Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 19
19
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
PV_____________________________________________________________________________________________Menning
Glæstar gusur
Leikiist
DV-MYNDIR INGÓ
Stjömur þöglu myndanna mættar á frumsýningu
Rúnar Freyr Gíslason og Þórunn Lárusdóttir I einum af ótal fögrum
kjóium Elínar Eddu.
Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviðinu: Syngjandi í rigning-
unni eftir Betty Comden og Adolph Green. Lög og
söngtextar: Nacio Herb Brown og Arthur Freed. Þýð-
Ing: Karl Ágúst Úlfsson. Hljóðstjórn: Sveinn Kjartans-
son og Siguröur Bjóla. Lýsing: Páll Ragnarsson. Bún-
ingar: Elín Edda Árnadóttir. Leikmynd: Sigurjón Jó-
hannsson. Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Aö-
stoöarleikstjóri: Þórhallur Sigurösson. Danshöfundur
og leikstjóri: Kenn Oldfield.
Henni finnst hann ekkert merkilegur þó aö hann sé stjarna
Kathý (Selma Björnsdóttir) og Don (Rúnar Freyr) hittast af tilvilj-
un á sporvagnsstöö.
Hann skemmti áhorfendum vel
Stefán Karl Stefánsson í hlutverki
Cosmó.
atriði Júlíu Gold og Sveinbjargar Þórhallsdóttur
voru reyndar í sérklassa og einnig var fengur í
karldönsurunum þremur sem styrktu heildarút-
komuna, án þess að kösturunum
væri sérstaklega beint aö þeim. Alls
eru leikarar/dansarar í sýningunni
tuttugu og einn, auk átta manna
hljómsveitar og tveggja dreng-
hnokka sem bræddu hvers manns
hjarta á frumsýningunni (Alexand-
er Nikolaev Mate og Aron Steinn
Guðmundsson).
Þau leika, dansa og syngja
Meðal aðalleikara ber fyrstan að
telja Rúnar Frey Gíslason sem leik-
ur sjarmörinn Don og ferst það vel
úr hendi. Hlutverkið býður ekki
upp á mikla dýpt í túlkun fremur
en hlutverk í söngleikjum almennt
en reynir þeim mun meira á söng-
og danshæfileikana og á þá virðist
ekkert skorta. Kathý Selmu Björns-
dóttur var einlæg og eðlileg og kem-
ur væntanlega fæstum á óvart að
Selma bæði dansaði og söng eins og
engili.
Bitastæðustu perónurnar og þær
sem yekja mestan hlátur hjá áhorf-
endum eru hin skrækróma Lína La-
mont og Cosmó Brown, félagi Dons.
Á sínum stutta ferli hefur Stefán
Karl Stefánsson sýnt að hann er
einstaklega fjölhæfur leikari og
sannast það enn í þessari upp-
færslu. Hann hefur djúpa og fallega
rödd, er hreint ótrúlega liðugur og
virðist geta kallað fram hlátur án
minnstu fyrirhafnar. Það er helst
aö meðleikarar hans þurfi að gæta
þess að hann steli ekki frá þeim at-
hygli! Þórunn Lárusdóttir er líka
gamanleikari af Guðs náð. Aðal
góðra gamanleikara er hárnákvæm
tilfinning fyrir tímasetningum og hún er greini-
lega Þórunni í blóð borin. Frábær söngrödd Þór-
unnar fær ekki að njóta sín í þessari sýningu en
hún mun hins vegar tryggja að Þórunn verði ein
skærasta stjarnan i söngleikjauppfærslum fram-
tíðarinnar. Þar sver hún sig í ætt við móöur
sína, Sigriði Þorvaldsdóttur, sem átti salinn í
frábæru dansatriði með þeim Rúnari Frey og
Stefáni Karli.
Allir aðstandendur þessarar sýningar geta
verið stoltir af útkomunni og þá ekki síst Kenn
Oldfield sem heldur öllum þráðum í hendi sér.
Hann hefur komið að fjölmörgum söngleikjaupp-
færslum hérlendis sem danshöfundur og leik-
stjóri og gegnir báðum hlutverkum í Syngjandi í
rigningunni. Það er því varla á nokkurn hallað
þegar því er haldið fram að hann eigi stóran þátt
í þvi að uppsetningar söngleikja eru orðnar jafn
fagmannlegar hér á landi og raun ber vitni.
Halldóra Friðjónsdóttir
Þegar Arthur Freed fékk Betty Comden og
Adolph Green til að gera handrit að kvik-
myndinni Singin’ in the Rain árið 1950 voru
meira en tuttugu ár frá þvi talmyndirnar
leystu þöglu myndirnar af hólmi. Aðstæð-
umar sem lýst er kvikmyndinni heyrðu því
sögunni til en skemmtilegt handrit, góð tón-
list og frábær dansatriði tryggðu kvikmynd-
inni gríðarlegar vinsældir.
