Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 18
18 Menning Söfnuður í sauðalitum ur verið eins Sýningin stendur til 19. april og er opin á verslunar- Fyrir kemur að fólk í hönnunar- og listiðnaðargeirunum kvartar yfir því að það haíi minna svigrúm til tjáningar hugmynda og kennda en aðrir sjónlistamenn og kenna þá einkum um kröfum okkar áhorf- enda/neytenda um nytsemd þeirra hluta sem það lætur frá sér fara. Ég held að hér vaði umkvartendur í villu og svima því höfundurinn einn ákvarðar mörkin milli „frjálsrar" sköpunar og nytsemdar í verkum sínum. Fyrir utan það að „nytsemd" er ærið loðið fyrirbæri í sjónlistum, eins og fagurfræðingar vita gjörla. Þessar umkvartanir heyrast ekki síst meðal leirlistarmanna þar sem ýmsir hafa gefið gamla, góða „ílát- ið“ upp á bátinn sem úrelt fyrirbæri og aðþrengjandi en tekið í staðinn að móta allrahanda þrívíddarverk úr leir, án þess að hafa til þess við- hlítandi þjálfun. Um þetta hef ég áður fjallað og astla ekki að fara frekar út í þá sálma. Þeir eru hvort sem er nógu margir, innanlands sem utan, sem með verkum sínum hafa afsannað aö leirlistin sé með einhverjum höftum fædd. Myndgerð augnablik Einn þessara leirlistarmanna er Sigríður Erla Guðmundsdóttir sem um þessar mundir sýnir innsetn- ingu sem hún nefnir „Söfnun Söfn- uður Safn“ í Galleríi Sævars Karls. Ferill hennar hefur verið um margt óvenjulegur því hún hefur jöfnum höndum - og að því er virðist mjög meðvitað - unnið við gerð nytja- hluta úr leir og „gjöminga eða inn- setningar þar sem nytjahlutir gegna stóru hlutverki," svo vitnað sé í sýn- ingarskrá. Enn fremur segir Sigríð- ur Erla skýrt og skorinort: „í verk- um mínum fjalla ég gjaman um sögur. Mynd- geri augnablik sem á sér bæði fortíð og fram- tíð.“ Meðal annars hefur hún ítrekað efnt til „dýrðlegra veislna" víða um land, eins konar gagnvirkra kynninga á nytjahlutum sínum i DV-MYND INGÖ Innsetning Sigríðar Erlu í Galleríi Sævars Karls Kirkjugestirnir“ á bekkjunum eru óreglulega lagaöar leirkúlur, sívalningar og sporöskjur í sauöalitunum og minna helst á geitungabú. bland við gómsæta rétti. Þeir sem sótt þessar uppákomur hafa lýst þeim sem sam- blandi af femínisku borðhaldi listakonunnar Judy Chicago og listrænni matseld Rikrit Tira- vanija, sem einhverjir kannast við frá því hann tíma- tók þátt í uppákomu í Nýlistasafninu. I Galleríi Sævars Karls er fóðr- ið hins vegar af andlegum toga. Salnum hefur Sigríður Erla breytt í eins konar kirkjuskip með bekkjaröð fyrir miðju, altar- istöflu við endavegg og (ritning- arjtexta á veggnum andspænis. Skínandi hundraökallar Nema hvað „kirkjugestirnir" á bekkjunum eru óreglulega lagað- ar leirkúlur, sívalningar og spor- öskjur í sauðalitunum og minna helst á geitungabú. Hver og ein er með rifu eða litlu opi, væntan- lega til að geta séð og andað. Alt- aristaflan er griðarstór þríhyrn- ingur, alþakinn skínandi hund- raðköllum. Ritningartextinn á veggnum andspænis er eftir Jónas Hallgrímsson: „landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,/ himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart." Ég hugsa að ganga megi út frá því að hér sé Sigríður Erla öðr- um þræði að leggja út af sofanda- hætti og mammonsdýrkun nú- tímamannsins. Og það gerir hún án þess að tína til allt of margar klisjur. En svo slær hún okkur út af laginu með tilvitnuninni í listaskáldið góða. Er hún að minna okkur frómt á þau