Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 DV Fréttir Minnihlutinn vildi úttekt á fjármálum borgarinnar: Segir skuldir aukast um 7 milljónir á dag - tal um svartnætti fram undan út í hött, segir borgarstjóri Þessi mynd birtist í auglýsingabæk- lingi frá versluninni Oxford Street. Auglýsing vekur umtal: Verðandi klám- stjarna eða fermingarbarn? Margir sem skoðuðu auglýsingabæk- ling frá versluninni Oxford Street ráku upp stór augu er þeir komu að auglýs- ingu um fermingarfót þar sem ung stúlka sést í bol sem á stendur „PORN STAR ... in training" eða klámstjarna í þjálfun. Á bak við myndimar af fyrir- sætunum standa orðin FERMINGAR- DAGUR og PÁSKAR. Verslunin segir að um mistök hafi verið að ræða. „Við hörmum að þetta sé tengt saman, klámstjarna í þjálfun og fermingardagur. Við hörmum að þetta hefur komið við fólk og þetta átti ekki að fara svona,“ sagði Hrafnhildur Borgþórsdóttir, verslunarstjóri og af- greiðsludama í Oxford Sti'eet í Faxafeni í Reykjavik. „Það fóru bolir í myndatöku frá okk- ur og þetta voru bara mistök, það átti ekki að tengja saman klámstjömu i þjáifun og fermingardag," sagði Hrafn- hildur. Bæklingurinn var gefinn út fyrir síð- ustu helgi og dreift víða um Reykjavík- urborg og nágrenni. Hrafnhildur út- skýrði að um nýjar vörur er að ræða og hefur verslunin ekki selt þessa boli áður. -SMK Júlíus Vífill Ingvarsson lagði fram tillögu í borg- arráði um að úttekt yrði gerð á fjármál- um borgarinnar. Júlíus gerir þetta á þeim forsendum að á sama tíma og borgarstjóri hreyk- ir sér af dyggri fjár- málastjórn sinni aukist skuldir borgarinnar um 7 milljónir króna á degi hverjum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri segir. þetta þráhyggju hjá sjálfstæðismönnum og fékk sam- þykkta frávísun á tillögu Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Segir borgarstjóri í frávísunartil- lögu sinni að ekki sé gerð nokkur tilraun í tillögu Júlíusar til að af- marka viðfangsefnið. „Þetta fæli í raun í sér úttekt á starfsemi hverr- ar einustu rekstareiningar innan borgarkefisins. Hún yrði því gríðar- lega umfangsmikil og dýr.“ Frávís- unartillaga borgarstjóra var sam- þykkt með fjórum atkvæðum gegn tveim. Július Vífill Ingvarsson lét þá bóka að borgarstjóri neitaði að horfast í augu við kaldan sannleik- ann varðandi hrikalega skulda- stöðu borgarinnar. „Þá alvarlegu þróun sem ein- kennt hefur fjár- málastjórn R-list- ans eftir að hann tók við völdum i borginni árið 1994 verður að stöðva hið bráðasta og snúa vörn í sókn. Á sama tíma og borg- arstjóri hreykir sér af dyggri fjármála- stjóm sinni aukast skuldir borgar- innar um 7 milljónir króna á degi hverjum. Nettóskuldastaðan hefur farið úr 5,5 milljörðum árið 1994 í 21,5 milljarða á þessu ári.“ Júlíus Vífill Ingvarsson ■ sagði i samtali við DV að þetta væru hrika- legar upphæðir sem venjulegir borgar ættu erfitt með að átta sig á. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði í samtali við DV í gær að þetta væri í takt við söng minni- hlutans. „Þetta tal um skuldir borg- arinnar er orðin þráhyggja hjá ann- ars ágætum sjálfstæðismönnum. Staðreyndin er sú að skuldir borg- arsjóðs hafa verið að lækka. Það er gert ráð fyrir að þær verði komnar í 11 milljarða á þessu ári en þær voru komnar í tæpa 17 milljarða 1998. Samkvæmt þriggja ára áætlun er ráðgert að þær fari i 8,5 milljarða árið 2004.“ Borgarstjóri segir þó rétt að skuldir fyrirtækja borgarinnar hafi verið að aukast. Þar á meðal skuld- ir Orkuveitu Reykjavíkur um tæpa 8 milljarða á umliðnum árum. Það sé að stærstum hluta vegna fjárfest- ingar í Nesjavallavirkjun sem gerir það aftur kleift að lækka raforku- verð á þessu ári um 10%. Fé hafi einnig verið fært frá Orkuveitunni til að lækka skuldir borgarsjóðs en samt sé Orkuveitan með mjög sterka eiginfjárstöðu. „Það er því út í hött að það sé tómt svartnætti fram undan,“ segir borgarstjóri. „Ég held að ég geti fullyrt að borg- arsjóður hafi ekki staðið jafnvel síð- astliðin tíu ár.“ -HKr. Júlíus Vífill Ingvarsson. Á Radisson SAS Hótel Sögu gefst gullið tækifæri til að njóta páskahátíðarinnar; borða úrvalsmat og hafa það notalegt. Gestamóttakan, Skrúður og Mímisbar hafa nú verið færð í nýjan búning en yfirbragð hótelsins er það sama og áður- þægilegt andrúmsloft og persónuleg þjónusta. Mímisbar heldur áfram að laða að gesti - nú með gómsætu eftirmiðdagskaffi og kökuhlaðborði. Opið alla páskahátíðina.Verð kr990. Skrúður býður nýstárlegt páskahlaðborð þar sem gætir áhrifa bæði frá Austurlöndum og Miðjarðarhafinu. Opið alla páskahátíðina. Hádegishlaðborð kr 1.650 og kvöldhlaðborð kr 2.850. Grillið gæti auðveldlega orðið hápunktur páska- hátíðarinnar. Meistarakokkar í eldhúsi og rómaður matseðill sem óþarft er að kynna. Opið á ski'rdag og laugardag. Radisson SAS Hótel Saga • Hagatorgi, 107 Reykjavik Sími: 525 9900 • Bréfasími: 525 9909 info.saga.rek@radissonsas.com www.radissonsas.com HOTELS & RESORTS Gerðu vel við þig á páskum iáý,., * JmuW r AjÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.