Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001
Útlönd
I>V
Á leiö í Hvíta húsiö
Ariel Sharon,
forsætisréöherra ísraels.
Varaði Bush við
að bjóða Arafat
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, sagði ísraelskum frétta-
mönnum í gær aö hann hefði varað
George W. Bush Bandaríkjaforseta
við því aö bjóða Yasser Arafat
Palestínuleiðtoga til Washington.
Það væri það sama og að verðlauna
hryðjuverk. Sharon gat þess jafn-
framt að Bush hefði ekki svarað við-
vörun hans beint.
Talsmaður Hvita hússins, Mary
Ellen Countryman, neitaði að tjá sig
um málið. Annar háttsettur embætt-
ismaður, sem ekki vildi láta nafns
síns getið, sagði að Sharon hefði
ekki farið fram á það að forsetinn
tæki ekki á móti Arafat. Talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins
kvaðst hafa gagnrýnt stækkun gyð-
ingabyggða.
Stal milljónum
dollara frá þeim
allra ríkustu
New York-búinn Abraham
Abdallah hefur verið handtekinn
vegna gruns um að hafa með aðstoö
Netsins stolið milljónum dollara af
nokkrum rikustu mönnum heims.
Abdallah var gripinn í glænýrri
Volvo-bifreið sinni eftir nokkurra
mánaða lögreglurannsókn.
í Volvo-bílnum fann lögreglan
lista tímaritsins Forbes yflr ríkustu
menn Bandaríkjanna. Við nöfn
Stevens Spielbergs, Georges Lucas,
Oprah Winfrey og Georges Soros
voru skráð símanúmer þeirra,
heimilisföng, kritarkortanúmer og
önnur atriði. Abdallah notaði Net-
tengda farsíma og talhólf við iðju
sína. Þegar hann þurfti að sækja
eitthvað áþreifanlegt leigði hann
vændiskonur og aðra til verksins.
Sérfræðingur í Net-glæpum hjá
New York-lögreglunni segir
Abdallah þann besta í faginu.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
________um sem hérsegir:__________
Ekrugata 1, Kópaskeri, þingl. eig. Elías
Sigurðsson og Emilía Bergljót
Olafsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalána-
sjóður, mánudaginn 26. mars 2001 kl.
10.30.
Héðinsbraut 3, Húsavík, þingl. eig.
Hlöðufell ehf, gerðarbeiðandi
Lífeyrissjóðurinn Líftðn, þriðjudaginn
27. mars 2001 kl. 14.00.
Hlöðufell, Húsavík, ásamt öllum vélum
og tækjum tengdum rekstrinum, þingl.
eig. Hlöðufell ehf., gerðarbeiðandi Osk
ehf., þriðjudaginn 27. mars 2001 kl.
13.30. __________________________
Klifagata 8, Kópaskeri, þingl. eig. Hall-
grímur O. Pétursson og Jóhanna S.
Ingimundardóttir, gerðarbeiðendur Bún-
aðarbanki Islands, Ibúðalánasjóður og
Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 26.
mars 2001 kl. 11.00.
SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK
NATO íhugar aukna hernaöaraðstoð við Makedóníu:
Skæruliðar virða
ekki úrslitakosti
Albanskir skæruliðar hafa hafn-
að úrslitakostum stjórnvalda í
Makedóníu um að leggja niður vopn
fyrir miðnætti í kvöld, ella eiga yfir
höfði sér allsherjarárás
makedónska hersins, með skrið-
drekum og stórskotaliði. Skærulið-
amir hafast við í hæðum við borg-
ina Tetovo.
Skæruliðar hafa sætt fordæmingu
vestrænna þjóða sem segja að frek-
ari þjóðernisátök á Balkanskaga
verði ekki liðin.
„Liðsandinn er góður, við eigum
fullt af skotfærum og fáir eru særð-
ir,“ sagði foringi skæruliðanna í
samtali við fréttamann Reuters.
Hann hótaði því jafnframt að barist
yrði á götum Tetovo ef stjórnvöld
yrðu ekki við kröfu þeirra um jafn-
rétti til handa 600 þúsund albönsk-
um íbúum Makedóníu.
Makedónskar hersveitir hafa lát-
ið skothríðina dynja á hæð við
Tetovo, næststærstu borg Makedón-
Á vaktinni
Norskur friöargæsluhermaður stend-
ur vaktina nærri landamærum
Kosovo og Makedóníu í gær.
íu, undanfama viku eftir að skæru-
liðar hófu skothríð á lögreglu á mið-
vikudag í síðustu viku.
Undanfarna tvo sólarhringa hefur
einnig heyrst skothríð úr dölum
fjær borginni.
Friðargæslusveitir NATO i
Kosovo styrktu stöðu sína í fjall-
lendinu við landamærin sem skæru-
liðar gætu hugsanlega farið um á
undanhaldi sínu. Svæðið þar sem
þeir athafna sig er þó víðáttumikið
og afskekkt.
Stjórnvöld í Washington og
bandamenn þeirra í NATO íhuga
nú hvort veita eigi stjórn Makedón-
iu aukna hernaðaraðstoð, þó ekki
hermenn, til að hún geti bundið
enda á aðgerðir skæruliðanna.
Richard Boucher, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sagði á fundi með fréttamönnum í
gær að þaö þýddi meðal annars
vopn og sérfræðiþekkingu, án þess
þó að hermenn yrðu sendir.
