Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 59 DV Tilvera Matthew Broderick 39 ára Leikarinn kunni Matthew Broderick fæddist inn í leik- listarfjölskyldu. Faðir hans var leikari og móðir hans leikskáld og handritahöfundur. Hann ólst upp við leikhúslíf New York-borgar og rataði nánast sjálfkrafa inn á leiklistarbraut- ina. Sautján ára gamall fór hann leika og varð strax eftirsóttur. Broderick hefur leikið í mörgum kvikmyndum, siðast Inspector Gadget í samnefndri kvikmynd. Eiginkona Brodericks er Sarah Jessica Parker. l vmurarmr (2: \*í Glldir fyrir fimmtudaginn 22. mars Vatnsberinn (?o. ian.-lfi. fRhr.l: . Þér virðist ganga allt í ' haginn og framfarir eru augljósar. Notaðu hvert tækifæri til að bæta stöðu þína. Þér bjóðast ný tækifæri. Flskarnir (19 febr.-20. mars): Eitthvað sem gerist í Ivinnunni og snertir áhugamál þin verður þér til framdráttar. Bjart virðist vera fram undan hjá þér. Happatölm- þinar eru 2,17 og 31. Hrúturinn (21. mars-19. anrill: . Ef þú ert vingjamlegur * og hjálpsamur við aðra skilar það sér margfalt til baka. Allt virðist á uppleið hjá þér og samningaviöræð- ur skila verulegum árangri. Nautið (?Q. anril-?Q. mail: Fréttir sem þér berast verða eins og krydd í tilveruna. Gættu þess þó að láta þær ekki þig við skyldustörf þín. Ekki er víst að áætlun standist. Tvíburarnir (?1. mai-?i. iúníi: Eitthvað sem gerist í rdag fær þig til að stansa og hugsa þinn -» gang. Þú gætir séð ým- islegt í nýju ljósi og áttað þig bet- ur á aðstæðum þínum. Krabbinn (22. iúní-22. iúlíi: j Láttu ekki óþolinmæði | þína verða til þess að þú takir ákvörðun i málefnum annarra án þess að háfa þá með í ráðum. Farðu út að skemmta þér í kvöld. Uónið (23. iúií- 22. áeústl: Eirðarleysi þitt gerir þér erfitt fyrir að sinna því sem þú þarft. Ástarsamband sem þú ert í gengur mjög vel um þessar mundir. Mevian (23. áeúst-22. seot.l: Álag í vinnunni gerir /tvft að verkum að þú nýtur dagsins ekki sem ^ r skyldi. Þetta er þó ekk- ert til að gera veður út af. Vertu í rétta félagsskapnum í kvöld. Vogin (23. sept-23. okt.l: Þú verður beðinn að taka að þér forystuna í dag. Gættu sérstaklega vel að eigum þínum. Happatölur þínar eru 11, 24 og 32. Sporðdreki (24. nkt.-?1. nóv.l: í Heimilislífið á hug þinn allan og sam- (vinna innan fjölskyld- mrnar leiðir til já- kvæðs árangurs. Farðu varlega með peninga og forðastu allt óhóf. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: LÞar sem skoðanir manna r eru mjög mismunandi er ! gáfulegast að hlusta á i hvað aðrir hafa að segja um málin. Eitthvað sem þú varst búinn að gleyma kemur upp á yfirborðið. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Skortur á sjálfstrausti í augnablikinu gerir að verkum að þér gengur verr að hafa áhrif á aðra en þú vildir. Einhver nákominn hegðar sér undarlega. Fjölskyldumál Húmorinn ber þig hálfa leið: Kímni er tilfinningalegt fyrirbæri Húmorinn ber þig hálfa leið er yf- irskrift fyrirlestrar sem Solveig Thorlacius mannfræðingur heldur á vegum Félags íslenskra safnamanna í Listasafni íslands klukkan 20.15 í kvöld. í fyrirlestrinum segir Solveig . frá lokaverkefni sínu í mannfræði, Húmor í íslenskri menningu; mann- fræðileg umfjöllun byggð á kenning- um og sjónarmiðum