Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 Skoðun I>V Spurning dagsins Fylgdistu með óskarsverð- launaafhendingunni? Stefán Örn Gunnlaugsson tónlistar- maöur: Já, framan af. Hrikatega ánægöur meö Benicio Del Toro. Axel Einarsson tónlistarmaöur: Nei, en lagiö meö Dylan er gott, en var samt svekktur yfir aö Björk skyldi ekki sigra. Jón Kjartan Ingólfsson tónlistarmaður: Aöeins, var ánægöur meö aö Gladi- ator skyldi vinna búningaverölaunin. Ingvar Valgeirsson tónlistarmaöur: Já, auövitaö fylgdist ég spenntur meö. Grét af gleöi þegar Benicio Del Toro vann fyrir aukahlutverkiö fyrir Traffic. Sigurður Þór Rögnvaldsson tónlistar- maður: Nei, haföi ekki tíma. Ég var ánægöur með Russel Crowe vin minn. Sannur hjartaknúsari meö meiru. Stefán Eiríksson veiöimaður: Nei, en var hálfsvekktur yfir aö Björk skyldi ekki vinna. Ferjusiglingar til Skotlands Skarphéóinn Eínarsson skrifar: Fyrir u.þ.b. 20 árum stefndi hreppsnefnd Ölf- ushrepps ásamt Alfreð Þorsteins- syni borgarfull- trúa og fleirum á vegum Reykja- víkurborgar að því að fá erlenda aðila til að stunda reglu- bundnar ferju- siglingar frá Þorlákshöfn til Aber- deen í Skotlandi. En hvar skyldi málið vera statt nú? Margir myndu án efa notfæra sér þann möguleika að ferðast með bíl- inn til Bretlands en þaðan eru svo ferjuferðir til Noregs, Hollands, Þýskalands og Frakklands. Frá Reykjavík er ekki nema 40 mínútna akstur á malbiki til Þor- lákshafnar. Möguleikar myndu opn- ast til að taka hópferðabíla og flutn- ingabíla með vörur til og frá land- inu. Frá Skotlandi eru ferjuferðir til írlands og frá Norður-Englandi (Newcastle og Hull) til meginlands- ins. Margt er að skoða í Skotlandi svo ekki þarf að óttast tilbreytingar- leysi þar, þótt ekki sé lengra farið. Svona sigling frá Þorlákshöfn tekur um 20 tíma. Á milli nyrsta hluta Skotlands til íslands liggur sæ- strengurinn SCOTTCAN til Skotlands. Sú var tiðin að íslendingum gafst kostur á að sigla með Gullfossi til Edinborgar (þ.e. hafnarborgar henn- ar, Leith) og síðan áfram tU Kaup- mannahafnar. Að þurfa að aka alla leið tU Seyðisfjarðar og á malarvegi að hluta tU er ekki það sem fólk með nýja, dýra bUa vUl gera. Þaö kostar líka fé að aka þessa 8 tíma leið. Þegar hinn nýi Suður- strandarvegur hefur verið byggður Frá Edinborg í Skotlandi „Endurnýjun á farþegasiglingum frá íslandi yröi kærkomin. “ „Sú var tídin að íslendingum gafst kostur á að sigla með Gull- fossi til Edinborgar (þ.e. hafnar- borgar hennar, Leith) og síðan áfram til Kaupmannahafnar. Að þurfa að aka alla leið til Seyðis- fjarðar og á malarvegi að hluta til er ekki það sem fólk með nýja, ar"myndu“heldur ekki 'bíða dýra bíla vill gera. “ Skaða af þótt ferjuferðir ° væru fra Þorlakshofn til er þetta líka góður kostur fyrir Suð- Skotlands. íslendinga skortir urnesjamenn. einmitt þess konar ferðir nú. Það væri æskUegt að drífa þetta mál af stað. Þingmenn Suðurlands og reyndar Reykjavíkur lika og Reykja- neskjördæmis eiga hags- muna að gæta. Ég er þeirrar skoðunar að ferðamannastraumur tU landsins myndi aukast og ferjusiglingar til Seyðisíjarð- Uppfinningamenn lýðræðis Karl Einarsson skrifar: Ofboðslega var nú fyndið að lesa grein eftir Hrannar B. Amarsson borgarfuUtrúa í Morgunblaðinu sl. flmmtudag. Hann er svo ánægður með atkvæðagreiðsluna um flug- vöUinn að