Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 12
12 __________________________________________MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2001 Skoðun DV er gests augað Við Arnarnesvoginn. - „Laridfylling myndi hafa veruleg neikvæö umhverfisáhrif. Hvaða fagi myndir þú vilja bæta við grunnskólakennslu? Hanna Rut Sigurjónsdóttir, 10 ára: Söngkennslu, þaö er svo gaman aö syngja. Lilja Björk Stefánsdóttir, 11 ára: Leiklist, þaö væri mjög gaman. Jóhann Kjartansson, 10 ára: Tölvutímum. Karólína Sævarsdóttir, 14 ára: Söng og dansi. Matthildur Stefánsdóttir, 15 ára: Söng og dansi, þaö væri mjög fín tjáningarkennsla í leiöinni. Friörik Þór Jóhannsson, 16 ára: Þaö mætti bæta viö tungumáli, t.d. frönsku. Glöggt Sdóttir kemst að þeirri einstöku niðurstöðu í grein sinni í DV 20. apr- ara landfylling í Arnbjörg Hlíf með 3-5 hæða’fjöl- Valflóttir býlishúsum og s n ar' smábátahöfn, myndi „ekki hafa nein veruleg áhrif á náttúru eöa nánasta umhverfi nema góð.“ Þessi niðurstaða Sigríðar bendir ekki til þess að hún hafi skoðað vog- inn berum augum heldur horfi á málið allt í gegnum gleraugu þeirra verktaka sem nú gera tillögur um umfangsmiklar landfyllingarfram- kvæmdir í voginum. Af hverju hún telur sig kallaða til að veita þeim vafasama málstað liðsinni er mér hulin ráðgáta. Hverjum þeim sem hefur heil- brigða skynsemi til að bera má vera ljóst að landfyllingin myndi hafa veruleg neikvæð umhverfisáhrif. Hafflötur vogsins yrði skertur um sem nemur 10 Laugardalsvöllum. Sigríður gerir lítið úr þessu og virð- ist raunar ekki gera greinarmun á vogi og úthafi. Mikil sjónmengun yrði af 5 metra hárri landfyllingu og háreistri Steinar Þór Guðlaugsson, jaröeölisfræöingur á Orkustofnun, skrifar: Þriðjudaginn 17. apríl sl. birtist á baksíðu DV frétt um metangas sem sögð er byggð á viðtali við mig. í fréttinni er talaö um metangas sem framtíðarorkulind og þá vitnaö í undirritaðan og Sveinbjörn Björns- son, deildarstjóra auðlindadeildar Orkustofnunar. Ýmiss misskilnings gætir í fréttinni og vaktar algerlega óraunhæfar væntingar, svo sem með sjálfri fyrirsögn fréttarinnar: „Gríðarleg auölind rétt við túnfót- inn.“ Nauðsynlegt er að fram komi hvaða upplýsingar ég veitti blaða- manninum: Blaðamaðurinn hafði samband við mig símleiðis og bað mig um að fræða sig um gashýdröt. í samtalinu kom ég á framfæri eftirfarandi meg- inatriðum: 1) Gashýdrat er efnasamband metangass og íss sem myndar eins konar sífrera í jarðlögum á hafs- botni. Gashýdrötin myndast á miklu hafdýpi í köldum sjó á stöð- um þar sem metangas leitar upp úr jarðlögum hafsbotnins. 2) Gashýdrötin eru gríðarlega stór auðlind í samanburði við þekktar olíu- og gaslindir en engin nýtingarleið er enn þekkt. 3) Óljósar vísbendingar eru um „Mikil sjónmengun yrði að 5 metra hárri landfyllingu og háreistri byggð þar ofan á langt út í hinn náttúrulega vog. Hávaðamengunin yrði einnig mjög mikil, enda er vogurinn afar hljóðbœr“. byggð þar ofan á langt út í hinn náttúrulega vog. Hávaðamengunin yrði einnig mjög mikil, enda er vog- urinn afar hljóðbær. Mótorskellir frá bilum og vélbátum myndu end- urkastast af þeim 15-20 metra háa vegg sem landfyllingin og fjölbýlis- húsin myndaði, óhindrað eftir Aðspurður um kenningar um að gashýdröt kæmu við sögu skipshvarfa í Bermúdaþrí- hymingnum, lagði ég það helst til málanna að mikið gasuppstreymi frá hafsbotni hefði nœrri grandað borpalli undan ströndum Noregs fyrir nokkrum árum.