Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Qupperneq 15
14
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiMun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jönas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Augiýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Hœttuleg sölumennska
Viðskiptafulltrúar okkar í Vesturheimi og ýmis íslenzk
fyrirtæki hafa komið upp sameiginlegu vörumerki, sem
undirstrikar hreinleika og gæði íslenzkrar framleiðslu.
Þetta er virðingarverð tilraun, sem hingað til hefur borið
nokkurn árangur, en er um leið fremur hættuleg.
Markaðssetning hefur tilhneigingu til að ýkja raun-
veruleikann og getur leitt til bakslags, þegar sannleikur-
inn kemur í ljós. Ekki er nóg að byggja upp ímynd, þótt
oft sé hægt að fljóta lengi á henni. Fyrr eða síðar nálgast
hættan, að viðskiptavinir telji sig svikna.
Ýmsar forsendur valda því, að markaðsmenn vilja
kynna ísland sem hreint og ómengað land, þar sem fram-
leidd sé hrein og ómenguð vara og veitt hrein og ómenguð
þjónusta. Hæst ber þar hreint loft, hreint vatn og hreinan
sjó, sem allt þrennt er þó minna hreint en af er látið.
Vandinn eykst enn, þegar farið er að kanna einstakar
atvinnugreinar ofan í kjölinn. Nánari skoðun leiðir í ljós,
að sjávarútvegur er ekki sjálfbær á íslandi. Nokkurn veg-
inn allir stofnar nytjafiska eru á niðurleið við ísland og
hafa verið um nokkurra áratuga skeið.
Opinber stjórnvöld og ráðamenn i sjávarútvegi hafa
ekki treyst sér til að vinna að þátttöku íslands í vestrænni
gæðastýringu vöruvöndunar, hreinlætis og sjálfbærni í
sjávarútvegi, undir eftirliti óháðra vottunarstofa, sem
veita alþjóðlega viðurkennda stimpla á umbúðirnar.
Fyrr eða síðar spyrja bandarískir neytendur, hvers
vegna íslenzkar sjávarafurðir í búðunum eru ekki með
viðurkenningarstimpli Marine Stewartship Council eða
annarra stofnana af svipuðum toga. Að lokum kemst í
bandaríska fjölmiðla, að íslenzk vara nær ekki máli.
í stað þess að vera með á nótunum, þegar nýir mögu-
leikar opnast af þessu tagi, bölsótast hagsmunaaðilar sjáv-
arútvegsins á Fiskiþingi gegn afskiptum erlendra um-
hverfisvina af íslenzkum sjávarútvegi og Fiskifélagið gef-
ur út danska bók um vitleysur umhverfisvina.
Erlendis keppast hins vegar framsýnir framleiðendur
og kaupmenn við að snúa örlögunum sér í hag. Þannig eru
keðjur stórmarkaða og risafyrirtæki á borð við Unilever
að taka saman höndum um að gerast umhverfisvæn og
snúa stefnu sjálfbærs sjávarútvegs sér í hag.
Þannig er lífið. Sumir ákveða að vera i vinningsliðinu
og haga málum sínum í samræmi við það. Aðrir vilja ekki
láta segja sér fyrir verkum, þrjózkast við og hafa allt á
hornum sér. Þeir eru í tapliðinu. Þar hefur íslenzkur sjáv-
arútvegur markað sér stöðu með stuðningi ríkisins.
Svipaða sögu væri að segja af vörum landbúnaðarins, ef
hægt væri að koma þeim á markað i útlöndum. Fyrr eða
síðar mundi koma í ljós, að íslenzkur landbúnaður er ekki
sjálfbær og getur ekki á núverandi grundvelli aflað sér al-
þjóðlega viðurkenndra stimpla um sjálfbærni.
Ráðamenn landbúnaðarins hafa árum saman varið tug-
um milljóna af fé skattborgaranna til að reyna að búa til
séríslenzka skilgreiningu á vistvænni búvöru, sem ekki er
í neinu samræmi við fjölþjóðlega stimpla, er markaðurinn
erlendis hefur samþykkt að telja góða og gilda.
