Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 27
43 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2001 DV_____________________________________________________________________________________________íslendingaþættir ■ Afmælisbarniö Willie Nelson 68 ára Hinn vinsæli sveitasöngvari og gospellsöngvari, Wiílie Nelson, á af- mæli í dag. Nelson er söngvari sem allir þekkja um leið og hann hefur upp rödd sína. Þá er hann auðþekkjanlegur í út- liti. Hann heldur enn tryggð við síða háriö og klæðist yfirleitt ailtaf gallafót- um. Nelson hefur, frá því hann sendi frá sér sína fyrstu plötu 1957, verið ið- inn við að senda frá sér efni hvort sem hann er einn eða með öðrum. Gildlr fyrir þrlöjudaginn 1. maí Vatnsberlnn (20. ian.-18. febr.l; I Forðastu að vera upp- stökkur þvl aö það bitnar mest á sjálfum þér og þínu nánasta fóíki. Horfðu á björtu hliðamar á tilverunni. Rskarnir (19. febr.-20. marst: Þetta verður fremur Iviðburðalítill dagur en þér berast þó góðar fréttir af gömlum vini. Leggðu þig fram um að halda frið- inn á heimilinu. Hrúturlnn I21. mars-19. apríl): Vertu bjartsýnn þó að v-w '&'|P útlitið sé svart um þessar mundir. Erfið- leikar eru til þess að yfirstiga. Nautlð (20. april-20. maí): Það er einhver spenna í kringum þig sem þú veist ekki alveg af hveiju stafar. Sýndu fóllunu í kringum þig þolinmæði og góðvild. Tvíburarnir (21. maí-21, iúní); V í kringum þig er óþol- ff** inmótt fólk sem ætlast -// til mikils af þér. Haltu þinu striki. Ferðalag gæti verið á döfinni. Krabblnn (22. iúní-22. iúii): Ef þú hyggur á fjár- I festingu skaltu fara ró- lega í stikimar og vera ____ viss um að allir í kringum þig séu heiðarlegir. Llónlð (23. iúlí- 22. áeúst): Þú nýtur góðs af hæfi- leikum þínum á ákveðnu sviði í dag. Fólk kann vel að meta ákveðni þína í vinnunni. Mevian (23. aeúst-22. sept.): a* Taktu það rólega í dag en eyddu kvöldinu með góðum vinum. Þú ^ f ert ánægður með gang mála þessa dagana. Vogln (23. sept.-23. okt.l: J Fjölskyldan er þér of- arlega í huga um þess- \ f ar mundir og það er af r f hinu góða. Gættu þess þó að vanrækja ekki vini þína. Sporðdreki (24. okt -?1. nóv.l: Dagurinn byrjar vel og þú verður vitni að t skemmtilegri uppá- komu fyrri hluta dagsins. Happatölur þínar era 5, 9 og 23. Bogamaður (22. nóv.-2l. des.l: Rómantíkin blómstrar á næstu dögum en þú skalt vera á verði og \ gættu þess einnig að særa ekki tilfinningar annarra. Stelngeltin (22. des.-i9. ian.); ^ _ Þú getur gert góð kaup í dag ef þú ert var um þig og gætir þess að semja ekki af þér. Þú nýtur mikillar virðingar í vinn- unni þessa dagana. Níræöur Jóhannes Skúlason fyrrv. verkamaður Jóhannes Skúlason verkamaður, Lönguhlíð 3, Reykjavík, verður ní- ræður á morgun, 1. maí. Starfsferill Jóhannes fæddist á Hálsi í Ljósa- vatnshreppi i Suður-Þingeyjarsýslu en flutti með foreldrum sínum að Hólsgerði i sömu sveit 1914 og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í Þing- eyjarsýslu 1930-32. Jóhannes vann hjá foreldrum sín- um við búskap til tuttugu og tveggja ára aldurs en