fyrirsögn greinarinnar er hvorki meira né minna en: „Reyk- víkingar hafa talað“. En hvaða Reykvíkingar hafa talað og hvað sögðu þeir, blessaðir? Eftir einhverjar vandræðalegustu kosningar sem sögur fara, með úr- slitum sem eru nánast jafntefli og í raun ekkert hægt að gera í pattstöð- unni, kemur þessi hlægUega grein Hrannars. Hann segir m.a. í grein sinni: „Atkvæðagreiðslan markar því djúp spor í stjómmálasögu landsins og með henni er rudd „Þá vitum við það; lýðrœði framtíðarinnar var fundið upp af R-listanum sem er samsuða ýmissa flokka og hagsmunahópa í einni valdaklíku. “ braut fyrir lýðræði framtíðarinn- ar.“ Þá vitum við það; lýöræði fram- tíðarinnar var fundið upp af R-list- anum sem er samsuða ýmissa flokka og hagsmunahópa í einni valdaklíku. Reyndar eru flokkarnir sem að R- listanum standa ekki tU lengur, en það skiptir engu. Uppfmningamenn lýðræðis framtíðarinnar settu í að- draganda kosningarinnar ákveönar leikreglur. Þær miðuðust við að ef ákveðnum mörkum væri náð skyldi kosningin verða bindandi. Nú eru ljósár frá því að markið næðist og ergelsið mikið hjá R-list- anum. Þá er bara búin til einhver ný mælistika. Fimmtíu milljónir famar, skoðanakönnunin meðal landsbyggðarinnar, sem átti að gera á sama tíma, „gleymdist" og lifið heldur bara áfram. Eftir stendur að þeir sem fundu upp lýðræði framtíðarinnar ætla að skrúfa hjól undir flugvöllinn og draga hann eitthvað í burtu eftir 20 ár. Stjómmálamenn eru stundum fyndnir og stundum hlægUegir. Hrannar B. Arnarsson hefur greini- lega áhuga á að marka sér fast sæti í síðargreindum hópi. Garri Trúin flytur hús Garri hefur aldrei verið neitt sérlega trúaður. Hann hefur þó eftir aðstæðum einbeitt sér að því að trúa, tU dæmis þegar hann sá fram á fagurt armbandsúr á fermingardaginn sinn. Þá var eng- in borgaraleg ferming. Þá þurfti fólk, já takk, að ganga Guði á hönd ef það vUdi fá útborgað. Og þá var útborgunin ekki jafn mikU og núna, á tímum þegar auglýsingar fyrir fermingargjafir eru stUað- ar beint á fermingarbamið: „Þú fermist ekki nema einu sinni“ og þar fram eftir götunum. Já, einmitt: fram eftir götunum. Garri fékk Guð í hjartað um helgina; því sem næst alvöru köUun eða hvað sem þeir kaUa það. Trúin varð lif- andi, reyndar svo lifandi að hún skreið af Hóla- vöUunum og niður í Slipp. Garri á frænku í vest- urbænum, ágætis frænku, þótt hann segi sjálfur frá. Ekkl á róttri hlllu Trúin flytur fjöU, segir einhvers staðar. Það var einhvers staðar suður frá í heitari löndum. Á íslandi er trúin ekki jafn stórtæk enda hefur það sýnt sig að trúarhiti eykst eftir því sem nær dregur miðbaug. Á íslandi flytur trúin hús. Og það ekki bara einhverja sumarbústaði heldur heUu íþróttahúsin. Garri hefur verið í ríkis- kirkjunni svo lengi sem mamma hans man eftir sér og því var kannski ekki við því að búast að hann væri mjög trúaður. Á sunnudag uppgötvaði Garri að hann var kannski á rangri trúar- hUlu. Þjóðkirkjutrúin hefur að vísu fært ýmislegt. Kannski ekki mikið en þó eitthvað. Þjóðkirkjutrúin hefur fært presta á miUi brauða og landa ef þvi er að skipta. Fram að síðasta sunnudegi hafði Garri haldið að það væri það besta sem Guð gæti boðið í Uutningum. Hann vissi ekki að Guð væri í raunverulegri sam- keppni við Eimskip og Flytjanda. Kannski, kannski ekki Guð kaþólskra er alvöru. „Við greiðum þér leið,“ sagði Eimskip og Guð bætti um betur: „Ég greiði þér leið á Guðs vegurn". Og Guðs vegir eru einmitt í vesturbæ Reykjavíkur og heita Túngata og Ægisgata. Garri hefur frétt af því að Steinunn Jóhannes- dóttir ætli að láta skira sig tU kaþólskrar trúar og leggjast svo á bæn. „Maður veit aldrei fyrr en maður hefur reynt,“ segir Steinunn. „Kannski flytur trúin flugveUi, hver veit?