Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 13 DV Óvissuseglið eitt uppi Það er lúmskur orðaleikur I titli nýrrar ljóðabókar Geir- laugs Magnússonar, Nýund. Fyrst dettur manni í hug að þetta sé misritun fyrir „ni- und“ en smám saman læðist að lesanda að hér sé talað um „nýja und“ - nýtt sár. Viðfangsefni þessara ljóða er sársauki lífsins. Persöna þeirra er rúmlega miðaldra karlmaður; hann er einn og tími hans „einskis verður". Að hon- um sækja „púkar tilgangsleysis" og þegar hann hlustar eftir boðum í vindinum heyrir hann ekkert „nema slátt við rúður / samspil slitinna símalína“ (11); þaó eru bréfm sem aldrei bárust sem kveina þegar lœgir“ Eitt ljóðið í fyrsta hlutanum heitir meira að segja „Öll von úti“ og gerir gys að vongóðum og vitlausum meðbræðrum. Þessi maður á góðar minningar um ástvini, barn (“Innan veggjar“) og konu. Minningar um hana litast þó oftar af iðrun eins og eink- um má sjá í lokakaflanum, „brothljóð". Hann er ekki yfir það hafinn að leita hjálpar að handan (“Sálmur") en brynjar sig fyrir gervi- samúð. Hann hafnar markaðsstýringu og neysluæði - máluðum kringlum og villuljósi - þetta er ljóslega gamall vinstri maður og svart- sýnn á framtiðina (“Krossgötur"). DV-MYND ÞOK Geirlaugur Magnússon skáld Lónar í landhelgi á skræpóttum Ijóótogara. Bókmenntir Nýund er talsvert mikil ljóðabók í níu hlutum sem hver um sig inniheldur níu ljóð. Sameigin- legt öllum köflum er hryggð. Það er enginn of- stopi i þessum ljóðum, engin löngun til uppreisn- ar gegn ástandinu, aðeins hver tilraunin af annarri til að „rnynda" það óg skila tilflnning- unni hárnákvæmt til lesenda. Þess vegna er þetta ekki sorgleg bók heldur merkileg fyrir sína ítar- legu rannsókn á hugarástandi. Hennar stóri kost- ur er einlægni höfundar gagnvart viðfangsefni sínu, og þar sem Geirlaugur hefur ekki áður stundað þvilíka einlægni í ljóðum, þvert á móti leynt tilfinningum sínum markvisst, dettur les- anda í hug að hann hafi orðið fyrir góðum áhrif- um frá ljóðum Wislöwu Szymborsku sem hann þýddi svo frábærlega (Upphaf og endir, Bjartur 1999). Áhrifamesti samfelldi kaflinn er „þankar mið- aldra drykkjumanns í miðbæ Reykjavíkur" og þaðan er þetta ljóð, hið sjöunda: helvíti yrói of gott eldurinn kœlandi fylgdarlaust eigrum einskismannshafió hvar hvorki er veöur né voöi myrkur né skíma skynjar hvorki stafn né strönd óvissuseglió eitt uppi margfaldast mannsópin hljóöna Stíll Geirlaugs er naumur sem löngum fyrr, þó er mínimalisminn aðeins til baga í einum hluta, „brot á brof‘. Annars er myndmál oftast skýrt og stundum spennandi eins og í dæminu hér fyrir ofan. Þriðja ljóðið i „dúfnaútgerð" fjallar reyndar skemmtilega um viðureign skáldsins við orðið sem alltaf kemst úr fangavist málsins „í nýtt margræði" og í níunda ljóði sama bálks myndger- ir hann iðju sína fallega: ósköp lítil útgerö einn skrœpóttur Ijóðtogari sem lónar í landhelgi... Meö landhelginni á Geirlaugur kannski við visanirnar sem hann notar ótæpilega en aldrei svo að lesandi þurfi nauðsynlega að þekkja það sem vísað er til. Hann er vel lesinn í íslenskum nútímakveðskap og skyldleika við ýmis góð- skáld má sjá i ljóðum hans. Aldrei hefur hann þó verið eins stór sjálfur og í þessari bók. Silja Aðalsteinsdóttir Geirlaugur Magnússon: Nýund. Valdimar Tómasson 2000. Hljómdiskar Að fylla í söguna Eftir að íslendingar höfðu