atvinnu- grínista. í fréttatilkynningu um fyr- irlesturinn segir að húmor sé hluti af hverjum og einum og allir noti á einhvern máta, menn fara bara mis- vel með hann. Mismunandi beiting húmors er af hinu góða en einnig má ná lengra með að nýta sér hann. Solveig leggur út frá rannsókn sinni í fyrirlestrinum og tengir hana starfi safnamanna. Tilfinningalegt fyrirbæri Solveig segir að húmor sé ekki einungis munnlegt fyrirbæri. „Hann felst líka í hreyfingum og fasi og að mínu áliti til marks um að hlutimir séu á M. Ég geng út frá því að húmor sé tilfmningalegt fyr- irbæri en aðrir tengja hann líkams- og heilastarfsemi mannsins. Fyrir- bærið er mun flókanara en svo aö menn segi bara brandara og allir fari að hlæja. 1 sjálfu sér er íslenskur húmor ekkert frábrugðinn húmor annarra þjóða. Því hefur verið haldið fram að íslendingar hafi engan húmor fyrir sjálfum sér eða eigin ófórum. Ég held að þetta sé ekki rétt, það sem einum finnst fyndið þykir öðr- um ómerkilegt, húmorinn er per- sónubundinn og því ekki hægt að al- hæfa um kímnigáfu heillar þjóðar." Brandarar breytast í takt við samfélagið í rannsókninni tók Solveig viðtöl við atvinnugrínista, fór á brandara- keppnir og skemmtanir þar sem Húmor og menning Fyrirbæriö er mun flóknara en svo aö menn segi bara brandara og allir fari aö hlæja, segir Solveig Thorlacius mann- fræöingur. húmorinn réð ríkjum. „Ég skoðaði lika gamlar bækur eins og íslenska fyndni sem er mjög góð heimild um kimnigáfu þjóðarinnar fyrir nokkrum áratugum. Hér áður gekk húmorinn út á sögur af kynlegum kvistum og hnyttnum tilsvörum. Menn sögðu sögur og lýstu um leið útliti, aðstæðum og háttum fólks víðs vegar á landinu. Ég held í raun að húmorinn sé mjög svipaöur í dag en aö umhverfi hans hafi breyst í takt við samfélagið. Allt sem gerist i kringum okkur og hefur merkingu er viðfangsefni brandara og jarðveg- ur fyrir skoplega útlistun. Brandar- ar tengjast ákveðnum hópum og á vinnustöðum ríkir oft viss húmor sem utanaðkomandi á erfitt með að skilja. Húmor er líklega ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það kemur inn á söfn en í fyrirlestrin- um ætla ég aö reyna að sýna fram á hvemig safnamenn geta nýtt sér húmor og virkjað hann til að gera söfnin áhugaverðari og um leið skemmtilegri fyrir þá sem heim- sækja þau.“ -Kip Þórhallur Heimisson s krifar um fjölskyldumál é miOvikudögum 1S e x x x o t i c a www.exxx.is GERUM GOTT KYNLÍF BETRA! LANDSINS MESTA ÚRVAL AF UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS Barónsstíg 27 - S: 562 7400 Þið hafið eflaust tekið eftir því, að þegar fjallað er um leiðir til að styrkja samband hjóna og sambýlisfólks í ijöl- miðlum og glanstímaritum er höfuð- áherslan yfirleitt lögð á kynlífið og kynlífstælmina. Það er nú gott og blessað í sjálfu sér. Margir eiga í erfið- leikum í kynlífinu og þurfa á hjálp að halda. Svo seljast líka blöðin og tíma- ritin vel út á þessa kynlífsumfjöllun og ekki er það verra, að minnsta kosti fyrir útgefendur. En spurningin er hvort þessi fókus á kynlífiö eitt og sér sé endilega réttur? Skiptir kynlífið höfuðmáli í því hvort samband nær að þroskast og dafna? Eða kemur eitt- hvað fleira til? Fyrir skömmu var gerð könnun á samskiptum hjóna í hinu virta banda- riska tímariti „Psychology Today" og kom þá forvitnileg niðurstaða í Ijós. 350 pör sem höfðu verið gift i 15 ár eða lengur voru spurð að því hvað það væri sem héldi hjónabandi þeirra gangandi. Langflestir settu í fyrsta sæti skýringuna: „Maki minn er besti vinur minn.