Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Grmn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafrmn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Flóttamenn DV hefur síöustu daga flutt fréttir af erfiðleikum sem flóttamannaráö hefur lent í viö að finna á þriðja tug Krajinu- Serba samastað á íslandi. Hugmyndin hefur verið sú að byggja áfram á þeirri stefnu og þeirri fyrirmynd sem mörk- uð hefur verið varðandi mótttöku á flóttamönnum frá því 1996. Enginn vafi er þó á því að það fyrirkomulag sem verið hefur á þessum málum, og byggist á samstarfi flóttamanna- ráðs, Rauöa krossins og einhvers tiltekins sveitarfélags, hef- ur gefist mjög vel. Ríkið hefur í gegnum flóttamannaráð stað- ið straum af kostnaðinum, en Rauði krossinn hefur séð um samhæfingu í verkefninu og að leggja til ráðgjafa, en sveitar- félagið lagt fram þjónustu á sviði skólamála, félagsþjónustu og heilsugæslu, auk þess að útvega húsnæði og jafnvel at- vinnu. Aðlögun flóttamannanna að íslensku samfélagi hefur gengið vel samkvæmt þessu kerfi og sú árs dagskrá sem þeir ganga í gegnum hefur augljóslega sannað gildi sitt. Hitt er svo annað mál að flóttamennirnir hafa alls ekki alltaf ílenst á þeim stöðum á landsbyggðinni sem tekið hafa á móti þeim. Margir þeirra hafa einfaldlega gert eins og aðrir íslendingar, tekið sig upp og flutt suður og er ekki nema gott eitt um það að segja. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um móttöku flóttamanna sem í öllum aðalatriðum gengur út á að staðfesta þá skipan mála í þessum efnum sem að ofan er lýst. Félagsmálaráð- herra mælti fyrir frumvarpinu fyrir helgi og kemur það því fram á sama tíma og þetta fyrirkomulag virðist standa á krossgötum. Ytri aðstæður hafa nefnilega búið svo um að erf- iðlega gengur að fá sveitarfélög til að taka að sér flóttamenn með þeim húsnæðis- og atvinnuskyldum sem því fylgja. Ástæðan er einfaldlega sú að víðast þar sem uppgangur er og næg atvinna er skortur á húsnæði. Þar sem hins vegar hús- næði er fyrir hendi hefur atvinnuástandið ekki verið nægjan- lega gott. Húsnæðisskortur hefur þannig dæmt Skagafjörð úr leik og framan af virtist það sama eiga við um Reykjanesbæ. Til að mæta þessum vanda hafa flóttamannaráð og Rauði krossinn nú ákveðið að fara sjálf í húsnæðisleit í Reykjanes- bæ og hlífa sveitarfélaginu þannig við því að finna húsnæði handa flóttamönnum á sama tíma og það er í vandræðum með að finna leiguibúðir handa þeim Reyknesingum sem fyr- ir eru í bænum. Með þessu er sýndur gagnlegur sveigjanleiki í kerfinu þó ekki sé verið að breyta út af grundvallarhug- myndinni og auðvitað yrði áfram til staðar einhver spenna milli húsnæðislausra Reyknesinga og flóttafólksins. Það væri draumsýn að búast við að móttaka flóttamanna gengi hnökralaust fyrir sig ár eftir ár. í átökunum um tak- markað húsnæði erum við einmitt að sjá fyrstu merki þess að koma flóttamanna geti valdið árekstrum við þá lands- menn sem fyrir eru á stöðunum. Árekstrar af þessu tagi gætu hæglega komið upp varðandi atvinnu líka. Slíkt þýðir þó ekki að það kerfi sem unnið hefur verið eftir sé gengið sér til húðar. Þvert á móti ætti þetta einmitt að verða til þess að enn ríkari áhersla verði lögð á samráð og samstarf þeirra aðila sem vinna að móttöku flóttamannanna. Það getur beinlínis stuölað að fjandskap út i flóttafólkið ef það kemur inn í sam- félag samkvæmt valdboði og án tillits