Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Síða 32
CORSAj FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 Eiturlyf j asmygl: 3 milljónir áttu að verða 40 Þrír menn sitja nú í gæsluvarð- haldi eftir misheppnaða tilraun tii að smygla 8 kilóum af hassi og 7 þúsund e-töflum til landsins. Efnin keyptu þeir 1 Amsterdam fyrir þrjár milljónir króna og hefðu getað selt þau á götu í Reykjavík fyrir 40 milljónir króna. Þar af hefðu milliliðir og smásalar tekið um helming ágóðans en höfuð- pauramir setið eftir með um 20 millj- ónir. Tveir mannanna eru á fertugs- aldri en sá þriðji um fimmtugt. Talið er líklegt að gjaldeyriseftir- lit bankanna hafi fellt mennina en öll kaup á erlend- um gjaldeyri yflr ákveðinni upp- hæð eru tilkynnt lögregluyfirvöldum. Eftirleikurinn felst því i því að fylgjast með þeim mönnum sem gjaldeyrisviðskiptin áttu: „Það skiptir engin fleiri milljón- um án þess að vera með her manns i verkinu," sagði heimildarmaður DV í undirheimum Reykjavíkur og bætti því við að stórar úttektir á gullkort- um væru auðraktar. Amsterdam - 3 milljónir. Eitt kíló af hassi kostar um 200 þúsund krón- ur hjá heildsala i Amsterdam. Það selst hins vegar á 2 milljónir i smásölu í Reykjavík þannig að ágóðavonin er tífóld. Gróðinn er enn meiri í við- skiptum með e-töflur því ytra kost- ar stykkið um 200 krónur en er selt hér heima á 3.500 krónur. Mennirn- ir sem nú sitja í gæslu hafa því keypt e-töflurnar sjö þúsund fyrir 1,4 milljónir króna en hefðu getað selt þær fyrir rúmar 24 milljónir. Gróðinn af hassviðskiptunum hefði orðið 14,4 milljónir en e-töflusalan gefið um 23 milljónir í aðra hönd. Reykjavík - 40 milljónir. -EIR brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Allt fast Hvergi sér til lands í dellu útgeröarmanna og sjómanna. Hér má sjá Grétar Mar Jónsson, forseta Farmannasam- bandsins, og aöra fulltrúa sjómanna þar sem þeir drápu tímann í Karphúsinu í gær. Netarallið í uppnámi Sjómannasamband íslands mun að óbreyttu ástandi ekki gefa leyfi sitt fyrir því að „netaralli" Hafrannsókn- arstofnunar verði framhaldið, en net- arallið var komið mjög vel á veg þeg- ar Sjómannasambandið og Landssam- band íslenskra útvegsmanna stöðv- uðu það fyrir helgi. Útlit er því fyrir að vísndarannsóknin sé í uppnámi. Eins og DV greindi frá í gær er ástæðan sú að sjávarútvegsráðherra hætti við að setja á hið árvissa hrygn- ingarstopp en það þýðir að sá hluti bátaflotans sem ekki er stopp vegna verkfalls getur veitt þorsk á hrygning- artíma hans. -gk Baldur Árni laus úr ísnum Togarinn Baldur Árni RE 102 losn- aði úr 6 daga prísund í hafísnum und- an strönd Kanada og kom til hafnar í St. Johns í nótt. Samkvæmt upplýs- ingum frá Kanada í morgun losnaði Baldur Árni um miðnæturbil miðað við íslenskan tíma og kom til hafnar 4-5 klukkustundum siðar. Um borð voru þá aðeins skipstjóri, vélstjóri og bryti. Tólf aðrir úr áhöfninni voru þegar komnir i land og voru væntan- legir til íslands í nótt. -Ótt Ingibjörg Pálmadóttir hyggst draga sig í hlé og hætta í ríkisstjórninni: Ráðherraskipti um helgi - Jón Kristjánsson sagður fara í ríkisstjórn og ísólfur Gylfi taki við fjárlaganefnd Stefnt er að því að ráðherraskipti verði í ríkisstjórninni á ríkisráðs- fundi á laugardag. Ingibjörg Pálma- dóttir mun þá draga sig í hlé að eig- in ósk en búist er við að Jón Krist- jánsson, formaður fjárlaganefndar, taki við heilbrigðisráðuneytinu. „Er ekki sól fyrir norðan," sagði Guðni Ágústsson, varaformaður Fram- sóknarflokksins, þegar hann var spurður um málið í morgun og varðist allra frétta. Um nokkurt skeið hefur verið uppi orðrómur um að Ingibjörg vilji draga sig út úr ríkisstjórninni, en sem kunnugt er varð hún fyrir heilsufarslegu áfalli fyrr í vetur. Að- dragandi þeirra ráðherraskipta sem fyrirhuguð eru á laugardag hefur hins vegar farið mjög hljótt og hefur einvörðungu verið á vitorði örfárra manna í forustu Framsóknarflokks- ins. Þó er tæplega hægt að segja að þau komi á óvart. Ekki