Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 30
46
Tilvera
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
I>V
Sólarfilma á glugga
- þegar sólin angrar
Helgi Snorrason
s: 863 5757 helgisn@binet.is
V J
Ball í
Gúttó
eftir
Maju Árdal
Frumsýning
Uppselt
2. sýning
fimmtud. 12. apríl. kl. 20:00
Leikstjóri
Maja Árdal
Þýðing
Valgeir Skagfjörð,
Leikmynd og búningar
Helga Rún Pálsdóttir,
Ljósahönnun
Alfreð Sturla Böðvarsson,
Tónlistarstjórn
Valgeir Skagfjörð,
Dansar:
Jóhann Gunnar Arnarsson.
Leikarar:
Hinrik Hoe Haraldsson,
Saga Jónsdóttir,
Sigríður E. Friðriksdóttir,
Skúli Gautason,
Þóranna K. Jónsdóttir og
Þorsteinn Bachmann
Dansarar:
Aron Bergmann Magnússon,
Friðgeir Valdimarsson,
Guðjón Tryggvason,
HilmapMár Hálfdánarson,
ír Helgadóttir,
Katrín Rut Bessadóttir,
Rakel Þorleifsdóttir,
Sigursveinn Þór Magnússon,
Þórdís Steinarsdóttir,
Þórhildur Ólafsdóttir
Á Akureyri
og á leikferð
Sniglaveislan
eftir:_
Ólaf Jóhann Ólafsson
Leikstjórn:
Sigurður Sigurjónsson.
Sýningar í Iðnó
Miðasalan opin alla virka daga,
nema mánudaga, frá kl. 13:00-
17:00 og fram að sýningu,
sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
Örleikrit og annar skáldskapur Kjartans:
Skrifar virka daga sem helga
„Að skrifa er mín vinna og ég er
alltaf að, virka daga sem helga,“ seg-
ir Kjartan Ámason rithöfundur þar
sem hann situr í hjólastól í herberg-
inu sinu í Hátúni 1% og hefur tekið
smáhlé frá ritstörfunum til að
spjalla við blaðamann. Tilefni við-
talsins er dagskrá sem Listaklúbbur
leikhússkjallarans efnir til í kvöld
undir heitinu Laun heimsins - ör-
leikrit og annar skáldskapur og er
helguð verkum Kjartans. Þar koma
meðal annars fram Garðar Sverris-
son, formaður Öryrkjabandalagsins,
tónlistarfólkið Gísli Helgason og
Herdís Hallvarðsdóttir og leikararn-
ir Arnar Jónsson, Halldóra Geir-
harðsdóttir og Sigurður Skúlason.
„Það er glæsilega að þessari dag-
skrá staðið," segir Kjartan og eftir-
væntingin eftir kvöldinu leynir sér
ekki.
Veltl mér ekki upp úr óham-
ingjunni
Kjartan er 42 ára að aldri og hef-
ur átt við MS-sjúkdóminn að stríða
hálfa ævina. „Það er 21 ár síöan ég
greindist en þetta hefur ekki alltaf
verið jafnslæmt," segir hann og að-
spurður hvernig hann fari að því að
halda andlegri reisn svarar hann:
„Ég er misjafnlega upplagður því
sjúkdómurinn truflar óhjákvæmi-
lega daglegt líf en þó ekki þannig að
ég liggi og velti mér upp úr óham-
ingju minni. Að vera á bömmer í
svona aðstæðum gerir hlutina
margfalt erfiðari en ella, ekki bara
fyrir mann sjálfan heldur allt um-
hverfið." Hann hefur dvalið í tvö ár
í Hátúni og kveðst hafa þurft orðið
það mikla aðstoð að ekki hafi verið
hægt að leggja það á heimilisfólk.
„Það hefði náttúrlega verið hægt að
breyta heimilinu í sjúkrastofnun en
af því þetta var heimili þá var þetta
niðurstaðan," segir hann glettnis-
lega.
Ólæs á prentað mál
Kjartan starfaði sem blaðamaður
og bókmenntagagnrýnandi um tíma
en kveðst hafa lagt gagnrýnina á
hilluna því hann sjái svo illa og það
sé einn angi af MS-sjúkdómnum.
„Ég er ólæs á prentað mál,“ segir
hann. Sjóndepran aftrar honum þó
ekki frá því að skrifa því hann með
tölvu með 17 tommu skjá og stækk-
ar skjámyndina um 200%. Hann hef-
ur gefið út sex bækur á síðari árum,
þá fyrstu, Dagbók Lasarusar, 1986.
„Ég byrjaði ferilinn á ljóðabók eins
og rithöfundum er tamt. Næst fór ég
í smásögur og síðan skáldsögur. Svo
kom barnasagan Kata mannabarn
eftir langt hlé.“ Hann kveðst hafa
gaman af að skrifa fyrir börn og því
sé hann með skáldsögu fyrir þau í
smíðum núna. „Ég er alltaf að
krukka í hana því nú er komið að
þvi að klippa út. Það bætir flest, svo
framarlega sem samhengið er ekki
rofið.“
Síðasta bók Kjartans, Laun
heimsins, kom út fyrir síðustu jól
og geymir örleikrit og þar sem hann
er þekktur fyrir gráglettinn húmor
er hann spurður hvort örleikrita-
formið hafi orðið fyrir valinu vegna
hlutskiptis hans sem öryrkja. „Nei,“
segir hann og brosið sýnir umburð-
arlyndi. „Þetta eru bara örstutt leik-
rit og hafa ekkert með öryrkju að
gera.“ -Gun.
Kjartan Árnason heldur andlegri reisn þrátt fyrir MS-sjúkdóminn
„Að vera á bömmer í svona aðstæðum gerir hlutina margfalt erfíðari en ella.
Stjörnutölt á
ísnum á Akureyri
DV, DALVÍK:
Hestamannafélagið Léttir gekkst
fyrir stjörnutölti í Skautahöllinni á
Akureyri á dögunum. Þar voru
mættir til leiks 18 glæsilegir töltar-
ar frá Norðurlandi og Austfjörðum.
Laufi frá Kollaleiru hrósaði sigri
hjá dómurunum en greinilegt var
að áhorfendur vildu Birtu og Gísla
Gíslason í 1. sæti. Einnig voru
Úrslit í stjörnutöltinu:
1. Hans Kjerúlf.
Laufi, 11 v. rauðstj. frá Kollaleiru.
2. Gísli Gíslason.
Birta, 8 v. leirljós frá Ey.
3. Baldvin Ari Guðlaugsson.
Gola, 7 v. grá frá Ysta-Gerði.
4. Jón Kr. Sigmarsson.
Freydís, 6 v. rauð frá Glæsibæ.
5. Tryggvi Björnsson.
Snekkja, 9 v. bleikálótt frá Bakka.
kynntar 10 glæsilegar hryssur en ef
marka má viðtökur áhorfenda var
hápunktur kvöldsins þegar stóð-
hestarnir Glampi frá Vatnsleysu og
Hróður frá Refsstöðum birtust á
svellinu. -hiá
Hápunktur
Stóðhesturinn Glampi frá Vatnsleysu
yljaði áhorfendum.
MYNDIR HALLDOR INSI ASGEIRSSON
Rmm efstu
Þetta eru hestar og knapar i Stjörnutöltinu, fimm efstu, sannarlega glæsileg sjón á svellinu á Akureyri.