Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 Fréttir I>V Einstakur árangur réttarsálfræðingsins Gísla Guðjónssonar í Hæstarétti Bretlands: Gisli fekk „morðingja“ lausa í 10 af 11 málum - og ekki útséð um ellefta málið - innan við 5 prósentum annarra mála snúið við Hæstiréttur í Bretlandi hefur hnekkt sakfellingum í 10 af þeim 11 morðmálum sem Gísli Guðjónsson, réttarsálfræðingur í London, hefur gefið vitnisburði í - málum þar sem dómurinn taldi að sakfellingarnar hefðu áður verið byggðar á folskum eða ótrúverðugum játningum. Enn einn maðurinn gekk út úr fangelsi fyrir tilstilli Gísla i síðasta mánuði - maður sem Gísli telur klárlega að hafi veriö saklaus en samt verið dæmdur eins og skjólstæðingar hans í hinum málunum. Ekki er útséð um ellefta málið þar sem í því er beðið úrslita i lá- varðadeildinni. Gísli hefur til þessa stuðlað að því að vinna öll þau mál sem þegar er lokið og sakboming- unum hefur öllum verið sleppt úr fangelsi, að undanskildum einum sem var látinn þegar hæstiréttur hreinsaði mannorð hans. Þessi ár- angur Gísla hefur vakið sérstaka at- hygli í Bretlandi, einkum í ljósi þess að mjög er erfitt að fá dómum hnekkt í hinum breska hæstarétti - innan við 5 prósentum af málum sem þangað koma er snúið við. Orðinn sérstakur ráðgjafi lögreglunnar Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa ráðið Gísla í hlutastarf þar sem hann hefur það hlutverk að fylgjast með snúnum morðmálum og vinnubrögðum sérfræðinga sem aðstoða lögreglu við rannsóknir. Gísli sagði í samtali við DV að greinilegt væri að hæstiréttur Bret- lands væri farinn að beina mjög sjónum sínum að og taka tillit til ótrúverðugra eða falskra játninga. í síðasta mánuði var breskum karl- manni sleppt úr fangelsi fyrir til- stilli Gísla, eftir að hafa setið inni frá því árið 1983 þegar hann var dæmdur til að sitja inni til æviloka. Hæstiréttur tók þá í fyrsta skipti sérstaklega fram í dómi sínum að þar hefði beinlínis verið um saklausan mann að ræða sem hefði gefið „falska játningu". Fram að þessu hefur dómurinn ekki kveðið eins fast að orði og yfirleitt tekið fram að játningar hafi ekki verið reistar á nægilega sterkum sönnunum. Tvær konur fundust látnar Árið 1982 fundust tvær konur, Ann Lee, 44 ára, og Margaret John- son, 66 ára, látnar á almannafæri, eftir að hafa verið að viðra hunda sína. Þær höfðu verið stungnar margsinnis. Maður sem unnustan hafði yfirgefið hringdi þá i lögreglu, kvaðst vera annar maður en benti á sjálfan sig sem morðingja. Gísli seg- ir að maðurinn hafi verið að vekja á sér athygli en lögreglan tók ekki mark á honum. Ári síðar var hann DV-MYND GUNNAR KRISTJÁNSSON Grimmdarvetur þegar vor er í borginni Á meöan voriö virtist vera aö koma í Reykjavík var haröasti vetur vestur i Grundarfiröi og snjóryfir öllu. Þótt snjórinn þreyti þá fullorönu stundum er börnunum alltaf skemmt þegar snjóar. Lögreglan viil fá hann til að starfa meö sér Gísli Guöjónsson hefur stuölaö aö breytingum í bresku réttarfari. giftur og lenti aftur í ástarsorg þeg- ar konatt yfirgaf hann. Aftur hringdi maðurinn í lögregluna sem þá handtók hann. Maöurinn sat síðan í gæsluvarhðaldi í 50 klukku- stundir án þess að fá lögfræðing. Hann neitaði öllum sakargiftum þangað tO lögreglan sagði að hann ætti í raun engra annarra kosta völ en að viðurkenna - spurningin væri aðeins hvort hann yrði dæmdur fyr- ir manndráp eða morð að yfirlögðu ráði. Gísli segir að játningin hafi ekki síst verið ótrúverðug í ljósi þess að ákærði hafi þóst vera geðveikur og trén hefðu meðal annars verið farin að tala við hann er verknaðurinn var framinn. Gísli kom fyrst að mál- inu árið 1988, aftur árið 1993 en árið 1998 fékkst því loks áfrýjað tU hæstaréttar. Þó svo að dómurinn hnekki, eins og áður segir, innan við 5 prósentum allra mála sem þangað koma ákvað hæstiréttur engu að síður að sýkna manninn og tók fram að hann hefði á sínum tíma verið ranglega dæmdur, játn- ingin hefði verið fölsk og vísaði sér- staklega til skýrslu og framburðar sérfræðingsins og réttarsálfræðings- ins Gísla Guðjónssonar. -Ótt Húsavík Tekist er á um þaö hvaöa vinabæ eigi aö heimsækja. Átök um vinabæjarferð Á fundi bæjarráðs Húsavíkur ný- verfö lagði Kristján Ásgeirsson, for- maður bæjarráðs og fulltrúi Húsa- víkurlistans, fram