Sviðsverkið sem þau Comden og Green
byggðu á kvikmyndinni er gætt sömu kost-
um og því afbragðs skemmtun þegar upp-
setningin er jafn vel lukkuð og sú sem Þjóð-
leikhúsið býður upp á núna. Þar leggst allt á
eitt: góður leikur, söngur og tónlistarflutn-
ingur, vel útfærð dansatriði, skrautlegir bún-
ingar og skemmtileg umgjörð, og útkoman er
án efa glæsilegasta söngleikjauppfærslan
sem hér hefur sést á sviði. Kvikmyndum er
haganlega fléttað inn í atburðarásina og eyk-
ur það skemmtanagildið verulega. Rigning-
aratriðin eru svo kapítuli út af fyrir sig eins
og þeir sem sitja næst sviðinu komast að
raun um á afar áþreifanlegan hátt.
Söguþráðurinn hverfist um Don Lockwood
og Línu Lamont sem eru vinsælar stjörnur í
þöglum myndum Monumental-kvikmynda-
versins. Aðdáendum þeirra er talin trú um
að parið sé jafn ástfangið í raunverufeikan-
um og á hvíta tjaldinu og Lína virðist einnig
standa í þeirri trú. Henni verður því ekki um
sel þegar Don fer að gera sér dælt við smá-
stirnið Kathý Selden og enn kárnar gamanið
þegar Kathý þarf að bjarga heiðri Línu og ljá
henni rödd í fyrstu talmynd þeirra Dons.
Það er valinn maður í hverju hlutverki í
Syngjandi í rigningunni og gildir þá einu
hvort um er að ræða aðal- eða aukahlutverk.
I sýningu sem byggist jafn mikið á hópatrið-
um og þessi skiptir samhæfingin gríðarlegu
máli og hér gengur allt upp. Sérlega ánægjulegt
er að sjá hversu lítið hinir leikaramenntuðu gefa
lærðum dönsurum eftir í dansatriðum. Sólódans-
Tónlist
Nammidagur
Boðið var upp á unaðslegt kaffihlaðborð í tón-
leikahléi í Langholtskirkju á laugardagskvöldið.
Eins gott að það var nammidagur því þarna var
einhver gómsætasta djöflaterta sem undirritað-
ur hefur smakkað. Aðalgotteríið var þó sjálf tón-
listin, söngur Graduale nobili, nýstofnaðs kórs.
í honum eru 25 stúlkur á aldrinum 17 til 23 ára
og eru þær allar í tónlistarnámi eða hafa verið
það. Var auöheyrt strax á fyrstu tónunum að
þetta er þrautþjálfaður kór.
Eitt fegursta tónverkið á efnisskránni var
Music on the Waters eftir Ruth Watson Hender-
son við ljóð eftir Byron lávarð. Með kórnum lék
Lára Bryndís Eggertsdóttir einkar fallega á pí-
anóið og var styrkleikajafnvægi þess við
himneskar raddirnar eins og best verður á kos-
ið. Þegar kórinn söng um bylgjurnar, „blikandi
og kyrrar og sem sofandi vindinn dreymi",
skapaði ljúf ölduhreyfing hinna fögru hljóma
svo ótrúleg hughrif að maður hefur sjaldan upp-
lifað annað eins. Hér var ekki bara eitthvert
sönglag heldur ómþýður kliður úr öðrum heimi.
Fyrsta íslenska tónsmíðin var Vorlauf eftir
Misti Þorkelsdóttur við ljóð Þorsteins Valdi-
marssonar, áhrifamikil tónlist, byggð að hluta
til á effektum sem minna á þyt í laufi. Sálmur-
inn Vökuró eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson
við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur var sömuleið-
is einkar áheyrilegur, einnig Maríuljóð eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur við ljóð Vilborgar Dag-
bjartsdóttur og Salutatio Marie eftir Jón Nordal
við latneskt helgikvæði. Og sálmurinn Haec est
sancta solemnitas eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
sem hér var frumfluttur, hljómaði einstaklega
vel við fyrstu áheym.
Strengjasveit Graduale nobUi virtist saman-
standa eingöngu af kórfélögum (að undantekn-
um bassaleikaranum sem var eini karlmaður-
inn og skemmti sér greinilega vel). Leikur henn-
ar var hreinn og öruggur og flutningurinn á
barnamessu fyrir kór og strengjasveit eftir
finnska tónskáldið Einojuhani Rautavaara var
sérlega vandaður, þó strengjahljómurinn væri
kannski ögn nemendalegur hér og þar.
Einsöngyararnir Árný fngvarsdóttir, Dóra
Steinunn Ármannsdóttir, Regína Unnur Ólafs-
dóttir, Guðríður Þóra Gísladóttir og Lára Bryn-
dis Eggertsdóttir, píanóleikarinn sem getið var
hér að ofan, eru allar meðlimir kórsins og stóðu
sig öldungis frábærlega.
