Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 36
52 _______________________MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 Tilvera DV Passíusálmar að 0 hætti Barböru Félag íslenskra háskólakvenna heldur fund í dag klukkan 17.30 í Gerðarsafni f Kópavogi. Þar ætlar Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, að tala um teikningar Barböru Árnason við Passíusálmana. Fundurinn er öllum opinn og það verða veitingar í boði. Popp ■ KONA MEÐ TVÆR RADDIR Kanadíska söngkonan, lagahöfund- urinn og píanóleikarinn KIVA heldur tónleika í Norræna húsinu og hefjast ' þeir kl. 20.00. KIVA er frá Manitoba I Kanada og hefur hlotiö mjög góöa dóma í heimalandi sínu fyrir sér- stæöan söng sinn. Hún beitir rödd sinni á þann hátt aö útkoman veröur tvær raddir úr einum barka. Þaö má líkja þessum söng við munkasöng frá Tíbet eöa indíanahróp frá Norður- Ameríku. Þegar þessi eiginleiki hennar var uppgötvaöur var hún tek- in til sérstakra rannsóknar í Japan, enda þykir þetta einstakur eiginleiki. . Krár ■ HEIÐURSTONLEIKAR A GAUKN- UM Tónleikar til heiöurs James Taylor eru haldnir á Gauki á Stöng þar sem ýmsir koma fram. Tónleikar sem enginn má missa af. Klassík ■ SONGTONLEIKAR I SALNUM Asa Elmgren, Heimir Wium, Snorri Wium og Jónas Ingimundarson flytja sönglög eftir íslensk og norræn tón- skáld og aríur, dúetta og tersetta úr óperum og óperettum í Salnum kl. 20. ■ FAGGOTTERÍ í FRÍKIRKJUNNI Fagottkvartettinn Fagotterí býöur áheyrendum sínum upp á Ijúffengt eyrnakonfekt í Frikirkjunni í Reykja- vík, kl. 20.30. Kvartettinn skipa þau . Annette Arvidsson, Joanne Árna- son, Judith Þorbergsson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir. Fyrri hluti efnis- skrárinnar verður á Ijúfum nótum, til- einkaöur barokk- og kirkjutónlist eftir J.S. Bach, Boismortier og Corrette. Á síðari hluta efnisskrárinnar veröa fýrst og fremst verk í léttum dúr eftir Grieg, Prokofjev, Dubois og Gordon Jacob. ■ FÖSTUVAKA í HÁTEIGSKIRKJU Matthías Johannessen rithöfundur ies úr verkum sínum. Ildiko Varga messósópran, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir gömbuleikari og dr. Douglas A. Brotchie orgelleikari flytja kant- ötu eftir Francois Couperin og trúar- Ijóö eftir C. Ph. E. Bach og Jon Leifs. Dagskráin hefst kl. 20 og aö- gangur er ókeypis. Kabarett ■ LAUN HEIMSINS Dagskrá Llsta- klúbbsins í kvöld er helguð verkum Kjartans Árnasonar rithöfundar. Listamenn munu flytja valda kafla úr verkum höfundar og leiklestur verð- ur á örleikrltunum. Einnig veröa tón- listaratriöi og leynigestur. Þátttak- endur í dagskránni eru Garöar Sverr- isson, rithófundur og formaöur ÖBÍ, Gísll Helgason tónlistarmaöur, Her- dís Hallvarðsdóttir söngkona og leikararnir Arnar Jónsson, Guömund- ur Magnússon, Guöný Helgadóttir, Halldóra Gelrharösdóttir, Lilja Guö- rún Þorvaldsdóttir, Randver Þorláks- . x son, Siguröur Skúlason og norska leikkonan Gunhild Kværnes. Dag- skráin hefst klukkan 20.30 en húsiö verður opnaö klukkan 19.30. Miða- sala viö innganginn. Aögengi fýrir fólk í hjólastól veröur frá Lindargötu. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísl.is Glöö á góöri stund Afmælisbarnið ásamt konu sinni, Ingu Jónu Þórðardóttur. UV-MYNDIK tlNAK J. Stungiö saman nefjum Friörik Sophusson veislustjóri ræöir hér viö Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóra Sjálfstæöisflokksins. Davíö Oddsson forsætisráöherra stendur hjá. F j ármálaráðherra fimmtugur A laugardaginn fagnaði Geir H. Haarde íjármálaráðherra fimmtugs- afmæli sínu á Grand Hótel. Margt Bestu vinkonur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri smellir kossi á kinn Ingu Jónu Þórðardóttur og óskar henni til hamingju með bóndann. góðra gesta lagði leið sína í hóflð til að samfagna afmælisbaminu á þess- um merku tímamótum og mátti þar Glatt á hjalla Það fór greinilega vei á með Sig- ríði Snævarr