Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Síða 5
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001
5
DV
Fréttir
Nemendur MA
á Evrópufundi
Nemendur Menntaskólans á Ak-
ureyri voru nýlega á tölvufundi
með Tom Glaser, talsmanni Giinter
Verheugen, ráðherra í málum er
varða stækkun Evrópusambands-
ins. Menntaskólinn á Akureyri er
eini íslenski skólinn sem tekur þátt
í þessum samræðum þar sem reynt
verður að svara ýmsum spurning-
um varðandi stækkun sambandsins,
möguleika, réttindi og skyldur
þeirra sem hugsanlega bætast í hóp
sambandsríkjanna og þeirra sem
utan þeirra standa. Þátttökuskól-
arnir eru 11. Þessi fundur var á veg-
um samevrópska upplýsingatækni-
verkefnisins MyEurope, sem MA er
þátttakandi í, en verkefnisstjóri er
Lára Stefánsdóttir.
Fjölnir Guðmannsson, einn fund-
armanna, sagði það hafa verið
áhugavert að skólafólkið hefði getað
spurt háttsetta aðila innan sam-
bandsins margvíslegra spurninga
og hefði komið á óvart hversu þeir
hefðu lagt sig fram við að svara.
„Til dæmis var spurt hvort Evrópu-
sambandið myndi gleypa þessi
smærri lönd og var því svarað að
það yrðu líklegar málalyktir, ekki
vegna smæðar landsins heldur
vegna þess hve fá lönd hefðu í raun
vald til að ráða einhverju innan
sambandsins," sagði Fjölnir.
-GG
Tröllaskaga-
tíöindi
Nýtt héraðsfréttablað, Tröllaskaga-
tíðindi, hóf göngu sína í síðustu viku
og er markaðssvæðið Ólafsfjarðarbær
og Dalvíkurbyggð en á því svæði búa
liðlega 3 þúsund manns. Blaðið kemur
út einu sinni i viku og verður fyrstu
tveimur tölublöðunum dreift í öll hús,
um 1.100 eintökum, en síðan verður
því dreift til áskrifenda.
Ritstjóri Tröllaskagatíðinda, Helgi
Jónsson á Ólafsfirði, segir grundvöll
fyrir nýju blaði á svæðinu þrátt fyrir
að í Dalvíkurbyggð sé gefið út héraðs-
fréttablaðið Bæjarpósturinn og einnig
Norðurslóð, sem flytur þó ekki hefð-
bundnar fréttir. Áður hafa verið gefiri
út á Ólafsfirði héraðsfréttablöðin Múli
og Tindur, sem bæði eru hætt að
koma út, en Helgi segist ekki óttast þá
sögu; nú sé verið að stækka svæðið.
„Við munum binda okkur við það
sem er að gerast í þessum sveitarfé-
lögum og hjá fólki þeim tengdu. Þetta
er vikublað og því getum við ekki að
öllu jöfnu verið fyrstir með fréttirnar
en reynum þess þá heldur að horfa á
mannlegu hliðarnar og leggja áherslu
á íþróttir, menningu og atvinnulíf.
Það kann stundum að vera erfiðara í
svona litlu samfélagi að vera í nálægð
við fóik þegar taka þarf á óþægilegum
málum en vonandi tekst okkur það
þannig að allir geti verið sáttir,“ segir
Helgi Jónsson. -GG
Eldri borgarar:
Opið hús
Opið hús verður fyrir eldri borg-
ara i Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju í dag, fimmtudag 29. mars,
kl. 15-17. Flutt verður blönduð dag-
skrá um ástina, lífið og tilveruna
með þátttöku gesta. Jón Árni Sigfús-
son leikur á harmoníku. Séra Svav-
ar A. Jónsson flytur bænarorð.
Kaffiveitingar.
Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15,
Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45.
Allir eru hjartanlega velkomnir!
Akureyri:
Viðbyggingin boðin út
Framkvæmdaráð Akureyrar-
bæjar ákvað á fundi sínum í gær
að bjóða út byggingu viðbygging-
ar við Amtsbókasafnið og verður
auglýsing send til fjölmiðla um
heigina. Þetta þykja nokkur tíma-
mót og tími til kominn að þau litu
dagsins ljós því nú nálgast að 20
ár séu síðan Akureyrarbær gaf
sjáifum sér það i afmælisgjöf að
byggt skyldi við safnið.
Áætlað er að framkvæmdir hefj-
ist i sumar og aðalverktíminn
10 kílómetrar af hillum eru meöal þess búnaðar sem setja á upp sam-
kvæmt útboðinu.
verði árin 2002 og 2003. Til fram-
kvæmdarinnar er áætlað að verja
tæplega 400 milljónum króna. Þar
af er kostnaður við viðbygginguna
áætlaður um 220 milljónir króna
en kostnaður við endurbyggingu
eldri byggingarinnar og til kaupa
á tækjum og búnaði fyrir um 70
milljónir. Má í því sambandi
nefna að kaupa þarf um 10 kíló-
metra af hillum.
-gk
Gatnamálastjórinn
í Reykjavík
LOKUN
SÓLEYJARGÖTU
i, fimmtudaginn 29. mars, hefjast
mkvæmdir við endurnýjun Sóleyjargötu milli
Njarðargötu og Skothúsvegar. Óhjákvæmilegt er
að loka þessum hluta götunnar fyrir akandi umferð
meðan á framkvæmdum stendur.