“ í öðru sæti kom síðan svarið: „Mér líkar vel við maka minn sem manneskju." Það var ekki mark- tækur munur á því hvemig karlar og konur svöruðu. Önnur svör sem ientu á topp tíu listanum hjá hinum að- spurðu vora: „Mér finnst maki minn verða áhugaverðari með hveiju ár- inu“ og „Við hlæjum saman og gerum grín hvort að öðra.“ „Við eram á sama máli um kynlif- ið,“ var skýring sem lenti í 12. sæti hjá karlmönnunum og hinu 14. hjá konun- um. Kynlífið á stóran þátt i því að pör dragast hvort að öðra í upphafi. En límið sem heldur hjónabandinu saman og hjálpar pari að halda áfram að elska hvort annað er einfaldlega vin- áttan og húmorinn! Vináttan og húmorinn skipta mestu fyrir hjóna- bandið og sambúðina. Um það voru öll pörin í könnuninni hjá „Psychology Today“ sammála. Að hlæja og leika sér er lífsnauðsynlegt fyrir hjónaband- ið. Ef hjón geta ekki leikið sér, sleppt fram af sér beislinu og hlegið saman, þá hjálpa ekki tæknilegar kynlífsleið- beiningar í glanstímaritum og öðrum fjölmiðlum. Ef vináttan kólnar kólnar kynlífið. Að geta hlegið að sjálfum sér og með maka sínum er aftur á móti flestra meina bót fyrir sambandið. Hvemig væri nú, lesandi góður, að þú og maki þinn tækjuð ykkur örlítíö frí i dag, smátíma til að leika ykkur saman, til að hlæja saman? Taktu upp símann ef þú ert fjarri maka þínum og hringdu í hann núna. Látið þið svo verða af því að stinga af frá skyldu- verkunum og öllu því sem bíður ykk- ar. Gerið eitthvað skemmtilegt saman, hlæið saman, þó ekki sé nema í stutta stund. Sjáið svo bara til hvort það sem eftir er af deginum veröi ekki leikur einn. Ef þú ert makalaus, taktu þér þá svona hlátursfrí með einhverjum sem þér þykir vænt um. Og ef þið erað komin í gang á ann- að borð, hvemig væri þá að skipu- leggja skemmtilegt stefnumót í miðri viku, í hádeginu, kaffinu eða bara al- veg óvænt? Slík smáfrí, einu sinni eða tvisvar í viku, geta blásið ferskum vindi inn í sambandið ykkur. Og mundu: þú ræktar ekki vináttu sem aukabúgrein, hvorki vináttuna við maka þinn, börnin þín né aðra sem þér þykir vænt um. Þú verður að gefa þér tíma fyrir vináttuna. Þann tima verður þú að taka frá einhverju öðru, hvort sem það nú er vinnan eða frí- stundagamanið. Allt of margir eru svo uppteknir af vinnu og því að stunda afþreyingu eftir vinnu að þeir gleyma algerlega nauðsyn þessa að viðhalda vináttunni í samskiptum sinum við fjölskyldu, maka og vini. Það er e.t.v. þess vegna sem 500 hjón skildu á sið- asta ári á móti þeim 1500 sem gengu í hjónaband? Hættu þess vegna að lesa blaðið og hringdu í maka þinn! Núna strax! Og gerið svo eitthvað skemmtilegt fyrir vináttuna ykkar í dag. Góða skemmtun! Þórhallur Heimisson ;öNvvogs^„4 M. BENZ E 230 ELEGANCE 09/96, ek. 63 þús. km, ssk., rafdr., álfelgur o.fl. Verð aðeins kr. 2.350.000. ATH. skipti. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is Hláturinn lengir lífið - og hjónabandið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.