Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 Fréttir I>V Landbúnaöarráðherra tekur af skarið vegna undanþágu yfirdýralæknis: Guðni stöðvar páfagaukana f OtWtAOW-VlÍta 03 Jt Áfttt . MtT..1^0*0,» 7» HmI 1 Yfirdýral»knir heimllnr gæludýraverslun innflutning frá Bretlandi: Leyfir páfagauka - talia óhaott þrítt fyrir gin- og klaufaveikifaraldurinn. Baksíða nr*- n«— nin ’nmaii ,pin., jnn— i. n Frétt DV í gær „Þessi undan- þága er afturköll- uð. Þessir páfa- gaukar koma ekki hingað til lands við þessar aðstæð- ur,“ sagði Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra um heimild yflr- dýralæknisemb- ættisins til gælu- dýraverslunar um að flytja tugi páfagauka frá Bretlandi hingað til lands. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis í DV i gær hafa gaukamir verið í sóttkví í London síðan um miðjan janúar. Taldi yfirdýralæknir enga hættu á að búr- fuglar og -fiskar bæra gin- og klaufa- veikismit tii landsins. Landbúnaðarráðherra sagði að nú ríktu grafalvarleg- ar aðstæður og forðast yrði allt dýrasamband við þau lönd þar sem gin- og klaufaveiki hefði greinst. „Þess vegna er þessum innflutn- ingi slegið á frest,“ sagði Guðni. Aðspurður um þær undanþágur sem yflrdýralæknisembættið hefði veitt í vikunni á innflutningi gæludýra írá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Sviss sagði ráðherra að vísindin segðu að óhætt væri að flytja gæludýr frá um- ræddum löndum. „Menn verða að hafa þetta svolítið leikandi, en ráðast ekki að þeim þar sem veikin hefur ekki greinst," sagði Guðni. „En nú tel ég mjög mikilvægt að yfirfara öll þessi mál mjög alvarlega, bæði hér í ráðu- neytinu og ríkisstjóm. Ég finn að al- menningur stendur mjög með okkur í þessu og gerir sér grein fyrir þeim grafalvarlegu áhrifum sem það hefði á efnahagslíf íslendinga ef veikin bærist hingað. Það yrði ekki síst dýrt spaug fyrir landbúnaðinn. Það er talið að þessi sjúkdómur hafi borist tO Bret- lands og viðar í gegnum smygl. Við þurfum einnig að fara yflr þá stöðu. Við þurfum að hafa mjög skýrar og af- dráttarlausar línur hér heima.“ -JSS Guöni Ágústsson: - segir stopp. Sofnaði undir stýri Bíll valt út af á Suðurlandsveginum, skammt austan við Selfoss, um klukk- an 6.15 í morgun. Að sögn lögreglunn- ar á Selfossi er talið að ökumaðurinn, sem var einn í bO, hafi sofnað undir stýri með þeim afleiðingum að bfllinn hafnaði utan vegar. Maðurinn slasað- ist ekkert við atvikið en biflinn var óökufær á eftir og fjarlægður með kranabifreið. Engin hálka var á svæð- inu í morgun. -SMK Enn þá loðnukropp DV, AKRANESI: ~ Víkingur kom til hafnar í gær með 600 tonn af loðnu sem hann fékk við Reykjanes. Þá fréttist af góðri veiði við Snæfeflsnes og ætlar Víkingur að landa á Akranesi til þess að komast með tómt skip á miðin. Ingunn er nú á fullri ferð á leiðinni á miðin. Ef eitthvað veiðist næstu daga má reikna með því að loðnukvótinn náist jafnvel fyrir lok vertíðar. -DVÓ/STH Davíö flytur Af Lynghaganum og út í Skerjafjörð. Ekki langt að fara - og þó. Hér sjást flutningamenn bera búslóð forsætisráðherra inn í nýja húsiö sem hann og Ástríöur eiginkona hans hafa byggt sér við sjávarsíðuna og verður framtíðarheimili þeirra. Óvenju gamalt sakamál „klárað“ í héraðsdómi í gær - fjársvik, tollsvik og fjárdráttur: Akært fyrir 8 og 9 ára sakir í tugmilljóna máli - saksóknari ríkislögreglustjóra segir að tafir beri að virða ákærða í hag Umfangsmikið sakamál sem byggt er á atburðum sem gerðust á árunum 1991 og 1992 var flutt í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar er tæplega sextugur Kópavogsbúi ákærður fyrir flárdrátt, skjalafals, flársvik og tollsvik tengd tugmillj- óna innflutningi á vinnuvélum. í sóknarræðu Jóns H. Snorrason- ar, saksóknara hjá ríkislögreglu- stjóra, kom fram að þrátt fyrir að sakargiftir væru miklar bæri sak- borningnum að njóta þess dráttar sem orðið hefði á málinu - tafa sem ákærði bæri enga sök á sjálfur. Verjandi mannsins, Hilmar Ingi- mundarson, krefst í fyrsta lagi sýknu en í öðru lagi að ákærða verði ekki gerð refsing. í stjórnar- skrá og Evrópusáttmála um mann- réttindi er gert ráð fyrir að hver maður eigi rétt á hraðri og réttlátri málsmeðferð i sakamáli. Það á ekki beinlínis við í þessu máli. Sækjand- inn upplýsti að kæra hefði ekki borist fyrr en á síðari hluta árs 1996, síðan hefði þurft að afla gagna er- lendis auk þess sem breytingar hefðu orðið á löggæslukerfinu hvað embætti varðar, RLR, Ríkislögreglu- stjóra o.s.frv. Sænskt fyrirtæki, Tenhults