Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 Skoðun I>V Af ávöxtunum skuluö þið þekkja þá Vinsælar og meinhollar afuröir, ávextir og grænmeti, eru svo dýrar á íslandi aö ekki er á allra færi aö neyta þeirra. Neitum okkur um að neyta ávaxta Baldur Kristinsson skrifar: Alveg er ég hneykslaður á að sjá forystumenn Alþýðusambands ís- lands, sem varla sjást nokkurs stað- ar á almannafæri þegar þörf krefur, stilla sér brosandi upp í fjölmiðlum, sópandi grænmeti og ávöxtum nið- ur í innkaupakörfur. Það mætti halda að verðlækkun hefði átt sér stað og ASÍ sæi ein- hverja ástæðu til aö fagna því og að þessar bráðnauðsynlegu matvörur væru nú loks á sambærilegu verði og erlendis. Það væri sérstakt fagn- aðarefni fyrir forystu ASÍ sem hefur neytt umbjóðendur sína til að sam- þykkja lágmarks launahækkanir árum saman fyrir einhverjar „þjóð- arsáttir" eða „stöðugleikamark- mið“. Ja, hvílíkur dómgreindar- Það mœtti halda að verð- lœkkuti hefði átt sér stað og ASÍ sœi einhverja ástœðu til að fagna því og að þess- ar bráðnauðsynlegu mat- vörur vœru nú loks á sam- bœrilegu verði og erlendis. skortur hjá þessum fulltrúum okk- ar! Maður hefði búist við því að verkalýðsforystan hefði staðið með mótmælaspjöld fyrir utan Alþingi eða landbúnaðarráðuneytið (sem brást eftirlitsskyldu sinni) nú eða þau ótuktarfyrirtæki sem með belli- brögðum hafa þannig haft almenn- ing að féþúfu. Ég held að það sé tími til kominn að við leggjum niður þetta nátttröll, ASÍ, sem hefur verið gjörsamlega úr takti við þarfir launafólks í landinu í mörg herrans ár. Ég legg til að neytendur í landinu sameinist nú og neiti sér um kaup á grænmeti og ávöxtum. Verði NEIT- ENDUR í staðinn fyrir neytendur. Það bitnar á blessuðum bændunum, gætu sumir sagt. Gleymum því ekki að þótt framleiðendur, garðyrkju- bændur, hafi ekki verið beinir þátt- takendur í þessu leynimakki, svo vit- að sé, þá vissu þeir vel hvemig kaup- in gerðust á eyrinni og eiga hlut í og sitja í stjómum þessara fyrirtækja. Sýnum fyrirlitningu okkar í verki á þessum Öskjuhlíðardónum og kaup- um ekki grænmeti og ávexti næsta hálfa mánuðinn eða svo. Norræna og gin- og klaufaveikihættan Ásgeir Einarsson skrifar: „Ég rakst á dreifibréf Tollstjórans í Reykjavík til farmflytjenda og flutn- ingsaðila frá 8. mars, erindi HHD-1. Þetta bréf er vegna varúðarráðstaf- ana til farmflytjenda vegna gin- og klaufaveikifaraldurs í Evrópu. Byrjað er að auglýsa ferðir Nor- rænu og er fyrsta koma skipsins til Seyðisfjarðar 24. maí næstkomandi. Hvergi virðast hafa birst nein fyrir- mæli eða viðvaranir frá yfirdýra- lækni eða ráðuneyti hvemig bregð- ast skuli við þegar ferðamenn frá meginlandinu koma á feröabilum Verði ekkert að gert fæ ég ekki annað séð en að með komandi hausti eða jafnvel fyrr munum við verða komin i hóp annarra meg- inlandsþjóða með bullandi gin- og klaufaveiki, sínum, klyfjaðir kjötvömm og öðr- um matvælum til landsins. Vert er að vekja athygli á að jarð- vegur frá meginlandi Evrópu getur leynst inni í brettum og undirvögn- um bifreiða sem svo hrynur niður þegar farið er að aka á hálendisveg- um okkar. Verði ekkert að gert fæ ég ekki annað séð en að með komandi hausti eða jafnvel fyrr munum við verða komin í hóp annarra megin- landsþjóða með bullandi gin- og klaufaveiki, væntanlega í anda góðrar Evrópusamvinnu. Ég sendi þessar hugleiðingar til ykkar með von um að þið vekið við- komandi aðila. Hér er á ferðinni vandamál sem þjóðin verður að horfast í augu við á komandi vori og ráðstafanir verður að gera í tíma. Arnór Sveinsson sjómaöur: Ég veit þaö ekki enn þé, ætli ég taki þaö