Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 13
MANUDAGUR 9. APRIL 2001 13 I>V Fréttir Klámstjarna í þjálfun Þessi mynd birtist í auglýsingabæk- lingi frá versluninni Oxford Street. Auglýsing vekur umtal: Verðandi klám- stjarna eða fermingarbarn? Margir sem skoðuðu auglýsingabæk- ling frá versluninni Oxford Street ráku upp stór augu er þeir komu að auglýs- ingu um fermingarfót þar sem ung stúlka sést i bol sem á stendur „PORN STAR ... m training" eða klámstjarna í þjálfim. Á bak við myndirnar af fyrir- sætunum standa orðin FERMINGAR- DAGUR og PÁSKAR. Verslunin segir að um mistök hafi verið að ræða. „Við hörmum að þetta sé tengt saman, klámstjarna í þjálfun og fermingardagur. Við hörmum að þetta hefur komið við fólk og þetta átti ekki að fara svona," sagði Hrafnhildur Borgþórsdóttir, verslunarstjóri og af- greiðsludama i Oxford Street í Faxafeni í Reykjavík. „Það fóru bolir í myndatöku frá okk- ur og þetta voru bara mistök, það átti ekki að tengja saman klámstjörnu í þjálfun og fermingardag," sagði Hrafn- hildur. Bæklingurinn var gefmn út fyrir síð- ustu helgi og dreift viða um Reykjavík- urborg og nágrenni. Hrafnhildur út- skýrði að um nýjar vörur er að ræða og hefur verslunin ekki selt þessa boli áður. -SMK Minnihlutinn vildi úttekt á fjármálum borgarinnar: Segir skuldir aukast um 7 milljónir á dag - tal um svartnætti fram undan út í hött, segir borgarstjóri Júlíus Vifill Ingvarsson. Júlíus Vffill Ingvarsson lagði fram tillógu í borg- arráði um að úttekt yrði gerð á fjármál- um borgarinnar. Júlíus gerir þetta á þeim forsendum að á sama tíma og borgarstjóri hreyk- ir sér af dyggri fjár- málastjórn sinni aukist skuldir borgarinnar um 7 milljónir króna á degi hverjum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri segir. þetta þráhyggju hjá sjálfstæðismönnum og fékk sam- þykkta frávísun á tillögu Júliusar Vífils Ingvarssonar. Segir borgarstjóri í frávísunartil- lögu sinni að ekki sé gerð nokkur tilraun í tillögu Júlíusar til að af- marka viðfangsefnið. „Þetta fæli í raun í sér úttekt á starfsemi hverr- ar einustu rekstareiningar innan borgarkefisins. Hún yrði þvi gríðar- lega umfangsmikil og dýr." Frávís- unartillaga borgarstjóra var sam- þykkt með fjórum atkvæðum gegn tveim. Július Vífill Ingvarsson lét þá bóka að borgarstjóri neitaði að horfast í augu við kaldan sannleik- ann varðandi hrikalega skulda- stöðu borgarinnar. „Þá alvarlegu þróun sem ein- kennt hefur fjár- málastjórn R-list- ans eftir að hann tók við völdum í borginni árið 1994 verður að stöðva hið bráðasta og snúa vörn í sókn. Á sama tíma og borg- rún Gísladótti'r. arst->óri hreykir ser af dyggri fjármála- stjórn sinni aukast skuldir borgar- innar um 7 milljónir króna á degi hverjum. Nettóskuldastaðan hefur farið úr 5,5 milljörðum árið 1994 í 21,5 milljarða á þessu ári." Júlíus Vífill Ingvarssonsagði 1 samtali við DV að þetta væru hrika- legar upphæðir sem venjulegir borgar ættu erfitt með að átta sig á. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði i samtali við DV í gær að þetta væri í takt við söng minni- hlutans. „Þetta tal um skuldir borg- arinnar er orðin þráhyggja hjá ann- ars ágætum sjálfstæðismönnum. Staðreyndin er sú að skuldir borg- arsjóðs hafa verið að lækka. Það er gert ráð fyrir að þær verði komnar í 11 miirjarða á þessu ári en þær voru komnar í tæpa 17 milljarða 1998. Samkvæmt þriggja ára áætlun er ráðgert að þær fari í 8,5 milljarða árið 2004." Borgarstjóri segir þó rétt að skuldir fyrirtækja borgarinnar hafi verið að aukast. Þar á meðal skuld- ir Orkuveitu Reykjavíkur um tæpa 8 milljarða á umliðnum árum. Það sé að stærstum hluta vegna fjárfest- ingar í Nesjavallavirkjun sem gerir það aftur kleift að lækka raforku- verð á þessu ári um 10%. Fé hafi einnig verið fært frá Orkuveitunni til að lækka skuldir borgarsjóðs en samt sé Orkuveitan með mjög sterka eiginfjárstöðu. „Það er því út í hött að það sé tómt svartnætti fram undan," segir borgarstjóri. „Ég held að ég geti fullyrt að borg- arsjóður hafi ekki staðið jafnvel síð- astliðin tíu ár." -HKr. Gerðu vel við þig á páskum Á Radisson SAS Hótel Sögu gefst gullið tækifæri til að njóta páskahátíðarinnar, borða úrvalsmat og hafa það notalegt Gestamóttakan, Skrúður og Mímisbar hafa nú verið færð í nýjan búning en yfirbragð hótelsins er það sama og áður- þægilegt andrúmsloft og persónuleg þjónusta. Mimisbar heldur áfram að laða að gesti - nú með gómsætu eftirmiðdagskaffi og kökuhlaðborði. Opið alla páskahátíðina. Verð kr. 990. Radisson SAS Hótel Saga • Hagatorgi, 107 Reykjavík Sími: 525 9900 • Bréfasími: 525 9909 info.sagarek@radissonsas.com www.radissonsas.com Skrúður býður nýstárlegt páskahlaðborð þar sem gætiráhrifa bæði frá Austuriöndum og Miðjarðarhafinu. Opið alla páskahátíðina. Hádegishlaðborð kr 1.650 og kvöldhlaðborð kr 2.850. Grillið gæti auðveldlega orðið hápunktur páska- hátíðarinnar. Meistarakokkar í eldhúsi og rómaður matseðill sem óþarft er að kynna. Opið á skírdag og laugardag. ad^i>i\ HOTELS & RESORTS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.