Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Page 20
24
Tilvera
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001
Almenningi er boðiö til veislu á skemmtistaðnum
Dátanum kl. 20 á laugardagskvöld
þar sem verða léttar veitingar og til sýnis
stórglæsilegt Ijósmyndasafn úr
Snocross-keppnum vetrarins.
Einnig verður videosýning og margt annað
til skemmtunar.
Kvöldinu lýkur með mögnuðu Snocross-balli
þar sem stórhljómsveitin
Greifarnir sér um fjörið fram á rauða nótt.
Snocross frá morgni til nætur á mögnuðum
laugardegi á Akureyri!
Æfingar að morgni keppnisdags kl. 10
Kynning keppenda kl. 13 -14
Keppnin hefst kl. Í4
Aðgangseyrir kr. 500.-
Upplýsingargefa
Marinó 894 2967 og Gunnar 898 2099
I>V
Aö leikstýra í fyrsta sinn
Jón Gunnar Þórðarson er bæði leikstjóri og framkvæmdastjóri Ofleiks, auk þess sem hann er höfundur
leikritsins Einmana í samvinnu við leikhópinn.
Leikfélagið Ofleikur sýnir leikritið Einmana í Hagaskóla:
Unglingar leika hugsanir
Vestur í Hagaskóla er búið að
breyta hálfum hátíðarsalnum 1 leik-
hús. Svartir plastpokar hafa verið
klipptir niður og notaðir til að
klæða salinn frá lofti niður á gólf. Á
sviðinu hefur verið komið fyrir
áhorfendabekkjum á pöllum þannig
að vel sést á leiksviðið sem er niðri
á gólfi. Leikmyndin er einföld en
sniðug, m.a. nokkurs konar brunn-
ur á miðju gólfi sem leikararnir
koma upp úr og hverfa niður í aftur
og laus stillans.
Leikhúsgestir eru á öllum aldri
en leikararnir eru allir 14 og 15 ára,
nemendur í 9. og 10. bekk. „Þetta
byrjaði sem leiklistarnámskeið,"
segir leikstjórinn Jón Gunnar Þórð-
arson. „Það hefur aldrei verið neitt
leiklistarlíf að ráði hér í Hagaskóla
og ég kom og bauð mig fram til að
kenna.“ Um 50 krakkar byrjuðu á
námskeiðinu hjá Jóni Gunnari og
helmingur þeirra tekur þátt i sýn-
ingunni nú. „Þetta er búið að ganga
mjög vel og hefur verið skemmti-
legt.“
Jón Gunnar skrifaði sjálfur
grunninn að leikritinu en krakk-
amir hafa sjálfir spunnið inn í
grindina og mótað sína karaktera.
Kostnaði við sýninguna hefur verið
haldið í algeru lágmarki. Jón Gunn-
ar leikstýrir og stýrir tónlistinni og
segist ekki vera á háum launum.
Hér er því engin fjárglæframennska
á ferðinni. „Það hefur verið mjög
skemmtilegt að vinna með krökkun-
um og leikstýra. Ég hef aldrei áður
uv-iviir
Leikgleöin er viö völd
Um 25 nemendur í 9. og 10. bekk í Hagaskóla skipa leikfélagiö
Ofleik sem sýnir leikritið Einmana.
leikstýrt og það er gaman að prófa
það,“ segir þessi ungi athafnamaður
sem er á leið í inntökupróf í leiklist-
ardeild Listaháskóla íslands.
Leikgleðin er mikil hjá leikend-
unum og umfjöllunarefnið er alvar-
legt þótt úrvinnslan sé á léttinn nót-
um. Sögusviðið er í höfði unglings-
stúlku sem er einmana og er að
íhuga sjálfsmorð. Hugsanir hennar
eru margar og margbreytilegar og
eru skemmtilega túlkaðar af þess-
um unga leikhópi.
Uppselt hefur verið á allar sýn-
ingar og er næstu sýningar i kvöld
og laugardagkvöld kl. 20 bæði kvöld-
in.
-ss
Styrktartónleikar í Kaffi Reykjavík:
Tónlistin jafn fjölbreytt
og flytjendurnir
í kvöld verða haldnir tónleikar á veit-
ingastaðnum Kafii Reykjavík. Tónleikar
þessir eru haldnir til styrktar krabba-
meinssjúkúm bömum og að sögn Geirs
Ólafssonar, sem átti hugmyndina að
tónleikunum, þá rennur hver króna
sem inn kemur til málefiiisins.
Geir Ólafsson mun mæta með
hljómsveit sína Furstana og hún
sveiflar sér létt í klassísk dægurlög.
Geir sagði að að öðm leyti yrði tónlist-
in jafn fjölbreytt og flytjendumir sem
koma úr ýmsum geirum popp-, djass-
og blústónlistar. Þau sem koma fram í
kvöld, auk Geirs og Furstanna, eru
Andrea Gylfadóttir, Páll Óskar
Hjálmtýsson, Anna Sigríður Helgadótt-
ir og Daníel Ágúst sem kemur fram
með Jóni Ólafssyni hljómborðsleikara
og Harald Burr. Tónleikamir hefjast
kl. 22.
/ efri röð eru Daníel Ágúst, Geir Ólafsson og Páll Óskar. Andrea
Gylfadóttir og Anna Sigríður Helgadóttir.