ekki rólega meö fjölskyldunni. Eg ætla ekki í kirkju og hef ekki gert þaö síöan ég var fermdur. Erla Valsdóttir, starfsmaður á Landakoti: Sofa, ég verö víst að vinna eitthvaö líka og boröa. En fyrst og fremst langar mig að sofa og sofa. Þaö síö- asta sem ég mundi gera væri að fara í kirkju, ég trúi á sjálfa mig. Guörún Friöriksdóttir, starfsmaöur Delta: Vera heima og fara í keilu. Ég ætla kannski aö bjóöa vinafólki í mat og hafa þaö notalegt en ég fer örugg- lega ekki í kirkju. Sigurbjórg Friöriksdóttir stuöningsfulltrúi: Eg ætla aö reyna aö hitta fullt af fólki, fara í heimsóknir og fá fólk í heimsókn til mín. Svo getur vel veriö aö ég fari í kirkju. Katrín Harðardóttir, starfsmaöur Vedes: Ég verð í fríi og ætla aö nota tímann til aö hvíla mig og sofa. Svo ætla ég aö boröa góöan mat meö bróöur mínum. Hvað ætlar þú að gera um páskana? Þóra Þórisdóttir myndlistarmaður: Ég ætla aö rífa niöur vegg og taka til heima hjá mér. Svo ætla ég að grilla úti og boröa góöan mat meö fjölskyldunni. Karlar eru hryggleysingjar Með hliðsjón af margra alda áþján kvenna af karlavöldum munu ýmsir hafa skríkt illgimislega þegar fréttir bárust af konunni sem féfletti nokkra eldri karlmenn á landsbyggðinni á dögunum og talið mátulegt á þá sem fulltrúa hins illa karlkyns. Karlar eru skepnur og hafa verið það, að minnsta kosti frá því sögur hófust og líkast til lengur. Og sýnu verstir hafa þeir verið siðustu áratugina, ef marka má vitnisburði þúsunda ef ekki milljóna kvenna og raunar engin ástæða til draga allar þær miklu harmtölur í efa. Enda allar studdar af margvíslegum rannsóknum sál-, kyn- og atferlisfræðinga. Helsta tómstundagaman karlmanna virðist sem sé vera, og hafa verið, að fara illa með konur og það er auðvitað síst af öllu gamanmál. Karlar hafa táldregið konur, svikið þær í tryggðum, haldið fram hjá þeim, lítillækkað þær og lítilsvirt, féflett þær við hvert fótmál og misnotað þær á allra handa máta, fyrir utan svo auðvitað ýmislegt miklu verra sem er þó vonandi fremur merki um sálsýki en eðlislæga karlmennsku. Misskildir englar? Konur er sem sé oftar en ekki fórnarlömb karla eins og dæmin og dæmisögumar staðfesta að fomu og nýju. Og raunar spursmál hvort það sé ekki kominn timi á að telja það ónáttúru hjá kon- um að hafa náttúru til karla. Skýringin á því ligg- ur raunar að mati flestra kyn- og atferlisfræðinga í taumlausri bjartsýni ílestra kvenna sem trúa því statt og stöðugt að jafnvel verstu karlskepnum geti góðar konur umbreytt í ástríka og meðfæri- lega engla. Þar er reyndar á ferð einn yfirgrips- mesti misskilningur mannkynssögunnar. En sem betur fer er ekki alltaf um algjöra ein- stefnu að ræða í þessum málum og til ánægjuleg dæmi um að konur beri hönd fyrir höfuð sér og fari jafnvel illa með karla, þótt því miður sé langt í land með að jafnræði riki í þessum efnum. En með þetta í huga hljóta flestir jafnréttissinnaðir menn af báðum kynjum að fagna hverri þeirri konu sem hlunnfer og hryggbrýtur karla, ef yílr- leitt er hægt að hryggbrjóta karlmenn, sem reyn- ast margir þvílikir hryggleysingjar að þá þeir verða fyrir barðinu á köldum kvennaráðum leggj- ast þeir gjarnan í ævilangt volæði og fyllirí (sem gjarnan stendur reyndar stutt). „Schadenfreude" Með hliðsjón af margra alda áþján kvenna af karlavöldum munu ýmsir hafa skríkt illgimislega þegar fréttir bárust af konunni sem féfletti nokkra eldri karlmenn á landsbyggðinni á dögunum og talið mátulegt á þá sem fulltrúa hins illa karl- kyns. Og Garri gæti auðvitað tekið undir slík sjónarmið ef ekki hefði komið í ljós að viðkom- andi karlmenn virðast upp