Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Page 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 DV Aftur yfir hafiö Baráttan um Belindu og Kimberley heldur áfram í Bandaríkjunum. Nettvíburarnir verða sendir til Bandaríkjanna Tvíburasysturnar Belinda og Kimberley, sem ættleiddar voru tvisvar á Netinu, mega ekki vera um kyrrt í Englandi samkvæmt úr- skurði áfrýjunardómstóls í gær. Kilshawhjónin frá Wales, sem borg- uðu um 1 milljón króna fyrir böm- in, fá því ekki litlu stúlkurnar aftur til sín. Félagsmálayfirvöld tóku stúlkurnar í sina vörslu á meðan málið var í réttarkerfinu. Bandarísk hjón, Vickie og Richard Allen, sem áður höfðu keypt bömin fyrir helm- ingi lægri upphæð, útiloka ekki að reyna að ættleiða þau. Richard bíð- ur nú málaferla vegna ákæru um kynferðislega áreitni gegn tveimur barnapíum sínum. Hann kveðst sak- laus. I febrúar síðastliðnum var föð- ur tvíburanna veitt forræðið yfir þeim. Móðir þeirra, sem seldi litlu stúlkumar tvisvar, vill nú fá for- ræði yfir þeim. Fyrst um sinn verða tvíburarnir í gæslu félagsmálayfir- valda í Missouri. Börn með háar einkunnir fá hærri bætur Börn vel menntaðra foreldra í Svíþjóð fá hærri bætur vegna veik- inda og slysa, einkum ef þau eru hrifin af tölvum, eru með háar ein- kunnir og eiga systkini sem gengið hafa menntaveginn. Börn, sem eru með skólaleiða og eiga foreldra sem eru með stutta skólagöngu, eiga von á lægri bótum þótt þau sé með sams konar tryggingu. Tryggingafélögin hafa til hliðsjónar mat umferðar- slysanefndar. Talsmaður nefndar- innar segir í viðtali að gengið sé út frá því að barn með háar einkunnir í öllum námsgreinum muni ekki sætta sig við að standa á verkstæð- isgólíi alla ævi. Cllnton á Indlandi Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjafor- seti, hefur veriö á Indlandi undan- farna daga og komst á fílsbak. Clinton brá sér á fílsbak á Indlandi Bill Clinton, fyrrum Bandaríkja- forseti, brá sér á fllsbak i fornri höll í norðanverðu Indlandi í gær og efndi þar með loforð sem hann gaf sjálfum sér í heimsókn sinni til landsins í fyrra. Þá var ekki hægt að koma fílaútreiðartúr við. Clinton ljómaði af gleði þegar hann klöngraðist upp tréstiga til að komast upp á bak filsins. Ekki var útreiðartúrinn þó langur, stóð að- eins yfir í þrjár mínútur. En „frá- bært“ engu að síður. Síamstvíburar aðskildir Læknar í Singapore luku í morg- un við að aðskilja síamstvíbura frá Nepal sem voru samvaxnir á höfði. Aðgerðin hófst síðastliðinn fóstu- dag. Við aðgerðina, sem um 20 læknar tóku þátt í, var notuð þrí- viddartölvumynd af heilum Og æðum tvíburanna. Kínverskur orrustuflugmaður: Vildi fá að granda njósnaflugvélinni Alan Garcia kom á óvart í forsetakosningunum í Perú: Segist munu sigra Toh edo í síðari umferðinni Oheppileg ákvörðun Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði í gær ákvörðun Banda- ríkjanna um að staðfesta ekki Kyoto-sáttmálann um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda óheppilega. Kvaðst Annan vona að Bandaríkin skiptu um skoðun. Afganir lifa á dýrafóðri Gríðarlegur matvælaskortur er i Afganistan og hafa hungraðir íbúar lagt sér til munns dýrafóður og eitr- aðar jurtir. Dæmi eru um að fólk hafi lamast eftir að hafa borðað jurt- irnar. Létust í snjóflóði Tveir finnskir Qallgöngumenn létust og þrir slösuðust i snjóflóði í norðurhluta Noregs í gær. Flugskeytaárás Palestínska lögreglan sagði í morgun að Israelar hefðu gert flug- skeytaárás á lögreglustöð á Gaza- svæðinu í morgun. Fyrr í morgun fullyrti ísraelski herinn að Palest- ínumenn hefðu varpað sprengjum á gyðingabyggð á Gazasvæðinu. Sprengjuárás í Róm Sprengja sprakk í miðborg Róm í morgun við hús þar sem er skrif- stofa sambands milli Ítalíu og Bandaríkjanna. Baráttan opinber Baráttan um eftirmann forsætis- ráðherra Japans, Yoshiro Moris, varð í morgun opin- ber þegar Shizuka Kamei lýsti yfir framboði sínu til embættis formanns Frjálslynda lýðræð- isflokksins. Víst þykir að sá sem kjörinn verður for- maður verði næsti forsætisráðherra Japans. Keppinautar Kameis verða að öllum líkindum Ryutaro Has- himoti og Junichiro Koizumi. Skotárás