Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 30. APRlL 2001
MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2001
33
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimastöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plótugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og! gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Valdaafmœli
í dag, 30 apríl, eru liöin 10 ár frá því að Davíð Oddsson settist
fyrst í stól forsætisráðherra á íslandi. Er þessum tímamótum fagn-
að í Valhöll í dag enda Davíð löngu orðinn hinn óumdeildi og nán-
ast óskeikuli leiðtogi sjálfstæðismanna. Enginn íslenskur forsætis-
ráðherra hefur setið í embætti jafn lengi samfleytt og aðeins Her-
mann Jónasson hefur verið lengur forsætisráðherra en Davíð. En
þar munar aðeins einhverjum tugum daga.
Það hefur verið lán Davíðs að allan síðari hluta valdatíma hans
hefur ríkt góðæri í landinu þótt fyrsta ríkisstjórn hans hafi þurft
að glíma við nokkra efnahagslega stöðnun sem hún komst aldrei
almennilega út úr. Fyrstu ár Davíðs á forsætisráðherrastóli voru
því ekki umvafin þeim dýrðarljóma sem síðar varð enda eínahags-
umhverfið mun erfiðara en varð síðar.
Það breytir þó ekki því að í heildina hefur ferill Davíðs verið
farsæll og leiðtogahæfileikar hans og stjórnkænska er jafn óum-
deilt og maðurinn sjálfur er umdeildur. Og vissulega hafa orðið
miklar breytingar á þjóðfélagi og þjóðarbúskap öllum á þeim ára-
tug sem hann hefur setið við völd þótt rökrétt sé að spyrja að hve
miklu leyti beri að eigna honum þær. Efnahags- og félagsumhverf-
ið allt hefur vissulega tekið stakkaskiptum. Frelsi á öllum sviðum
er nú miklu meira en áður þekktist og hin ósýnilega hönd Adams
Smiths hefur mjög víða leyst af hólmi hina stýrandi hönd ríkis-
valdsins. Þessi umskipti hafa þó frekar verið tengd alþjóðlegum
breytingum, aðild íslendinga að EES og almennri aðlögun þjóðfé-
lagsins að evrópskum reglum en hugmyndafræðilegri sannfæringu
forsætisráðherrans. Raunar má segja að hugmyndafræðilegt frum-
kvæði hafi sjaldnast komið frá Davíð sjálfum heldur hafi sú sköp-
un miklu frekar komið frá samstarfsflokkum hans í ríkisstjórn. Án
þess að lítið sé gert úr þætti sjálfstæðismanna varðandi EES-samn-
inginn var það þó Alþýðuflokkurinn, einkum Jón Baldvin Hanni-
balsson, sem bar hitann og þungann af þeirri samningsgerð. Eins
má segja að það hafi ekki verið sjálfstæðismenn eða Davíð Odds-
son sem voru í eldlínunni þegar efnahagskyrrstaðan var rofin með
stóriðjuáformum, stækkun álvera og erlendri fjárfestingu, heldur
var það einmitt samstarfsflokkurinn, og ekki síst Finnur Ingólfs-
son, sem dró þann vagn. Þannig mætti áfram telja dæmin þar sem
samstarfsflokkur eða samstarfsráðherrar Davíðs hafa staðið í stór-
ræöum við að byggja undirstöður glansmyndarinnar sem nú um-
lykur forsætisráðherrann, án þess að hann hafi beinlínis komið
þar mikið nærri. Að því leyti minnir Davíð dálítið á Skúla W. Skíð-
dal, rithöfundinn í frægri smásögu vinar hans, Þórarins Eldjárns.