Grusmaskiner, krefst þess að ákærði greiði 15,3 mOljónir króna í skaðabætur, þar af meira en tíu mOljónir króna eingöngu í dráttar- vexti. Ríkistollstjóri, embætti sem reyndar er ekki til lengur, krefur sakborninginn um 3,6 milljónir króna auk dráttarvaxta frá toflaf- greiösludegi fyrir tæpum áratug. Ekki er líklegt að dómurinn fallist á þessa kröfu þar sem vextir fymast í raun á 4 árum. Auk þess gerir einn lögmaður Samskipa kröfu um að ákærði greiði um 8 miiljóna króna skaðabótakröfu vegna tapaðs út- lagðs kostnaðar skipafélagsins vegna ákærða og að síðustu ná- kvæmlega 1 mifljónar króna áætl- aðs kostnaðar „fyrir að halda utan um málið“. Ákæruvaldið benti sjálft á fyrir dóminum í gær að sú krafa væri vanreifuð og því ekki til þess fallin að vera viðeigandi. Samskip sátu uppi með skaðann Ákærða eru gefln að sök skjala- fals og tollsvik með því að hafa framangreind tvö ár notað falsaða vörureikninga við innflutning á vinnuvélum - þannig komist hjá aö greiða aðflutningsgjöld. Hvað varð- ar flárdátt er hann ákærður fyrir að hafa dregið sér andvirði hörpunar- vélar frá Svíþjóð - vél sem hann flutti inn en seldi hér heima án heimildar seljandans ytra. Vélina, sem var tollafgreidd á árinu 1989, seldi ákærði án heimfldar sænska fyrirtækisins. I þeim kaíla ákæru þar sem manninum eru gefin að sök flár- svik, skjalafals og toUsvik er hann ákærður fyrir að hafa fengið hjóla- skóflu ásamt fylgihlutum afhenta í tolli og hjá Samskipum án þess að greiða kaupverðið. Það hafi gerst með því að ákærði hafi hagnýtt sér ranga hugmynd starfsmanns skipa- félagsins um að Búnaðarbankinn hefði ábyrgst greiðslu kauþverðs vélarinnar. Afleiðingarnar urðu þær að Samskip hf. varð að greiða eftirstöðvar af kaupverði vélarinnar sem þá nam um 8 miUjónum ís- lenskra króna. -Ótt á papriku Stðrhækkun hefur orðið á papriku frá því í síðustu vUíu. Hefur hún hækkað um 450 krónur kíló- ið í 700-800 krónur. Ástæðan er 30% verðtoUur sem lagð- ur er á innflutta papriku líkt og áður hefur verið gert skömmu áður en íslensk paprika kemur á markað. Stúdentar áhyggjufullir Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta i Háskóla íslands, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu mála í samningaviðræðum Félags háskóla- kennara og samninganefndar ríkis- ins. Félagið hvetur samningsaðila til að ná sáttum, en verkfaU yrði á próf- tíma nemenda. - Vísir.is greindi frá. Stórhækkun Lýsa áhyggjum með LÍÓ íbúar í Árneshreppi á Ströndum hafa sent samgönguráðherra bréf þar sem þeir lýsa áhyggjum yfir því aö ör- yggismál hjá Leiguflugi ísleifs Otte- sens séu ófullnægjandi en ílugfélagið sér um áætlunarflug til Gjögurs. Uppgjör vegna öryrkja Tryggingastofnun mun á morgun ljúka uppgjöri á greiðslum vegna breytinga á almannatryggingalögum. Þá verða samtals greiddar út 1.300 mUljónir króna. Fá öryrkjar af því um 880 mUljónir króna en 420 milljón- ir króna fara í skatta. Skýrsla RNF rædd Fundað var í gær- kvöldi með sam- göngunefnd Alþingis um skýrslu Rann- sóknarnefndar flug- slysa. Þorgeir Páls- son flugmálastjóri, Árni Jónsson, for- stöðumaður flugör- yggissviðs, og RagnhUdur Hjaltadótt- ir, sem fer með flugöryggismál í sam- gönguráðuneytinu, svöruðu spurn- ingum nefndarmanna um skýrsluna. Ekkert klám Grein um nektardansstaði á ís- landi, sem er meðal efnis í nýjasta tölublaði Iceland Review, hefur orðið tU þess aö íslenska sendiráðið í Sví- þjóð hefur ákveðið að standa ekki fyr- ir dreifingu tímaritsins. Venja er til þess að utanríkisráðuneytið kaupi tímaritið og afhendi sendiráðum sem dreifa því í landkynningarskyni. 1.500 meö spilafíkn Um 1.500 manns era haldnir spUafíkn hér á landi sam- kvæmt könnun sem gerð var fyrir ís- lenska söfnunar- kassa, fyrirtæki sem rekur spflakassa víða um land. Það er í eigu Rauða krossins, Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar og SÁÁ. Óvenjulegur árekstur Óvenjulegur árekstur varð við bæ- inn Ytri-Brennihól í Glæsibæjar- hreppi norðan Akureyrar í gær. FlutningabUl með tengivagn, sem ekið var í átt tU bæjarins, þurfti skyndilega að hægja ferðina vegna bifreiðar á undan. Við það slóst tengi- vagninn tU hliðar og lenti á bifreið sem kom á móti. Sú bifreið kastaðist út af veginum og er ónýt. Rannsókn að Ijúka Rannsókn lögreglunnar i Keflavík á láti sex ára stúlku í Sundlauginni í Grindavík er að ljúka. Stúlkan var að leika sér án kúts eða korks í grynnri hluta laugarinnar þegar hún lést. -HKr./gk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.