Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 11 DV Útlönd Páfagarður viðurkennir sannleiksgildi harðorðrar skýrslu: Kirkjunnar menn þving- uðu nunnur til samræðis Páfagarður viðurkenndi í gær sannleiksgOdi harðorðrar skýrslu þar sem fram kemur að einstaka prestar og trúboðar þvingi nunnur til samræðis. í sumum tilvikum hafa kirkjunnar menn gerst sekir um nauðgun og síðan þvingað nunnurnar til að gangast undir fóstureyðingar. Einhverjar nunnur voru neydd- ar til að taka getnaðarvarnarpill- una, að þvi er sagði í dagblaðinu La Repubblica í Róm. Ráðamenn í Páfagarði sögðu að mál þetta einskorðaðist við ákveð- inn heimshluta en í skýrslunni eru hins vegar tilgreind tilfelli í 23 löndum, þar á meðal Bandaríkjun- um, Brasilíu, Filippseyjum, Ind- landi, írlandi og Ítalíu. „Sögurnar eru hræðilegar og ógnvekjandi, svo ekki sé meira sagt,“ sagðí Bill Ryan, talsmaður samtaka kaþólskra biskupa í Bandaríkjunum. Hann bætti hins vegar við að hann vissi ekki til að neitt þessu likt hefði gerst í Bandaríkjunum. Ásakanimar komu fyrst fram í ritinu National Catholic Reporter, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Kansas City, þann 16. mars, svo og í fréttum frá lítilli ítalskri frétta- Harðorö skýrsla um hegöan presta og trúboöa / skýrslu sem ráöamönnum Páfagarðs var afhent fyrir nokkrum árum kemur fram aö ýmsir kirkjunnar menn hafi þvingaö nunnur til samræðis viö sig og jafnvel neytt þær til aö gangast undir fóstureyöingar á eftir. Á þessari mynd er Jóhannes Páll páfí aö veita nunnu heilagt sakramenti. stofu, Adista, sem sérhæfir sig i tið- indum af kirkjunni og trúmálum. Trúboðsfréttastofan MISNA for- dæmdi misneytinguna en minnti jafnframt á að trúboðar störfuðu oft við aðstæður sem reyndu mjög á mannlegt þrek og þol. ! yflrlýsingu sem Páfagarður sendi frá sér kemur fram að tekið hafi veriö á málinu í samvinnu við biskupa og leiðtoga munka- og nunnuhreyfmga. Fram kemur í skýrslunni að flest atvikin hafi átt sér stað i Afr- íku þar sem nunnur voru lýstar „öruggar" eftir að alnæmisfarald- urinn fór eins og eldur í sinu um álfuna. Fréttaritari La Repubblica í Páfagarði segir í frétt sinni að kirkjuyfirvöldum hafl nokkrum sinnum verið skýrt frá þessum ásökunum á tíunda áratugnum. Höfundur skýrslunnar, læknir- inn og nunnan Maura O’Donohue, afhenti hana Martinez Somalo, háttsettum kardínála í Páfagarði. Hann setti þá á laggimar vinnu- hóp til að skoða vandann, í sam- vinnu við O’Donohue. Árið 1998 var gerð önnur skýrsla um kynferðislega misnotkun bisk- upa og presta. Carl Bildt Meö afskiþti afofmörgu. Fækkar verkefn- um hjá SÞ í kjöl- far gagnrýni Carl BOdt, sendimaöur Samein- uðu þjóðanna á Balkanskaga, hyggst fækka verkefnum sínum í kjölfar gagnrýni á starfsemi sænska olíufyrirtækisins Lundin Oil í Súd- an. Bildt situr í stjórn fyrirtækisins sem samtökin Amnesty Intemational saka um mannrétt- indabrot. Fullyrt var einnig í heim- iidarþætti í sjónvarpi að stjórnar- herinn í Súdan hefði myrt og hrak- ið á brott tugi þúsunda af stórum landsvæðum þegar verið var að leggja veg í tengslum við borun sænska olíufyrirtækisins. Bildt sit- ur á sænska þinginu og í stjórnum sjö einkafyrirtækja auk þess sem hann er sáttasemjari SÞ. Hann er nú undir miklum þrýstingi vegna stjórnarsetu sinnar í Lundin Oil. Ravi Shankar klippir boröann Indverski tónlistarmaöurinn Pandit Ravi Shankar klippir á rauöa borðann viö upphaf göngu ungs fóiks gegn kynþátta- fordómum fyrir utan höfuöstöövar Sameinuöu þjóöanna í Nýju-Delhi. Shankar gegnir embætti eins konar sendiherra SÞ á væntaniegri ráðstefnu gegn kynþáttahatri. Dagurinn í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttamisrétti. Ofnæmislost eftir kjúklingamáltíð: Erfðabreyttur maís fyrir skepnur í maísbökum Grace Booth, sem er 35 ára Kali- forníubúi, hafði nýlega lokið við að snæöa mexíkóskan kjúklingarétt með maisbökum ásamt samstarfs- mönnum sínum þegar henni hitnaði og hana fór að klæja. Varirnar á henni bólgnuðu, hún fékk heiftar- legan niðurgang og ekki leið á löngu þar til hún átti erfitt meö andar- drátt. Samstarfsmenn hennar hringdu á sjúkrabíl, að því er kem- ur fram í frétt International Herald Tribune. Greinilegt var að Grace hafði fengið ofnæmislost. Nokkrum dög- um seinna frétti Grace að taco-skelj- ar og önnur matvæli, sem innihéldu maís hefðu verið innkölluð um öll Bandaríkin vegna þess að í þeim var erfðabreytt maístegund með nafninu StarLink. Maístegundin Hættulegur matur Mótmæli í Skotlandi í tilefni ráö- stefnu um erföabreytt matvæli. hafði eingöngu verið leyfð í dýrafóð- ur þar sem óttast var að hún gæti valdið hættulegum ofnæmisviö- brögðum í mönnum. Vegna þess að það hafði verið maís í mexíkóska réttinum sem Grace borðaði og vegna þess að rannsóknir sýndu að hún hafði ekki ofnæmi fyrir öðrum matvælum hafði hún samband við bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitiö. Grace er með- al nokkurra tuga Bandaríkjamanna sem telja sig hafa fengið ofnæmi af því að borða StarLink-maís síðastlið- ið haust. Matvælaeftirlitið og sótt- varnir ríkisins rannsaka nú málið. Eftirlitsaðilar hafa haft sérstakar áhyggjur af prótínum, sem bætt er í matvælin, af því að neytendur hafa engin tök á því að vita hvort þau eru tiT staðar. Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn miðvikudaginn 28. mars 2001 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst fundurinn kl. 14.00. Dagskrá 1. Venjuleg abalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. laga nr. 2/1995 3. Önnur mál, löglega upp borin Boðið verbur upp á veitingar að loknum fundi. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á abalskrifstofu s þess, hluthöfum til sýnis, viku fyrir abalfund. 6 Abgöngumiðar og fundargögn verba afhent á aðalskrifstofu félagsins, Suburlandsbraut 18, 4. hæb, frá og með 26. mars, fram ab hádegi fundardags. Stjórn Olíufélagsins hf. (0) Olíufélagið hf www.esso.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.