Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 Fréttir DV Bágt ástand um borð í togaranum Baldri Árna sem er fastur í þykkum ís við Kanada: pSSHSESH Þrir eftir um borð - 12 úr áhöfninni fóru um borð í ísbrjót í gær. Vatnið frosið í skipinu „Við vorum 15 hér um borð en vorum aö koma mestallri áhöfn- inni um borð í ísbrjót þannig að við erum bara þrír eftir hérna núna. Þaö er því ekki annað að gera en að bíða héma. Strákarnir fara vonandi í flugvél frá Halifax annað kvöld (mánudagskvöld) til íslands," sagði Barði Ingibjartsson, skipstjóri á rækjutogaranum Baldri Áma RE 102, sem hefur í 6 daga verið fastur í hafls 1,2 sjómíl- ur frá landi, rétt við Ellisey í Bay Roberts í Kanada. “Við munum reyna að komast í höfn þegar Kanadamönnunum þókn- ast að koma á ísbrjót og losa okkur. Það er olíuskip héma við hliðina á okkur, bara 150 metra frá,“ sagði 12 úr áhöfninni fengu far með ísbrjóti í gær Aðeins skipstjóri, vélstjóri og „yfirbrytinn" eru nú um borð i Baldri Árna þar sem hann er fastur í hafis, aðeins um 2 kílómetra frá landi. Barði. „Þetta er ekki harður is eins og við þekkjum heima. Þessi ís er mjúkur og það er 2-3ja metra þykkur krapabunki í kringum skipið. Það kom hingað lítill ísbrjótur en hann réð ekkert við þetta. Það er kalt héma í ísnum. Vatnið er farið að frjósa og við orðnir vatnslausir." - Þetta eru ekki spennandi aö- stæður: “Nei, það held ég ekki. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að lenda í svona aftur. En við vonumst til að það fari að koma að því að við verðum losaö- ir,“ sagði Barði. Hann sagði að þeg- ar ísbrjótur kom að sækja þá 12 sem lögðu í gær af stað áleiðis til íslands hefðu menn einfaldlega farið niður landgang út á ísinn og svo gengið um borð í kanadíska skipið. Auk Barða eru enn um borð þeir Jón Smári Valdimarsson vélstjóri og matsveinninn Árni Svavarsson sem skipstjórinn kallar yfirbryta. „Hann er aðstoðarmaður okkar hinna,“ sagði Barði. Þeir þremenn- ingar munu væntanlega fara heim til Islands um leið og þeir hafa siglt skipinu til hafnar í Kanada. Enginn farsími er um borð sem virkar á þessum slóðum og stóra talstöðin svokallaða hefur verið biluð í túm- um og nást því útvarpsfréttir ekki héöan að heiman. Hins vegar næst samband á VHF-talstöð í gegnum strandstöð í Kanada. Ekkert inter- netsamband er um borð en skipverj- ar eru með tölvupóst. Togarinn er með rúmlega 70 tonn af rækju. -Ótt Forystukreppa í VR þegar skeytin fljúga milli forystumannanna: Ásakanir um trúnaðarbrot og rífleg lífeyrisréttindi Formaður og vara- formaður og fram- kvæmdastjóri Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur bera hvor á annan ýmsar ávirðingar. Eftir far- sælt samstarf þeirra i 25 ár er komið upp visst valdatafl innan þessa blómlega verka- lýðsfélags og forystu- kreppa virðist skollin á. Pétur A. Maack lagði fram skýrslu með ýmsum ásökun- um á formanninn á fundi stjórnarinnar á þriðjudag. Það gerðist í kjölfar þess að for- maðurinn sakaði Pét- ur um trúnaðarbrest og vildi ekki stinga upp á honum lengur sér við hlið sem varaformanni, en stjómarinnar bíður að velja varaformann. „Ég gef ekki færi á mér fyrr en annað kvöld, stjórnin er með málið á sinni könnu,“ sagði Pétur. Hann segist hafa flutt sína hlið á málinu á stjórnarfundinum á þriðjudag; stjómin hafi beðið um frið til að fjalla um málið. Bílastæöi oilu erjum „Málið snýst um trúnaðarbrest. Þegar það mál var komið af stað og menn náðu ekki sáttum voru ýmis önnur mál dregin inn í myndina. Ég óhræddur - ég hef ekki framið neitt það sem ég get ekki staðið við hvar sem er eða hvenær sem er,“ sagði Magnús L. Sveinsson í gær- kvöld, en þá var hann í góðum fagnaði í fermingarveislu sonar- sonar síns. Magnús var inntur eftir meintu trúnaðarbroti Péturs. Upp kom bilastæðavandi við verslunarhús við Faxafen þar sem VR er meiri- hlutaeigandi í rekstrarfélaginu Máttarstólpum. Pétur var formað- ur hússtjómar en lét undir höfuð leggjast, að mati formannsins, að leysa vandamálið sem fólst í því að viðskiptavinir líkamsræktar i hús- inu þóttu leggja undir sig of mörg bílastæöi hússins og í of langan tíma. Upp úr þessu máli fór að kólna milli vinanna, Péturs og Magnús- ar. 5. febrúar hélt Pétur fund í Máttarstólpum, eignarhaldsfélag- inu í Faxafeni, og sagöi sig frá hús- stjóminni. Hann lét formann VR ekkert vita af fundinum og ákvörð- V-MYND HILMAR t Gleði- og átakadagur Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sat rólegur fermingarveislu sonarson- ar síns, Þorsteins Skúla Sveinssonar í gærkvöld, á sama tíma og stjórnar- menn hans funduðu um þær ásakan- ir sem komnar eru upp milli for- manns og varaformanns félagsins. un sinni. „Ég frétti þetta ann- ars staðar frá en eftir tvo daga kallaði ég Pétur til mín og benti hon- um á að hann hefði brotið trúnað á formanni félagsins. Pétur sagði að VR kæmi þetta ekk- ert viö, hann hefði veriö skip- aður formaður af Máttarstólpum en ekki VR.“ Húsakaup gerð tortryggileg Pétur segir í skýrslu sinni frá kaupum VR á 200 til 300 hektara jörð að Stóra-Kambi á Snæfellsnesi, auk einbýlishúss sem getur rýmt tvær orlofsibúðir og minna húss sem ætlað er fyrir miðstöð fyrir tjaldvagna. Pétur segir að jörðin hafi verið keypt á yfirverði, 19,5 milljónir. Magnús segir það al- rangt, tvö tilboð hafi verið hærri en VR, en félagið talið betri greið- andi. Magnús segir að sjálfur hafi Pétur flutt tillögu í orlofs- nefnd VR um að jörðin yrði keypt. Önnur fasteignakaup koma inn í myndina, kaup- in á Smiðshöfða 9, en það tengist þjónustu við tjaldvagna. Magnús j segir að Pétur hafi mælt með að hús- næðið yrði keypt á 50 miiljónir og hann hafi farið að ráðum hans. Nú hafi komið i ljós 25 milljóna króna viðbótar- kostnaður og menn hrokkið illa við enda hafi húsið hreint ekki hentað rekstrinum. hittifyrra var farið að skoða lífeyri Magnúsar L. Sveinssonar frá VR. 1 ljós kom að hann yrði milli 70 og 80 þúsund krónur. Magnús segir að Pétur hafi gengið í máliö og lét reikna út upphæð sem hann | viti ekki hver var, * Pétur hafi sagt að það þyrftu að vera 10,5 millj ónir króna samkvæmt útreikningnum. Pétur hafl sjálfur gengið frá þessu við Lífeyris- sjóð versl- unar- manna. „Á stjómarfundi sagði Pétur að lífeyrissjóður Magnúsar heföi verið svo lágur að það hafi ekki verið forsvaranlegt, þannig að þetta væri bara besta mál. En núna er þetta notað gegn mér þegar á þarf að halda. Þetta á að gera mig tortryggilegan," sagði Magnús í gær. „Æskilegt hefði verið að svona upphæð hefði ver- ið kynnt stjórninni, en það tel ég að Pétur hefði átt að gera, hann afgreiddi málið. Pétur segir hins vegar ekki frá því að greiðslur VR til Lífeyrissjóðs verslunar- manna eru 40% hærri en hjá Magnúsi L. Sveins- syni,“ sagði Magnús. „Hann verður líklega með hærri lífeyri 65 ára en ég sjötug- ur.