í stað þess að reyna að finna, hvernig megi breyta sjáv-
arútvegi og landbúnaði með sem ódýrustum hætti til að
þessir atvinnuvegir eða hlutar þeirra nái máli samkvæmt
fjölþjóðlegum stöölum, eru undirmálsmenn að reyna að
finna leiðir til að komast hjá því að breyta neinu.
Þeir, sem vilja lifa af í utanrikisviðskiptum, komast til
lengdar ekki hjá því að sveigja sig að veruleikanum og
afla sér viðurkenndra stimpla, sem selja vöruna.
Jónas Kristjánsson
Skoðun
Islenski svanastofninn
Meðan landbúnaðarvarn-
arliðið var með plön um að
senda öfluga svanaskyttu-
sveit (SSS) út að ströndum
landsins til að freta á aðvíf-
andi álftir, ef ske kynni að
þetta fiðurfé væri með gin-
og klaufaveikivírusa í
farteskinu, voru alíslenskir
svanir að fá annarskonar
trakteringar í útlöndum.
Heimsbyggðin gapti af
aðdáun, undrun eða
hneykslan þegar Björk brá
sér i svanahaminn góða og
flutti veröldinni einstæðan
svanasöng af íslensku alþjóðaheið-
um og hafa margir lagst í tákn-
fræðilegar pælingar vegna þessa.
Mörgum kemur ævintýrið um
Dimmalimm í hug einkum þó hér
heima því erlendis vita menn
minna um Mugg. Og annað ævin-
týri um litla, Ijóta andarungann
skýtur og upp kolli og margir minn-
ast nú þess þegar Björk var að
tralla með Tappanum tíkarrassi á
Melavelli fyrir margt löngu og var
þá til heldur fárra fiska metin af
þjóð sinni. En nú er andarunginn
orðinn svanur sem heillar heims-
Jóhannes
Sigurjónsson
blaöamaöur
byggðina með söng sínum.
En auðvitaö var svanur-
inn þegar til staðar i and-
arunganum á Melavelli þó
ekki hafi aflir numið. Þá
þegar fór Björk sínar eigin
leiðir og hefur gert alla
götur síðan og það ööru
fremur hefur gert hana að
því sem hún er í dag. Hún
hefur skapað og endur-
skapað sjálfa sig sem lista-
mann með þvi fyrst og
fremst að vera alltaf hún
sjálf.
Guödómlegt garg
Annar íslenskur svanur hefur ný-
verið flogið hátt þó ekki hafi farið
eins hátt í heimspressunni og
flögrið Bjarkar í Hollywood. I Finn-
landi kom sem sé á dögunum út í
finnskri þýðingu Svanurinn eftir
Guðberg Bergsson og mun vera ti-
unda erlenda útgáfan á þessu önd-
vegisverki sem menn á borð við
Kundera hafa mært mjög.
Guðbergur og Björk eiga ýmislegt
sameiginleg. Bæði hafa frá upphafi
hneykslað góðborgara með því að
Heimsbyggðin gapti af aðdáun, undrun eða hneyksl-
an þegar Björk brá sér í svanahaminn góða og flutti
veröldinni einstœðan svanasöng af íslensku alþjóða-
heiðum.
Heilbrigði manna og dýra
Mannskepnan er stööugt í leit að
auknu heflbrigði og meðalaldur
fólks fer hækkandi á Vesturlöndum
en sjúkdómar orsakast æ meir af
lífemi. Offita, hreyfingarleysi, reyk-
ingar, sykur og sællifi o.s.frv eru
nú stórir orsakavaldar sjúkdóma.
Margir sloka í sig hellingi af fæðu-
bótarefnum og láta ráðleggingar
næringarfræðinga sem vind um
eyru þjóta enda eru áhrínsorðin
ekki spöruð. Þrátt fyrir stööugt
batnandi heilsufar og matvælaör-
yggi er fólk svo uppnæmt fyrir
fréttum af pestum og matarsýking-
um að í hnúkana tekur.
Hugmyndafræði og áróöur
Sjónvarpið sýndi nýlega viðtal við
Norðmann sem var að kaupa í matinn.