Skúli W. Skíðdal naut, eins og menn muna, gríðarlegrar almennr-
ar viröingar sem höfundur, jafnvel þótt hann hefði enga bók skrif-
að þegar að var gáð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taldi til dæmis
ástæðu til að vekja á því athygli í viðtali við Dag á dögunum að
Davíð hefði verið stórlega ofmetinn sem stjórnmálamaður. En
hvort sem menn samþykkja þá skoðun borgarstjóra eða ekki verð-
ur það ekki af Davíð tekið að hann hefur setið í forsætisráðuneyt-
inu þann tíma sem þessar breytingar hafa orðið. Og þótt hann hafi
e.t.v. skort hugmyndafræðilegan eldmóð og frjósemi hefur hann þó
verið nægjanlega klókur valdapólitíkus að skapa hugsjónaríkum
samstarfsmönnum sínum svigrúm til sköpunar og átaka, án þess
þó aö gefa í leiðinni neinn höggstað á sjálfum sér. Enda hefur þaö
verið stöðugt áhyggjuefni samstarfsflokka og samstarfsmanna
valdapólitíkussins Davíðs hve miklum skakkafóllum þeir verða
fyrir í stjórnarsamstarfinu. Leyndardómur Skúla W. Skíðdals fólst
ekki í því að vera virtur þrátt fyrir að hafa ekkert skrifað. Hann
var virtur vegna þess að hann hafði ekkert skrifað. Gagnrýnendur
höfðu einfaldlega ekkert handfast til að gagnrýna hann fyrir!
Lausnarorðið fólst í því að láta ekki dæma sig af því sem maður
hefur gert heldur því sem maður gæti gert. „Maðurinn er það sem
hann væri,“ var hin mikilvæga niðurstaða Skúla W. Skíðdals. Við
mat á hugmyndafræði og pólitískum frumleika munum við dæma
samstarfsmenn Davíðs af því sem þeir hafa gert. Um valdamann-
inn Davíð mun hins vegar gilda í þeim efnum að hann er það sem
hann væri. Til hamingju með valdaafmælið, Davíð.
Birgir Guðmundsson
DV
Skoðun
Því dæmist rétt vera
Manni hefur skUist að
fréttaflutningi fjölmiðla sé
meðal annars ætlað að
hjálpa almennum neytend-
um tU að átta sig á því, sem
er að gerast nær og fjær, en
stundum er reyndin sú, að
fréttir vekja fleiri spurning-
ar en þær svara. Tökum
dæmi af þremur tUtölulega
nýlegum fréttum. Þrjár
stúlkur á Akranesi mis-
þyrma þeirri fjórðu svo
hrottalega, að hún mun
aldrei bíða þess hætur. Þeg-
ar þær koma fyrir dómara eru þær
sýknaðar, meðal annars á þeirri for-
sendu að fyrirliði illþýðisins sé
„gjaldþrota".
StöUurnar þrjár ganga því hnar-
reistar og sennUega hlæjandi útúr
réttarsalnum, en stúlkan sem fyrir
árásinni varð fær hvorki bætur né
stuðning frá bæjarfélaginu, með þeim
afleiðingum að fjölskyldan hrökklast
burt.
Eru menn þá sýknir af líkamsmeið-
ingum og limlestingum, ef þeir eiga
ekki fyrir væntanlegri sekt? Er refsi-
vist útUokuð þegar þannig stendur á?
Er „gjaldþrot" iUvirkjans timabundið
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
eða er stúlkan refsUaus ef
hún getur haldið áfram að
vera „gjaldþrota" það sem
eftir er ævinnar?
Skíðaslys
Karlmaður og kona, bæði
á sjötugsaldri, voru i fjögra
manna hópi íslendinga á
skiðum í Austurríki árið
1996. Þau áðu á hæð niðrað
næstu lyftu, en héldu síðan
áfram og rákust harkalega
saman, með þeim afleiðing-
um að konan hlaut slæmt
brot á hægri sköflungi og meiðsli á
öxl. Leiddi þaö tU þess að hún var
metin tU 25% varanlegrar örorku og
v£ir metinn 25% varanlegur miski.
Hvorki konan né karlmaðurinn kváð-
ust hafa séð hvort annað áðuren
áreksturinn varð, en ekkert kom fram
sem benti tU þess að konan hefði gert
neitt sem skapaði sérstaka hættu fyr-
ir aðra skíðamenn.