til aðstæðna og sjónar- miða þeirra sem fyrir eru. Og fjandskapur milli flóttamanna og heimamanna er það versta sem getur gerst. Það er því brýnt að láta reyna á það til þrautar hvort hið ágæta fyrirkomulag sem við höfum búið við í þessum efnum gangi ekki upp áfram - þrátt fyrir það mótlæti sem menn búa við í dag. Húsnæðisframboðið gengur 1 bylgjum og það gerir atvinnuástandið líka. Það er hins vegar ljóst að hingað verð- ur áfram stöðugur straumur flóttamanna. í nágrannalöndum okkar hefur víða verið farin sú leið að setja kvóta á sveitar- félög varðandi það hversu marga flóttamenn þeim ber að taka. Það er vont kerfi. Skipulegt móttökuprógram þar sem tillit er tekið til menningarlegra sérkenna og þar sem unnið er í samvinnu og samráði aðila, er sú leið sem hentar best. Þá leið eigum við að feta meðan nokkur kostur er. Birgir Guðmundsson 37 I>V Skoðun Upphaf ofurtolla Þegar neytandinn er afgangsstærð Cv-o7 Kaupmenn mega ekki hittast yfir tebolla án þess að niðurstaðan verði sam- særi gegn almenningi. Þessi napra hugsun hagfræðings- ins Adam Smith um verð- samráð og einokunartil- burði virðist hafa sannast í afhjúpun Samkeppnisráðs á íslenska grænmetismark- aðnum. Þetta dæmi er eitt fjölmargra sem sýnir að viðskiptafrelsi og kostir samkeppni fá ekki notið sín til fulls nema skýrar leik- reglur komi í veg fyrir að pukur í reykfylltum bakherbergjum eða leynifundum á fáförnum slóðum verði að auðsöfnun fárra á kostnað hinna mörgu. En þetta mál hefur ekki síður beint kastljósinu að ofur- tollum sem lagðir eru á innflutt grænmeti og þá ríku vernd sem inn- lendir heildsalar hafa augljóslega misnotað gróflega. Hæstu tollar í heimi Ofurtollarnir féllu ekki af himnum ofan. Þeir eru ekki tilviljun og því fer fjarri að um þá hafi ríkt sátt þar til nú. Raunar þóttu svo rík- ir þjóðarhagsmunir krefjast þess að íslendingar borguðu hæsta grænmetisverð í heimi að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðu- flokks var nær sprungin vegna ágreinings um álagn- ingu þeirra árið 1994 eins og fram kom í dagsljósið fyrr í vetur. Eftir harkaleg átök neyddi Sjálfstæðis- flokkurinn Alþýðuflokkinn til að kyngja því að álagn- ing tolla skyldi vera á for- ræði landbúnaðarráðuneytisins. Öll- um var Ijóst að ef málum yrði þannig háttað myndi ýtrasta svigrúm tU tollaálagningar nýtt tU fuUnustu. Æ síðan hafa toUar því verið við hæstu leyfUegu mörk samkvæmt GATT- samningnum. Davíð lagði forsætisráðu- neytið undir Eldglæringar stóðu miUi forystu- manna stjórnarflokkanna, Daviðs Oddssonar forsætisráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra, meðan á átökum þeirra Dagur B. Eggertsson læknir stóð. Davíð tók sér stöðu við hlið landbúnaðarafturhaldsins í Sjálfstæðisflokknum og hafði sitt fram. Alþýðuflokkurinn var beygður. Svo rika áherslu lagði forsætisráðherra á að koma of- urtoUunum á að hann var tilbú- inn að sprengja ríkisstjómina tU að hafa sitt fram. Upplýst hefur verið að svo rammar hafi deUumar verið að Jón Baldvin átti leynifund með Steingrími Hermannssyni, þáverandi for- manni Framsóknarflokksins. Þótti honum meira að segja ekki óhætt að hitta Steingrím á heimUi hans. Hann óttaðist að „ . ...... með sér væri fylgst. Fundur „Ofurtollamir fellu ekki af himnum þeirra fór því fram á heimili ofan og því fer fjarri að um þá hafi ríkt þriðja manns sem yfirgaf húsið sán þar tU nú Svo r{ka áherslu lagði forsætisráðherra á að