Hann var svo skelfdur af öllum fréttun-
um um sjúkdóma að hann þorði tæpast
að kaupa kjöt. Svo ruglað er fólk eftir
fár í fjölmiðlum víða í Evrópu en hæst
lætur í þeim sem minnst vita og ginn-
keyptir eru fyrir áróðri. Græningjar í
Þýskalandi hafa beinlínis fagnað
nautariðunni sem skapað hefur mikil
„Riðan er ekki af völdum veira eða baktería; hún er
sennilega tilkomin vegna prótínsameinda í fóðri (prí-
ón), þ.e. efnasambanda sem hafa ekkert erfðaefni. Sú
veiki smitast ekki „lárétt“, þ.e. ekki frá einu dýri til
annars, heldur „lóðrétt“ með fóðri. “
vandamál í Bretlandi á síð-
asta áratug og hefur valdið
móðursýki í Þýskalandi. Þeir
hafa séð sér leik á borði til að
boða „grænan landbúnað"
sem enginn veit hvað er.
Riðutilfelli þar og í öðrum
löndum utan Bretlands eru fá
og flest bendir til þess að
komist hafi verið fyrir rætur
vandans. Áhrifamenn
vinstri-grænna (VG) hérlend-
is eru á sömu buxunum. _____________
Hjörleifur Guttormsson (HG)
setur öll vandamál í sama pott og þyk-
ist svo vera búinn að finna söku-
dólgana, fjölþjóðarisa, hnattvæðingu
og gróðahyggju án hygginda.
Kaldhæönislegar staöreyndir
Veirupestin gin- og klaufaveiki í
Bretlandi veldur miklu fjárhagstjóni
en er ekki drápspest heldur „flensa"
sem leggst ekki á fólk. Hún er aldagam-
all fjandi sem hófst nú í svínum og
ekki af tilviljun. Þrýstihópar þar höföu
fyrir tveimur árum áorkað banni við
svínahaldi á básum; hluti svínanna er
því í fyrstu úti. Veikin hófst í dýrum
sem voru í girðingu í ágúst sl. á bæ í
Suffolk. Þau breyta umhverfi sínu í
svað og rýta þar og snuðra eins og þau
vilja þrátt fyrir öll búhyggindi HG. Já,
staðreyndir lúta ekki kenningum HG
og pestin berst ekki út með alþjóða-
væðingu í Bretlandi. Síðasti smáfarald-
ur þar í landi varð fyrir 20 árum þegar
smit barst frá eyjunni Wight, með
vindi að talið er. Mávadrit getur auk
þess sýkt útidýr með salmonellu.
Riðan er ekki af völdum veira eða
baktería; hún er sennilega tilkomin
vegna prótínsameinda í fóðri (príón),
þ.e. efnasambanda sem hafa ekkert
Jónas Bjarnason
efnaverkfræöingur
fara sínar eigin leiðir og bæði hafa
brotist til frægðar og frama á eigin
forsendum og af eigin rammleik og
hafa um leið látið læröa gagnrýni
vísitöluvitringa sem vind um eyr-
um þjóta. Margir heyrðu aðeins
gargið eitt í þeirra fyrstu verkum
en hafa nú numið hinn hreina tón
(eða þykjast a.m.k gera það).
Muldrandi engill
Og þeir eru fleiri íslensku svan-
irnir sem flogið hafa eigin leiöir.
Friðrik Þór Friðriksson er einn þó
e.t.v. sé hann meira í ætt við loft-
anda eða muldrandi engla en svani.
Menn komu í fyrstu ekki auga á
vængina á pilti þegar hann var að
brenna Njálu á sínum tima og filma
kúrekahátíð úr fókus á Skagaströnd
sællar minningar.
En nú flýgur þessi muldrandi
loftandi flestum hærra í forsal
filmuvinda og eins og Björk og Guö-
bergur, ævinlega á eigin forsend-
um.
Þeirra fordæmi ættu allir litlu is-
lensku andarungarnir að hafa í
huga, vilji þeir veröa svanir.
