Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 2
2 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 I>V Stjórnarfundur í VR í gærkvöld ræddi um deilur formanns og varaformanns: Stuttar fréttir Agreiningur í nefnd - Pétur A. Maack fellur úr stjórn. Heldur áfram sem framkvæmdastjóri. „Ég tel aö með stjómarfundinum í gær hafi mál komist í þann far- veg að hægt verði að leysa skoð- anaágreining sem ríkt hefur milli manna síðustu dagana. Ég vil ekki tala um neinn trúnaðarbrest," sagði Pétur A. Maack, fram- kvæmdastjóri og fyrrverandi vara- formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, í samtali við DV í morgun. Hann kvaðst vænta þess að stjórnarfundur í félaginu í gær- kvöld hefði komið málum í félag- inu á hreint með þeim hætti að mikilvægur trúnaður gæti áfram ríkt milli VR-fólks. Á stjómarfundinum í gærkvöld var farið yfir þau mál sem deilt hefur verið um innan VR síðustu daga en þau lúta einkum að eigna- umsýslu og ýmsum peningamál- um. Pétur A. Maack var í framboði til varaformanns og fékk eitt at- kvæði, en Stefanía Magnúsdóttir, sem var kandídat tillögu Magnúsar L. Sveinssonar, fékk sjö atkvæði. Sjö seðlar voru ýmist auðir eða ógildir. „Nei, þótt atkvæði hafi fallið á þennan veg tel ég að félagið sé ekki DV-MYNDIR HARI Átakafundur Á stjórnarfundi í VR í gær. Ákveðið var þar aö vísa ágreiningsefnum for- manns og varaformanns til nefndar fimm stjórnarmanna sem mun at- huga hvað er hæft í þeim. klofið. Þegar ljóst var að Pétur yrði ekki í endurkjöri kusu hinsvegar sumir að halda sig til hlés og þannig túlka ég þessi auðu at- kvæði,“ sagði Magnús L. Sveins- son. Hann sagðist ekki eiga von á Pétur sjálfur Pétur A. Maack var felldur úr stjórn VR í gær en þar hefur hann gengt embætti varaformanns um áralangt skeið. öðru en því að Pétur A. Maack myndi áfram starfa hjá VR, en mikilvægt væri þó í öllu falli að trúnaður ríkti manna í millum. „Menn verða einnig að gera sér grein fyrir hvað er trúnaður og hvað ekki,“ sagði Magnús. Nefndin sú sem á stjórnarfund- inum í gær var samþykkt að stofna til og er ætlað að fara yfir ágrein- ingsefni þeirra Péturs og Magnús- ar verður skipuð flmm stjórnar- mönnum í VR. Mun hún geta eftir atkvikum geta kallað til liðveislu ýmsa sérfróða menn, svo sem lög- fræðinga, endurskoðendur og verk- fræðinga svo eitthvað sé nefnt. Verður nefndinni ætlað að skila af sér hið allra fyrsta. Pétur A. Maack var þegar DV ræddi við hann í morgun á leið til vinnu sinnar hjá VR. Þar hefur hann starfað í nítján ár. „Ég tel mikilvægt að við drögum réttan lærdóm af þessum máli og ég harma að það skyldi fara í fjölmiöl- ana áður en menn höfðu gert út um það sín í millum innan félags- ins,“ sagði Pétur. -sbs. Gegn glæpastarfsemi Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra hvatti tii þess í gær á utanríkisráð- herrafundi Evrópu- sambandsins og sam- starfsríkja þess um hina svokölluðu Norðlægu vídd ESB að aukin áhersla yrði lögð á að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og að baráttan gegn alþjóðlegri glæpa- starfsemi yrði efld. Hitaveita Hveragerðis til sölu Bæjarstjórn Hvergerðis hefur ákveðið að láta kanna með sölu á Hita- veitu Hveragerðis. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjómar í síðustu viku. Fjöldarannsókn Umfangsmesta fjöldarannsókn sem gerð hefúr verið í heiminum á tengsl- um efhisins melantóníns sem stjómar syfju og skammdegsisþunglyndis hófst á Vestfjörðum í gærmorgun. Sjötíu manns taka þátt í rannsókninni sem er gerð í samstarfi vestfirskra lækna og Háskóla íslands. Ólafur Már Jóhannesson, fyrrum framkvæmdastjóri og eigandi Þórscafés: Fær bætur fyrir of langt gæsluvarðhald - byggt á sýknu hans í e-töflumáli - annar bótadómurinn í sama sakamáli Sat í einangrun í 22 daga Myndin er tekin þegar Óiafur Már losnaði úr gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Hann hafði þá sætt einangrun, heimsókna- og símabanni, bréfaskoðun og mátti ekki horfa eða hlusta á fjölmiðla. Fallið frá kæru í fingurbrotsmálinu: Dulbúin gæfa - segir kennarinn í Húsaskóla sem er hættur Ólafur Már Jóhannesson, fyrr- um framkvæmdastjóri og eigandi Þórscafés, hefur verið dæmd hálf milljón króna í bætur fyrir að hafa setið of lengi í gæsluvarðhaldi á meðan lögreglurannsókn fór fram á innflutningi á 969 e-töflum árið 1999. í upphæðinni felast 300 þús- und krónur í miskabætur en 200 þúsund krónur fyrir vinnutap. Upphæðirnar bera dráttarvexti frá 14. september síðastliðnum. Þar sem um gjafsókn var að ræða er ríkið jafnframt dæmt til aö greiða lögmanni Ólafs Más 250 þúsund krónur. Kostnaður ríkisins vegna þessa nemur því hátt í einni millj- ón króna. Hér er um að ræða annan dóm- inn í sama sakamáli þar sem bæt- ur eru dæmdar fyrir of langt gæsluvarðhald. Ingrid Juhala fékk í vetur dæmdar 200 þúsund krón- ur í bætur fyrir að hafa setið of lengi inni á meðan lögreglan var að rannsaka málið. Lögmanni hennar voru dæmdar 300 þúsund krónur. Ólafur Már var úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 16. júlí til 28. ágúst 1999. Lögreglan óskaði síðan eftir framlengingu til 18. ágúst. Á það féllst héraðsdómur en Hæsti- réttur stytti tímann til 6. ágúst. Að þeim tima liðnum var Ólafi Má sleppt út af Litla-Hrauni, eftir 22 daga, þar sem hann sætti einangr- un, heimsóknarbanni, bréfaskoðun, símabanni og fiölmiðlabanni. Hann stefndi ríkinu til greiðslu samtals 7,9 milljóna króna vegna miska og missi mannorðs, vinnu- taps og taps á sölu helmings hluta hans í hlutafélagi um Þórscafé sem selt var undir markaðsverði eftir að e-töflumálið komst í hámæli. Hol- lensk stúlka, sem síðar var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi, bar sakir á Ólaf Má en hann neitaði. Fór svo í sakamálinu að hann var sýknaður þó framburður hans hefði Fallið hefur verið frá því að kæra kennara níunda bekkjar í Húsa- skóla í Grafarvogi sem nemandi bar að hefði fmgurbrotið sig þegar honum var vísað úr tíma. Valgerð- ur Selma Guðnadóttir, skólastjóri í Húsaskóla, segir að unnið verði að því að leysa málið innan veggja skólans: „Við höfum náð ákveðnu sam- komulagi við kennarann og hann fer væntanlega í léyfi út árið,“ sagði skólastjórinn í gær. Sjálfur er kennarinn feginn að Trinít . ..... ................................Á '*» rjuLukoRtuni vUiiA (jnubundia it «»rfí (ItÍMKkrSa \ Lögreglurannsókn vegna fingurbrots u - ><* tMj||,|l|| t»MtMl«l«>>WWl>»é,«iWÍ» . ^ Frétt DV af fingurbrotsmálinu í Húsaskóla. vera hættur að kenna níunda bekk í Húsaskóla, énda hafi verið nær ógerningur að hald þar uppi aga: „Ég lít á það sem dulbúna gæfu að losna og geta nú farið að sinna öðrum hugðarefnum mínum í verið talinn ótrúverðugur. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála má taka til greina kröfur um bætur ef sakborningur hefur verið dæmdur sýkn með óá- frýjuðum dómi vegna þess að sann- anir hafi ekki fengist. Héraðsdómur telur þannig vera háttað í þessu skaðabótamáli enda var sakamálinu ekki áfrýjað af hálfu ríkissaksókn- ara. Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að ekki hefðu verið efni til að framlengja gæsluvarðhald Ólafs Más þann 28. júlí. Hann hafi því í raun ekki þurft að sitja frá þeim tíma til 6. ágúst, í rúma viku enda hafi lögreglan á þeim tíma i raun ekkert aðhafst frekar i rannsókn hvað varðar hans þátt. Fyrir þetta eru bæturnar dæmdar. Ólafur Már sagði í samtali við DV að hann hygðist áfrýja niðurstöðu héraðsdóms - hann teldi þá upphæð sem honum hefði verið dæmd ekki nægilega háa. -Ótt friði,“ sagði kennarinn sem þver- tekur fyrir að hafa fingurbrotið nemandann heldur aðeins tekið í hnakkadrambið á honum og visað úr tíma. Ástandið i Húsaskóla hefur, að sögn nemenda, ekki verið til fyrir- myndar í vetur og mikið um óknytti og læti. Hafa kennslustofur oftar en ekki líkst orrustuvöllum i dagslok og framkoma nemenda við kennara verið fyrir neðan allar hell- ur. Vinnur skólastjórnin að því að gera þar bragarbót á. -EIR Thermoplus gjaldþrota Um 50 manns missa vinnuna hjá fyrirtækinu Thermoplus í Reykjanes- bæ sem lýst var gjaldþrota í gær. Mikl- ar væntingar voru gerðar til þessa fyr- irtækis en fyrrum eigendur og stjóm- endur fyrirtækisins bentu þó á það í DV á síðasta ári að ekki væri þar allt með felldu. Fylgjandi þátttöku islands Jacques Chirac, forseti Frakklands, er fylgjandi þvi að Island taki þátt í mótun vamarbandalags Evrópusam- bandsins og fái sæti Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Davíð Oddsson hitti Frakklandsforseta í gær. Sýni samningsvilja Stúdentar við Háskóla Islands hvetja ríkið og Félag háskólakennara til þess að sýna samningsvilja í kjara- deilunni. Af þeim sökum hafa stúdent- ar hafið undirskriftasöfnun til þess að mótmæla yfirvofandi verkfalli á mál- efnalegan hátt. Vísir .is greindi frá. Niöurfelling á verndartollum Forystumenn Al- þýðusambands ís- lands funduðu með Guðna Ágústssyni landbúnaðarráð- herra i dag og kröfð- ust þeir þess að þeg- ar verði tekin ákvörðun um niður- fellingu á verndartollum vegna inn- flutnings á grænmeti. Páll Bragi til Genealogla Páll Bragi Kristjónsson útgefandi hefúr verið ráðinn framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Genealogia Island- orum. Stefnt er að því að fyrirtækin Nýja bókafélagið og Þjóðsaga, sem Páll hefur stýrt um árabil, verði undir sama hatti og Genealogia Islandorum. Gæðaverðlaun í feröaþjónustu Gæðaverðlaun Ferðaskrifstofu ís- lands vom veitt í fyrsta skipti í dag og er valið byggt á gæðakönnun sem unn- in var í samstarfi við Gallup. Hótel Framtíð á Djúpavogi og Hótel Flúðir unnu gæðaverðlaun í flokki hótela- og gististaða. Forsætisráðherra hafi milljón Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, hefur lagt fram frumvarp á Al- þingi um breytingu á lögum um þingfarar- kaup. Samkvæmt frumvarpinu munu laun þingmanna hækka um 49% og verða 450 þúsund krónur á mánuði. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.