Skæruliöaforinginn veifar
Marcos, leiötogi zapatista, uppreisnarmanna í Chiapas-fylki í Mexíkó, veifar nærstöddum þegar hann tekur sér stööu,
ásamt félögum sínum viö athöfn í Mexíkóborg. Vincente Fox, forseti Mexíkós, bauð Marcosi formlega til fundar viö
sig í gær og sagöist jafnframt myndu ganga aö öllum þremur skilyröum uppreisnarmanna fyrir friöarviöræöum.
Breskir dýralæknar færðu slæmar fréttir í gær:
Aldrei fleiri tilfelli gin- og
klaufaveiki á einum degi
Ekkert lát virðist á útbreiöslu
gin- og klaufaveikifaraldursins í
Bretlandi, þótt Tony Blair forsætis-
ráðherra segi að náð hafi verið tök-
um á faraldrinum. Dýralæknar til-
kynntu í gær um 46 ný tilfelli og
hafa þau aldrei verið jafnmörg á
einum degi. Alls hafa 395 tilfelli
sjúkdómsins veriö staðfest í Bret-
landi.
Aðeins eitt staðfest tilfelli sjúk-
dómsins hefur komið upp á megin-
landi Evrópu, i nautgripahjörð í
Frakklandi norðvestanverðu. Ótt-
ast er þó að hann hafi breiðst út til
Hollands.
Norsk stjómvöld eru staðráðin í
að koma í veg fyrir að sjúkdómur-
inn berist í norskan búfénað. Þau
hafa því ákveðiö að verða ekki við
kröfum Evrópusambandsins um að
Skórnlr skrúbbaðir
Starfsmaöur bandaríska landbúnaö-
arráðuneytisins sótthreinsar skó fjöl-
skyldu sem kom til Chicage meö
flugi frá London í gær.
aflétta innflutningsbanni á kjöt og
mjólkurvörur frá öllum aðOdar-
löndum ESB.
Fulltrúar Noregs lofuðu hins
vegar á fundi með framkvæmda-
stjórn ESB í gær að endurskoða
innflutningsbannið þegar núver-
andi bann gengur úr gildi 27.
mars.
Embættismenn í bandaríska
landbúnaðarráðuneytinu neituðu i
gær að gin- og klaufaveiki hefði
fundist vestra, eins og orðrómur
var um á mörkuðum í Chicago.
Dýralæknanefnd ESB ákvað í
gær að framlengja bann viö út-
flutningi á bresku kjöti til 4. apríl.
Jafnframt var ákveöið að slaka á
banni við útflutningi á búpeningi
og kjöti frá Frakklandi í næstu
viku.
Fær mesta umfjöllun
Deilan milli
stjórnmálaflokk-
anna á Ítalíu um
meðferðina á þeim í
sjónvarpi tók nýja
stefnu í gær þegar
könnun sýndi að
stj órnarandstöðu-
leiðtoginn Silvio
Berlusconi fær
mesta umfjöllun í ríkissjónarpinu
auk allrar umfjöllunarinnar á
einkastöðvunum sinum þremur.
Hagvöxtur á Grænlandi
Spáð er góðæri á Grænlandi í ár.
Útlit er fyrir að hagvöxturinn verði
um 5 prósent þar sem rækjukvótinn
hefur verið aukinn um 11 þúsund
tonn.
Vaxtalækkun í BNA
Seðlabankinn í Bandaríkjunum
lækkaði í gær vexti um hálft pró-
sentustig. Er það þriðja slíka lækkun-
in á þessu ári. Seðlabankinn er reiðu-
búinn að lækka vexti enn frekar.
Hanan á batavegi
Palestínski stjórnmálamaðurinn
Hanan Ashrawi, sem fékk skot úr
stuðbyssu ísraelskra hermanna í
fótinn á mánudaginn er hún tók
þátt í mótmælagöngu á Vesturbakk-
anum, er nú á batavegi. Þrir aðrir
mótmælendur særðust einnig. Her-
inn viðurkennir að gangan hafi ver-
ið friðsamleg.
Mori á heimleið
Yoshiro Mori,
forsætisráðherra
Japans, hélt f morg-
un heim á leið frá
Hawaii þar sem
hann kom við eftir
fund sinn í Was-
hington með Geor-
ge Bush Banda-
ríkjaforseta. Mikil
óvissa ríkir í Japan vegna tregðu
Mori við að greina frá hvenær hann
hyggst víkja.
Borpallurinn sokkinn
Stærsti olíuborpallur heims, sem
í urðu þrjár sprengingar í síðustu
viku, sökk í gær undan strönd Bras-
ilíu. Búist er við að 1,5 milljónir
lítra af olíu streymi í sjóinn.
Hætti við veisluþátttöku
Keith Vaz, Evr-
ópumálaráðherra
bresku stjórnarinn-
ar, hætti f gær við
þátttöku í veislu sem
Karl prins og rík-
ustu kaupsýslumenn
Asíu sátu. Vaz sætir
nú sjálfur rannsókn
vegna viðskipta sinna er hann var í
stjórnarandstöðu. Vaz kvaðst ekki
komast í veisluna vegna anna. Talið
er líklegt að hann verði að segja af
sér þó að Tony Blair forsætisráð-
herra hafi lýst yfir stuðningi við
hann síöastliðinn mánudag.
Reiðubúinn til afsagnar
Abdurrahman Wahid, forseti
Indónesíu, er reiðubúinn að segja af
sér komist þingiö að þeirri niður-
stöðu að hann hafi brotið stjórnar-
skrána. Wahid, sem er sakaður um
aðild að fjármálahneyksli, vísar öll-
um sakargiftum á bug. Mikill
þrýstingur er á hann að segja af sér.