Dómnum þótti sannað að karlmað-
urinn hefði lagt seinna af stað en kon-
an og því hafi, samkvæmt alþjóðleg-
um FlS-reglum, hvUt á honum að-
gæsluskylda. Þessvegna þótti rétt að
leggja aUa sök af slysinu á hann. Karl-
maðurinn var dæmdur tU að
greiða konunni tæplega 2,6
mUljónir í bætur og rúma hálfa
miUjón í málskostnað. Þó ekki
væri um ásetning að ræða, hafði
hinn sakfeUdi valdið slysi sem
hann hlaut að bera ábyrgð á, og
ekkert nema gott um það að
segja. Hinsvegar á ég bágt með
að sjá hvernig þessi dómur rím-
ar við dómsniðurstöðuna á
Akranesi. - Lái mér hver sem
viU.
Verðlaun fyrir vanrækslu
Mikið hefur verið skrifað um „Stöllumar þrjár ganga því hnarreist-
hið hörmulega slys við Reykja- ar 0g sennilega hlæjandi útúr réttar-
víkurflugvöU á liðnu sumri, og , __ . -7J r. ■ - ' ■
ekki að ástæðulausu. Enn er salnum, en stulkan sem fynr arasinm ___________ __ __________ ______o__
ekki séö fyrir endann á þvi nöt- varð fær hvorki bætur né stuðning frá aldrei fyrir ásetning, en þegar rekja
urlega máli, en margt í málatU- bæjarfélaginu, með þeim afleiðingum má þau tu augljósrar vanrækslu,
fylgja, sá ráðherra sitt óvænna og
sagði upp samningunum.
En sennUega komu endalokin
landsmönnum í opna skjöldu. í stað
þess að reka ísleif Ottesen úr þjón-
ustu ríkisins með þeirri skömm,
sem hann vissulega verðskuldaði,
færði ráðherra honum á silfurfati
einar litlar 10 miUjónir í sárabæt-
ur! Merglaus röksemd hans var sú,
að lögfræðingar ráðuneytisins
teldu hugsanlegt að LÍO kynni að
eiga skaðabótakröfu á hendur ráðu-
neytinu vegna uppsagnarinnar!
Nú er ég ekki lögfróður maður og
því spyr ég, hversu alvarleg brot
manna þurfi að vera til að svipta
megi þá trúnaðarstörfum án eftir-
mála. Slys verða að sjálfsögðu
búnaði flugmálastjómar er væg-
ast sagt tortryggilegt, ekki sist
augljós ritskoðun á frumskýrslu
Rannsóknarnefndar flugslysa.
Hefur Friðrik Þór Guðmunds-
son blaðamaður, sem missti son sinn
í flugslysinu, gert rækUega grein fyr-
ir þeirri hlið málsins. Hin hliðin snýr
að samgönguráðherra sem í öndverðu
kvað ekki koma tU mála að segja upp
—......... .............
að fjölskyldan hrökklast burt. “
(Myndin er sviðsett og tengist ekki
umrœddum atburði).
tveimur samningum við Leiguflug ís-
leifs Ottesens, en þegar á daginn kom
að fyrirtækið hafði i tugum tflvika
vanvirt og þverbrotið þær starfsregl-
ur, sem því bar fortakslaust að fram-
Stjórnin okrar á hollustunni
Guðni Ágústsson hefur sagt að sjáif-
ur hafi hann komist bærUega tU
manns án þess að éta grænmeti fyrr
en stálpaður. Grænmetið er að sönnu
gott fyrir heilann. Ekki treysti ég mér
þó til að fullyrða að ráðherrann hefði
orðið meiri sniUingur en hann sann-
anlega er í dag, heföi hinn sunnlenski
bóndasonur lagt sér til munns meiri
hoUustu af akrinum en hann gerði á
sokkabandsárum sínum.
Það er hins vegar ekki hans, eða
annarra, að taka valfrelsið af fólki.
Þeir sem kjósa aö sneiða hjá því að
borða grænmeti, eins og landbúnaðar-
ráðherranum virðist fmnast mann-
dómsmerki, eiga sannarlega að fá að
velja sér þann lífsstU. Hinir, sem vilja
borða hollustuna sem í grænmetinu
felst, eiga að fá að gera það. fllu heilli
geta það ekki allir.