“ -JBP Lífeyrir Magnúsar L. @megin:í Ber er hver að baki... Þeir Magnús L. Sveinsson og Pétur A. Maack (að baki formannsins á myndinni) hafa unniö saman í miklu bróðerni um árabil. Bílastæðavandamál viö Faxafen uröu til þess að þeir urðu saupsáttir og Pétur bendir stjórn VR á ýmislegt sem hann telur ámælisvert í vinnubrögðum formannsins. Sameining samþykkt Sameining Blönduóss og Engihlíðar- hrepps var samþykkt með miklum meirihluta í atkvæða- greiðslu í fyrra- dag. Á Blönduósi greiddi tæpur helm- ingur bæjarbúa atkvæði en 660 voru á kjörskrá. 301, eða 91,5%, sagði já en 23 sögðu nei, eða 7%. Auðir og ógildir seðl- ar voru 5. í Engihlíðarhreppi var 51 á kjörskrá og 50 greiddu atkvæði. 29 sögðu já, eða 58%, 19 sögðu nei, eða 38%. Tveir seðlar voru auðir eða ógildir. Til sáttasemjara Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur vísað kjara- deilu hjúkrunarfræð- inga og ríkisins til ríkissáttasemjara. Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags ís- lenskra hjúkmnar- fræðinga, segir á vef Bandalags háskólamanna að fulltrú- ar samninganefndar ríkisins hafi sýnt ábyrgðarleysi í samningaviðræðum. Á miðvikudag hafi aðeins tveir af fímm fulltrúum ríkisins mætt á samninga- fund. Formaður nefndarinnar mætti ekki. RÚV greindi frá. Óveruleg áhrif í skýrslu sem unnin var fyrir Björg- un ehf. og Bygg ehf. kemur fram að óveruleg umhverfisáhrif verði af svo- nefndu bryggjuhverfi í Garðabæ. í skýrslunni kemur m.a. fram að jarð- fræði á svæðinu sé ekkert sérstök og fyrirfinnist víða á landinu og að botn- dýralíf sé viða mun meira við svipaðar aðstæður annars staðar á landinu. Úrkoma undir meðallagi Samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofu Islands var marsmánuður í kald- ara lagi en sólrikur. Sólskin mældist í Reykjavík í 126 stundir sem er 15 stundir yfír meðallagi. Úrkoma í Reykjavík mældist aftur á móti 24,4 millímetrar sem er undir meðallagi. Kristnihátíð lýkur Kristnihátíð lýkur með hátíðarmessu í Hallgrímskirkju á páskadag. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, flytur ávarp og Karl Sigur- bjömsson, biskup ís- lands, predikar. Mess- unni verður útvarpað og sjónvarpað. Nálgunarbann Dómsmálaráðuneytið hefur sam- þykkt nálgunarbann yfir erlendum karlmanni sem sakaður er um að hafa stungið mann fyrir utan skyndibita- stað 5. janúar síðastliðinn. í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að árásin hafi verið mjög hættuleg og því sé nálgunarbannið eðlilegt. Árásarmað- urinn er í farbannni. Eigendur fá arð Eigendur Lands- virkjunar eiga von á að fá greiddar 270 milljón krónur í arð á árinu. Þetta var sam- þykkt á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var á Akur- eyri sl. fostudag. Frið- rik Sophusson forstjóri sagði í erindi sínu að rekstrartekjur fyrirtækisins hefðu hækkað um 12,3% frá síðasta ári. Vorfúglar og veðurbreytingar Fuglafræðingar telja að sjá megi áhrif hlýnandi loftslags vegna gróður- húsaloftegunda. Farfuglamir skila sér óvenju snemma í ár. Hrafninn verph fyrstur fúgla er lagstur á hreiður í sementstuminum í Gafarvogi. Lóu- hópar hafa sést vera að tínast til lands- ins síðustu daga og hefur lóu nú orðið vart allvíða á sunnan- og vestanverðu landinu. RÚV greindi frá. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.