Jóhannes Sigurjónsson
Ummæli
■1
erfðaefni. Sú veiki smitast
ekki „lárétt", þ.e. ekki frá
einu dýri til annars, heldur
„lóörétt" með fóðri. Drifkraft
útbreiðslu veikinnar er lík-
lega að finna í varmaafls-
fræði sameinda sem breyta
heilbrigðum lífhvarfaefnum í
sjúkleg; búið er því að banna
kjötmjöl í fóðri í ES. Við-
skipti með lífdýr á milli
landa hafa að vísu stuðlað að
________ einhverri útbreiðslu frá Bret-
landi en þess vegna hafa
smitleiðir verið rannsakaðar betur og
þýskt fyrirtæki boðar komu nýrrar
skyndiaðferðar til ákvörðunar veik-
innar í lifandi dýrum.
Sauðfjárriða hefur verið þekkt í 250
ár og í áratugi í sauðfé á íslandi. HG
getur reynt að reikna hugmyndafræði
græðginnar í íslensku sauðfjárriðuna
andspænis kjósendum í sveitahéruð-
um. Þýsk stjómvöld telja uppsprettu
nautariðu vera sauðfjárriðu og kjöt-
mjöl úr sláturúrgangi sauðfjár; aðal-
vandamálið í því landi nú er hystería.
Stefnuskrár um
umhverfismál
Það er óskandi að VG setji fram vit-
ræna stefnu varðandi matvælafram-
leiðslu og umhverfi. Formaður þeirra
talar um sjálfbæra þróun og vistvæna
stefnu. Hiö eina áþreifanlega er and-
staða við virkjanir á Austurlandi og ál-
ver. Ef menn vilja skamma Unilever,
Nestlé og aðra fjölþjóðarisa í matvæla-
iðnaði, eins og HG gerir, er þaö allt í
lagi svo fremi að farið er með stað-
reyndir. Ekki verður séð að þeir komi
nokkurs staðar við sögu í sambandi
við áðurnefnda sjúkdóma.
Jónas Bjarnason
Flokkur án bak-
hjarls
„Fjölmiðlar geng-
ur forsmiklir undir
Framsóknarflokkn-
um, fyrir, um og eft-
ir ílokksþing. Vel
kann að vera að það
fleyti flokknum fram
á veg um hríð, en
ekki til langframa.
Hugsjónalaus henti-
stefnuflokkur, án þess bakhjarls sem
hann áður studdist við, getur ekki átt
langra lífdaga auðið, og ekki lengri en
sem nemur nennu Sjálfstæöisflokksins
að gefa á garðann á hjáleigunni."
Sverrir Hermannsson í Mbl. 28. mars.
Gírugir ráða ríkjum
„íslenski laxveiðibransinn er biss-
nes þar sem gírug-
ir veiðileyfasalar
ráða ríkjum. Þar
sem íslenskar ár
eru ekki lengur á
islenskum markaði
heldur í erlendum
höndum. Verðið á
þeim er orðið
stjamfræðilegt, það
er búið að sprengja leiguverðið upp.
Erlendir auðkýfingar hafa fengið sér
íslenska húskarla sem leppa og
bjóða i ámar okkar milljónir á
milljónir ofan og síðan streyma er-
lendir auðmenn hingað til landsins
og veiða fyrir framan íslenska veiði-
manninn, sem getur ekki lengur
veitt lax í landinu sínu því árnar
eru í höndum útlendinga."
Bubbi Mortens í nýjum pistli sínum á
Reykavik.com
Spurt og svarað
Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi
Sjálfstæd isflokks.