til hópa einstakir dánumenn og gæðablóð. Og lá auðvitað að, því yf- irleitt er létt verk og löðurmannlegt að blekkja og hrekka þá sem eru hvað heiðskírastir í anda því góðmenni gruna sjaldan aðra um græsku og láta því ginnast auðveldlega. í þessu tilfelli kom því ekki vel á vonda og öðlingamir sem konan féfletti því ekki verðugir fulltrúar hins illa karlkyns sem í heild sinni á ekkert gott skilið. En hér er alltént um virðingarverða viðleitni að ræða í þá veru að rétta hlut kvenna gagnvart körl- um. Og auðvitað verður jafnræði kynjanna líka að ríkja í þeim hinum vondu málunum. GcSITÍ Ekkert aðhafst í máli dýraníðings NN haföi samband: Menn hér eystra spyija hvað dvelji orminn langa, sýslumannsembættið á Hvolsvelli. Langt er nú um liðið síðan ljótasta dýraníðingsmál á íslandi kom upp og DV greindi frá blaða best fyrir meira en ári. Fella þurfti 35 hross vegna vanrækslu og illrar meðferðar eiganda hrossanna á Ármóti og auk þess 100 nautgripi og 10 hunda. Maður þessi býr nú í Reykjavík og fær að halda hund með leyfi borgaryfirvalda. Auk þess er honum falið að kenna unglingum við fjölbrautaskóla sál- fræði! Er þetta hægt? Málið virðist eiga að koðna niður, skepnuníðingur- inn hefur ekki verið ákærður fyrir verknaðinn og þar af leiðandi enginn dómur. Ýmislegt fleira miður fallegt mætti segja um umgengni manns þessa við menn og málleysingja. En svo virðist sem hann komist upp með nánast hvað sem er. Neytendur eiga 105 milljónirnar Stefán hringdi: Einkennilegt er það þegar garð- yrkjumaflan er sektuð um meira en 100 milljónir króna fyrir glæpaverk sín að þá skuli ríkið ætla sér að hirða sektina og stinga henni í ríkishítina. Voru það ekki almennir neytendur þessa lands sem voru hlunnfarnir? Væri þá ekki rétt að reyna að koma þessu fé með einhverju móti til neyt- enda sem kaupa grænmeti og ávexti? Samráð hér, samráð þar Gunnlaugur hringdi: Grænmetis- og ávaxtaeinokun landsmanna hefur verið afhjúpuð eft- irminnilega og reyni ég ekki að afsaka þær aðgerðir sem sýna og sanna að allt er að færast í einræðisátt í þessu þjóðfélagi. Eitt fyrirtæki selur okkur grænmeti og ávexti, Flugleiðir sjá um flugið, eitt skipafélag sér um fragtsigl- ingar að mestu, tvö fyrirtæki annast um dagblööin, eitt fyrirtæki, Skífan, hefur sölsað undir sig afþreyingar- og skemmtanabransann, tvö fyrirtæki skipta með sér tryggingasölunni og eitt fyrirtæki hefur yfirgnæfandi stöðu í sölu á matvöru, lyflum og ýmsu fleiru. Allt er þetta að verða býsna sov- éskt og óheilbrigt. Og ætli menn séu ekki að hringja hver í annan, hafandi samráð hér og samráð þar. Það vita allir að þannig er þetta. Nýja hagfræð- in virkar ekki fyrir neytendur. Undarleg gagnýni Tónleikagestur hringdi: Ég var að koma af tónleikum Fóst- bræðra. Troöfull Langholtskirkja fagnaði þessum öfluga kór vel og lengi, sem og þeim Jónasi Ingimund- arsyni og einsöngvurunum Rann- veigu Fríðu Bragadóttur og Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni. Þetta var sannarlega ánægjuleg kvöldstund á flmmtudaginn. En þegar heim var komið rakst ég á háifsíðunudd og níð um Fóstbræður eftir Bergþóru Jóns- dóttur. Hún fann tónleikunum flest til foráttu og sannaðist þar að fátt er svo smátt að kattartungan ekki fmni. Mér var sagt að gagnrýnandi þessi væri af- komandi eða skyldmenni fyrrverandi stjórnanda Karlakórs Reykjavíkur og hafi hún hælt þeim kór á hvert reipi fyrir stuttu. Svona gagnrýni á ekki að eiga sér stað. Sjálfur tek ég meira mark á viðbrögðum áheyrenda á tón- leikunum sem voru afar góð fyrir alla aðstandendur. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.