Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 12
______________________________________________________MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 Fréttir I>V Er búinn að bölva Norðmönnum í hálfa öld: Og svo er ég sjálfur „Nossari“ - segir Óttar Överby sem hefur talið sig vera íslending í 54 ár Óttar Alf Överby, fiskverkandi i Reykjavík, er fæddur í höfuðborginni 26. mars 1947. Hann hefur alla tíð talið sig íslenskan ríkisborgara, notfært sér kosningarétt og ferðast um heiminn á íslensku vegabréfi. Þegar hann hugð- ist svo festa kaup á húsi í Hveragerði var honum tjáð að til þess þyrfti hann sérstakt leyfi yfirvalda. Hann væri alls ekki íslendingur heldur Norðmaður! „Ég ætlaði að kaupa hús í Hvera- gerði og fógetinn sagði þá að ég þyrfti leyfi. Ég taldi það sjálfsagt og hélt að það væri eitthvað út af lóðamálum. Nei, nei, sagði þá sýslumaður. Þú verður að fá leyfi hjá stjómvöldum, þú ert ekki íslenskur. Hvaða helvítis vit- leysa? sagði ég. Jú, sagði sýslumaður- inn, þú ert Norðmaður," segir Óttar Alf Överby, 54 ára „íslendingur", sem var að vonum hissa yfir þessum tíð- indum. Faðir Óttars er Alf Magnús Överby, nú búsettur á ísafirði og átti áttræðis- afmæli þann 3. mars sl. en móðirin, sem nú er látin, var íslensk. Alf er norskur að uppmna en fluttist til Reykjavíkur fyrir miðja tuttugustu öldina. Fjölskyldan flutti síöan til Nor- egs þegar Óttar var barnungur og dvaldi fjölskyldan þar um skamma hrið. Þaðan flutti hún aftur til íslands og nú til ísafjarðar. Þar bjó íjölskyldan alla tíð síðan en Óttar segist þó að DV-MYND ÖRN PÓRARINSSON Litli glugginn sem þjófarnir fóru inn um. Brotist inn í Ketilási DV, SKAGAFIRÐI.___________ Brotist var inn í verslun Kaupfélags Skagfirðinga að Ketilási í Fljótum að- faranótt fimmtudagsins. Þeir sem þar voru að verki spenntu úr laust fag á bakhlið hússins. Ekki voru unnar aðr- ar skemmdir á húsnæðinu en ýmisleg- ur vamingur var tekinn. Smávegis af peningum hvarf, einnig tóbak, gos- drykkir og ýmis matvara. Talið er að verðmæti þess sem hvarf leiki á ein- hverjum tugum þúsunda. Lögreglan á Sauðárkróki kom á staðinn og er með málið í rannsókn. -ÖÞ Húsavík: Starfsmönnum rækjuvinnslu fækkar Rekstur Fiskiðjusamlags Húsavíkur hefur gengiö erfiðlega síðustu misseri, verið þungur, sérstaklega i rækjunni. Það er þó ekkert einsdæmi á Húsavík, um alft land er glímt við það vandamál. Á stjómarfundi hjá FH á miðvikudag vom þessar þrengingar sérstaklega tO umræðu. Atli Viðar Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsa- víkm-, segir að um síðustu mánaöamót hafi önnur vaktin í rækjuverksmiðj- unni verið lögð niður en engar ákvarð- anir hafi verið teknar á stjórnarfundin- um um breytingar á bolfiskvinnslu fyr- irtækisins. ÚA keypti nýlega helmings- hlut í saltfiskvinnslunni GPG á Húsa- vík og segir Atli Viðar að sér lítist vel á að svo stór fiskvinnslufyrirtæki komi inn í saltfiskvinnsluna á Húsavík, styrki hana vonandi. FH hefur átt gott samstarf við ÚA gegnum tíðina hvað varðar hráefni o.fl. og segist Atli Viðar Jónsson vona að framhald verði þar á. -GG Óttar Alf Överby Hélt sig vera íslending en komst aö því eftir 54 ár að hann er norskur ríkis- borgari. mestu hafa búið í Reykjavík en systk- inin era fimm. Þó hann hafi talið sig vera íslending allan þennan tima hefur hann nú kom- ist að því að ríkisborgararétturinn fylgdi fóðumum sem var með norskan ríkisborgararétt. Þannig þarf Óttar að sækja sérstaklega um íslenskan ríkis- borgararétt eftir allan þennan tíma. Hann segir einhver systkinanna vera búin að sækja um en systir hans hafi uppgötvað það eftir að hafa eignast bam hér á landi að barnið var Norð- maður þar sem hún hafði sjálf ekki sótt um ríkisborgararétt hér á landi. „Ég er búinn að kjósa hér á landi alla tíð og hef ferðast til útlanda á is- lensku vegabréfi," sagði Óttar og fannst skrýtið að röng skráning á þjóð- erni hans væri fyrst að uppgötvast nú og það í gegnum sýslumann á Selfossi. „Og ég sem er búinn að bölva þess- um helvítis Norðmönnum öll þessi ár, og svo er ég sjálfur „Nossari". Ætli maöur verði ekki þá að drífa í að sækja um ríkisborgararétt svo maður geti kosið á næsta ári,“ sagði Óttar sem var önnum kafinn í fyrirtæki sinu, ísvest, við Reykjavíkurhöfn þeg- ar DV spjallaöi við hann í gær. -HKr. DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Árdís Sif og rígaþorskurinn Það eru ekki allir háir /' loftinu þegar þeir byrja að vinna og hér má sjá eina af yngri kynslóðinni í Grindavík, hana Árdísi Sif Guöjónsdóttur, með vænan þorsk. Hún var að hjálpa dálítið tit í aðgerð hjá Jens Óskarssyni útgeröar- manni og, eins og sést á myndinni, lætur hún sig ekki muna um að halda á rígaþorski enda borðar hún hákarl af bestu lyst. Þeir hafa veriö aö fá hann, sjómennirnir í Grindavík og víðar, og fiskurinn er vænn. -ÞGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.