koma ofurtollun- um á að hann var tilbúinn að sprengja ríkisstjómina til að hafa sitt fram. “ ásamt fjölskyldu sinni á meðan, eins og fram kemur í endur- minningum Steingríms. A bara að spyrja Guðna? Við frágang GATT-samninganna um alþjóðlegt viðskiptafrelsi lýstu ís- lensk stjórnvöld því yfir að ofurtoll- arnir ættu að lækka smám saman. Ætli þetta hafi ekki átt að friða al- þýðuflokksmenn og þá sem voru svipaðs sinnis og litu viðskiptahöft hornauga. Það er raunar athyglis- vert að Jón Baldvin hafi talið auð- sóttara að ná málamiðlunum um að ljóst. draga úr vernd við landbúnað- inn í samningum við formann Framsóknarflokksins en Sjálf- stæðisflokksins þótt í því efni hafi ekkert verið frágengið. Sagan hefur hins vegar sýnt að ósigur Jóns Baldvins í ofur- toUamálinu var afdrifaríkur, að minnsta kosti fyrir íslenska neytendur. ÖU fyrirheit um tollalækkanir hafa verið svikin. Viðbrögðin nú benda hins veg- ar til þess að margir vUji helst gleyma hvemig toUarnir eru tU komnir. Ég er því ekki í þeim hópi sem viU gagnrýna Guðna Ágústsson landbúnaðarráð- herra sérstaklega vegna þessa máls. Hann gerir gott í að lýsa því yfir að þessir toUar skuli nú lækkaðir. Forsaga málsins gef- ur hins vegar tUefni tU að aðrir en hann verði inntir eftir af- stöðu sinni og taki ábyrgð á því hneyksli sem nú er orðið lýðum Dagur B. Eggertsson ,weKt375raoTernu,aaTmnaTTig5tinHCTæmpæ]timTanngmr,5TgiTCemfpmiTSíefumH6iiaenHamnrBmprTBKR'af,gRantnigTmiiímiOTnigRrafaans'T'mreBsr5ri,iTmr Þegar fárið vegna einokunartil- burða sölumanna grænmetis og ávaxta gengur yfir verður vonandi farið að líta til fleiri átta til að upp- lýsa landlæga fyrirlitningu á hags- munum og rétti neytenda. Oftar en ekki felst hún i því að öflug fyrir- tæki bindast samtökum um að herja á viðskiptavini sina og beita þá of- beldi í skjóli fákeppni sem byggist á samráði og leynisamningum um verðlagningu á vöru og þjónustu. Stöndugir fjáraílamenn í við- skiptalífinu eru fæstir svo skyni skroppnir að setja samkomulag um hvernig hafa má sem mest fé út úr viðskiptavinum sínum með ólöglegu og siðlausu samráði í fundargerðir eöa önnur skrifleg gögn, eins og grænmetis- og ávaxtasalar gera. Þeirri uppákomu er helst að líkja við valdhroka Nixons forseta, sem geymdi helstu skammarstrik sín á segulbandsspólum í þeirri trú aö hann væri ósnertanlegur. Um síðir varð það honum að falli. Það er opinbert leyndarmál að lít- illar eða engrar samkeppni gætir meðal öflugustu fyrirtækja landsins, að minnsta kosti ekki hvað varðar verðlagningu og skipt- ingu markaðshlut- deildar. ið í saumana á því, hvað varð SÍS og því mikla fyrir- tækjaveldi sem það saman- stóð af, að fjörtjóni. En samvinnuhugsjónin einskorðaðist af hagsmuna- gæslu framleiðenda og þeirra sem ráku fyrirtækin, en neytandinn var afgangs- stærð. Þegar Pálmi Jónsson hóf verslunarrekstur með hagsmuni viðskiptavina sinna að leiðarljósi fór að halla undan fæti hjá mörgu stórveldinu. Sambandið svaraði með því að jafna vöruverð í landinu öllu og varð heimaskítsmát, sem vænta mátti. Svo var farið að feta í fótspor Pálma, en allt lenti það í skötulíki, og ólukk- an smitaði út í aðrar greinar og deildir stórveldisins, sem var fyrir- munað að þekkja sinn vitjunartíma, fremur en að skynja þarfir og hags- muni neytenda. Einkavinavæðing einokunar Grænmetisverslun ríkisins var einokunarhörmung sem stefnt var gegn hagsmunum sístækkandi hópi