Sök landbúnaðarráðuneytisins
Okurverð á grænmeti, sem stjórn-
völd eiga sinn ríka þátt í gegnum ok-
urtoUa landbúnaðarráðuneytisins,
kemur nefriUega í veg fyrir að venju-
legt fólk geti haft hoflt grænmeti sem
sinn daglega verð. í skjóli fáránlegrar
túlkunar landbúnaðarráðuneytisins á
toUákvæðum komu heUdsalar upp
svikamyllu samráðs í þvi skyni að fé-
fletta neytendur og nú virðist sem
óprúttin einokun stóru smásöluhringj-
anna sæki sér líka skjól í ok-
urtoUa ráðuneytisins. Þetta
veldur því að menn þurfa að
vera auðmenn tU að geta
lagt á borð sitt eins mikið
grænmeti og manneldisráð
S telur þeim hoUt.
Samkeppnisráð hefur
skorað á landbúnaðarráðu-
neytið að beita sér fyrir
breytingum á toUaákvæðum
sem tengjast innflutningi
grænmetis svo hægt verði
að koma upp raunverulegri
samkeppni á markaði fyrir
grænmeti. Það benti líka á
að okurtoUar ráðuneytisins
'ættu mikla sök á svikamyllu
_ , heildsalanna, fyrir utan að
„Undir þrystingi fra Samfylkingunni halda beinlínis uppi verði á
gaf Guðni neytendum loforð. Öll þjóð- hollustunni með handafli.
m hlustaði é loforðið ondunekið í ÖU- ”££**& “lkT'
um Ijósvakamiðlum hálfan sólar- Þaö blasir við að meðan
hring á eftir. Hann lofaði að lækka Þuú fyrirtæki fara með 90%
innflutningstolla á grænmeti. En
hvar eru efndimar? um. Við þær aðstæður verð-
ur aldrei hægt að hindra
ólögmætt samráð nema
koma á fót raunverulegri
samkeppni. Það gerist hins
, vegar ekki nema ríkisvaldið
greiði fyrir innflutningi á
grænmeti og leyfi því að
keppa við íslensku fram-
leiðsluna. Innflutningur er
aftur á móti tómt mál nema
okurtoUar ríkisstjórnarinn-
ar á grænmeti verði lækk-
aðir, og loks afnumdir.
Froða úr tómri flösku
Eini flokkurinn sem hefur tekið
upp hanskann af myndugleik fyrir
neytendur er Samfylkingin. Meira að
segja Sjálfstæðisflokkurinn, sem á
sínum tíma kom okurtollunum á,
studdi Samfylkinguna á Alþingi i
kröfum hennar um að lækka okurtoU-
ana. Undir þrýstingi frá Samfylking-
unni gaf Guðni neytendum loforð. ÖU
þjóðin hlustaði á loforðið endurtekið i
öUum ljósvakamiðlum hálfan sólar-
hring á eftir. Hann lofaði að lækka
innflutningstoUa á grænmeti. En hvar
eru efndimar?
Hagkaupsbræður fögnuðu því með
nokknim dárahætti þegar Guðni varð
ráðherra og létu brugga sér öl, sem
gefið var heitið Guðni sterki. Ölið
stendur ekki lengur undir nafni.
Guðni sterki minnir í dag helst á gall-
aðan pilsner, sem freyðir vel þegar
tappinn er dreginn úr, en þegar froð-
an hverfur sést að flaskan er tóm.
Vissulega freyddi vel á Guðna þegar
Samfylkingin tók úr honum tappann í
umræðum á Alþingi um grænmet-
isokrið, Nú er hins vegar komið i ljós
að ráðherrann er tómur.
Eftir páska stóð hann i ræðustól á
Alþingi og mundi skyndilega ekki
Ossur
Skarphéöinsson
formaöur
Samfylkingarinnar
lengur loforðið sem hann gaf
neytendum úr sama stóli í
vikunni fyrir páska. Kannski
er hér komin sönnunin fyrir
því sem manneldisfræðingar
halda fram, að barnsheilan-
um er þörf á hollustu græn-
metisins til að þroska þokka-
legt minni þegar kemur fram
um fullorðinsárin.