„Miklar deil-
ur standa nú
um það innan
R-listans hvað
þurfi að bjóða
vinstri-grænum
mörg sæti á
framboðslista
til að þeir gangi
5-6 flokka og
Munu vinstrí-grœnir fara í sérframboð í Reykjavik?
til liðs við
flokksbrot sem nú standa að R-
listanum. Ef vinstri-grænir vflja
óðfúsir hjálpa Samfylkingunni
til að búa til nýjan leiðtoga þá
ganga þeir auðvitað glaðir til
slíks samstarfs. Mér heyrist
a.m.k. á borgarfulltrúum Fram-
sóknarflokksins að þeir ætli að
hjálpa til við þetta. í örvænting-
arfullri tilraun borgarstjóra til
að halda R-listanum saman er
skattfé borgarinnar ausið á báð-
ar hendur með þeim afleiðingum
að R-listinn státar af mestu
skattahækkun og skuldasöfnun í
sögu borgarinnar á mesta góðær-
isskeiði þjóðarinnar. Borgar-
stjóri mun því gera allt sem hún
getur til að kaupa vinstri-græna
til samstarfs við R-listann. Mér
heyrist þó að mörgum vinstri-
grænum muni ekki veitast það
létt að kyngja ýmsum stefnumál-
um R-listans, öfugt viö aðra
vinstri flokka virðast vinstri-
grænir ekki líta á hugsjónir sín-
ar sem verslunarvöru."
Drífa Snœdal
félagi í VG í Reykjavík.
„Mikið hef-
ur verið rætt
um það und-
anfarið hvort
Reykjavíkur-
listinn muni
bjóða fram í
næstu kosn-
ingum og
hvaða flokkar muni þá til-
heyra honum. Jafnvel hef ég
verið spurð að því hvort
Vinstrihreyfingin - grænt
framboð ætli í sérframboð. VG
hefur aldrei verið aðili að
Reykjavíkurlistanum og því
væri ekki um sérframboð að
ræða ef við ákvæðum að bjóða
fram undir eigin nafni í
Reykjavík. Ekkert er búið að
ákveöa um það hvernig fram-
boðsmálum verður hagað í
næstu sveitarstjómarkosning-
um en eitt er alveg öruggt að
það verða málefnin sem ráða
fór. Við höfum unnið í mál-
efnavinnu undanfarna mánuði
og væntanlega munum við
bera okkur saman við þá
flokka sem hugsanlega stæðu
að sameiginlegu framboði í
næstu kosningum. Frá okkar
hálfu verður svo tekin afstaða
út frá því hvort málefnasam-
staða næst. Sú ákvöröun verð-
ur tekin út frá félagslegum
grundvelii."
Mörður Ámason
varaþingmaður
Samfylkingar.
„Ég sé enga
ástæðu til
annars.
Vinstri-græn-
ir þurfa auð-
vitað tíma til
þess að hugsa
sinn gang í
þessu máli og það er auðvitað
ekki nema eðlilegt að þá langi
til þess að hnykla vöðvana að-
eins. Þeir þurfa hins vegar að
greina á milli raunveruleikans
og skoðanakannana. Verða til
dæmis að skilja að önnur lög-
mál gilda í borgarpólitikinni
Halldór, Schengen og mafían
en stjórnmálum á landsvísu.
Málefnamunur miUi VG og
annarra þátttakenda í Reykja-
víkurlistanum virðist enginn
vera, hvað sem Ögmundur
Jónasson blæs - þó það sé að
vísu daður milli VG og Sjálf-
stæðisflokksins. Á hinn bóg-
inn tel ég að Reykjavíkurlist-
inn ætti eftir sem áöur góða
möguleika á að halda borginni,
jafnvel þótt vinstri-grænir litu
svo á að þröngir flokkshags-
munir þeirra skiptu meira
máli en sá málefnalegi árang-
ur sem Reykjavíkurlistinn hef-
ur náö og getur náð fyrir Reyk-
víkinga."
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra er eins og kunnugt er mikill
áhugamaður um aðild íslands að
Schengen-samstarfinu svonefnda.
Hefur hann talið þátttöku okkar flest
til ágætis og blásið á alla gagnrýni
eða efasemdaraddir.
öfugt við nágrannalöndin, þar sem
mikil umræða og umfjöllun hefur
verið um bæði kosti og galla þess fyr-
ir viðkomandi lönd, t.d. Svíþjóð eða
Noreg, að gerast aðili að Schengen,
hefur umræðan hér verið mjög tak-
mörkuð og afar einhliða.