í skóla Ástralskur piltur skipulagði skotárás í skóla sínum, að því er yf- irvöld greindu frá í morgun. Dag- bók piltsins með nöfnum nemenda og kennara á dauðalista fannst i sið- ustu viku. Bjórdrykkja með Pútín Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Gerhard Schröder Þýska- landskanslari drukku í gær bjór saman og ræddust við á þýsku í St. Pétursborg í gær áður en alvarlegri umræður þeirra um varnarmál og skuldir Rússlands hófust. Kínverskur orrustuflugmaður bað um leyfi til að skjóta niður bandaríska njósnaflugvél eftir að hann hafði orðið vitni að því þegar félagi hans lenti í árekstri við bandarísku vélina fyrir tíu dögum. Dagblaðið South China Morning Post í Hong Kong hafði eftir heimild- armönnum sínum í gær að flugmað- urinn hefði ekki fengið umbeðið leyfi. Þess í stað hefði hann fengið skipun um að þvinga flugvélina, sem var á leið burt frá Kína, til að lenda. Kínverska orrustuþotan fórst við áreksturinn við bandarísku flugvél- ina og flugmaðurinn hefur ekki fundist enn. Tuttugu og ijögurra manna áhöfn bandarísku njósnaflugvélarinnar hefur nú verið tíu daga í haldi kín- verskra yfirvalda á Hainan-eyju. Hún er við góða heilsu og andinn góður þrátt fyrir vísbendingar um að deilan um lausn hennar ætli að dragast á langinn. Vistarverur áhafnarinnar Kínverskur maöur hjólar fram hjá gestahúsi kínverska hersins þar sem tuttugu og fjögurra manna áhöfn bandarísku njósnavélarinnar heldur til á meöan leiðtogar land- anna reyna aö finna lausn á deilunni um örlög hennar. „Diplómatían tekur sinn tíma,“ sagði George W. Bush Bandaríkja- forseti við upphaf ríkisstjórnarfund- ar vestra í gær. Ekki var að sjá í morgun að mið- að hefði í samkomulagsátt um lausn áhafnarinnar. Stjórnvöld í Wash- ington halda enn fast í þá afstöðu sína að biðjast ekki afsökunar á árekstrinum, eins og Kínverjar hafa ítrekað krafist. Bandaríski varnarmálafulltrúinn Neal Sealock lét að því liggja í morgun að áhöfn njósnavélarinnar væri búin að sætta sig við að vera í haldi Kinverja þar til lausn fyndist á deilunni. Fulltrúar bandarískra stjórn- valda fengu að hitta áhöfnina í fjórða sinn í gærkvöld. Allir úr áhöfninni voru á fundinum, en ekki bara átta manns eins og áður, að kröfu Kínverja. Þá lögðu kínverskir embættismenn ekki línurnar fyrir fundinn í gærkvöld. Vinstrisinninn Alan Garcia, fyrr- um forseti Perús, sem kom öllum á óvart með því að fá næstflest at- kvæði í forsetakosningunum á sunnudag, hélt því fram í gær að hann myndi fara með sigur af hólmi í síðari umferðinni. Þar mætir hann miðjumanninum Alejandro Toledo, sem fékk flest atkvæði á sunnudag og þykir sigurstranglegastur. Toledo fékk flest atkvæði, eins og búist var við, en var þó langt frá því að fá þau 50 prósent atkvæða sem hann þurfti til að tryggja sér for- setaembættið. Yfirkjörstjóm í Perú sagði að þeg- ar búið var að telja 73 prósent at- kvæða hefði Toledo, sem er af indíánaættum og er talsmaður frjáls markaðshagkerfis, verið kominn Alan Garcia Fyrrum forseti Perús er nokkuö viss um aö hann fái tækifæri til aö setj- ast aftur á forsetastólinn í Lima. með 36,48 prósent. Alan Garica hafði þá fengið 26,11 prósent at- kvæða og þriðji frambjóðandinn, fyrrum þingkonan Lourdes Flores, rak lestina með 23,69 prósent at- kvæða. Síðari umferð forsetakosning- anna verður í maí eða júní. Alan Garcia, sem var forseti Perús á ár- unum 1985 til 1990, mun nýta tím- ann til að reyna að sannfæra kjós- endur um að hann hafi lært af mis- tökunum sem hann gerði á forseta- stóli á sínum tima. Forsetatíð hans einkenndist af óðaverðbólgu, efna- hagskreppu og ofbeldisverkum upp- reisnarmanna. „Ég held að ég muni smám saman öðlast trúverðugleika á ný,“ sagði Garcia við fréttamenn í gær. Krans til heiöurs látnum Hermenn úr víetnömskum heiöursverði bera blómakrans til heiöurs einum félaga þeirra úr víetnamska hernum sem fórst í þyrluslysi um helgina. Níu Víetnamar og sjö Bandaríkjamenn týndu lífi í slysinu sem varö þegar þeir voru á leiö í leit aö líkamsleifum bandarískra hermanna sem hafa veriö týndir frá því í Víetnamstríöinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.