í heild var söngurinn í fremstu röð, tær og ná-
kvæmur, samtaka, einlægur og kraftmikill. Hin
hröðu hlaup Býflugunnar eftir Rimsky-Korsa-
koff í sniUdarlegri umritun kórstjórans Jóns
Stefánssonar voru skýr og jöfn og þó einstaka
innkomur í fáeinum öðrum lögum hafi verið ör-
lítið óöruggar skipti það litlu máli. Jón hefur
þjálfað stúlkurnar ákaflega vel, og er ljóst að
Graduale nobili á eftir að gegna veigamiklu
hlutverki i íslensku tónlistarlífi í framtíðinni.
Kórinn er á leiðinni í keppni evrópskra
æskukóra í Danmörku síðar í mánuðinum,
hann á þar fuilt erindi og er honum hér með
óskað góðs gengis.
Jónas Sen
Tímarit um menn-
ingu og mannlíf
Þao er ekki sársaukalaust fynr gaml-
an ritstjóra Tímarits Máls og menning-
ar að sjá á nýju hefti í nýju broti að þó
að árgangurinn sé sá 62. heldur það
ekki sínu gamla nafni lengur. TMM
heitir það en undir skammstöfuninni
stendur Tímarit um menningu og
mannlif...
Blaðið er nú allt litprentað og minnir
í útliti mun meira á fallegu blöðin, hin
ýmsu „líf ‘ þessa lands, en áður. Þó er
„fallegt“ ekki lýsingarorð sem manni
dettur fyrst 1 hug þegar þetta fyrsta
hefti er skoðað. Til kynningar á aðal-
efni heftisins, íslenskri þjóðmenningu,
er á forsíðu litmynd af matarlitarflösk-
um - þessum sem teknar eru fram úr
skotum 1 búrinu skömmu fyrir jól þeg-
ar skreyta þarf piparkökurnar. Áreið-
anlega er fólgin í þessu ákveðin yfirlýs-
ing um að fegurð sé ekki markmiðið, en
myndefnið inni í heftinu mótmælir
þeirri yfirlýsingu kröftuglega.
Að efnisvali og efnismeðferð keppir
nýtt TMM fremur við helgarútgáfur
dagblaðanna en glanstímaritin. Er
nokkurt efni í þessu fyrsta hefti sem
ekki gæti verið í Lesbók Morgunblaðs-
ins, Sunnudegi Moggans eða helgar-
blaði DV? Lausleg athugun á efnisþátt-
um sýnir að bókmenntaefni, skáldskap-
ur og greinar um bókmenntir, er ívið
rúmfrekari en þjóðfélagsmál, a.m.k. ef
nýstárleg teiknimyndasaga Bjarna Hin-
rikssonar er talin tif skáldskapar frem-
ur en myndlistar. Kvikmyndir, listdans,
leiklist og myndlist fá tvær til fjórar
síður, tónlistin minna.
Heimsmynd dóta-
kassanna
Fjölbreytnin er ekki ámælisverð en
efnistökin þurfa að taka dagblöðunum
fram. Það gerir grein ritstjórans, Bryn-
hildar Þórarinsdóttur, um vaxandi kyn-
þáttaátök í Svíþjóð en síður spjall henn-
ar við þrjá fróða einstaklinga um ís-
lenska þjóðmenningu. Vönduð grein
Margrétar Tryggvadóttur um heims-
mynd Lego og Playmo kemur verulega
á óvart en viðtal við Sigrúnu Eddu
Björnsdóttur leikkonu er flausturslega
unnið. Grein Ásgrims Sverrissonar um
verðlaunamynd Ara Magg af Baldri og
Loka er gott innlegg í þá umræðu og
grein Höllu Sverrisdóttur um Booker-
verðlaunabók Margaret Atwood er mjög
skemmtileg, kemur þó ekki í staðinn
fyrir greinar um nýjar íslenskar bækur
sem maður saknar í nýju TMM.
Ekki er auðséð að nýtt TMM fylli upp
í áður ófyllt gat á íslenskum blaða- og
tímaritamarkaði. Fremur dettur manni
í hug, eins og umsjónarmaður Lesbókar
Mogga orðaði það á opnun hjá Odd Ner-
drum í fyrradag, að það skilji eftir gat
þar sem gamla TMM var. En þetta er
bara fyrsta heftið...
Sögur á tjaldi
Dagana 19.-30. apríl stendur hinn sí-
virki kvikmyndaklúbbur Filmundur
fyrir kvikmyndahátíðinni „Sögur á
tjaldi" ásamt Kvikmyndasjóði og Félagi
íslenskra bókaútgefenda. Hátíðin er
haldin í tilefni af Viku bókarinnar og
verða sýndar fjölmargar myndir sem
byggðar eru á íslenskum bókmenntum,
bæði nýlegar myndir og sígildar mynd-
ir sem sjaldan sjást í kvikmyndahúsum.
Meðal þeirra má nefna 79 af stöðinni. í
tengslum við hátíðina verður haldið
málþing í Háskóla íslands.