neytenda. Þar réðu pólitísk- ir trúðar ríkjum. Þeir og yf- irboðarar þeirra trúðu á verslunarhöft og voru illa haldnir af skömmtunar- áráttu. Þeir töldu hlutverk sitt að semja matseðla heimilanna í landinu og voru ekki einir um það. Þegar þeirri áþján var létt af landslýð var einok- unin einkakvinavædd, en margt stóð til bóta og við- skipti með jarðávexti og grænmeti tóku miklum framfórum. Sömuleiöis efldust græn- metisbændur og efast enginn um gæði þeirra fjölbreyttu framleiðslu og stækkar neytendahópurinn óð- fluga. En arftakar ríkiseinokunarinnar hafa enn ekki komið auga á verð- mætustu auðlind hvers fyrirtækis, sem eru þakklátir og traustir við- skiptavinir. Þeir bregðast trúnaði neytenda og sparka með því fótunum undan eigin tilveru. Af vondu fordæmi heildsala ávaxta og grænmetis geta aðrir einokunar- sinnar dregið sínar ályktanir. í jm Oddur Olafsson skrifar Tómlæti gagnvart viðskiptavininum Smásöluverslunin þykist eiga í mikilli innbyrðis samkeppni. Samt byggir hún verslanamusteri sem aldrei fyrr og ijárfest- ir ótrúlegar upphæðir erlendis. Hagnaður- inn, sem hlýtur að standa undir öllum þessum flottheitum, kemur frá álagning- unni og engu öðru. Neytandinn borgar hvemig sem á málið er litið. Því er furðulegt hví- líkt tómlæti öflug fyr- irtæki sýna viðskipta- vinum sínum, það er að segja endanlegum neytendum, og kemur þeim þaö oft í koll. Hér skal aðeins tekið eitt dæmi. Að dómi þess sem hér hripar hefur aldrei verið far- Þorgils Óttar Mathiesen, bœjarfulltrúi í Hafnarfirdi: „Það finnst mér, en auðvitað er hvers sveitarfélags að marka sér eigin stefnu í þessum mál- um. I öllu frjálsræðinu hefur verið erfitt að setja starfsemi af þessum toga einhverjar hömlur, en ný heimild i skipulagslögum opnaði á svona samþykkt þegar deiliskipulag miðbæjarins var tekið til endurskoðunar. Ég tel að svona starfsemi hafi slæm samfélagsleg áhrif, þó alltaf sé erfitt draga línuna um hvað sé samfé- laginu fyrir bestu og hvað eigi að setja reglur um. Bæjarstjórn Hafnafjarðar hefur markað þá stefnu að miðbærinn, sem er svo sannarlega stolt okkar, sé fjölskylduvænn og því viljum við alls ekki svona starfsemi þar. Hið sama vil ég að verði í út- hverfum bæjarins og á raunar ekki von á því að neinn fari að starfrækja nektarstaði þar.“ Karólína Stefánsdóttir, fjölskyldurádgjafi á Akureyri: „Það er fagnaðarefni að samfé- lagiö er að taka við sér varðandi þessi mál - og því fagna ég vitund- arvakningu Hafnfirðinga. Ég vona að þetta skref verði til þess að sveitarfélög, þar á meðal Akureyri, endurskoði sina stefnu i þessum málum og horflst í augu við hvaða áhrif klámvæð- ingin hefur haft á heilsu þjóðfélagsins. Þar hef ég mestar áhyggjur af því að gildismat og siðferðis- kennd uppvaxandi kynslóðar hafi beðið hnekki. Aldrei er of seint að snúa af rangri braut, en vissu- lega þarf samtakamátt til þess að snúa af þeirri óheillabraut sem við erum komin á. íslendingum er tamt að bera sig saman við aðrar þjóðir, en það veit ég líka að mörgum í löndunum í kringum okkur hef- ur blöskrað hve við höfum verið sofandi og andvara- laus og annarleg sjónarmið ráða fór.