fór þá til Eyjafjarðar og vann þar við landbúnaðarstörf í þrjú ár. Eftir það vann hann við svipuð störf í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslu allt til haustsins 1941. Þá flutt- ist Jóhannes suður að Reykjahlíð í Mosfellssveit og var í kaupavinnu til 1943 og næsta ár víða á Suður- landi. Hann flutti til Reykjavíkur haustið 1944. Þar stundaði Jóhannes ýmiss konar verkamannavinnu, s.s. hafnarvinnu, til 1978 er hann hætti störfum. Fjölskylda Jóhannes er ókvæntur og barn- laus. Hann er elstur átta systkina en þrjú þeirra eru nú látin. Systkinin eru Jónas, f. 17.9. 1913, d. 21.1. 1986, fyrrum bóndi í Hóls- gerði; Guðrún, f. 27.2. 1916, d. 3.3. 1971, fyrrum húsfreyja í Hólsgerði; Skúli, f. 31.10. 1918, ættfræðingur í Reykjavík; Jóhanna, f. 1.1. 1920, d. 7.9. 1997, var gift Jóhannesi Björns- syni, bónda í Ytri-Tungu á Tjörnesi, sem einnig er látinn; Kristveig, f. 29.3. 1923, gift Vilhelm Ágústssyni netagerðarmanni á Siglufirði; Þor- kell, f. 20.6. 1925, löggiltur endur- skoðandi i Kópavogi, kvæntur Ólaf- íu Hansdóttur; Þorsteinn, f. 4.11. 1926, bifreiðarstjóri í Reykjavík. Foreldrar Jóhannesar voru Skúli Ágústsson, bóndi í Hólsgerði, og k.h., Sigurveig Jakobína Jóhann- esdóttir hús- freyja. Ætt Föðursystkini Jóhannesar voru Sigtryggur, faðir Karls skálds á Húsavík; Þor- steinn, faöir Her- manns, fram- kvæmdastjóra Hallgrímskirkju; Bogi, langafi Boga Ágústsson- ar fréttastjóra, og Svava, móðir Þor- steins Stefánsson- ar, bæjargjaldkera á Akureyri. Skúli var sonur Ágústs, b. í Torfufelli í Eyjafirði, Jónassonar, b. á Þórustöðum í Eyjafirði, Þorleifs- sonar. Móðir Skúla í Hólsgerði var Guðrún Þorsteinsdóttir, systir Rósu, ömmu Margrétar Thorlacius lækningamiðils og Magnúsar Thorlacius hrl. Önnur systir Guð- rúnar var Elísabet, amma Jóns Pét- urssonar, prófasts á Kálfafellsstað, og Arngríms Kristjánssonar skóla- stjóra. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jóhannesdóttir, b. í Leyningi, Hall- dórssonar, b. á Reykjum í Fnjóska- dal, Jónssonar, b. á Reykjum, Pét- urssonar, ættfóður Reykjaættar, föður Bjarna, afa Jónatans, fræði- manns á Þórðarstöðum, langafa Guðsteins Þengilssonar læknis og Hlyns Sigtryggssonar veðurstofu- stjóra. Móðursystkini Jóhannesar voru Jóhannes, faðir Þorsteins prófasts í Vatnsfirði; Snorri, faðir Jóhanns, verslunarmanns á Akureyri; Guð- rún, móðir Jóhönnu Bjömsdóttur á Ytra-Fjalli, og Sigurlaug, móðir Jak- obs Jónssonar, skipstjóra á Akur- eyri. Jakobína var dóttir Jóhannesar, b. í Fellsseli í Kinn, bróður Jónasar, afa Konráðs Vilhjálmssonar, fræði- manns og skálds, fóður Gísla, fram- kvæmdastjóra á Akureyri. Annar bróðir Jóhannesar var Þorkell, afi Þorkels rektors og Indriða Indriða- sonar, rithöfundar og ættfræðings. Systir Jóhannesar var Sigurbjörg, móðir Guðmundar Friðjónssonar skálds, föður Bjartmars alþm. og Þórodds rithöfundar. Annar sonur Sigurbjargar var Sigurjón Friðjóns- son skáld, faðir Arnórs skólastjóra og afi Kristínar Halldórsdóttur, fyrrv. alþm. Jóhannes var sonur Guðmundar, b. á Silalæk, Stefáns- sonar, b. á