setið tónlistarlega auðum höndum meðan Bach flutti passíur sín- ar, Mozart þeyttist á milli fyrirmenna til að leika píanókonserta sína og Beethoven skrif- aði heymarlaus inn í framtíðina í strengja- kvartettum sínum þá fór loks eitthvað að ger- ast hér. Tónlistarísöldin veik hægt en svo var eins og voriö í íslenskri tónlist sprengdi af sér alla fjötra og nýliðin öld geymir sögu hins snara uppvaxtar íslenskrar tónlistar. Af því að stigið var svo seint út á dansgólf- ið eru þau ófá sporin sem aldrei hafa verið stigin. Þó er eins og dansinn framundan bygg- ist á því að þekkja til þess sem áður var gert og óhjákvæmilegt að sýna með einum eða öðr- um hætti vald sitt á fyrri glæsileik. Því er það að tónskáldin hér hafa mörg fengist við ýmis- legt sem rætur á í fyrri tima tónlistarsköpun í Evrópu. Stundum er eins og þau hafi það sam- eiginlega markmið að skrifa ísland í gegnum tónlistarsöguna, en þó alltaf auðvitað með báða fætur í samtíma sínum. Við eigum ma- drigala, kantötur, ljóðasveiga og sinfóníur í eldri gerðum - allt samið á tuttugustu öld. Eitt þessara tónskálda er Jórunn Viðar. Nokkur verka hennar voru fyrir ekki löngu gefin út á geisladiski sem nefnist Slátta. Þar er að finna fjögur verk: píanókonsertinn Slátta, Tilbrigði um íslenskt þjóðlag fyrir selló og pí- anó, Hugleiðingar um fimm gamlar stemmur fyrir píanó og Islenska svítu fyrir fiðlu og pí- anó. Öll eru verkin frá sjöunda og áttunda ára- tug nýliðinnar aldar. Með þessum glæsilega diski er auðveldaður aðgangur að nokkrum af fallegustu tónsmfðum þessa tímabils. Jórunn leggur þama til veglegan skerf í uppfyllingu sögunnar og styrkir heildarsvip tónlistarsköp- unar á íslandi. Klassískur tærleiki Píanókonsertinn Slátta hefur óvenjulegt að- dráttarafl. Aftur og aftur kallar hljómur hans Jórunn Viðar tónskáld Meö nýjum diski styrkir hún heildarsvip tónlistarsköpunar á ís- landi. á endurtekningu og tækin stillt ögn hærra í hvert skipti. Fyrsti þátturinn svo ótrú- lega víður í tilvísunum sinum en um leið samkvæmur, íslenskur og sterkur. Ball- ettar Hindemiths sækja á hugann en hafa hér verið hreinsaðir af öllum þunga og þoku, Kölnarkonsert Keiths Jarrett jasspí- anista virðist ættingi. Miðkaflinn sækir litbrigði til aldamótanna nítjánhundruð og fjörlegur vikivaki síðasta kaflans kannski í rússneska tónlist Stalínáranna. Það sem þó einkennir verkið helst og mest er klassískur tærleiki, þessi töfrandi óhlutbundna hugsun þar sem tónlistin fær að ferðast á eigin vængjum. Upptakan er sérlega björt og nálæg og gefur mikið lif. Þetta er fagurt verk og víst að það mun verða eitt þeirra verka aldarinnar sem kynslóðirnar munu halda kynnum við inn í framtíðina. Kammerverkin sem fylgja eru eins og nöfnin benda til í þjóðernislegum anda en bera þó öll með sér þekkingu og innsýn höfundar í vestræna arfinn allan. Jórunn vinnur með laglinur, spinnur og vefur, fléttar og greiðir úr. Allt er syngjandi þó yfirbragöið geti verið mismunandi. Þannig er ljóðrænan ráðandi í línum sell- ósins en hrár veruleikinn fær rými í fyrsta kafla píanóverksins og Bartok kem- ur upp í hugann. Svítan fyrir fiðlu og pí- anó er sumpart köflóttasta verkið þó þar sé margt skemmtilegt að finna. Hljómdiskurinn Slátta er frábær viðbót í safn íslenskrar, útgefinnar tónlistar og eitthvað sem sannir áhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Flutningur