“ Flosi Eiríksson, bœjarfuUtrúi í Kópavogi: „Mér finnast nágrannar okkar til fyrirmyndar, og vil að hér i Kópavogi verði þessi leið skoðuð. Hér í bæ er aðeins einn nektar- staður starfræktur og bæjar- stjórnin er sammála um að setja starfseminni þröngar skorður. Hins vegar er löggjöfin þannig að sveitarstjómir hafa engin tæki til þess að banna eða hamla opnun nektardansstaða því sýslumaður gefur út leyfin. Því er sú leið sem Hafnfirðingar fara með því að setja skipulagslegar hömlur á starfsemi af þessum toga, skv. nýju ákvæði í skipulagsnefnd, spenn- andi. Nektarstaðir hafa slæmt áhrif og koma inn hjá mönnum ranghugmyndum um kynlíf - að ég tali ekki um þær aðstæður sem stúlkurnar búa við. Því ber að fagna ákvörðun ASÍ að skrifa ekki leng- ur upp á atvinnuleyfi þeim til handa." Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfiröi: „Hér í miðbæ Hafnarfjarðar eru staðir sem fjölskyldur og börn sækja og má þar nefna tón- listarskóla, listasafn og kirkjur. Því er óviðeigandi að nektarstað- ir, með öllu því slæma sem þeim kann að fylgja, séu hér. Bæjar- stjórn hefur mótað þá stefnu að Fjörðurinn skuli vera fjölskylduvænt samfélag og nektarstaðir falla engan veginn að því. Sem prestur hef ég lent í mörgum viðtölum við fólk sem kynnst hefur - oft fyrir klaufaskap - slæmum áhrifum þessara staða, þar sem menn jafnvel eyða fúlgum fjár í hita leiks. Ég er þreyttur á því að til engra úrræða sé gripið af hálfu hins opinbera til þess að stemma stigu við þessum þjóðfélagslega vanda, fyrr en bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur nú til ráöa með samþykkt sem ég hygg að marka muni spor.“ Þegar upp er staðið borgar neytandinn allan kostnað affram- leiðslu og dreifingu vörunnar. Bankabuff og Bankamál á íslandi hafa oft valdið fólki vondu bragði í munni. íslands- banki fór á hausinn 1930 en var end- urreistur sem Útvegsbanki íslands; hann var settur í púkkið um íslands- banka 1990; lífeyrismál bankastjóra hans voru skilin eftir hjá rikinu - gat svo sem verið. Fólk heyrði tölur um virði þeirra og sundlaði margan en erfitt var að átta sig á því búri sem stjómmálamenn voru búnir að koma sér upp í bönkunum. Glíma um bankamál hefur oft snúist um stóla bankastjóra og stjóma þeirra; menn hafa litið á þá sem eins konar forðabúr og útpósta sem þeir ættu aðgang að; síðan væri þeim skotið út á sporbaug um jörðu í áhyggjuleysi. Þar sem gullið er safnast stórir strákar. Fjármálaeftirlitið hefur gert alvar- legar athugasemdir við starfsemi Búnaöarbankans og er það mál óút- kljáð. Valgerður ráðherra sagði í tengslum við uppstokkun bankans aö hún hefði komið „sínum mönn- um“ að; hún virtist ekki átta sig á að svona tal, já, hugsun og gerðir einnig, á að vera liðið fyrir löngu. Það var sem djáknanum á Myrká brygði fyrir í eitt augnablik eða svo. Nýtt bankaævintýri? Tíðrætt er nú um skuldir sjávarút- „Glíma um bankamál hefur oft snúist um stóla bankastjóra og stjórna þeirra; menn hafa litið á þá sem eins konar forða- búr og útpósta sem þeir ættu aðgang að; síðan vœri þeim skotið út á sporbaug um jörðu í áhyggjuleysi. “ Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur vegsins en þær eru nú næstum 180 milljarðar og hafa vaxið hratt um 54 milljarða frá 1991. Mörg lánanna eru erlend en end- urlánuð frá innlendum bönkum; spurningar vakna um ábyrgðir. Tals- maður Hagfræðistofnunar HÍ sagði nýlega að miðað við „núverandi forsendur" ættu fyrirtækin að geta plummað sig. Ef þjóðin dirfist aftur á móti að breyta þeim, t.d. með þvi að breyta úthlutunarreglum kvóta, er líklegt að einhverjir reyni áfram að selja „sinn kvóta“ og skUji síðan fyr- irtækin eftir á herðum bankanna. Þar sem báðir ríkisbankarnir