Býsna dýr aðgöngumiði
Aðstandendur, með þau Halldór
Ásgrímsson og Sólveigu Pétursdóttur
í broddi fylkingar, hafa rekið ein-
hliða áróður fyrir ágæti málsins og
gagnrýn sjónarmið átt erfitt upp-
dráttar. Sem dæmi um þetta má
nefna:
* Gert hefur verið lítið úr millj-
arða stofnkostnaði og hundruð millj-
óna rekstrarkostnaði.
* Skráning og meðferð persónu-
upplýsinga hefur verið afgreidd með
því að um frágenginn hlut sé að
ræða.
* Vandkvæði sem kunna að koma
upp í tengiflugi, á öðrum flugvöllum
en í Keflavík og í höfnum hafa lítið
fengist rædd.
* Áhyggjum sem tengjast því að
fikniefnadreifmg, vændi og kynlífs-
þrælkun og önnur skipulögð glæpa-
starfsemi muni eftir gildistöku
Schengen eiga greiðari leið innan
svæðisins, hvað sem hertu eftirliti á
ytri landamærum líður, hefur verið
ýtt til hliðar.
* Tönnlast hefur verið á því að
ekki þurfi, eftir Schengen, að sýna
vegabréf á landamærum innan svæð-
isins en minna talað um hitt að vega-
bréf verða nauðsynlegri á öllum
ferðalögum en nokkru sinni
fyrr.
* Ekkert hefur verið
minnst á aukinn kostnað
(áritunargjöld) og óþægindi
sem geta komið í staðinn við
ferðalög til landa utan svæðis-
ins.
* Óljóst er og ekkert rætt
hvort aðildin leiði að lokum
til þess að hér verði að taka
upp sérstök persónuskilríki,
eins konar Schengen-nafn-
skirteini.
* Þeir sem þurfa að taka
með sér lyf milli landa sæta
óþægindum umfram það sem
áður var.
* Framtíðarskuldbinding-
ar, sem því geta fylgt að taka að sér
landamæravörslu fyrir verðandi evr-
ópskt stórrríki, eru um margt óljós-
ar.
* Lágt hefur farið að Schengen og
Dyflinarsamnings-stofnanimar eru
að verða hluti af stofnanakerfi sjálfs
Evrópusambandsins og stjómskipu-
leg staða íslands, sem ekki er aðildar-
ríki, því mjög sérstök (bakdyrainn-
gangurinn).
* Engin skoðun fór fram á því
hvort ísland gæti farið svipaða leiö
og Bretlamj og írland, þ.e. staðið fyr-
ir utan Schengen en tekið þátt í til-
teknum hlutum samstarfsins.
Hvað sem hver segir er óumdeilan-
legt að aðgöngumiðinn að Schengen
er býsna dýr. Það að þurfa ekki að
sýna vegabréf á landamærum innan
svæðisins, en þurfa þó alltaf að hafa
þau á sér, og aðildin að upplýsinga-
og lögreglusamstarfinu er síður en
svo ókeypis.
Tvöfaldur misskllningur
utanríkisráðherra
I viðtali á baksíðu DV sl. mánudag
Steingrímur J.
Sígfússon
formaöur Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns
framboös og situr í ut-
anríkismálanefnd Af
þingis
26. mars gleðst Halldór
Ásgrímsson utanríkisráð-
herra eins og vígamóður
fomkappi eftir langa og
stranga orustu. „Ég er bú-
inn að vinna í þessu árum
saman og oft verið mikið í
fangiö," segir hann um
gæluverkefnið mikla, að-
ild Islands að Schengen.
Til marks um ágæti aðild-
ar tíundar ráðherrann eft-
irfarandi og DV setur í
fyrirsögn: „Útsendarar
rússnesku mafiunnar,
sem fóra um Reykjavík
með ránum á rafbúnaði i
síðustu viku, hefðu ekki
komist inn í landið ef upp-
lýsingabanki Schengen hefði verið í
notkun þá“ hefur blaðið eftir Hall-
dóri innan gæsalappa. - Mafian út-
læg segir Loki til hliðar.