Sílalæk, Indriðasonar, b. á Sílalæk, Árnasonar, ættföður Síla- lækjarættar. Afmælisbamið verður að heiman á afmælisdaginn. Níræður Hálfdan Auðunsson bóndi og vörubifreiðarstjóri, Ytra-Seljalandi Hálfdan Auðunsson, bóndi og vörubílstjóri, Ytra-Seljalandi, Vest- ur-Eyjafjallahreppi, er níræður i dag. Starfsferill Hálfdan fæddist í Dalsseli í Vest- ur-Eyjafjallahreppi og ólst þar upp. Hann lauk hefðbundnu skyldunámi þess tíma og stundaði nám í út- varpsvirkjun hjá Ríkisútvarpinu skömmu eftir 1930. Hálfdan vann við viðgerðir á við- tækjum og var umboðsmaður Ríkis- útvarpsins í Rangárvcillasýslu aust- anverðri. Hann vann við bústörf á bemskuheimili sínu í Dalsseli fram- an af ævi, gerðist vörubílstjóri hjá Vegageröinni 1933 og starfaði þar lengi með hléum. Hálfdan stofnaði, ásamt konu sinni, Sigríði Kristjánsdóttur, ný- býlið Ytra-Seljaland 1945 og hefur stundað þar búskap fram á þennan dag. Samhliða búrekstri rak Hálf- dan vörubifreið. Ók hann einkum í þágu Vegagerðarinnar en einnig fyrir Landsvirkjun og fleiri, við flugvallargerð í Kaldaöarnesi á stríðsárunum og ýmislegt annaö á vegum breska og bandaríska hers- ins. Auk þess ók hann á vörubíla- stöðinni Þrótti í Reykjavík. Fjölskylda Hálfdan kvæntist 23.12. 1944, Sig- ríði Kristjánsdóttur, f. 1.5.1920, hús- móður og bónda. Hún er dóttir Kristjáns Ólafssonar bónda og Arn- laugar Samúelsdóttur húsmóður. Börn Hálfdanar og Sigríðar eru Kristján, f. 9.6.1945, maki Sigurveig Jóna Þorbergsdóttir og eiga þau tvö börn og eitt bamabarn; Áuðunn Hlynur, f. 17.8. 1946, maki Berta Sveinbjarnardóttir og eiga þau þrjú böm og eitt. barnabarn; Guðlaug Helga, f. 20.5. 1948, maki Ásbjöm Þorvarðarson og eiga þau þrjú börn og tvö bamabörn; Hálfdan Ómar, f. 3.12.1949, maki Þur- íður Þorbjamar- dóttir og eiga þau saman eina dóttur, auk þess sem Hálf- dan Ómar á tvær dætur frá fyrra hjónabandi og Þur- íður á tvö börn frá fyrra hjónabandi; Markús Hrafnkell, f. 4.2. 1951, maki Inga Lára Péturs- dóttir og eiga þau tvö börn, auk þess sem Markús á tvo syni frá fyrra hjónabandi; Arn- laug Björg, f. 15.10. 1952, og á hún einn son og eitt barna- barn; Heimir Freyr, f. 21.2. 1958; Guðrún Ingibjörg, f. 19.7. 1960, og á hún tvo syni; Sigríður Hrund, f. 21.11.1963, maki Hafþór Jón Jakobs- son og eiga þau þrjú börn. Sonur Hálfdanar frá því fyrir hjónaband er Sigurður Sveinsson Hálfdanarson, f. 28.6. 1935, maki Theodóra Sveinsdóttir og eiga þau saman tvær dætur og fjögur bama- börn, auk þess sem Theodóra á eina dóttur frá því áður. Elstur systkina Hálfdanar var Markús, sonur Auöuns og fyrri konu hans er lést frá syni sínum ársgömlum. Hann ólst upp hjá föður sínum og Guðlaugu. Markús var fæddur 16.11. 1898 og lést 22.6. 1926. Alsystkini Hálfdanar: Guðrún, f. 23.9. 1903, d. 26.10. 1994, húsfreyja í Stóru-Mörk; Ólafur Helgi, f. 31.12. 1905, d. 20.10. 2000, leigubílstjóri í Reýkjavík; Leifur, f. 26.2. 1907, d. 9.11. 1978, bóndi á Leifsstöðum; Haf- steinn, f. 29.9. 1908, vörubílstjóri í Reykjavík; Ingigerður Anna, f. 17.9. 1909, d. 16.9. 