Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001
UæB'BMBBB#
■ Wil
tölvu-i t*kni og visinda
Styrkur veittur úr Ballantine’s sjóðnum:
Efnafræðikennsluforrit
fyrir framhaldsskóla
Lotukerfið er torrætt,
jafnve! þeim sem *
lærðu um það í
menntaskóla. Þá ekki
síður efnajöfnur, for*
múlur og rafeindaskip-
an. í forritl Brynjólfs og
Sigurðar eru þessí
gömlu sannindl færð í
nýjan búning, gerð
- fékk styrkinn að þessu sinni
Brynjólfur
Bjarnason kerf-
isfræðingur og
Sigurður Frið-
leifsson, líffræð-
ingur og kenn-
ari, hlutu fyrir
stuttu 400.000 króna styrk úr Ball-
antine’s-sjóðnum fyrir tölvuforrit
sem ætlað er til kennslu í efnafræði
í framhaldsskólum.
Ballentine’s-sjóðurinn er alþjóð-
legur sjóður með það að markmiði
að styðja ungt fólk um heim allan í
að þróa viðskiptahugmyndir sínar
og gera þær að veruleika.
í fréttatilkynningu segir að verk-
efni Brynjólfs og Sigurðar hafi ver-
ið valið úr 122 umsóknum sem
sjóðnum hér á landi bárust. Þar er
einnig haft eftir Brynjólfi að styrk-
Forritið sem Brynjólfur og Sigurður hönnuðu tekur á fjór-
um grunnþáttum efnafræðinnar, lotukerfinu, rafeinda-
skipan atóma, formúlum og efnajöfnum.
Efnafræðiforritið er einfalt i notkun og geta þeir nemendur sem fijótiri eru að ná námsefni fært sig
í erfiðari dæmi í stað þess aö sitja auöum höndum á meðan eitthvað sem þeir skitja er útskýrt fyr-
ir öðrum.
urmn muni
verða nýttur til
áframhaldandi
vinnu við þróun
forritsins og til
uppsetningar á
vefsíðu. Vefsíðan
er nú þegar kom-
in upp og geta
þeir sem hafa áhuga stimplað inn
slóðina www.prim.is/binni/efna-
fraedi/default.html þar sem upp-
lýsingar um forritið er að finna.
Forritið kynnt öllum
framhaldsskólum
Sigurður fékk hugmyndina að
forritinu við kennslu í MH. Hann sá
að sniðugt gæti verið að færa hluta
kennsluefnisins í efnafræði i tölvu-
forrit. Það er mat Brynjólfs að
krakkar vilji nota tölvur við námið
og góður tölvukostur sé nú þegar til
í framhaldsskólum landsins. Því
þótti þeim Sigurði og Brynjólfi til-
valið að þróa forrit sem hjálpar
krökkum við efnafræðinám.
Forritið hefur verið prófað á nem-
endum í Menntaskólanum við Sund
og auk þess segir Brynjólfur að þeir
hafi leitað víða álits og ráðgjafar hjá
nemendum og kennurum. Markaðs-
setningu og kynningu á forritinu
verður þannig háttað að haft verður
samband við alla framhaldsskóla í
landinu og forritið kynnt. Auk þess
munu upplýsingar um það verða
settar inn á væntanlega vefsíðu
Gömul sannindi í nýjum
búningi
Lotukerfið er torrætt, jafnvel
þeim sem lærðu um það í mennta-
skóla. Þá ekki síður efnajöfnur, for-
múlur og rafeindaskipan. í forriti
Brynjólfs og Sigurðar eru þessi
gömlu sannindi færð í nýjan bún-
ing, gerð auðskiljanleg og aðgengi-
leg. Nemendur fá jafnframt að
spreyta sig á æfingadæmum og próf-
um. Prófin er hægt að prenta út og
afhenda kennaranum. Hann getur á
útprentinu séð hvar nemandi stend-
ur í náminu þar sem hinir fjóru of-
antöldu liðir eru sundurliðaðir og
þar með sést hvar staðan er góð og
hvar má bæta. Lítið vandamál mun
vera að bæta við fleiri þáttum en
þeim sem áður hafa verið upptaldir.
