Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2001
DV
Fréttir
Yfirdýralæknir bíöur úrskuröar til eftirlits á býli í Borgarfirði:
Dýralæknum mein-
aður aðgangur
- eiga aö vera skjól og skjöldur okkar bænda, segir bóndinn á Höfða
Bændur á býlinu Höfða í Hvítár-
síðu meinuðu dýralæknum aðgang
til eftirlits með búfénaði í vetur þeg-
ar þeir hugðust skoöa húsakost og
búsmala. Yfirdýralæknir bíður nú
úrskurðar þar til bærra yfirvalda til
að eftirlitsmennimir geti fram-
kvæmt skoðun á býlinu.
Fimm systkini standa að félags-
búi að Höfða. Þau búa með a.m.k.
1200-1400 fjár, um 100 hross, mjólk-
andi kýr og nautgripi. Búskapurinn
er ekki „hefðbundinn" vegna fjölda
búíjár. Þá hafa bændur á Höfða
smám saman komið því á að gefa
ánum úti yfir vetrartímann og láta
þær ganga við opið. Hefur lengi ver-
ið uppi ágreiningur milli bænda og
embættismanna vegna tiltekinna at-
riða í búskaparháttum á Höfða.
Seinni hluta febrúar sl. fóru hér-
aðsdýralæknir, fulltrúi yfirdýra-
læknis og fulltrúi Búnaðarsamtaka
Vesturlands í eftirlitsferð að Höfða.
Þeir höfðu áður boðað komu sína
með bréfl. Förina fóru þeir á grund-
velli forðagæsluskýrslu frá í haust
og í framhaldi af fyrri heimsókn á
síðasta ári. í kjölfar hennar höfðu
þeir farið fram á lagfæringar sem
fólust m.a. í fækkun búfjár. Bréf
þessa efnis skrifuðu þeir bændun-
um í maí sl. Nú vildu eftirlitsmenn-
imir athuga hvar framkvæmdir til
úrbóta stæðu.
Lokaö með bíl
Þegar þeir komu aö bænum höfðu
bændur lagt bíl við hlið heim að
honum og bönnuðu eftirlitsmönn-
unum heimgöngu. Eftir alllöng
orðaskipti hurfu hinir síðarnefndu
frá. Þeir skrifuðu samdægurs bréf
til sýslumannsembættisins í Borg-
arnesi þar sem þeir óskuðu eftir að
hann leitaði úrskurðar um aðgang
þeirra að býlinu. Stefán Skarphéð-
insson sýslumaður segir hins vegar
að það sé héraðsdóms að kveða upp
slíkan úrskurð og þangað beri því
að sækja hann. Hlutverk sýslu-
mannsembættisins sé einungis að
fylgja því eftir að slíkum úrskurði
sé framfylgt þegar hann liggi fyrir.
Þannig hefur málið staðið fast vik-
um saman og er í biðstöðu. Forða-
gæslumaður hefur farið í vorskoðun
en ekki skilaö skýrslu enn.
„Ég hef fylgst með þessu máli,“
sagði Halldór Runólfsson yfirdýra-
læknir við DV. „Lögfræðileg atriði
þess hafa verið til athugunar í land-
búnaðarráðuneytinu. Það er verið
að vinna í því að afla dómsúrskurð-
ar til heimildar fyrir eftirlitsmenn
til að sinna sínu verki. Þarna er
mikill fjöldi búfjár og það þarf að
fara fram skoðun,“ sagði Halldór
sem kvaðst ekki vilja tjá sig frekar
um málið að svo stöddu.
„Forðagæslumaðurinn gerði eng-
ar athugasemdir svo ég viti. Við
erum búin að gera þær úrbætur
sem við teljum okkur eiga að gera,“
sagði Sigurður Bergþórsson, bóndi
á Höfða í Borgarfirði, við DV. „Við
höfum að vísu ekki fækkað fénu síð-
an í fyrra. Ég veit ekki hvað kæmi
út úr mælingum á fjölda fjár miðað
við húspláss. En ég vildi þá að mælt
yrði hjá öllum, ekki bara okkur.“
Sigurður sagði að féð á Höfða
væri harðgert og heilbrigt. Hann
teldi betra fyrir það að hafa gott
skjól og nóg af rennandi vatni og
heyi, eins og væri á Höfða, heldur
en að loka það inni megnið af vetr-
inum.
