Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 I>V Tilvera Saman á tónleikum í fyrsta skipti: Fjölskyldu- drama í Salnum „Þetta er 1 fyrsta skipti sem við bræðurnir og mágkona mín syngj- um saman hér á landi,“ segir Snorri Wium, tenór, en hann og bróðir hans, Heimir Wium, baríton, ásamt konu Heimis, hinni sænsku sópran- söngkonu, Ásu Elmgren, halda tón- leika í Salnum í kvöld. Þar ætla þau að syngja íslensk sönglög fyrir hlé, meðal annars eftir Pál ísólfsson, Sigfús Einarsson og Tryggva M. Baldvinsson, og eftir hlé munu ítalskar aríur hljóma, eftir Puccini og Verdi. Undirleikari hjá þeim er Jónas Ingimundarson. Þau Snorri, Heimir og Ása eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í Vínarborg og öll lærðu þau um tíma hjá Svanhvíti Egilsdóttur. Að námi loknu héldu þau öll til Þýskalands. Heimir og Ása búa í St. Gallen í Sviss og starfa við óperuna þar en Snorri flutti til íslands 1996, eftir nokkra úti- vist, og hefur siðan tekið þátt í tón- listarlífinu hér. Snorri kveðst vera mikill örlagaváldur í lífl þeirra Heim- is bróður síns og Ásu. „Þetta byrjaði 1988. Þá fór ég til Vínarborgar í söng- nám og kynntist Ásu sem var hjá sama kennara, Svanhvíti Egilsdóttur. Þegar Svanhvít hélt námskeið hér i Reykjavík sumarið eftir skráði Ása sig á það og þar kynntist hún bróður minum. Síðan hafa leiðir þeirra leg- ið saman.“ Snorri vill ekki kaUa tón- leikana í Salnum fjölskyldutónleika heldur „fjölskyldudrama" því ást og dramatík séu svo stór element í þeirri tónlist sem þar muni hljóma. -Gun. Hvaö er í gangi Um helgina opnaði Hildur Margrét- ardóttir myndlistarsýningu á verkum sinum undir yfirskriftinni Hvað er í gangi? á Rauða veggnum í Japis á Laugavegi. Þau eru unnin í tengslum við tónlistarbransann. Sýningin er til þess gerð að vekja athygli á þeirri þró- un i nútímatónlistargeiranum að söng- konur virðast æ meir færa sig í átt að klámiðnaðinum og virðast í ríkari mæli láta móta sig algerlega eftir kröf- um útgefenda og fjölmiðla. Fæstar virðast þær hafa sérstöðu sem persón- ur, líkt og söngkonumar eflaust vilja að tónlist þeirra sé metin, heldur láta þær steypa sig í táknmynd hinnar eggjandi glyðru til að augu almennings beinist að þeim. Hildur Margrétardóttir var við nám í Myndlista- og handiðaskóla íslands, málaradeild, 1995-1999. Einnig var hún við nám í The Utrecht School of Arts í Hollandi 1998. Hún hefur haldið 6 einkasýningar og tekið þátt í um 17 samsýningum á listferli sínum. Tilvalin fermingargjöf Bræðurnir Snorri og Heimir Wium og kona Heimis, Ása Elmgren, ásamt undirleikaranum, Jónasi Ingimundarsyni Þau syngja íslensk lög og ítalskar aríur. 53 Gítarinn ehf.g Laugavegi45,7$ Kassagítarar Sími 552~2125 00 895*9316. frá 7:900 kr. ■ 3 snúra. Aður 40.400 kr. Nú 27.900 kr. t Hljómborð f rá 3.900 ^ \ WARN / JEPPAMENN! Dráttarspil og fylgihlutir Háhraðaspil 9.500 Ibs. (4.310 kg) Sérverslun jeppamannsins Kringlunni og Vagnhöföa 23 • Sími 590 2000 - www.benni.is - Hágæðakastarar og þokuljós í mörgum gerðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.