Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 11 I>V Neytendur Skýrslur sem ríkisstjórnin lét gera: Áhættumat vegna kúariðu - í nefnd fram í næstu viku. Skýrslur um áhættumat vegna inn- flutnings á nautgripaafurðum, sem vera áttu tilbúnar um miðjan febrúar, eru nú til umsagnar hjá stjómskipaðri samstarfsnefnd um sóttvamir. Þaðan fara þær til ríkisstjórnarinnar og munu því að öllum líkindum ekki koma fyrir sjónir almennings fyrr en í lok næstu viku. Mikil umræða hefur verið um kúariðu undanfarið þótt hún hafi upp á síðkastið fallið í skuggann af gin- og klaufaveikinni. Margir hafa hringt til neytendasíðunnar með vangaveltur um hvort ýmsar vömteg- undir, sem innihalda nautgripaafurð- ir, getir borið smit hingað til lands eða hvort óhætt sé að neyta þeirra. Engin skýr svör hafa fengist en bent hefúr verið á að gripið hefur verið til að- gerða erlendis og það látið nægja í flestum tilfellum. í byrjun árs fór Matvælaráð, sem er samstarfsverkefni Hollustuvemdar ríkisins, Fiskistofu og yfirdýralæknis, fram á það við ríkisstjómina að gerð yrði skýrsla um áhættumat vegna inn- flutnings á vörum sem innihalda naut- gripaafurðir. Ríkisstjómin lét í fram- haldi af því gera tvær skýrslur. Önnur þeirra var álitsgerð um heimildir ís- lenska ríkisins til að takmarka inn- flutning á kjöti og kjötvöru til vemdar lífi og heilsu manna og dýra. Sú skýrsla var unnin af Eiríki Tómassyni prófessor og Skúla Magnússyni, lektor við lagadeild HÍ. Hin skýrslan var fag- skýrsla sem fjallar um áhættu sem skapast getur við innflutning á naut- gripaafurðum. Um gerð hennar sáu dr. Vilhjálmur Rafnsson læknir og Ólafur Oddgeirsson dýralæknir. -ÓSB Léttir tíkallar Irinflutt mold á pottablómin: Ekki hætta á gin- og klaufaveiki - segir Sigurður Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir Lesandi DV hafði samband við neytendasíðuna og benti á að verið væri að selja hér á landi mold sem upprunnin er i Danmörku. Hann sagðist undrast að leyfilegt væri að flytja inn slíka vöru frá Evrópu þar sem gin- og klaufaveiki geisar. Sigurður Öm Hansson aðstoð- aryfirdýralæknir segir að af þess- um innflutningi eigi ekki aö stafa nein hætta. „Sú mold sem flutt er inn núna, og er fyrst og fremst fyrir pottablóm, má ekki innihalda búfjáráburð." Hann segir að yfirdýra- læknisemb- ættið vera með svona mál í sí- felldri skoðun i ljósi þess hver þróunin sé er- lendis. En þar sem moldin sé eingöngu ætluð fyrir pottablóm sé ekki hætta á smiti þar sem hættan af því komi helst með búfjáráburðin- um. Þvi geta pottablómaræktendur óhræddir valið úr þeirri mold sem á boðstólum er en sala hennar er tölu- verð um þessar mundir þar sem nú fer í hönd árlegur umpottunartimi pottaplantna heimilanna. Það eru kannski ekki margir sem vita að tvær mismunandi gerðir af tíköllum eru í umferð hér á landi. Að þessu komst maður nokkur sem eign- aðist tíu króna pening og hugðist nota hann í kaffisjálfsala. En sjálfsal- inn vildi ekki taka við peningnum, hann datt bara beint í gegn. Þegar haft var samband viö Seðlabankann vegna þessa fengust þær upplýsingar að árið 1996 var slegin tíu króna mynt sem var úr nikkelhúðuðu stáli en tí- kallar slegnir fyrir þann tíma eru úr koparnikkel. Þetta gerir að verkum að umræddir tíkaflar eru um 14% léttari en þeir gömlu og virka því ekki í alla vigttengda sjálfsala. þ.e. sem greina milli peninga eftir þyngd þeirra. Að öðru leyti eru þessir tíkall- ar alveg eins og þeir sem fyrir voru á markaðnum. Um sparnaðarráðstöfun var að ræða en nikkelhúðaða stál- myntin er 35% ódýrari í sláttu en mynt úr koparnikkeli. Seðlabankinn lætur slá fyrir sig mynt með nokkurra ára millibili og setur hana á markað þegar eldri birgðir klárast. Því fóru tíkallamir, sem slegnir voru árið 1996, ekki í um- ferð fyrr en á árinu 1998 og er enn verið að setja þá í umferð. -ÓSB Alveg eins? Þessir tíkallar viröast eins viö fyrstu sýn en sá til hægri er 14% léttari en hinn og dugar því ekki í vigttengda sjálfsala. Reykingarlyfið Zyban mikið notað hér á landi: Alls kyns auka- verkanir fylgja - tveir sjómenn á sama skipinu fengu bráðaofnæmi við notkun lyfsins Lyfið Zyban, sem ætlað er til aðstoð- ar þeim sem háðir eru nikótíni að hætta reykingum, hefúr verið í notkun hér á landi síðan sl. haust og er tals- vert mikið notað að sögn lækna sem DV hefur rætt við. Lyfið inniheldur ekki nikótín líkt og t.d. tyggigúmmí sem mikið hefur verið selt hér á landi í sama tilgangi, en Zyban var upphaf- lega notað í Bandaríkjunum sem geð- lyf, en í ljós kom að margir þeirra sem notuðu tóbak reglulega, misstu löngun í tóbakið við notkun lyfsins. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir aö notkun Zyban hafi í för með sér aukaverkanir eins og við notkun flestra lyfja. „Það má segja að þetta lyf sé eins konar tískulyf og þess vegna er það meira í brennidepli núna en önnur. En hér er um nýtt lyf á markaði að ræða og það er alltaf fylgst sérstaklega vel með nýjum lyfj- um fyrstu fimm árin,“ segir Rannveig. Hún segir Lyfjastofnun hafa fengið tilkynningar um ofhæmi sem auka- verkun af notkun lyfsins, en DV er m.a. kunnugt um slíkt tilfelli, og þar veiktust tveir sjómenn á sama skipi ifla af bráðaofnæmi og þurftu að kom- ast undir læknishendur, en þeir höfðu báðir notað Zyban í nokkum tima. Rannveig segir þá sem hafa fengið of- næmi ekki eiga að nota þetta lyf og það eigi auðvitað við um fleiri eins og t.d. þá sem fengið hafa flog. Þar sem lyfið er nýtt á markaði hér liggur ekki mikið fyrir um aukaverk- anir en í almennum ráðleggingum með lyfinu eru algengar aukaverkanir taldar upp og þar er talað um hita, munnþurrk, meltingartruflanir, ógleði, uppköst, kviöverki, hægðar- tregðu, svefiileysi, skjálfta, skerta ein- beitingu, höfuðverk, svima, geðdeyfð, eirðarleysi, kvíða, útbrot, kláða, aukna svitamyndun, ofnæmisviðbrögð, s.s. ofsakláða og truflað bragðskyn. -gk íslenska kýrin Hún hefur ekki greinst meö kúariöu. Ríkisstjórnin hefur látiö gera áhættumat á innflutningi vara sem innihalda nautgripaafuröir Opið virka daga SUÐURNESJUM Opið lau. 12-16. SÍMI 421 4888-421 5488 SP’F/ÁRMÖCNUN HF Sko&tðu wfmn okkar www.sp.is Toyota Avensis 2,0 st., nýskráður 1/99, ekinn 32 þús., grænn, sjálfskip- tur. Toppbíll. Verð 1.530 þús. VW Transporter pallbíll, nýskráður 03/94, ekinn 100 þús., 5 manna, vsk-bíll, bensín. Verð 490 þus. Með vsk. Galloper 2,8 turbo dfsil, nýskráður 07/98, ekinn 60 þús., sjálfskiptur, hví- tur, 32" dekk, spoiler, krókur. Verð 1.690 þús. Toyota Land Cruiser VX V-6, 3,4 ben- sfn, nýskráður 05/00, ekinn 8 þús., sjálf- skiptur, einlitur, silfurgrár, 35" breyting, kastaragrind, kastarar, spoiler o.fl. o.fl. glæsilegur bill. Ath. skipti. Verð 4.350 (kostar nýr 4.950 þús.). Toyota Land Cruiser LX 3,0 turbo dfsil, nýskráður 02 /99, sjálfskiptur, hvítur, ekinn 48 þús, 38" breyting, intercooler, 2 aukatankar, loftdæla, kastaragrind, kas- tarar, spoiler, krókur: toppbíll. Verð 3.750 þús. Toyota Land Cruiser 80 std. 4,2 turbo dísil, nýskráður 12/98, 5 gíra, ekinn 40 þús., læsingar framan og aftan, 38-44" breyting. Verð 3.950 þús. Toyota Land Cruiser LX 3,0 turbo dfsil, sjálfskiptur, nýskráður 02/99, ekinn 38 þús, 31" dekk, álfelgur, brettakantar, varahjólshlíf, ath. skipti. Verð 2.590 þús. Toyota Land Cruiser VX 4,2 turbo dísil, nýskráður 03/95, ekinn 200 þús., sjálfskiptur, leður, sóllúga, aukasæti, gírspil, 33" dekk, toppbíll, dökkgrænn. Verð 2.720 þús. Musso 602EL 2,9 turbo dfsil, nýskráður 04/97, sjálfskiptur, 33" breyting, hvítur. Verð 1.650 þús. Nissan Patrol SE+ 2,8 turbo dísil, nýskráður 10/99, ekinn 41 þús., 5 gíra, 35" breyting, 3" púst, tölvukub- bur o.fl. Verð 3.750 þús. Nissan intercooler, nýskráöur 09/00, ekinn 15 þús., sjálfskiptur, 38" breyting, lækkuð drif, tölvukubbur, kastaragrind, spoiler, krókur, filmur o.fl., ath. skipti. Verð 5.200 þús. Subaru Legacy 2,0 GL, nýskráður 7/96, ekinn 77 þús., 5 gíra, cd, grænn, álfelgur, sumar- og vetrardekk, mjög vel með farinn bíll. Verð 1190 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.