er þó sjálfgefið að Jón Krist- jánsson verði arftaki Ingibjargar i ráðherrastóli enda eru margir í þingflokki Framsóknar kallaöir. í þeim efnum má nefna Kristin H. Gunnarsson þingflokksformann sem er þingmaður í ráðherralausu kjördæmi, Hjálmar Ámason sem er sá þingmaður óbreyttur sem hefur flest atkvæði á bak við sig, Ólafur Öm Haraldsson sem er fyrsti þing- maður í Reykjavík sem er ráðherra- laust kjördæmi og Jónína Bjartmarz sem fékk mjög góðan stuðning í varaformannsembætti á flokksþingi fyrir nokkrum vikum. Af samtölum DV við fjölmarga þingmenn Fram- sóknarflokksins að dæma er ljóst að sátt gæti myndast um Jón Kristjáns- son sem hefur verið lengi i fremstu röð og nýtur „gíf- urlegrar virðing- ar“ , eins og fleiri en einn þingmaður orðaði það. Ekki er líklegt að sátt gæti náðst um annan frambjóðanda. Þá er bent á langt og farsælt samstarf Jóns Kristjánsson- ar og Halldórs Ás- grimssonar sem myndi verða til þess að Halldór fengi áframhaldandi stuðning inni í ríkisstjórninni en Ingibjörg Pálmadóttir hefur verið dyggur stuðningsmaður Halldórs. Þetta atriði er hins vegar talið vinna gegn manni eins og Kristni H. sem hefur nokkuð farið sínar eigin leiðir, t.d. í sjávarútvegs- og byggða- málum. Ríkisráðsfundur hefur verið boð- aður á laugardag, en þetta er mjög óvenjuleg tímasetning ríkisráðs- fundar, mitt í páskafríi þingmanna. Búist er við að þingflokkur fram- sóknarmanna muni koma saman nú Jón ráöherra Allar líkur eru á því aö Jón Kristjánsson alþingismaöur taki viö ráöherradómi á næstunni. í vikunni til að ganga frá þessum málum, en við það að Jón Kristjáns- son yrði ráðherra losnaði stóll for- manns fjárlaganefndar. Heimilda- menn DV segja líklegt að ísólfur Gylfi Pálmason, sem nú er í nefnd- inni, verði gerður að formanni fjár- laganefndar en Magnús Stefánsson, sem kemur inn i stað Ingibjargar, taki þar sæti líka. Ekki náðist í Ingibjörgu Pálma- dóttur eða Halldór Ásgrímsson vegna vinnslu þessarar fréttar. -BG Sjónvarpið stöðvar auglýsingu Íslandssíma: Bönnuð á skjánum fýrir 9 á - ofbeidistaktar, segir markaðsstjóri RÚV Auglýsingadeild Sjónvarpsins hefur tekið fyrir birtingar á tiltek- inni auglýsingu frá Íslandssíma vegna nýrrar farsímaþjónustu fyr- irtækisins. „Auglýsingin einkenn- ist af hröðum klippingum, hálf- nöktu fólki, hrindingum og er einn allsherjar hrærigrautur. Þarna eru ýmsir ofbeldistaktar sem ekki er gott að böm sjái,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðsdeOdar Ríkisútvarpsins, í samtali við DV. Samkvæmt vinnu- reglum á RÚV, sem útvarpsráð setti fyrir um tveimur árum, verð- ur hins vegar leyft að sýna auglýs- inguna eftir klukkan níu á kvöld- in. „Þessi afstaða RÚV kemur mér að sumu leyti á óvart en í þessari auglýsingu erum við þó fyrst og fremst að endurspegla veruleika heimsins eins og hann er,“ sagði Magnús Árnason hjá Íslandssíma. Umræddar farsímaauglýsingar, sem einkum eiga að höföa tO ungs fólks, eru unnar af auglýsingastof- unni DBT og þar á bæ hafa menn síðustu sólarhringa unnið við að klippa út einstök atriði og hófstOla auglýsinguna þannig að hún fái náð RÚV-manna og geti birst á þeim tíma þegar litlu bömin í landinu eru enn á fótum. Hin aug- lýsingin, sem fæst ekki birt fyrir klukkan níu, verður nú tekin tO endurskoðunar hjá fyrirtækinu en þó væntanlega birt fyrr en síðar. Þorsteinn Þorsteinsson hjá RÚV segist um margt vera sammála þeim birtingarreglum stofnunar- innar, með tiOiti tO ofheldis og al- kvöldin menns siðgæðis, sem útvarpsráð setti á sinni tíð. Hins vegar sé ætið matsatriði hvað sé ofbeldi. „Sumir mega tO dæmis ekki sjá byssu, þá er það ofbeldi, enda þótt ekki sé sýnt í myndinni að skotið sé úr henni. Einnig kunna tíma- mörkin i þessu sambandi að vera afstæð. Við göngum út frá því að hafa þær sem lengst frá barnaefn- inu og höfum þá miðað við klukk- an níu á kvöldin - þótt fjöldi bama sé auðvitað að horfa á sjónvarp langt fram eftir öOu kvöldi." -sbs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.