Pilsnerfylgi
Fjölmargar rannsóknir
hafa sýnt að grænmeti er
mesta hollusta sem völ er á.
Neysla þess er besta forvörnin gegn
hvers kyns meinum, þar á meðal ýms-
um tegundum krabbameina. Það er
því ekki að undra að opinber mann-
eldisstefna ríkisstjórnarinnar sem
Guðni Ágústsson situr í hvetur til
þess að íslendingar neyti meira af
grænmeti en þeir gera. Þessi mann-
eldisstefna er nú í rúst.
Opinberar tölur sýna að neysla Is-
lendinga á grænmeti hefur ekkert
aukist frá því okurtollarnir voru fyrst
settir á árið 1995 með herfilegri
mistúlkun Sjálfstæðisflokksins, sem
þá fór með landbúnaðarmál, á Gatt-
samningnum. Islendingar neyta þess
vegna í dag ekki nema helmings þess
magns af grænmeti sem Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin telur ráðlegt til að
koma í veg fyrir sjúkdóma. Viö borð-
um miklu minna af grænmeti en
frændur okkar á Norðurlöndunum
Okurtollar landbúnaðarráðuneytis-
ins eru því ekki aðeins í fullkominni
andstöðu við fjárhagslega hagsmuni
venjulegra íslendinga. Hún felur líka í
sér atlögu að heilsufari landsmanna. -
Er nema von að flokkur Guðna sterka
sé á leið ofan í pilsnerfylgi?
Össur Skarphéðinsson
hlýtur það að vera ærin ástæða til
láta þann, sem ábyrgðina ber, fjúka
án allra eftirmála. Slysið við
Reykjavíkurflugvöll var svo
hörmulegt, að sjálfumglaður reig-
ingur ísleifs Ottesens eftir málalokin
vakti grunsemdir um að maðurinn
gengi ekki heiíl til skógar. Mér olli
hann klígju.
Sigurður A. Magnússon
Pappírsvísitalan
„Nú þegar finu vísu-
tölurnar stefna niður
er eins og þetta kraft-
mikla fólk lemji höfð-
inu við steininn. Hnar-
reistir, ungir merrn
láta sig engu varða um
þá sem lepja dauðann
úr skel. Margir þeirra eiga líklega
fullt í fangi með að bjarga
skyndigróðanum sínum sem smám
verður að engu á línuritunum í
tölvunum þeirra. Upp skal hún, papp-
írsvísitalan!"
Kristján Þorvaldsson í leiöara Séö og heyrt.
Ómótstæðilegt
„Bakarí eru ómótstæðileg í alla
staði og stundum missi ég ráð og
rænu, kaupi frá mér allt vit, svona
hom og hinsegin beyglur, bökur og
sætar kökur, held svo heim klyfjuð
og býð upp á kræsingarnar. Fyrir
kemur að ég kaupi of mikið, svo
vínarbrauðið grænkar og sandkakan
ummyndast í steingerving, hafnar
svo í ruslinu og ég heiti því að hemja
mig í bakaríum, temja mér hófsemi
og stilla mig þegar lífsins lystisemdir
eru annars vegar.“
Kristín Helga Gunnarsdóttir í Fréttablaöinu.
Þeir sem mest hafa fengið
„Það er svo sem auð-
vitað, að þeir sem mest
ætla að leggja undir i
nýju fiskeldisævintýri
eru þeir sem mest hafa
fengið gefms af þjóðar-
auðlind sjávarins. Þeir
hætta þess vegna til
annarra manna fé aðallega, auk þess
að koma sér upp skattaafslætti um
langa hríð ef illa fer.“
Sverrir Hermannsson í Morgunblaösgrein
Spurt og svarað
Er réttad selja Landssímann á þessum timapunktí?
; ' .