sendiherra og Ástríði Thorarensen forsætisráðherrafrú í afmælinu. meðal annars sjá þungavigtarfólk úr stjórnmálunum og atvinnulífinu. Skíöi og nýir skór Borgar Þór Einarsson, stjúpsonur Geirs H. Haarde, kom færandi hendi í afmæliö. Það er aldrei aö vita nema Geir hafi brugðið sér á skíði daginn eftir. Tveir varaformenn Guðni Ágústsson hélt kröftuga ræðu til heiðurs afmælisbarninu og bauð því síðan í hestaferð. Ung og ástfangin Ágústa Johnson líkamsræktar- frömuður og Guðlaugur Þór borgar- fulltrúi voru hýr á brá þegar þau mættu í veisluna. Þinghúsið á Grund í nýju hlutverki: Bakkabræður snúa aftur DV-MYND HALLDÓR INGI ÁSGEIRSSON Bakkabræöur á Grund Á fyrrum þinghúsi á Grund í Svarfaöardal munu Bakkabræður „ganga aft- ur“ og verða almenningi sýnilegir í sumar. ÐV, DALVÍK: I sumar verður sett upp sögu- og listmunasýning í og við þinghúsið á Grund í Svarfaðardal og er stefnt að því að hún verði ophuð 17. júni. Að sýningunni standa eigendur húss- ins, þau Jón Þórarinsson og Ingi- björg Kristinsdóttir, með stuðningi Dalvíkurbyggðar. Horfið verður nokkur hundruð ár aftur í tímann, í lítinn burstabæ og rifjuð upp ævintýri Bakkabræðra (sem eins og allir vita voru svarf- dælskir), þeirra Gísla, Eiríks og Helga, sem verða persónugerðir og mæta á svæðið annað slagið. Ut- andyra verða til sýnis ýmis tæki og tól sem notuð hafa verið gegnum tíðina og má nefna gömul heyvinnu- og samgöngutæki ásamt fleiru. Innan dyra verður svo listmuna- sýning, þar sem íbúar sveitarfélags- ins, búandi og brottfluttir, sýna verk sín og er listamönnum sem taka vilja þátt í sýningunni bent á að hafa samband hið fyrsta í síma 466 1526 eða á netfang lillal@simnet.is -hiá Norræna húsið: Verðlaunaður breskur dúett Breskur dúett heldur tónleika i Norræna húsinu á miðvikudag kl. 20.00. Dúettinn er skipaður þeim Harry Kerr og Eleni Mavr- omoustaki og munu þau spila sí- gilda tónlist eftir Beethoven, Ravel og Prokofjev, sónötur fyrir fiðlu og píanó. Kerr og Mavromoustaki eru bæði menntuð í Royal College of Music í London. Þau eru víðkunn innan tónlistargeirans þar og hafa ferðast um heiminn og haldið tón- leika hvarvetna. Kerr hefur meðal annars spilað í ísraelska sjónvarp- inu og Mavromoustaki í breska út- varpinu. Þau hafa bæði unnið til margra verðlauna á virtum tónlist- arkeppnum í Bretlandi og á Kýpur og hafa einnig numiö hjá frægum tónlistarmönnum. Kyndil- staða Hörðuvallahópurinn, áhugfólk um verndun Hörðuvalla/Sólvangs- svæðisins, efnir í kvöld til kyndil- stöðu á fyrirhuguðu byggingar- svæði nýs Lækjarskóla. Sýnt þykir að núverandi meirihluti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar ætlar, þrátt fyrir eindregin mótmæli mikils fjölda bæjarbúa, að halda fast við þau áform sín aö byggja á þessum stað gríðarstórar byggingar sem svæðið rúmar engan veginn. Starf- semi sú sem fara mun fram í þess- um byggingum samrýmist heldur ekki þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu og var ætlað að vera þar áfram og aukast og dafna. Hörðu- vallahópurinn mun kl. 20.30 kveikja á einum kyndli við hvern hæl sem rekinn hefur verið niður og afmark- ar útlínur fyrirhugaðrar byggingar. Allt áhugafólk um verndun opinna svæða og skipulagsmál er boðið vel- komið og tekið er fram að fólk eigi að vera vel klætt því þessa dagana andar köldu á Hörðuvöllum. Kvikmyndahátíð: Sögur á tjaldi Dagana 19.-30. apríl stendur Film- undur, ásamt Kvikmyndasjóði og Félagi íslenskra bókaútgefenda, fyr- ir kvikmyndahátíðinni Sögur á tjaldi í tilefni af Viku bókarinnar þar sem sýndar verða fjölmargar myndir sem byggðar eru á íslensk- um bókmenntum. Bæði verður um nýlegar myndir að ræða, sem og sí- gildar myndir sem sjaldan sjást í kvikmyndahúsum, eins og til dæm- is 79 af stöðinni. í tengslum við há- tíðina verður síðan haldið málþing í Háskóla íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.