Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn. 550 5555 MANUDAGUR 9. APRIL 2001 Álakvísl: Átta ára þríhrygg- brotnaði Atta ára drengur féll tæpa 3 metra þegar hann var að príla á handriði í stiga í Álakvísl í gær. Drengurinn var fluttur á sjúkra- húsið í Fossvogi með sjúkrabíl. Þar kom i ljós að hann hafði þrí- hryggbrotnað og var hann lagður inn á barnadeild. -Ótt Miðborgin: Fyrirvaralaus árás Maður þurfti að gangast undir að- 'gerð á handlegg í gær eftir að ráðist var á hann í miðborginni. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu var hann staddur við Gauk á Stöng þeg- ar maður kom skyndilega út úr bíl, réðst fyrirvaralaust á hann og veitti honum áverka. -Ótt Bílvelta við Hvassahraun t Bifreið valt við Hvassahraun á Reykjanesbraut aðfaranótt laugar- dags. Átján ára farþegi og tuttugu og þriggja ára ökumaður voru flutt- ir á slysadeild - annar reyndist kjálkabrotinn en hinn handleggs- brotinn. Talið er að þeir hafi báðir verið í bílbelti en mikil hálka var á veginum. Að sögn lögreglunnar í Keflavík er bifreiðin mikið skemmd og þurfti að fjarlægja hana með dráttarbíl. Talsvert var um ölvunar- og hraðakstur í umdæmi Keflavíkur- lögreglunnar og var einn tekinn á um 140 kílómetra hraða. -Kip Lampar til fermingargjafa c:- Rafkaup oa . : coc oonn" Armúla 24 • sími 585 2800 brother P-touch 9200PC Prentaöu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport DV-MYND EINAR J. Bongóblíöa í Bláfjöllum Frábært skíbaveöur var í Bláfjðllum um helgina, sól, logn og tveggja stiga frost, skíöafæri gott og nægur snjór. Settar hafa veriö upp nýjar rólur viö Bláfjallaskálann og skrautlegar fígúrur prýöa byrjendabrekkurnar. Guörún Frímannsdóttir var ein þeirra mörgu sem voru í góöa veörinu í Bláfjöllum í gær. Hún lét sig ekki muna um aö draga Daöa, barnabarn sitt, og Aron vin hans fram og aftur á meöan þeir virtu fyrir sér mannlífiö. Kastaðist um 50 metra: Vélsleöa- maður illa slasaður 35 ára karlmaður liggur á gjör- gæsludeild eftir að hafa, að sögn lögreglu, kastast um 50 metra þeg- ar hann ók vélsleða sínum í mis- hæðóttu landslagi í Þjófahrauni við Klukkutinda sunnan við fjallið Skjaldbreið á laugardagskvöldið. Bæði maður og sleði skullu harka- lega niður. Slysið var tilkynnt til lögreglu þegar klukkuna vantaði stundar- fjórðung í níu um kvöldið. Jeppi frá lögreglu, sjúkrabíll og læknir voru sendir strax af stað. Menn frá björgunarfélagi Árborgar lögðu einnig af stað. Einnig var ákveðið að óska eftir þyrlu Landhelgis- gæslunnar. TF-SIF lagði af stað frá Reykjavík og lenti hún við slys- stað um klukkustund eftir að til- kynningin barst. Sjúklingurinn, sem missti meðvitund þegar slysið varð, var enn rænulaus þegar að var komið. Þyrlan lenti svo við Landspítalann í Fossvogi þar sem maðurinn gekkst undir aðgerð. Að sögn lögreglunnar á Selfossi slasaðist annar vélsleðamaður illa á svipuðum slóðum fyrir þremur vikum. -Ótt Sjómenn stööva netarall Hafrannsóknastofnunar þegar rúm vika er eftir: Ráðherra spillti netaralli - segir formaður Sjómannasambandsins - Ósanngjörn ásökun, segir sjávarútvegsráðherra Bátar sem hafa tekið þátt í netarall- inu, vísindarannsókn Hafrann- sóknastofhunar, komu til hafhar á föstudag eftir skipun frá Sjómanna- sambandi íslands. Netarailið hefur verið við lýði um margra ára skeið og er ásamt fleiru notað sem mæl- ing á stærð þorskstofnsins. Sjómenn á bátunum telja að verkefninu sé þar með lokið í miðju kafi en for- stjóri Hafrannsóknastofnunar von- ast til að samtök sjómanna gefi kost á að ljúka verkefninu, enda mikið í húfi fyrir alla aðila þar sem nauð- synlegt sé að hafa samanburð milli ára. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, kennir sjáv- arútvegsráðherra um að hafa spillt netarallinu - ráðherrann segir það ósanngjama og óskiljanlega ásökun. Netarallinu á að ljúka 15. apríl. „Við drógum til baka undanþág- una til bátanna á netaraUinu. Ég veit ekki hvert framhaldið verður en auðvitað er legið í okkur aö end- urskoða þessa ákvörðun. Viö höfð- um stutt bæði netarallið og togara- Arnl M. Mathlesen Ósanngjarnar ásakanir sjó- manna. Sævar Gunnarsson Ráöherra bland- ar kjaradeilu inn í reglugerö. Jóhann Sigurjónsson Vonast til aö fá skilning meöal sjómanna í dag. rallið og gáfum undanþágur löngu áður en vitað var hvemig verkfallið þróaðist. Það er ráðherra sem hefur velt þessum steini af stað því að hann leitaði til þessara sömu hags- munaaðila í lok febrúar og lagði þá til og spurði okkur álits á að setja reglugerðarstoppið á frá 1. til 15. apríl. Það studdu öll hagsmunasam- tökin að ég best veit og við líka. En í ljósi þess að það er verkfall hætti hann við að gefa út reglugerðina. Við sjáum enga forsendu til að hann sé að hætta við það. Þess vegna erum við að gera þetta,“ sagði Sævar Gunnarsson. Sævar tók undir að neta- rallið væri ekki síst í þágu sjó- manna. „Við höfum alltaf stutt Hafró en við vorum bara sárir yfir að ráðherrann væri að blanda okkar kjaradeilu inn í reglugerðina. Hann átti bara að láta reglugerð- ina koma fram eins og allir voru sammála um. Reglugerðin kemur netarallinu ekkert við. Hún á að vernda stóra fiskinn sem er kom- inn upp í fjöru til að hrygna. Og með því að gefa hana ekki út þá eru bátar undir 12 tonnum og aðr- ir að þvælast úti á sjó að veiða þennan fisk,“ sagði Sævar Gunn- arsson. Ámi M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði í gær að ásakanir formanns SSÍ væru ósanngjamar. „Hrygningarstopp i dag hefði ekki haft neinn tilgang, veiðiálagið er svo lítið. Ég haföi ekki gefið út reglugerðina og þeir vita út af fyrir sig ekkert um hvemig hún hefði lit- ið út. Ef menn em ósáttir við ráð- herrann þá ættu þeir að ná sér niðri á mér í stað þess að láta það bitna á Hafrannsóknastofnun og rannsókn- unum,“ sagði Ámi. „Ég lít svo á að gert hafi verið hlé á netarallinu yfir helgina en ég mun hafa samband við aðila strax á mánudagsmorguninn,“ sagði Jó- hann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, í gær. Hann sagðist vonast til að hægt yrði að ljúka netarallinu sem er vísindaleg rannsókn. Jóhann kvaðst bjart- sýnn á aö hægt yrði að ljúka verk- efninu til að botninn detti ekki úr rannsókn þessa árs. -JBP Róstur innan stjórnar Verslunarmannafélags Reykjavíkur: Asakanir ræddar á leynifundi Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, án formanns og vara- formanns, sat á leynifundi í heima- húsi í gærkvöld og ræddi ávirðing- ar varaformannsins á hendur for- manninum, sem stjórninni voru kynntar í hádeginu á þriðjudag, og meint trúnaðarbrot varaformanns- ins. Blaðið náði tali af einum fund- armanna í síma í gærkvöld en upp- lýsingar fengust ekki af gangi mála. Fullskipaður stjórnarfundur í félag- inu verður haldinn í kvöld. Magnús L. Sveinsson segir í sam- tali við DV að varaformaðurinn hafi staðið fyrir því að leiðrétta eftir- laun sín en ekki hann sjálfur. Hann hafi reynst vera með 70-80 þúsund króna eft- irlaun þegar þau mál voru skoðuð. „Ég hef nú ekki verið á hærri launum hjá VR Magnús L. Sveinsson. Pétur A. Maack. en þetta," sagði Magnús L. Sveins- son í gærkvöld. Pétur hafi sagt að það þyrftu að vera 10,5 milljónir króna samkvæmt útreikningnum. Pétur hafi sjálfur gengið frá þessu við Lífeyrissjóð verslunarmanna. Hann segir enn fremur að Pétur A. Maack, vara- formaður og sam- starfsmaður í 25 ár, hafi verið hvatamaður að kaupum húsnæðis að Smiðshöfða 9 sem hefur reynst félaginu tugmilljóna baggi. Jörð á Snæfellsnesi var líka keypt að und- irlagi varaformanns, segir formað- urinn í viðtali við DV. Pétur A. Maack vildi ekki ræða málin við blaðið í gær. Á aðalfundi i lok mars voru báðir endurkosnir, Magnús og Pétur. Vit- að er að Magnús mun ekki óska eft- ir Pétri sem varaformanni lengur. Pétur hefur þá látið vaða ýmislegt sem hann taldi formanni sínum til vansa. Þau mál hafa valdið miklum titringi í þessu öfluga verkalýðsfé- lagi. -JBP Sjá nánar á bls. 2 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.