“ að gashýdröt sé að finna á hafsbotni á Jan Mayen-svæðinu en ekkert vit- aö með vissu né um hugsanlegt magn. Frekari könnun er ekki á dagskrá að sinni. Ég kvað ekki ástæðu til að gera mikið úr gashýdrötum sem hugsan- legri auðlind á landgrunni íslands en benti blaðamanninum á að hugs- anlegur þáttur gashýdrata í lofts- lagssveiflum í lok ísaldar væri að mínu mati miklu áhugaverðara um- fjöllunarefni. Aðspurður um kenningar um að gashýdröt kæmu við sögu skips- hvarfa í Bermúdaþríhyrningnum lagði ég það helst til málanna að mikið gasuppstreymi frá hafsbotni hefði nærri grandað borpalli undan ströndum Noregs fyrir nokkrum árum. Mikil var undrun mín þegar haffletinum yfir á þá lágreistu byggð sem fyrir er við voginn. Aug- ljóst er að landfyllingin, ásamt öllu því sem henni fylgir, myndi hafa skaðleg áhrif á hið mikla fuglalíf sem vogurinn fóstrar. Sigríður kórónar dæmalausan málflutning sinn meö eftirfarandi ummælum um Arnarnesvog sem er á náttúruminjaskrá og alþjóðlegum skrám yfir mikilvæg fuglasvæði: „Vitað var að vogurinn er engin sér- stök náttúruperla þótt hann sé fal- legur ef litið er í réttar áttir og helst frá landi." Hér er sannarlega spak- lega mælt. Forvitnilegt væri aö vita hvaðan Sigríður Arnardóttir horfir á Arnarnesvog. - Úr lofti eða frá greinin birtist í DV og ég sá að blaðamaðurinn hafði kosið að túlka þessar upplýsingar með eftirfarandi hætti: 1) Gríðarleg auðlind er rétt við túnfótinn. Nær víst er talið að metangas í jarðlögum sé að finna í stórum stíl á hafsbotni fyrir norðan og austan land. Hlutur íslendinga í þessari auðlind verður ekki lítill strax og menn ná tökum á þeirri tækni sem þarf til að fanga og nýta gasið. 2) Víst er að sjávarútvegur og stóriðja verða eins og flís við hlið þess bjálka sem metangasið á eftir að verða í þjóðarbúskapnum. Spumingin er aðeins hvenær. 3) Á Orkustofnun í Reykjavík fylgjast menn spenntir með því og þegar dansinn um metangasið hefst fyrir alvöru verður íslendingum boðið upp fyrstum þjóða. Ég tel það skyldu mína sem ríkis- starfsmanns aö bregðast vel við fyr- irspumum blaðamanna og veita þeim hverjar þær upplýsingar sem gagnast gætu upplýstri umræðu um mál er snerta mitt fagsvið. Ég ætla ekki að láta reynslu mína af vinnu- brögðum umrædds blaðamanns í þessu máli hafa áhrif á þessa af- stööu mína og vonast til að hér sé um einangrað tilvik að ræða. sjó? Metangas og þjóðarbúskapurinn Garri Að láta fæturna tala Garri er ekki mikill áhugamaður um knattspyrnu en fylgist þó með fréttum úr þessum geira og þá eink- um og aðallega þegar íslendingar etja kappi við er- lenda jafnaldra sína og stundum jafnoka á fótbolta- vellinum. Og auðvitað gleður það Garra þegar ís- landsguttar auka hróður þjóðarinnar með fimlegri spyrnum en andstæðingamir hverju sinni, á sama hátt og sút flýgur í brjóstið inn þegar miður miðar og markmiðin nást ekki á markamiðunum. Garri stendur sem sé með sínum mönnum en al- gjörlega öfgalaust og hvurgi uppþembdur af blindri þjóðrembu eins og sumir. Hlaupandi lukka Yfirleitt hefur Garri ekkert út á frammistöðu ís- lendinga í boltaíþróttum að setja. Piltar og stúlkur sparka jafnan af mikilli elju og íslensk lands- og fé- lagslið hafa jafnan pastursmiklu dugnaöarfólki á að skipa sem lætur hvurgi deigan síga þó oft sé viö of- urefli að etja. Hins vegar er Garri ekki eins sáttur við frammistöðu leikmanna og þjálfara í viðtölum við fjölmiðla fyrir og eftir leiki. „Selvfolgeligheder og banalitet," kallar danskurinn það sem alla jafnan er borið á borð fyrir Garra og aðra narra sem álpast til að lesa íþróttasiður dagblað- anna þar sem leikmenn og þjálfarar eru spurðir spjörunum úr fyrir og eftir mikilvæga stórleiki. Þannig var flennifyrirsögn í blaði fyrir skömmu og haft eftir landsliðsþjálfara: Vinnum ekki nema við skorum! Jafnvel rati á borð við Garra veit aö leikur vinnst ekki nema skorað sé og helst fleiri mörk en andstæðingurinn. En raunar er mönnum vorkunn því hvernig í ósköpunum á jafnvel frábær leikmaður að lýsa sigur- marki sínu með orðum, án þess að hljóma eins og fæð- ingarhálfviti: „Jú, jú, ég fékk þarna boltann öðrum megin við miðlinu og hljóp af stað og hljóp og hljóp. Og svo óð ég fram hjá einum vinstra megin og sveigði fram hjá öðrum hinum megin og hljóp svo og hljóp alit hvað af tók uns þar kom að ég hljóp beggja vegna við markvörðinn og þaðan sem leið lá alla leið að markteigi þar sem ég spyrnti fast og í netið fór hann og þannig var það nú, já, sei sei jú, mikil ósköp.