma fyrir rétt. Þeir eru ákærðir fyrir ólöglegar hleranir á síma fjölda manns. Fjór- menningarnir eru nánir samstarfs- menn Markovics. Hann var hand- tekinn í febrúar síðastliðnum fyrir að hafa fyrirskipað morðtilræðið gegn Draskovic 1999. Innanríkisráð- herrann hefur staðfest að sími Draskovics hafi verið hleraður. Sími blaðaútgefandans Slavkos Curuvija var einnig hleraður. Curu- Fíkniefni öryggislögreglunnar Innanríkisráðherra Serbíu greinir frá fundi fíkniefnanna. vija, sem hafði gagnrýnt Slobodan Milosevic, var myrtur í apríl 1999. Einnig var fylgst með stríðsherran- um Arkan sem var skotinn til bana í anddyri hótels í Belgrad í janúar í fyrra. Lögregluforingjunum Qórum tókst að eyðileggja gögn um hleran- irnar. Lnnanrikisráðherrann segir þá hins vegar hafa játað og að mörg vitni geti staðfest það sem fór fram. Rade Markovic, fyrrverandi yfir- maður öryggislögreglunnar, verður einnig ákærður fyrir ólöglega hler- un, að því er innanríkisráðherrann greindi frá. raustur kraftmikill - LANGAR ÞIG í NÝJAN? Hann er kraftmikill en 1.8 I WT-i vélin er 126 hö. og 2.0 I WT-i vélin er 144 hö. Þrátt fyrir mikið afl og snerpu er hann einnig mjög sparneytinn. Avensis er einstaklega öruggur bíll í akstri. Hann er búinn ABS hemlunarkerfi en auk þess hemlunaraðstoð (BAS) og rafeindastýrðri hemlunardreifingu (EBD). Þetta ásamt frábærri hönnun veitir Avensis afburða stöðugleika á vegi. Annar öryggisútbúnaður Avensis fer fram úr ströngustu kröfum sem gerðar eru. Avensis er hannaður með fjölbreytilegar þarfir í huga. Þótt giæsiieiki og kraftur séu áberandi eiginleikar stendur hann ekki síður undir nafni sem fjölskyldubíll. Avensis er sérstaklega rúmgóður bíll en það er eiginleiki sem ekki einungis er nauðsynlegur fjölskyldufólki heldur öllum þeim sem hafa yndi af að ferðast og njóta lífsins. www.toyota.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.