“ Garri Góðmetið freistar manns En veröiö ekki aö sama skapi. Okrað á harðfiski Sigfús Sigurðsson hringdi: Ég er mikUl harðfiskunnandi og steinbíts- raunar líka. Þessi matarteg- und úr íslensku hráefni hefur verið að hækka viðstöðulaust undanfarið. Nú er steinbíturinn t.d. kominn í rúmar 4000 kr. kg og harðfiskurinn rétt und- ir þvi. Þetta er náttúrlega hreint okur. Að greiða 581 krónu fyrir 140 grömm- in er ekki bjóöandi neytendum. Fer enda sala á harðfiski og riklingi hrið- minnkandi. Þeir geta gefið fyrirtækj- unum hin ýmsu nöfn, sem minna á silfur og guU, en vörur þeirra kaupi ég ekki lengur á þessu verði. Það fer ým- islegt að láta undan þessa dagana og hætt við að okrið fái ekki ekki jafngóð- an byr og tU þessa. Hringbrautin varin? Helgi Sigurðsson skrifar: MikUl titringur er nú hjá skipulags- embættum gatnamála í Reykjavík, Vegagerð ríkisins og embætti Borgar- verkfræöings vegna fyrirhugaðrar færslu Hringbrautarinnar og tengingu hennar frá Bjarkargötu að Bústaða- vegi. Sl. fóstudag mátti lesa fréttatU- kynningu frá samtökunum Betri byggð þar sem þau krefjast þess að Hringbrautin verði sett að meira eða minna leyti í stokk neðanjarðar til m.a. að „verja brýna hagsmuni þróun- ar miðborgarinnar" eins og segir í tU- kynningunni. Mér er tU efs að þetta sé hinn raunverulegi tilgangur Betri byggðar heldur búi annað að baki. NefnUega það að hjálpa borgarstjórn í vanda hennar að leggja tU atlögu við framkvæmdir við Hringbrautina sem er orðin stærsta vandræðabamið í samgöngumálum höfuðborgarinnar vegna tengslanna við flugvöllinn. Barist um Færeyjaolíu Egill skrifar: Senn kem- ur að því að Færeyingar lendi í bam- ingi við Dani enn á ný og nú út af olí- unni sem finnanleg er á hafsvæðinu umhverfis eyjarnar. Danir gera tUkaU tU olíunnar en Fær- eyingar segja aUan rétt sín megin. Ekki líður langur tími þar tU þetta mál verður hið mesta hitamál mUli þessara þjóða og megum við íslending- ar grannt fylgjast með því vegna þeirra auðæfa sem liggja undir okkar eigin hafsvæði við norðaustanvert landið eins og fram hefur komið í skýrslum viðkomandi stofnana hér. - Ólíklegt er að íslendingar láti kyrrt liggja öUu lengur og krefjist þess að tU- raunaboranir hefiist hér sem fyrst. Er Hvíta ísland glæpur? Kristinn Sigurðsson skrifar: Ungur Islendingur talar um Hvita ísland í viðtali í DV. Mér skUst að þessi landi minn vUji takmarka inn- flutning á erlendu fóiki tU landsins, sér i lagi lituðu, skUji ég málið rétt. En er svo komið í lýðræðisríkinu íslandi, að þessi ungi maður megi ekki hafa þessa skoðun, og ailra síst að flíka henni, án þess að vera kallaður tU yfirheyrslu vaidhafa tU að siða hann til? Málið er ekki svona einfalt því talsverður hluti þjóðarinnar er sömu skoðunar og ungi maðurinn. Við sjáum og heyrum um slæm dæmi frá Norðurlöndunum og kannski þurfum við eitthvað að varast þegar vel er að gáð. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.