Kristján Möller,
þingmadur Samfylkingar
Doka við til
hausts
„Ég er ekki viss um að þetta
sé rétti tíminn til sölu Lands-
simans því éinmitt nú eru
sviptingar á markaði og ljóst að
verð fyrirtækisins hefur fallið stórlega frá því
þegar best lét. Sannarlega eru miklir hagsmun-
ir fyrir væntanlega kaupendur að ná i Símann á
lágmarksverði en að sama skapi fráleitt fyrir
seljandann að láta fyrirtækið frá sér miðað við
ríkjandi markaðsaðstæður. Frumvarpið um
sölu Símans er seint fram komið á Alþingi. Því
hefði ég talið skynsamlegt að doka við með mál-
ið til hausts því ástandið á mörkuðum gefur
ekki tilefni til asa.“
Kristinn H. Gunnarsson,
þingmadur Framsóknarflokks
Drífum málið
áfiram
„Ég held að alltaf hljóti að
verða erfitt að finna hárrétta
tímapunktinn hvenær selja á
fyrirtæki. Hann er afstæður og
kannski ekki til. Meginmálið er i mínum huga
að menn taki af skarið, annaðhvort af eða á, og
selja svo án hiks. Drífa málið áfram. Hvað sölu
Landssímans varðar þá er mikilvægast að rík-
ið selji ekki meirihlutaeign sína í fyrirtækinu
fyrr en tryggð eru yfirlýst markmið hvað varö-
ar dreifikerfi, þjónustu og verð. Þetta höfum við
lagt mikla áherslu á. Þá viljum við að andvirði
þeirrar fjárhæöar sem fæst með sölu Landssím-
ans verði varið til byggða- og samgöngumála."
Sverrir Hermannsson,
formadur Frjálslynda flokksins
Skákað til
Engeyinga
„Ég er fylgjandi sölu Lands-
símans og einkavæðingu hans
en tel sölu stórvarasama nú.
Mig langar að vita hve mikið
verðgildi fyrirtækisins hefur rýmað frá því það
stóð best fram til þessa dags eða myndir þú, ef
Landssíminn væri í þinni eigu, selja hann nú?
Verðið hefur farið niður um tugi mifljarða
króna. Og hverjir kaupa svo Símann? Þar óttast
ég að skáka eigi fyrirtækinu til Engeyinga sem
eiga sér samastaö í fyrirtækjum eins og Sjóvá og
Eimskip. Síðan ætlar ríkið lika að selja bankana
en óhægt verður þeim um vik að selja Búnaðar-
bankann á meðan á rannsókn lögreglu stendur."
Þorgerður K. Gunnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstœðisflokks
Góður fjátfest-
ingarkostur
„Ég held að tvímælalaust sé
rétt að leita heimildar til sölu á
hlutabréfum ríkisins í Lands-
símanum. Það er til hagsbóta
fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf að selja fyr-
irtækið. Hvort betra væri að það hefði gerst fyr-
ir tveimur mánuðum, nú, eða gerist eftir tvo
mánuði, get ég ekki sagt til um, en gæti ég svar-
að því þá væri ég efalaust ríkari en Bill Gates.
Meginmálið er í mínum huga að losa um eignar-
aðild ríkisins á þessu fyrirtæki hið fyrsta og von-
andi verða hluthafar stór og fjölbreyttur hópur,
innlendir jafnt sem erlendir. Landssíminn er gott
fyrirtæki og góður fjárfestingarkostur."
Samgönguráðherra mun á næstu dögum leggja fram frumvarp um sölu Landssímans og samiö hefur veriö vlö tvö veröbréfafyrirtækl um aö annast söluna
| |
Meinsemd í
þjóðarsálinni
Mikil er átthagatryggð og stað-
festa þeirra íslendinga sem enn búa
í kaupstöðum, þorpum og dreifðum
byggðum. Gegndarlaus áróður hefur
verið rekinn fyrir því áratugum
saman að fá fólk til að yfirgefa sveit-
ir og bæi og flytja búferlum til
Reykjavíkur og nálægra hverfa sem
er þéttbýlið á hinum fomu Innnesj-
um. Þeir duglegustu í smalamennsk-
unni suöur eru pólitíkusar, sveitar-
stjórar og þeirra nótar.
Tónninn er ávallt hinn sami og
gefinn var í þjóðsögunni um bústið
og sællegt Reykjavíkurtungl og hel-
vískan Hornafjarðarmánann, skarð-
an og vesældarlegan sem varla tollir
á lofti, eins og heimamaðurinn lýsti
honum.