„Mér flnnst að við höfum verið
beitt miklum rangindum og þetta er
gífurleg ásökun fyrir fólk sem búið
er að berjast í búskap í hálfa öld,“
sagði hann. „Það veldur vissulega
erfiðleikum að vera í andstöðu við
dýralæknana. Þeir eiga að vera
skjól og skjöldur okkar bænda og
eru yfírleitt heimilisvinir í sínum
héruðum. En við urðum að fá dýra-
lækni úr Reykjavík til að bólusetja
við gamaveiki vegna þessa máls.“
Gunnar Gauti Gunnarsson, hér-
aðsdýralæknir í Borgarfjarðar- og
Mýrasýslu, vildi ekki tjá sig um
málið að svo stöddu, að öðru leyti
en því að hann hefði verið reiðubú-
inn til að bólusetja féð á Höfða. Hins
vegar hefði engin slík beiðni borist
til hans frá bændum þar. -JSS
Bensínið upp fyrir 100 kr.:
Forsenda fyrir hækkun
- segir framkvæmdastjóri FÍB
B„Sé mið tekið af
heimsmarkaösverði
og stöðu dollarans
gagnvart íslenskri
krónu þá er þvi
miður forsenda fyr-
ir hækkun bensín-
verðs," segir Run-
ólfur Ólafsson,
Runólfur framkvæmdastjóri
Ólafsson. FÍB. Verð á bensíni
mun hækka á mið-
nætti í nótt og fara eitthvað yflr 100
kr. lítrinn. Hann kostar í dag 96,30
kr. „Þetta breytir hins vegar ekki
því að áfram verður að veita olíufé-
lögunum fullt aðhald, því það mun-
ar um hvern eyrinn þegar verðið er
orðið svona hátt.“
Runólfur segir að FÍB muni vænt-
anlega setja sig í samband við fjár-
málaráðherra á næstu dögum og
herja á frekari hækkun vörugjalda
af bensíni, enda séu opinber gjöld af
ýmsum toga um 65% af verði hvers
bensínlítra. Vörugjöld á bensíni
voru fyrir tilstuölan FÍB lækkuð
haustið 1999 úr 97% í fasta krónu-
tölu sem er nú 10,50 kr. „Það ætti að
vera lag að leita aftur í þennan
sama rann og þrýsta á um það við
fjármálaráðuneytið að vörugjaldið
lækki enn frekar. Yfirvöld geta ekki
stungið höfðinu í sandinn hvað það
varðar að þessi neikvæða hækkun á
heimsmarkaðsverði bensíns bitnar
af fullum þunga á íslenskum heimil-
um og eykur á verðbólguna, nú þeg-
ar er orðin alltof há,“ segir fram-
kvæmdastjóri FÍB. -sbs
íslensk matvæli:
Leit hafin að húsnæði
- starfsemin af stað aftur sem fyrst
Forráðamenn ís-
lenskra matvæla leita nú
með logandi ljósi að nýju
húsnæði undir starfsem-
ina, helst í Hafnarfirði.
Húsnæði fyrirtækisins
gjöreyðilagðist í eldi sl.
fóstudag sem kunnugt
er. Er stefnt að því að
koma starfseminni af
staö aftur sem allra
fyrst. Starfsfólkið mun fá
greidd laun eitthvað
áfram en verið er að fara
í gegnum tryggingar fyr-
irtækisins.
Snorri Finnlaugsson,
kvæmdastjóri islenskra matvæla,
sagðist treysta á að fá það góða
starfsfólk aiftur til starfa sem unn-
ið hefði hjá fyrirtækinu, um leið
og það væri komið af stað aftur.
Um 30 manns hafa unnið hjá því.
„Við erum þegar farnir aö skoða
húsnæði til bráðabirgða," sagði
Snorri. „Starfsfólkið okkar er allt
úr Hafnarfirði, svo við viljum
helst vera þar. Húsnæðið þarf að
Húsnæöisleit
Hafin er leit að nýju húsnæði fýrir starfsemi ís-
ienskra matvæla en húsnæði fyrírtækisins gjör-
eyðilagöist í eldi sl. föstudag.
fram-
standast strangar kröfur, sérstak-
lega vegna útílutningsins. Við höf-
um ekki fundið neitt sem fellur al-
veg undir þetta, en það eru tiltekn-
ir hlutir í skoöun. Ekkert hefur
verið ákveðið í þeim efnum enn.“
Snorri kvaðst álíta að tjón vegna
brunans væri meira en hundrað
milljónir króna. Þar vægju þungt
birgðir af reyktum laxi fyrir inn-
anlandsmarkað, sem hefðu eyöi-
lagst. -JSS
Sigursteinn kjörinn dvmynd pök
Sigursteinn Másson var með traustum meirihluta kjörinn formaður Geðhjáipar
á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á laugardag. Fékk Sigursteinn alls
200 atkvæði, en keppinauturinn um embættið, Krístófer Þorleifsson geðlækn-
ir, fékk aðeins 62 atkvæöi. Þess er vænst að með fundinum hafi veríö settar
niður þær deilur sem verið hafa innan Geöhjálpar að undanförnu. Liöur í því
eru breytingar á lögum Geöhjálpar sem samþykktar voru á fundinum, en þær
kveða á um að starfsmenn samtakanna megi ekki sitja í stjðrn þeirra.