auðæfi sem fólgin eru i fegurð landsins? Eða er innsetningin í heild fram- lag hennar til virkjunarumræð- unnar; fullyrðing um það að við séum soddan sauðir að við séum tilbúin að fórna fegurð landsins fyrir peninga? Eða er hér á ferð- inni írónískara samspil ólíkra þátta en okkur órar fyrir? Allt um það hafa fáar innsetningar sómt sér eins vel í þessum húsa- kyrmum. Sem sagt, leirlistin get- takmarkalaus og okkur sýnist. áöalsteinn Ingólfsson Hljómplötur Ferðast um hljóðskreytta heima Nýr hljómdiskur með tónlist eftir Kjartan Ólafsson geymir fjögur verk, tvö stór og tvö minni. Þau stóru vara í um þrjátíu mínútur en hin minni aðeins nokkrar slíkar. Hljómdiskurinn ber heiti fyrsta verksins sem er Völuspá. Þar er unnið með goðsöguna af upphafi og endalokum heimsins og texti kvæð- anna settur fram í ýmsum útgáfum kvenradd- arinnar. Barnslegar stúlknaraddir setja ágeng- an blæ á framsöguna sem stundum minnir á paradís en líka oft á eitthvað miklu myrkara. Verkið hljómar sem stuttmynd án ytri myndar. Þetta hálftíma ferðalag um goðheima fær jú stundum á sig yfirbragð hljóðrásar en miklu oftar stendur það sterkt eitt og sjálft og mynd- irnar sem flæða um hugann eru eitthvað sem aldrei hefur sést á tjaldinu - ný tegund sem kannski fæðist þegar frelsi hugans fær meira rými við kvikmyndagerð og ferlin fara að líkj- ast meira eðlilegu hugarstarfi en bók. Ef Xenakis er arkitekt í tónlist þá er Kjartan sem sagt kvikmyndagerðarmaðurinn. í verkinu er unnið með náttúruhljóð, raddir og hljóð- gervla og þar birtist gamalt þjóðlagastef. Efni- viðurinn er sem sagt fjölbreyttur en rennur yf- irleitt vel saman. Dæmi um annað er þó til dæmis brotið sem kemur áður en kaflinn Bræð- ur munu berjast hefst. Þar hefði þurft að skil- greina betur hvort um raunverulegt og yfirveg- að brot var að ræða en ekki bara veika sam- skeytingu. Hljómurinn er hins vegar oft þýður í heildina og skemmtilega unnið með rými. Kjöraðstæður við hlustun eru sennilega að vera með góðan ferðaspilara á fjallstindi með jöklasýn - hlustandinn einn á ferð í heitri golu. DV-MYND TEITUR Kjartan Ólafsson tónskáld Fer meö okkur I skemmtilegt feröalag. Án spennitreyju Verkið Gullveig er samið fyrir kontrabassa- blokkflautu og tónband með tölvuunnum hljóð- um. Samband flautu og tónbands er náið og mjög vel unnið. í þessu hátt í sjö mínútna verki er boðið inn í spennandi hljóðheim, oft bæði mjög náttúrulegan og frumstæðan. Mikið flæði hljóðanna skapar nánast líkamlega tilfinningu fyrir svífandi ferð og það þarf ekki mjög fjörug- an hug til að úr verði skemmtilegt ferðalag. Skýrt þrískipt form dregur línur sem styrkja verkið. Dans er fimm minútna verk fyrir tónband sem samkvæmt bæklingi var samið fyrir danskan danshóp árið 1996. Þetta er ólystug og brotakennd samsetning sem stendur engan veg- inn sem sjálfstætt tónverk, en það má reyndar segja um mikið af þeirri tónlist sem ballett- og danshópar nota. Það markmið að dansarinn geti dansað mörg ólík hlutverk við hin mis- munandi brot tónlistarinnar gæti kannski skapað fjölbreytta danssýningu en skemmir fyrir tónlistinni i verkinu. Skammdegi n fyrir djassgítar, slagverk og tölvuhljóðborð er, líkt og Völuspá, hálftíma langt verk. Kjartan vinnur sem fyrr af djörfung með hina nýstárlegu hljómheima rafsins og býður þeim sem eru forvitnir um raunverulega fléttun nýrra hljóðheima við gamla í góða veislu. Þetta er að mörgu leyti ekki