Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 Tilvera i>v Verk eftir Hilmar Þórðarson í Salnum Kennarar úr Tónlistarskóla Kópavogs eru um þessar mundir að halda tónleikaröð í Salnum. Þau Marta Guðrún Halldórsdótt- ir sópran, örn Magnússon píanó- leikari, Camilla Söderberg blokkflautuleikari, Martial Nar- deau flautuleikari, Laufey Sig- urðardóttir fiðluleikari, Páll Eyjólfsson og Kristinn H. Árnas- son gitarleikarar ætla að troða upp í kvöld og flytja verk eftir Hilmar Þórðarson. Krár ¦ STEFNUMOT A GAUKNUM Stefnumót Undirtóna veröur haldiö á Gauknum í kvöld. Rokkið verður tilraunakennt og hljómsveitirnar Fidel og Luna koma fram. Hér eru á feröinni tvær nýjar og spennandi hljómsveitir. Húsið opnaö kl. 21. Klassík ¦ VILBERGSDAGAR I GARÐABÆ Nú stendur yfir glæsileg tónlistar- veisla í Garöabæ til heiðurs minn- ingu Vilbergs Júlíussonar skóla- stjóra. í kvöld verða tónleikar í sal Tónlistarskólans og hefjast þeir kl. 20. Efnisskráin samanstendur að mestu af nútímatónlist, bæði í djass og sígildum stíl. Meðal flytjenda eru Hljómeyki, Hildigunnur Rúnars- dóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir, Pétur Jonasson, Haukur Gröndal og Matthías Hemstock, Vllllngar, Mar- grét Siguröardóttir, Helgi Svavar Helgason og Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson. Forsala aðgöngumiða er I bókabúðinni Grímu. ¦ SÍÐUSTU HÁSKÓLATÓNLEIKAR VETRARINS Ingibjörg Guöjónsdóttir sópran flytur verk eftir John Dowland, Henry Purcell, Fernando Obradors og Enrlque Granados, við gítarundirleik Péturs Jónassonar, á siðustu háskólatónleikum vetrarins. Þeir eru í Norræna húslnu í hádeginu á morgun og hefjast kl. 12.30. Fundir ¦ OPH> HUS SKOGRÆKTARFÉLAGANNA I kvöld kl. 20 veröur opiö hús á vegum skógræktarfélaganna t Mórkinnl 6. Jón H. Björnsson lands- lagsarkitekt sýnir Alaskamynd sína. Þa veröur kynnt Alaskaferð Skóg- ræktarfélags íslands sem farin verður í haust. Áhugamenn um skógrækt og Alaska eru hvattir til að mæta. ¦ VÍNLAND OG VÍNARTERTAN Vináttufélag Islands og Kanada heldur fund í kvöld. Jón Daníelsson blaöamaður fjallar um bók sína Leifur heppnl og Vínland hið góða og Jón Kari Helgason bókraennta- fræðingur segir frá sjálfsmynd Kanadamanna af íslensku bergi brotnum í erindi sínu sem hann kaliar Leyndarmál vínartertunnar. Fundurinn verður í stofu 102 í Lögbergi og hefst kl. 20. ¦ ITC HARPA Fundur verður kl. 20 í kvöld í Borgartúnl 22, þriðju hæð. Fundurinn er öilum opinn. ¦ DREYMIR NETIÐ í dag kl. 16 mun Njörður Sigurjóns- son, M.Sc. í viöskiptafræði, halda fyrirlestur í málstofu í viðskipta- fræði. Fyrirlesturinn nefnist Dreymir Netið og byggist á ritgerð hans um þekkingarstjórnun og upplýsinga- tækni. Málstofan fer fram á kennarastofu á þriöju hæö í Odda og eru allir velkomnir. Óskarsverðlaunin 2001: Stríösvöllur tilfinninganna Eins og við var búast féllu tilfinn- ingaþrungin orð og glittaði í tár við afhendingu óskarsverðlaunanna að- faranótt mánudags (að íslenskum tíma). Mikið var búið að spá í spilin og má segja að sumt hafi gengið eftir og annað ekki. „Öruggasti" sigurveg- arinn fyrir fram var Julia Roberts og ekkert stöðvaði sigurgöngu hennar og var hún valin besta leikkonan í aðal- hlutverki fyrir leik sinn í Erin Leikstjórlnn sem vann Öllum á óvart var Steven Soder- berg valinn besti leikstjórinn en fyrir fram þótti þaö ekki líklegt þar sem hann var meö tvær tilnefning- ar á bakinu í sama flokki. Brockovich. Ekki var eins auðvelt að spá um sigurvegara í karlaflokki. Þar höfðu fyrir fram flestir hallast að Tom Hanks en það kom samt fáum á óvart að Russell Crowe skyldi hampa stytt- unni. Gladiator var búin að vera heitasta myndin á hátíðinni þegar kom að aðalleikaranum. Benecio Del Toro fékk óskarinn fyr- ir aukahlutverk. Voru flestir á því að hann hefði átt þau skilið þótt marg- ir hölluðust að þvi að Albert Finn- ey fengi nokkurs konar „þakkaróskar" en þetta var í fimmta skipti sem hann er til- nefndur. Það kom aftur á móti i öllum á óvart þegar í ljós I koma að Marcia Gay Harden m fékk verðlaun kvenna í M aukahlutverki fyrir leik mt sinn í Pollack sem fáir hafa ¦£ séð. Þar höfðu flestir spáð —\ að Kate Hudson færi heim | með verðlaunin fyrir leik sinn í Almost Famous. Besta kvikmyndin var valin Gladiator og kom það fáum á óvart. Ekki gekk það þó eftir að leikstjóri bestu kvikmynd- arinnar fengi einnig óskarinn eins og oftast gerist. Þegar kom að besta leikstjóranum brá engum meira en Steven Soderbergh þegar hans nafn ^PmHfn í&' Anægðlr óskarsverðlaunahafar Þau höfðu ástæöu til aö brosa. Talið frá vinstri: Benecio Del Toro, Marcia Gay Harden, Julia Roberts og Russell Crowe. Takið eftir heiðursmerkinu sem Crowe skartar. Hann tileinkaði verðlaunin afa sínum sem hafði fengið heiðursmerkið frá breska heimsveldinu fyrir störf í síðari heimsstyrjöldinni. var lesið upp: „Ég held að allir hafi séð hversu undrandi ég var. í sann- leika sagt bjóst ég ekki við þessu". Ástæðan fyrir því að Soderberg tók svona til orða er að hann var tilnefnd- ur i þessum flokki fyrir tvær myndir og töldu flestir að atkvæði hans myndu jafnast út á milli Traffic og Erin Brockovich. Ekki fékk Björk ósk- arsverðlaun í þetta sinn enda við ramman reip að draga þar sem lag Bobs Dylans var í flokki laga. Þegar upp er staðið kemur í ljós að enginn einn sigurvegari var á 73. ósk- arsverðlaunahátíðinni. Þrjár kvik- myndir, Gladiator (5 styttur), Crouching Tiger, Hidden Dragon (4 styttur og Trafiic (4 styttur) geta allar vel við unað. I heild tókst hátiðin vel að flestra mati. Allar áætlanir stóðust og verðlaunahafar héldu sig Destir við 45 sekúndna takmörkin í þakkarræð- um. -HK Julia og Oskar Allir gerðu ráð fyrir að Julia Ro- berts myndi vinna og það gekk eftir. Hér stillir hún sér upp fyrir framan líkamsstærð af styttunni. Öskarinn kysstur. Benecio Del Toro smellir kossi á styttuna. Hann var einn af þeim sem flestir spáðu sigri. Bíógagnrýní Háskólabíó - The Contender -^- -^- Pólitík og kynlíf Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Hvað sem segja má um átta ára feril Bills Clintons í Hvita húsinu þá hefur sjálfsagt enginn forseti haft jafn mikil áhrif á kvikmyndaiðnað- inn í Hollywood meðan hann sat í embætti. Allar pólitískar kvikmynd- ir (svo ekki sé talað um vinsælustu sjónvarpsseríuna vestanhafs, West Wing) sem gerðar hafa verið á und- anförnum árum, þar sem forsetinn gegnir stðru hlutverki, hafa sýnt okkur forseta á miðjum aldri, sem er demókrati, vlnsæll og frjálslynd- ur í skoðunum. Allt eru þetta áhrif frá Clinton-timabilinu og það að hann hafi haldið fram hjá og verið bendlaður við fjársvikamál hefur aðeins gert hann vinsælli í kvik- myndaiðnaðinum. Að vísu eru hneykslin oft færð yfir á aðrar persónur og svo er í The Contender. Þar er forsetinn hinn dæmigerði frjálslyndi demókrati sem er búinn að vera í embætti í sex og hálft ár þegar vara- forseti hans fellur frá. Forsetinn, Jackson Evans (Jeff Bridges), hyggst slá sig til riddara og velur konu, öldungardeildarþingmanninn Laine Hansen (Joan Allen), sem varaforsetaefni og gengur þar fram hjá vinsælum stjórnmálamanni sem Varaforsetaefniö í yfirheyrslu Joan Allen leikur öldungadeildarþingmanninn Laine Hanson sem þarf aö svara óþægilegum spurningum þingmannanefndar. „þjóðin" vildi í embættið. Formaður nefndar, sem á að yfirheyra varafor- setaefnið Shelly Runyon (Gary Old- man), sem að sjálfsögðu er repúblikani, er ákveðinn í að kné- setja Hansen og sparar hvorki krafta né meðul í þeim tilgangi og kemst hannfljótt i feitt þegar á borð hans lenda myndir af varaforsetan- um á háskólaárum sínum þar sem hún tekur þátt í kynlifsorgiu. Myndin er síðan að mestu leyti um stríðandi fylkingar í kringum Hansen sem neitar að gefa nokkra skýringu á hegðun sinni, segir það neðan hennar virðingu. Segir sem Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. sjálfsagt er rétt að hefði karlmður tekið þátt í slíkri orgiu, og það oftar en einu sinni, þá hefði þetta ekki skipt jafn miklu máli. Hún sé kona og nú á að refsa henni fyrir það. The Contender er vel skrifuð og leikstjórinn og handritshöfundur- inn, Rod Lurie, skrifar af miklu inn- sæi um lífið í Washington og hvern- ig kaupin á eyrinni gerast 1 pólitik- inni þar á bæ. Einnig eru persón- urnar sannfærandi og einstaka at- riði eru raunsæ og gera myndina trúverðuga. Þá er leikur allur til fyrirmyndar og eiga þau Joan Alien og Jeff Bridges skilið sínar óskar- stilnefningar. Samt er það nú svo að enn einu sinni fellur Hollywood á þjóðernis- kenndinni og einfoldum lausnum. Eins og Lurie skrifar góð samtöl þar sem plottað er í allar áttir þá eru ræðurnar og samtölin i lokin íklædd sykurhjúpi sem nánast fer alveg með raunsæið sem áður hefur verið borið á borð. Leikstjóm og handrlt: Rod Lurie. Kvik- myndataka: Dennis Maloney. Tónlist: Larry Groupé. Aðalleikarar: Joan Allen, Jeff Bridges, Gary Oldman, Christian Sla- ter og Sam Elliot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.