eiga að seljast er mjög mikUvægt að væntan- legir kaupendur hlutabréfa fái alla vitneskju um áhættulán. Skáldskapur og staðreyndir íslendingum hefur gjarna hugnast betur skáldskapur en staðreyndir. Glöggur áhugamaður spáði þvi fyrir nokkrum árum að kvótakerfi með framsalsrétti myndi leiða til þess að þjóðin yrði að kaupa allan kvótann af þáverandi handhöfum; margt bendir til þess að svo geti farið. HaU- dór þingforseti hefrn- lítinn áhuga á staðreyndum og reynir að réttlæta sölu á hlut i Samherja á miUjarða, m.a. með því að segja að útgerðin hafi þá átt 18 togara. Flestir sjá að þar er mjög oftalið og að verulegur hluti fiárins var greiðsla fyrir kvóta. Atlanta rekur glæsilega 20 breiðþot- ur en eigandinn sagði að félagið ætti fiórar. Enginn þarf að frýja þeim samherjafrændum vits né dugnaðar eða flaðra upp við þá eins og þingforseti gerir. Sumir eru gleggri á rím en talnaspeki. Þjóðin hefur mestan hag af þvi að afli og verðmæti af- urða hámarkist og útgerðar- kostnaður lágmarkist; það er fráleitt nú. Áður fyrr var sagt að út- vegurinn „núllstillti" sig ætíð við þær aðstæður sem hann byggi við. Lengst af ______ var tekinn auðlindaskattur af honum með rangri gengis- skráningu. Útgerðarmenn eins og Tryggvi Ófeigsson voru engir amlóð- ar. Nú tefla togaraútgerðir sína skák en hafa fengið hrók í forgjöf miðað við aðra og núUstUla sig með kvóta- sölu og söfnun skulda, m.a. með kaupum á dýrum skipum sem eru orðin of mörg og orkufrek. Er sannleikurinn sagna bestur? í landbúnaði heldur blekkingin áfram. Verðmætasköpun er tvítalin með því að reikna afurðir á verði sem felur í sér skattfé fólks; verð landa er þvi ofreiknað, en það kem- ur inn í mat á jarðabótum vegna virkjana og vega. Nýlega var fundur í A-SkaftafeUssýslu vegna krafna um afmörkun þjóðlendna; á honum mátti heyra skelfilegt og ámátlegt væl væntanlegra frambjóðenda og flaður í nýju kjördæmi Suðurlands. Þessu má núa þeim um nasir í næstu kosningum. Ofbeit er mesta um- hverfisvandamál á íslandi sem ráða- menn skeUa skoUaeyrum við og gera samning um áframhald gróðureyð- ingar; svo heUaþvo þeir sjálfan sig og segja að þróunin sé í rétta átt. Jónas Bjarnason - ; Skyldur höfuðborgar „Höfuðbörgin hefur fengið forskot á mörg- um sviðum og hún hefur skyldum að gegna. Ég trúi þvf að yfirvöld borgarinnar muni standa undir þeim væntingum sem „sanngjarn landsbyggðarmaður" ber til þeirra og samþykkja sem fyrst að flugvöUurinn verði endurbættur í Vatnsmýrinni eftir 2016.“ Valgeröur Sverrisdóttir ráöherra á heimasíðu sinni. Kvótabreytinga er þörf „Kvótakerfið hefur skipt íslensku þjóðinni upp í andstæðar fylkingar i aUtof langan tima. Mörg sár, vegna þessa umdeUda kerfis, munu seint gróa og þeir, sem komu kerfinu á í góðri trú á erfiðum tímum, sjá nú, einsog aðrir landsmenn, að breyt- inga er þörf.“ Magnús Reynir Guðmundsson útgeröarmaöur í Fiskifréttum. Liggur þér lífið á? Á stundum finnst mér eins og menn séu að lifa síöustu andartök lífs síns. Hraðinn, löngunin tU þess að ná áfram og sífeUt lengra virðist ráða og stjórna í svo mörgu í lífinu. Eftir því sem hraðinn eykst, finnst mér að tiUitssemin og virðingin sé um leið á undanhaldi. Menn mega ekki lengur vera að því að sýna þá tiUitssemi sem þarf. Sjá ekki lengur hvert náunginn stefhir, né hverra erinda hann gengur. Sr. Pálmi Matthíasson á heimasíöu Bústaöakirkju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.