Eyjafjöll:
Breskir í bílveltu
Betur fór en á horfðist þegar bresk-
ir ferðamenn veltu bíl sínum við
Skógá undir Eyjafjöllum á laugardag.
Fernt var i bílnum, þrír karlar og
kona og slasaðist hún lítillega. Ferða-
mennirnir voru að koma að austan en
slysið varð með þeim hætti að öku-
maðurinn missti stjórn á bil sínum
þegar komið var af malbiki yflr á
lausamöl sem er við brúna, sem var
breikkuð sl. haust. Þá var malbik á
um 40 metra kafla sitt við hvoran
enda hennar rifið upp - en nýtt verður
lagt á bráðlega. Á meðan er þarna
slysagildra.
Bilaleigubíll Bretanna lenti á
toppnum í tjörn sem er við veginn.
Þar opnaöist hurð á bílnum þannig aö
út gátu þeir skriðið, vegmóðir en
væntanlega hólpnir því talið er beltin
hafi bjargað því að ekki fór verr.
-sbs
m
Kæru vísað frá
Embætti lög-
reglustjórans í
Reykjavík hefur
vísað frá kæru sem
Ástþór Magnússon,
forsvarsmaður
Friðar 2000, lagði
fram á hendur DV,
Jónasi Kristjáns-
syni ritstjóra og Jóhönnu S. Sig-
þórsdóttur blaðamanni. Kæran var í
nokkrum liðum og vísaði lögreglu-
stjóri þeim öllum frá.
Dregur úr útstreymi
Útstreymi vegna erlendra verð-
bréfakaupa nam tæpum 900 milljón-
um króna í mars en 6,6 milljarða
króna á sama tíma í fyrra. Á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs hefur út-
streymið numið 1,5 milljörðum
króna að meðaltali á mánuði en 5,3
milljörðum á sama tima í fyrra. vis-
ir. is. segir frá.
Næturlífið
Um 1000 manns voru i miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags
en fór með friði. Lögreglan í Kópa-
vogi þurfti hins vegar að hafa af-
skipti af stórum hópi unglinga sem
safnaðist saman í íbúðahverfi, að
því er fram kemur á. visir. is
Tollalækkun banabitinn
Margir garðyrkjubændur segja
tollalækkun á grænmeti verða bana-
bita búreksturs síns. Viss hætta er á
að ræktun grænnar papriku leggist
alveg niður á íslandi. RÚV greindi
frá.
Kosningarannsókn
Helmingur alþýðuflokksmanna
kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu
kosningum, að því er fram kemur í
kosningarannsóknum Ólafs Þ.
Harðarsonar stjórnmálafræðings.
RÚV greindi frá.
Eftirlit erfitt
Reikna má með að tugir fólks sé
í vinnu hér á landi án tiliskilinna
leyfa en erfitt er að hafa eftirlit með
því ef fólk kemur frá löndum utan
Schengen-svæðisins. RÚV greindi
frá.
Örn til Ástralíu?
Örn Arnarson,
hafnfirski sund-
maðurinn knái, hef-
ur verið valinn í
Evrópuliðið í sundi
sem mun keppa á
Friðarleikunum í
Ástralíu um mán-
aðamótin
ágúst/september. Hins vegar er
ekki víst að hann geti þegið boðið
þar sem hann mun hefja nám I
Bandaríkjunum í haust. mbl.is
greindi frá.
Buena Vista á Bessastöðum
Kúbversku tónlistarmennimir í
Buena Vista Social Club fóru beint í
móttöku til Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta íslands, á Bessastöð-
um.
Þrír fallið á lyfjaprófi
Þrír körfuknattleiksmenn, tveir
karlmenn og ein kona, hafa fallið á
lyfiaprófi hér á landi, að því er kom
fram i fréttum Stöðvar 2. Efedrin
hefur fundist í sýnum frá körlunum
en konan er astmasjúklingur og á
lyfium þess vegna en láðist að geta
þess fyrir prófið. Mál fólksins verð-
ur tekið fyrir á morgun. -Gun