Kostir kennsluforrita eru augljós-
ir. Þar er öllum nemendum gert
jafnhátt undir höfði, hver nemandi
vinnur á sínum hraða og nemendur
eru fljótir að fá svörun. Miklu skipt-
ir að þau séu einföld i notkun en að
sama skapi fjölbreytileg því nem-
endur verða fljótt leiðir á einhæfu
kennsluefni. Þá þarf það að henta
við ólíkar aðstæður en skólar eru
misvel tækjum búnir til tölvu-
kennslu.
Nýherji og Kennaraháskólinn gera samstarfssamning:
Kynslóðaskipting í tölvuvæðingu skólans
- með fartölvuvæðingu og uppsetningu þráðlauss netkerfis
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóia íslands, og Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, handsala samninginn í
seinustu viku.
í seinustu viku
skrifuðu Ólafur
Proppé, rektor
Kennaraháskóla
íslands, og Þórð-
ur Sverrisson,
forstjóri Ný-
herja hf., samstarfssamning sem
kveður á um að Nýherji skuldbind-
ur sig til að fartölvuvæða skólann.
Þar er átt við að Nýherji mun
leigja Kennaraháskólanum IBM-
fartölvur sem aftur leigir þær til
nemenda. í þessari leigu er innfalið
netkort sem gefur nemendum kost
á að tengjast bæði Netinu, sem og
innra neti skólans. Nýherji mun
einnig sjá um uppsetningu senda
um skólann fyrir innra netið. Áætl-
Upp á framtíðina að
gera telur Óttar að far-
tölvuvæðingln nú sé
aðeins fyrsta skreflð í
breyttum kennsluhátt-
um þar sem hann sér
fyrir sér að fjarkennsla
og staðkennsla eigi
eftír að renna saman
með breyttum
kennsluháttum og
breyttrí nýtingu skóla-
húsnmðis.
að er að allir nemendur, sem og
kennarar, verði orðnir tengdir inn-
an fjögurra ára.
Breyttir kennsluhættir
Óttar er spenntur fyrir þessum
samningi. Hann segir hér sé í raun
um kynslóðaskipti i netvæðingu
skólans að ræða. „Fartölvurnar eru
í raun að taka við af hinum hefð-
bundnu tölvuverum.” Óttar sér far-
tölvuvæðinguna líka sem næsta
skref í þróun kennslu við skólann
sem stendur nú fremst meðal há-
skóla hér á landi í íjarkennslu.
Hann segir að nú þegar séu um
40% þeirra 1500 nemenda sem skól-
ann stunda í fjarnámi og það hlut-
fall eigi eftir að aukast upp í 50%
næsta haust. Upp á framtíðina að
gera telur Óttar að fartölvuvæðing-
in nú sé aðeins fyrsta skrefið í
breyttum kennsluháttum þar sem
hann sér fyrir sér að fjarkennsla og
staðkennsla eigi eftir að renna
saman með breyttum kennsluhátt-
um og breyttri nýtingu skólahús-
næðis.
Eins og komið hefur fram í um-
ræðunni um nýtingu fartölva við
kennslu er enn verið að læra inn á
hvernig nýta megi sem best þessa
tækni. Óttar bendir á að nú sé far-
ið að bjóða upp á meistara- og dokt-
orsgráðunám við skólann og að far-
tölvuvæðingin muni sérstaklega
nýtast þar. Hann sér t.d. fyrir sér
að þar verði unnin rannsóknar-
verkefni um hvernig nota megi far-
tölvur á sem bestan hátt við
kennslu.
Ávinningur fyrir samfélagiö
Nýherji hf. er nú þegar í sam-
starfi við nokkra framhaldskóla á
landinu með svipuð verkefni. „Við
hjá Nýherja höfum mikinn áhuga á
að vinna með skólunum á þessu
sviði,“ segir Þórður. Hann segir
helstu ástæðuna vera þá að flýta
fyrir þróuninni í fartölvuvæðing-
unni hér á landi. Þórður heldur C
áfram og segir að ávinningurinn af
verkefnum sem þessum sé mikill
bæði fyrir skólana, Nýherja og
ekki hvað síst samfélagið í heild.
Þórður telur samninginn við
Kennaraháskólann sérstaklega
mikilvægan: „Það að Kennarahá-
skólinn sé leiðandi á þessu sviði
kemur til með skila sér í hraðari 'T'
þróun niður I grunn- og framhalds-
skóla.“