eins að- gengilegt verk og Völuspáin en fjölbreytt; stundum eins og um sé að ræöa hljóðversspuna íhugandi hljóðfæraleikara - þeirra innstu hugs- un og frjálsustu könnun. Ágætur hljómdiskur fyrir alla þá sem þreyt- ast stundum á spennitreyjulegum hefðum þeirrar tónlistar sem oftast dynur á okkur. Sigfríður Björnsdóttir _________MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 _______________________x>v Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Svartfugl Skáldsagan Svart- fugl, sem margir telja mögnuðustu skáldsögu Gunnars Gunnarssoncir og eina merkustu nor- rænu skáldsöguna á 20. öld, hefur lengi verið ófáanleg en er nú komin út í ritröð- inni íslands þúsund ár. Hún kom fyrst út á dönsku árið 1929 og hlaut mikið lof gagn- rýnenda, enda var Gunnar gríðarlega vin- sæll víðs vegar í Evrópu á þeim árum. ---- Efni sögunnar er eitt- hvert frægasta morðmál íslandssögunnar, svo- kölluð Sjöundármorð sem framin voru í upp- hafi 19. aldar. Atburða- rásin fylgir að mestu sögu Bjama Bjamason- ar og Steinunnar ? Sveinsdóttur, þau vom hvort um sig gift en sögusagnir komust á kreik um samdrátt þeirra og jafnframt að þau hefðu orðið mök- um sínum að bana. Bókin var gefin út í is- lenskri þýðingu höfundar árið 1973 og er það sú þýðing sem nú kemur út á ný. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur ritar for- mála um skáldið og verkið. Þess skal getið að bókin er eingöngu seld í áskrift en án skuldbindinga um framhald. Með tvær raddir í kvöld kl. 20 heldur kanadíska söngkon- an, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Kiva tónleika í Norræna húsinu. Kiva beitir rödd- inni þannig að útkoman verður tvær raddir úr einum barka og má líkja söng hennar við munkasöng frá Tíbet eða indíánahróp frá Norður-Ameríku. Hún hefur gefið út nokkr- ar hljómplötur og komið fram á fjölda tón- listarhátíða víða um heim. Föstuvaka í kvöld kl. 20 hefst í Háteigskirkju föstu- vaka með alþjóðlegu yflrbragði. Þá flytur fldikó Varga, ung ungversk söngkona, einsöngskantötu eftir Frakkann Frangois Couperin, eina af perlum ffanskrar tón- listar frá barokktíma- bilinu. Einnig eru á dagskránni fleiri frönsk verk frá sama tímabili, sem og kirkjulög eft- ir C.P.E. Bach og Jón Leifs. Ólöf Sesselja Óskarsdóttir spilar á violu de gamba og Dou- glas Brotchie, organisti kirkjunnar, á orgel. Þá mun Matthías Johannessen rithöfundur lesa úr verkum sínum. ftalskt páskabarokk Árlegt páska- barokk verður hald- ið í Salnum annað kvöld kl. 20. Að þessu sinni er Mar- grét Bóasdóttir söng- kona gestur Barokk- hópsins en að venju verður leikið á upp- runaleg hljóðfæri. Á efnisskránni eru verk eftir ítölsk tónskáld: Tríósónata eftir Corefli, kantötur efth’ Vivaldi og Caldara, sembaltónlist eftir Scarlatti, sellósónata eftir Vivaldi, flautudúó eftir Locatelli og flautu- sónata eftir Vinci. Hljóðfæraleikarar á tón- leikunum eru Anna Magnúsdóttir sembal- leikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sellóleik- ari og Martial Nardeau og Guðrún Birgis- dóttir flautuleikarar. Kristur á hvíta tjaldinu Á morgun kl. 17 flytur dr. Amfríður Guðmundsdóttir lekt- or íyrirlestur í mál- stofu Guðfræðistofn- unar sem hún nefnir Kristur á hvíta tjald- inu. Um túlkun á per- sónu og boðskap Jesú Krists í kvikmyndum. Fyrirlesturinn verður haldinn í V. stofú í aðalbyggingu Háskólans og er öllum opinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.