í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag-
inn 27. mars, er hins vegar á bls. 6
frétt þar sem haft er eftir yfirmanni
alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra að
mennirnir hefðu ekki verið stöðvaðir
við komuna til landsins þótt flett
hefði verið upp í Schengen-upplýs-
ingakerfinu, þar sem þeir hafi aldrei
verið skráðir i það. I öðra lagi komu
mennirnir með flugvél frá Kaup-
mannahöfn þannig að um umferð
innan Schengen-svæðisins var að
ræða. Fyrst mennirnir voru ekki
stöðvaðir í Kaupmannahöfn hefðu
þeir ekki sætt vegabréfaeftirliti við
komuna til íslands. „í öðru lagi eru
þeir ekki skráðir í upplýsingakerfið"
hefur Morgunblaðið eftir yfirmanni
alþj óðadeildar ríkislögreglustj óra.
Ef svo fer um skilning Halldórs Ás-
grímssonar á öðru sem hann telur til
kosta Schengen-aðildar renna ef til
vill tvær grímur á fleiri en undirrit-
aöan. Steingrímur J. Sigfússon
s ^uJur-KM V
EUtós
irí
ing-
ScUengen
_ Fyrstu SchenRen-íarþegarnir komu i gíef. -- _
kf!ð jútsendarar Rússamafíu heföu ekki komist i ée6n
UpplýS'l * — utanríkisrádherra ogfagnar gagnabanku
akerfi
- segir Halldór Ásgrímsson utanríklsráðherra og fagn^gugnabunka
L’thWHÍarar ****** tfWtÆp* *****
sarauka á dúgunutr: i>rlr 1H-
hábkír ötMndánr ríuMmwfcu
nwfiuimar voru #taötúr uð
skirmU>iíðura rértsfcriUrai i vvrs-J-
anú vatndftðra r.ifU»‘k)a » Reykja
vifc MrtrtrJra huitur yfir
Koíinaði IttoiHlinp' Wu> yflimií-
aiuii Épnp huniir ijutruifinna ftcra
natm iwftir v*rt6 * # raiU>ðftH-
krúua á r»ri Hrtm BaKrmÍwraki
Sclwnse® vcrið 1 notkun t'egar Ut
A'OKSíit -------
n fóru ura Rcykjavik mw rðn
b raíbúnaði i vHHöáu vtku.
[ ekki ú»n i Uraijft eí
íirvgabartkl SchM'flm Iwfði
í judkun bö.” sMgbi HaUdðf
traiion uti»n»iktirt«Mírm
i Schenern samkíwtúae'
pra stkliswku wimkotnulrtgv
r irkínfl i notkun
Ununi efttfiýfttrd töllwH||
yra s«n taklír em 6c»kilcjí
rtittiri viku trnfrti
peitn ckki vertð
Ijleypi inn i
lotuUð, ificð tii
hcyrortdl »i»oni
oði.
Gajinfttunk'
inn var j>ruíi»-
Jwfjfrður a Keöa
vikurfiuifv“ili 1
fyrrukvoM t>k
var 1« txyar vl»-
að ptrmur frá &
•Ui uwJHinjía tvaftv. Haíi-
d6r Mifir erfift taAt hafn koml&u
höfti í gitt. \
„Rn w bttiön að virtira J ppwl
árum wtmaii »K oft vvríð uúkiðf
famtift Scbúftken Mmkomuiaípð e
mlkftvwtít t»« tktuð*.ynk*» *krt
fyilr Ukndirtga UJÍ ÍK tei að 1**^ »
ttwii i vkiinkniEur á þVl nú ^
áftur liarfttun trírt KÍa7t>aw»raú>kl
txiti (4! iitt»r*lð*lu fiknicftö vf
þjórtbií tig hdrta hfííiliB við
tu'»ia l wflrtMU við eðrar j
ir “ ftiéáf íMUlör tttanrtkiftrtfV/
iu.rm W
Vaneaveltur hafa veriö um baö aö undanförnu hvort VG muni starfa áfram innan Revkiavíkurlistans eöa bióöa fram sérstakle£a.
„í viðtali á baksíðu DV sl. mánudag 26. mars gleðst Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra eins og vígamóður fomkappi eftir langa og stranga orustu, “ segir greinar-
höfundur m.a.