Síðasta útgáfan birtist í DV í lið-
inni viku og eru höfundamir tveir
flokksforingjar sem létu í ljósi álit
sitt á sölu Landssímans. Steingrímur
J. Sigfússon: „Viö höfum ekki síst
áhyggjur af landsbyggðinni því fyrr
eða síðar leiðir þetta til hærri kostn-
aðar og lakari þjónustu fyrir hinar
dreiföu byggðir." Össur Skarphéð-
insson: „Við leggjumst gegn því að
dreifikerfi Landssímans verði selt
því það leiðir til þess að dreifbýlið
mun aldrei sitja við sama borð og
þéttbýlið varðandi
þróun þekkingar-
iðnaðar.“
Svona buslubæn-
ir dynja látlaust á
landslýð þar sem
gerður er saman-
buröur á eftirsókn-
arverðum lífsgæð-
um sem höfuðborg-
in býður upp á og
afskiptri lands-
byggð þar sem
skortur er á flestu
og framtíðarhorfur
eru daprar og von-
litlar.
Atkvæöaveiöar
Þær öfugsnúnu
atkvæðaveiðar sem
felast í því að níða
landsbyggðina en
fegra mannlífið í
Reykjavík gefast ef
til vill vel til að slá
sig til riddara í hér-
aði. . Hrepparigur-
inn er jafngamall
íslandssögunni og
Aðdrattarafl Reykjavíkur byggist á öfugsnúnum samanburði.
hefur löngum verið væn-
legt til áhrifa að ala á öf-
und og tortryggni í garð
þeirra sem búa handan
heiðarinnar.
En í tímans rás hefur sí-
felldur samanburður af
þessu tagi allt önnur áhrif
en stefnt er aö. Ekkert er
eðlilegra en að fólk hleypi
heimdraganum og flytji
suður þar sem allt er svo
miklu betra, eftirsóknar-
verðara og ódýrara en úti
á landi. Þar stefnir í öngþveiti á
flestum sviðum, svo sem sjá má á
rmmælum leiðtoganna um framtíð-
arhorfur í símamálum. Aldrei mun
þekkingariðnaðurinn ná út fyrir
þéttbýlið á Innnesjum. Basta.
Skæklatogið milli kjördæma og
byggðarlaga er svo kapítuli út af fyr-
ir sig og hefur löngum verið dragbít-
ur á æskilega byggðaþróun, ekki slð-
ur en þruglið um Reykjavíkur-
tunglið og Hornafjarðarmánann sem
er eins og iflkynja meinsemd á þjóð-
arsálinni.
Rökleysur
Afstaða smalanna sem keppast við
að reka fólk suður í þjónustusælu og
atvinnutækifæri Reykjavikur
kom berlega i ljós í karpinu
um miðbæjarflugvöllmn. Úr-
tölumennimir halda því
blákalt fram að hvergi væri
búandi úti á landi ef utanbæj-
armenn fengju ekki að lenda
nánast í Lækjargötunni.
Þegar nokkrir Reykvík-
ingar impra á því að þeir
vilji hafa einhvern tillögu-
rétt um skipulag eigin
byggðarlags eru þeir um-
svifalaust gerðir að útvöld-
um illvirkjum í garð landsbyggðar-
fólks. Röksemdin er sú að gjörvallt
ísland utan Innnesja muni leggjast í
auðn ef beinar samgöngur viö stjórn-
sýsluna verði tepptar.
Að halda því fram að tilvera
mannlífs úti á landi byggist á um-
svifalausum samgöngum við Miðbæ-
inn lýsir aðeins eins konar ósjálf-
bjarga vesöld og vanmætti til að
standa á eigin fótum. Það er sá hugs-
unarháttur sem á meiri þátt í
byggðaþróuninni en allar ytri að-
stæður.
Landsbyggðin þarf sannarlega
ekki á óvinum halda ef telja má að
allir úrtölumennirnir séu henni vel-
viljaðir.
Oddur Ólafsson
skrifar