1987, bóksali í Reykja- vík; Margrét, f. 28.5. 1912, d. 12.2. 1972, húsmóðir í Fljótshlíðarskóla; Sighvatur, f. 1.7. 1913, d. 6.8. 1914; Valdimar, f. 11.12. 1914, d. 23.1. 1990, leigubílstjóri og síðar bóndi á Grenstanga; Konráð, f. 26.9. 1916, d. 28.4. 1999, bóndi á Búðarhóli; Guð- rún Ingibjörg, f. 2.6. 1918, d. 1.5. 1987, heilsugæslustarfsmaöur. Foreldrar Hálfdanar: Auðunn Ingvarsson, f. 6.8. 1867, d. 10.5. 1961, kaupmaður og bóndi í Dalsseli, og Guðlaug Helga Hafliðadóttir, f. 17.1. 1877, d. 28.12. 1941, húsfreyja. í tilefni afmælisins verður Hálf- dan með opið hús í félagsheimilinu Heimalandi, Vestur-Eyjafjöllum, á afmælisdaginn, mánud. 30.4., milli kl. 19.00 og 22.00. HB9 Þriðjudagurinn 1. maí 90 ára________________________________ Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir, Klapparstíg 13, Reykjavík. 80 ára________________________________ Gunnar Davíösson, Bröttuhlíö 13, Hverageröi. Jens Jóhannes Jónsson, Dalseli 33, Reykjavík. 75 ára________________________________ Aöalheiöur Samsonardóttir, Hofsvaliagötu 55, Reykjavík. Brynjólfur Brynjólfsson, Keilusíöu 9a, Akureyri. Haukur ísleifsson, Hvassaleiti 19, Reykjavík. Hildur Andrésdóttir, Sunnubraut 7, Vík. Sigríöur Skúladóttir, Frostaskjóli 11, Reykjavík. Sigrún Sigurbergsdóttir, Sundlaugavegi 20, Reykjavlk. 70 ára________________________________ Matthías B. Sveinsson, Mávanesi 12, Garöabæ. Sigríður Einarsdóttir, Skarphéðinsgötu 6, Reykjavík. Sigríöur Guömundsdóttir, Langholtsvegi 78, Reykjavík. 60 ára________________________________ Björgólfur Einarsson, Grenigrund 14, Akranesi. Geröur Unndórsdóttir, Útgarði 2, Egilsstöðum. Halla Siguröardóttir, Mávahlíð 22, Reykjavík. Hjördís Bjartmarsdóttir, Hávegi 1, Kópavogi. Maja Þuríöur Guðmundsdóttir, Fjaröarási 19, Reykjavík. Sigríður Sigurjónsdóttir, Ægisslðu 24, Grenivík. Sigurleif Siguröardóttir, Hólabraut 17, Hafnarfirði. 50 ára___________________________ Einar Ásbjörnsson, Flétturima 31, Reykjavlk. Guöbjörg Pétursdóttir, Frostafold 87, Reykjavík. Sigríöur Ingibjörg ísleifsdóttir, Hófgerði 14, Kópavogi. Sigrún Steindórsdóttir, Sunnubraut 7, Höfn. Sólrún Guðbjörnsdóttir, Stekkjarseli 7, Reykjavík. 40 ára___________________________ Anna Björg Sveinsdóttir, Hlégeröi 25, Kópavogi. Ari Bragason, Hryggjarseli 15, Reykjavík. Brynja Benediktsdóttir, Rfurima 30, Reykjavík. Elín Bergsdóttir, Breiðafit, Mosfellsbæ. Eyrún Guðmundsdóttir, Lindarholti 2, Raufarhöfn. Guöbergur Sigurbjörnsson, Bogaslóð 16, Höfn. Guömundur Breiödal, Brekkuhjalla 5, Kópavogi. Guörún Ólafsdóttir, Hraunbæ 196, Reykjavlk. Jóhanna Sólveig Júliusdóttir, Kötlufelli 5, Reykjavik. Margrét Árdís Sigvaldadóttir, Kambaseli 85, Reykjavík. Margrét Ólafsdóttir, Kotárgerði 12, Akureyri. Marta Eiríksdóttir, Vallargötu 26, Keflavík. Reynir Sveinsson, Neðstaleiti 2, Reykjavík. Hann veröur að heiman. Sigríöur M. Helgadóttir, Víöiholti, Skagaf. Stefán Már Stefánsson, Huldugili 34, Akureyri. ---------^----------------------- jjrval góður ferðafélagi - til fróðleiks og skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.