tillögu um það að fulltrúar Húsavíkurbæjar í ferð til vinabæjarins Karlskoga í Svíþjóð í lok maí nk. yrðu þeir Reinhard Reynisson bæjarstjóri og Jón Ás- berg Salómonsson, varaforseti bæj- arstjórnar. Ávallt hefur verið sátt um það innan bæjarráðs Húsavíkur hverjir fari í þessar heimsóknir en á fundinum stakk Sigurjón Bene- diktsson, Sjálfstæðisflokki, upp á Gunnlaugi Stefánssyni, Framsókn- arflokki. Jón Ásberg studdi tillögu Kristjáns og Gunniaugur tillögu Sig- urjóns og þar sem ágreiningur er í bæjarráði fer málið til afgreiðslu bæjarstjómar. Bærinn Karlskoga er þekktastur fyrir það að vera heima- bær Alfreds Nobels, þess sem fann upp dínamítið og fjármagnar nóbelsverðlaunin. Sigurjón Benediktsson segir það eðlilegt að ferðum fulltrúa Húsavík- urbæjar sé skipt milli fulltrúa til þess að sem flestir hafi tök á því að kynnast sveitarstjórnarmönnum annars staðar á Norðurlöndunum. Aðrir vinabæir Húsavíkur eru Ála- borg á Jótlandi í Danmörku, Fred- rikstad í Noregi, Godthaab á vestur- strönd Grænlands og Rikimaki í Finnlandi. -GG Bærinn kaupir sýsluskrifstofuna DV, STYKKISHOLMI: Stykkis- hólmsbær hefur keypt húseignina Aðalgötu 7, gömlu sýslu- skrifstofuna, af ríkinu. Húsið stend- ur á 6000 fer- metra lóð. Með þessu hefur Stykkishólmsbær tryggt sér þessa stóru lóð í hjarta bæjarins og getur tekið mið af því við endur- skoðun miðbæjarskipulagsins sem nú er unnið aö. Samkvæmt heimild- um DV er kaupverð hússins um 8,8 milljónir króna. -ÓJ/DVÓ DVTYIYND ÓMAR JÓHANNESSON Bærinn keypti Gamla sýsluskrifstof- an við Aöalgötu 7. Veðriö i kvöld I Solargangur og sjávarföll f- .HjpS: : .4^2° Léttskýjað suðvestanlands í kvöld erjrert ráð fyrir norðaustlægri átt, 8 til 13 m/s. Eljagangur verður um landið norðanvert, skúrir eöa slydduél viö austurströndina, en víða léttskýjað suðvestan til. Hiti veröur á bilinu 0 til 6 stig. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 20.40 20.30 Sólarupprás á morgun 06.17 05.40 Síðdeglsflóö 19.31 11.53 Árdegisflóó á morgun 01.43 06.05 Skýringar á veöurtáknum 10%___HITI VINDATT -10° VINDSTYRKUR NíT30<;t í nwtnjm á sökúndu 1 HÐOSKÍRT O ö LÉTTSKÝiAD HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ V, W Í RIGNiNG SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA •w’ & “t* ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR R0KA Allt eftir vi í íslenskri þjóðtrú má finna ýmislegt skemmtilegt um veðrið eins og til dæmis aö þegar fuglar safnast saman stóra hóþa stutt frá jöröu rétt fýrir sólarlag merki það kólnandi veöur. Aö regnskúrir á kvöldin og á morgnana merki oft þurra veðráttu og aö mjög smár kornsnjór þýði frost og aukinn kulda. Ef nýtt léreft er lagt á vatn og veröur stíft þegar þaö er tekið uþþ boðar þaö frost og kulda. Bjart veður vestan til Á morgun gerir Veðurstofan ráð fyrir norðaustlægri átt, 8 til 13 m/s. Austanlands veröur snjókoma eða él en víða bjart veður um landið vestanvert. Hiti verður á bilinu O til 4 stig við suðurströndina en annars frostlaust og niður í 5 stiga frost. Miövikud Vindur: 5 -10 m/» Hiti 4° tii -5° Fimmtudá Vindun ~x-n 13-18 mtf ’ Hiti 4 til -5° Hití 4" til -5° Skýjaó með köflum víðast hvar, kólnandl veður norðan- og austanlands, þykkknar upp vlð suðvesturströndlna. Gengur á með slyddu og rlgnlngu sunnan- og vestanlands, viða bjartvlðrl norðaustan tll. Hlýnar í veðrl. Lítur út fyrlr suðlæga átt með rlgnlngu og skúrum. AKUREYRI alskýjað -i BERGSSTAÐIR alskýjað -i BOLUNGARVÍK snjóél -2 EGILSSTAÐIR -1 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 1 KEFLAVÍK léttskýjað -1 RAUFARHÖFN snjókoma -1 REYKJAVÍK heiðskírt -3 STÓRHÖFÐI léttskýjað -1 BERGEN súld 5 HELSINKI rigning 3 KAUPMANNAHÖFN skýjað 5 ÓSLÓ skýjað 5 STOKKHÓLMUR skúrir 4 ÞÓRSHÖFN skýjað 3 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað -1 ALGARVE léttskýjað 12 AMSTERDAM léttskýjað 5 BARCELONA helðskirt 11 BERLÍN alskýjað 7 CHICAGO hálfskýjað 15 DUBLIN skýjað 3 HALIFAX léttskýjað -2 FRANKFURT léttskýjað 4 HAMBORG þoka 1 JAN MAYEN snjókoma LONDON skýjað 4 LÚXEMBORG þokumóða 3 MALLORCA léttskýjað 15 MONTREAL alskýjað 5 NARSSARSSUAQ heiðskírt •6 NEWYORK alskýjað 6 ORLANDO skýjað 18 PARÍS alskýjað 8 VÍN léttskýjað 6 WASHINGTON þokumóða 8 WINNIPEG alskýjað 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.