er góður og þá ekki síst á tveimur fyrst- nefndu verkunum og frágangur til fyrir- myndar. Fcilleg og smekkleg útgáfa, eigu- leg mjög. Þaö er Smekkleysa sem gefur út. Sigfríður Björnsdóttir _____________Menning Umsjón: Sílja Aðalsteinsdóttir píanó Nicole Vala Cariglia sellóleikari og Árni Heimir Ing- ólfsson píanóleikari (á mynd) sem bæði stunda framhalds- nám í Bandaríkjun- um halda tónleika í Salnum 1 Kópavogi annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru fjögur verk fyrir selló sem öll eru samin á 20. öld, sónötur fyrir selló og píanó eftir Claude Debussy og Sergei Prokofiev, einleikssvíta nr. 3 eftir Benjamin Britten og Pampeana nr. 2 eftir Al- berto Ginastera. Kvenna megin Sigríður Þorgeirs- dóttir, dósent í heimspeki við Há- skóla íslands, verð- ur með rabb á veg- um Rannsóknastofu í kvennafræðum í hádeginu á morgun kl. 12-13 í stofu 101 Odda. Þar kynnir hún viöfangsefni femínískrar heim- speki með þvi að lýsa efni nýúkom- innar bókar sinnar „Kvenna megin. Greinar í femínískri heimspeki". Þetta er ung grein innan heimspek- innar sem hefur að markmiði að túlka heiminn á forsendum beggja kynja - ekki einungis karla eins og heimspek- ingar hafa lengst af gert. í greinum sínum vfkur höfundur að ýmsum viðfangsefnum þar sem sjón- arhorn kvenna- og kynjafræða varpa ljósi á kynbundna afstöðu hefðbund- inna viðhorfa. Fjailað er um hlut heimilis og fjölskyldu í stjórnspeki- legri umræðu, mannskilning siðfræð- innar, tvíhyggju hins karllega og kvenlega í vestrænni menningu, kenningar um merkingu líkamlegrar reynslu fyrir sjálfsmyndir kvenna og heimspekilegar hugmyndir um tilurð og mótun sjálfsverunnar. Komið er inn á helstu stefnur og strauma innan feminiskrar heimspeki allt frá heim- speki Simone de Beauvoir um konur til afbyggingarkenninga 10. áratugar- ins. Bókin kemur út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Aö læra íslensku Learning Icelandic er riý kennslubók í ís- lensku fyrir útlend- inga. Þetta er grunnbók sem mið- ast viö byrjendur bæði í bekkjar- kennslu eða sjálfs- námi. Bókin skiptist í 15 leskafla, heildarglósulista og ítarlega málfræði með fjölda dæma. í hverjum kafla eru tekin fyrir afmörkuð atriði í málfræð- inni og þau æfð skriflega og með hlustun. Orðaforði hverrar blaðsíðu er glósaður neðst á siðunni. Allar skýringar, fyrirmæli, glósur og mál- fræðin eru á ensku. Fjöldi teikninga og korta prýðir bókina. Svör við æf- ingum eru aftast í bókinni. Hlustunar- efni á geisladiski fylgir hverri bók. Auður Einarsdóttir, Guðrún Theo- dórsdóttir, María Garðardóttir og Sig- ríður Þorvaldsdóttir sömdu efnið og hafa allar langa reynslu af því að kenna útlendingum íslensku. Mál og menning/Edda - miðlun og útgáfa gef- ur bókina út. Himnastigi á Akureyri Himnastigatríoið, tríó Sigurðar Flosa- sonar, heldur tónleika í Gryfjunni, sal Verk- menntaskólans á Ak- ureyri, annað kvöld kl. 20.30 á vegum Jazz- klúbbs Akureyrar. Auk Sigurðar, sem leikur á saxófón, skipa tríóið þeir Eyþór Gunnarsson pí- anóleikari og danski kontrabassaleik- arinn Lennart Ginman. Tríóið hljóð- ritaði árið 1999 geisladiskinn „Himna- stigann" sem hlaut frábærar viðtökur. Á tónleikunum fyrir norðan og í Saln- um á laugardaginn kl. 17 leika félag- amir lög af þeim diski í bland við ný lög. Selló og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.