“ Lekandi boltar Og hvað sagði ekki landsliðsþjálfarinn á dögunum: „Skipta þurfti um bolta þrisvar sinnum þar sem þeir láku og menn misstu dampinn." Sem væntanlega þýðir að allt loft hafi verið úr leikmönnum um leið og það lak úr boltanum. Og hann sagði líka í sama eða öðru blaði: „Möltu- menn voru með olnbogaskot og voru hrækjandi og hrópandi og þetta er hlutur sem við verðum að passa, við megum ekki láta draga okkur út í slíkt.“ Og ör- ugglega rétt að vera ekki að skyrpa eða olnboga sig mikið áfram í leikjum en hingað til hefur nú þótt X Ift AJ ., MKt, * p" r / i I i * Éf* O " t JKm „JHÉÉHRr- I ^ nauðsynlegt að hrópa og kalla í kappleikjum og helst meira en minna, svona rétt til að ná betur saman og koma skilaboðum á milli samherja. Og með leyfi að spyrja. Skilur einhver hvað lands- liðsþjálfari er aö fara í eftirfarandi klausu? „Það skiptir ekki máli hver er í liðinu, það skiptir ekki máli, fyrir minn dag og eftir minn dag, hver stjómar liðinu eða hver er í stjóm. Það skiptir máli að menn séu tilbúnir að standa að baki leikmönnunum og hjálpa þeim að standa sig. Stundum dugar það ein- faldlega ekki til að gera sitt besta en þá verður að standa að baki þeim því þó að menn leggi sig 100% fram þá gengur ekki alltaf allt upp.“ Er þetta djúpstæður vísdómur eða bull? Með leyfi að spyrja. Garri Á Alþingi Samráöiö allsráöandi. Gagnslaust Alþingi Bjarni Sveinsson skrifar: Það er engin furða þótt seint gangi að koma vemdartollum, magntoll- um, verðtollum og hvað þeir nú heita, þröskuldarnir sem halda uppi háu verði m.a. á grænmeti hér á landi. Alþingi ræður ekki við málið. Samsetning þingmanna er með slík- um hætti að þar ræður dreifbýlis- sjónarmiðið mestu. Samgöngumálin eru líka gott dæmi um þetta þar sem ráðherra þess málaflokks leggst með þunga á framkvæmdir á höfuðborg- arsvæðinu en mun áreiðanlega styðja að borað verði gegnum Bröttu- brekku. Alþingi er fyrir dreifbýlið, með samþykki þingmanna Reykja- víkur sem annarra. Jagast í Halldóri Sveinbjörn skrifar: Alltaf er verið að ergja stjórnmála- mennina okkar, ef ekki af löndum þeirra hér þá einhverjum að utan. Nú kemur hér gestur frá Noregi, hvorki meira né minna en utanríkis- ráðherra þess lands, til að jagast í Halldóri utanríkisráðherra okkar, Ásgrímssyni. Minna má ekki gagn gera en að Norðmaður sá sem hing- að kemur heitir Jagland að eftir- nafni. Það ber vel í veiði fyrir slíkan mann að nota tækifærið og jagast í Halldóri fyrir eitt og annað sem enn er óútkljáð. Fleiri heimsóknir af þessu tagi, takk! Nægur afli Trillurnar meö verömætan ferskfiskinn. Trillur duga okkur Gunnar Guðmundsson skrifar: Talsverðum áhyggjum er lýst af sumum ráðamönnum vegna sjó- mannaverkfallsins og sjávarútvegs- ráðherra skreppur til Brussel á sjáv- arútvegssýningu, svona rétt til að kikja á einhverja möguleika og nýj- ungar ef úr kynni að rætast með verkfallið síðar meir. En ég spyr: Duga ekki trillumar fyrir okkur ís- lendinga? Ferskari flskur og nægur afli íyrir neyslu og í saltfiskverkun. Útgerðin (les: stórútgerðin, án smá- bátanna) er í skuld og skötulíki svo nemur hundruðum milljarða króna. Hvað er útgerð hér annað en ein óráðsíuhít? Maður fagnar hverjum degi sem sjómannaverkfallið stendur. Kjánaleg umfjöllun Elín Ólafsdðttir hringdi: Mér finnst stundum óskaplegur kjánaskapur einkenna umfjöllun fjöl- miðla um voveiflega atburði í þjóðlíf- inu. Einkum á þetta við um opinberu fjölmiðlana, útvarp og sjónvarp. Þannig kom þetta mér fyrir sjónir í sjónvarpsfréttum sl. miðvikudag þeg- ar frétt birtist frá Háskólanum ásamt mynd af fána í hálfa stöng og ummæl- um rektors vegna fráfalls eins kenn- ara skólans. Hvorki í máli rektors, sem færði hinum látna þakkir fyrir framlag hans til HÍ, né Sjónvarpsins var nafns hins látna getið. Þetta á víst að tákna tillitssemi en verkar einung- is sem hreinn héraháttur. PVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.