Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 24
40 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2001 Tilvera DV Janet ekki í af- mæli bróður Söngkonan og kynlífsþenkjandinn Janet Jackson hefur tilkynnt að hún hafi ekki tima til að heiðra bróður sinn, Michael Jackson erkipoppara, þegar hann heldur upp á fertugsaf- mælið með stórtónleikum i haust. Þar mun mikill stjörnufans koma fram til heiðurs hinum síunda Mikka. „Ég verð á tónleikaferðalagi einmitt þá,“ segir Janet sem er nýbúin að gefa út enn eina plötuna. „Michael hefur beðið mig um að koma en ég held að ég geti það bara alls ekki.“ Geri flytur nær Robbie sínum Geri Halliwell er búin að skipta um hótel til þess að geta verið nær vini sínum, Robbie Williams, sem hún segir vera bara vin sinn. Kryddpían fyrrverandi er sem sagt flutt úr svítunni á Lanesborough Hotel í miðhluta London yfir á hótel í nágrenni Notting Hill þar sem Robbie býr. Á nýja hótelinu er hins vegar enginn þjónn sem viðrar hund söngkonunnar. Þrátt fyrir að á hótelinu sé líkamsræktarstöð hefur Geri keypt sér eigin líkamsræktartæki sem hún hefur komið fyrir í svítunni á nýja hótelinu. VINNULYFHJR: SMIÐSBÚÐ 12 GARÐABÆ www.vinnulyftur.is HARTOPPAR Frá| BERGMANN^ og HERKULES Margir -t;' verðflokkar Rakarastofan Klapparstíg e x x x o t i c a www.exxx.is GERUM GOTT KYNLÍF BETRA! LANDSINS MESTA ÚRVAL AF UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS Barónsstíg 27 - S: 562 7400 DV-MYNDIR EINAR J. í kúrekaklæðum Stuömenn eiga þaö til aö koma fram í búningum. Þetta kvöld klæddu þeir sig upþ aö hætti Skagstrendinga. JFIVI Jakob Frímann Magnússon stóö vaktina á bak viö hljóm- borðið að venju. Gæs á vappi Stuðkvendiö og vertinn Hugrún Þórisdóttir, tilvonandi brúöur, var dregin upp á Diddú lét sig aö sjálfsögöu ekki vanta á balliö. Hér bregö- sviö af vinkonum sínum til aö syngja lítið lag með Stuö- ur hún á leik ásamt Vigni, vertinum í Hlégaröi. mönnum. Ósvikið sveitaballastuð - Stuðmenn rifja upp gamla tíma í Hlégarði Hér á árum áður skelltu skemmt- anaþyrstir borgarbúar sér gjaman á sveitaböll i Hlégarði í Mosfellssveit. Slíkar voru vinsældir ballana að auglýstar voru sætaferðir frá Um- ferðarmiðstöðinni. Nú er öldin önn- ur, Mosfellssveitin orðin bær og skemmtanalíf Reykvíkinga hefur tekið breytingum í kjölfar fjölgunar kráa og eflingar miðbæjarmenning- ar. Til að rifja upp gamla tíma og fagna fimmtíu ára afmæli Hlégarðs var þó slegið upp ósviknu sveita- balli þar um helgina og sá hljóm- sveit allra landsmanna, Stuðmenn, um að skemmta Mosfellingum og nærsveitamönnum. Akureyrarkirkja Líf og list í kirkjunni Kirkjulistavika verður haldin í Ak- ureyrarkirkju dagana 6. til 13. maí næstkomandi. Þetta er í sjöunda skipti sem Akureyrarkirkja og Listvinafélag Akureyrarkirkju standa að Kirkju- listaviku og fá til liðs við sig listafólk af ýmsum sviðum listarinnar. Mark- mið Kirkjulistaviku hefur frá upphafi verið að efla samvinnu og tengsl kirkj- unnar við listafólk og um leið að gefa bæjarbúum kost á að njóta góðra lista í kirkjunni. Dagskrá Kirkjulistaviku verður fjöl- breytt að vanda og eru samstarfsaðÚar að þessu sinni Kór Akureyrarkirkju, Barna- og unglingakór Akureyrar- kirkju, Kór Glerárkirkju, Samkór Svarfdæla, Karlakór Akureyrar - Geysir, Tónlistarfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, auk fjölmargra einstaklinga. Meðal helstu atriða má nefna hátíðartónleika Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands, þar sem fram koma ásamt hljómsveitinni 4 kórar og einsöngvararnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Mich- ael Jón Clarke. Stjórnandi verður Guðmundur Óli Gunnarsson. Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju frumflytur messusöngleikinn Leiðin til lífsins eftir séra Svavar A. Jónsson og Daníel Þorsteinsson, leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Tónleikar verða á vegum Tónlistarfélags Akureyrar með þeim Óskari Péturssyni tenór og Bimi Steinari Sólbergssyni á orgel. Tvær myndlistarsýningar verða settar upp í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Leifur Breiðfjörð nefnir sýningu sína Opinberun, en hann sýnir glerlista- verk, pastelmyndir og vinnuteikning- ar, og átta listakonur verða með sýn- ingu sem nefnist Kaleikar og kirkju- gólf. Helgihald verður fjölbreytt þessa viku: fjölskyldumessa, morgunsöngur, kyrrðarstund, aftansöngur, æðruleys- ismessa og hátíðarmessa þar sem hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, predikar. Mömmumorgunn og „opið hús“ fyrir aldraða verða einnig á sín- um stað. -W Beðið eftir Stuömönnum Siguröur Torfi Sigurösson, Hinrik Gylfason, Erna Arnar- dóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir létu fara vel um sig meöan þau biöu eftir aö hljómsveitin stigi á stokk. Góðir gestir Sölvi, Systa og Kristjana mættu snemma til að missa ekki af neinu. Ýmir kynntur almenningi: Opið hús og tvennir tónleikar DV-INGÓ Merkisdagur er hjá Ymi, tónlistar- húsi, á morgun og ber þar þrennt til. Gerrit SchuO tekur til starfa sem list- rænn stjómandi, opið hús og ókeyp- is tónleikar verða um miðjan daginn og um kvöldið tónleikar Rannveigar Fríðu Bragadóttur mezzo-sópran- söngkonu og Gerrit Schuil píanóleik- ara. Þau tvö voru spurð nánar út i þessa viðburði - fyrst opna húsið. „Tilgangurinn er sá að kynna Ými fyrir fólki sem musteri tónlistarinn- ar í Reykjavík," segir Gerrit og held- ur áfram: „Það skiptir máli að flytja og hlýða á tónlist í húsi sem byggt er sem tónlistarhús. Ýmir er bæði glæsilegt hús og vel staðsett og er hið fyrsta og eina sinnar tegundar í Reykjavík." Hann viðurkennir að plássið sé of litið fyrir sinfóníuhljóm- sveit en segir stærðina einkar heppi- lega fyrir kammertónlist og ein- söngvara og hægt sé að breyta áheyr- endasætum á marga vegu. Fólk heyri hvernig hljómur- inn er Ýmir verður sem sagt opnaður gestum og gangandi kl. hálftvö og fríu tónleikamir hefjast hálfþrjú. „Þá getur fólk heyrt hvernig hljómurinn er í húsinu. Þetta er klukkutíma pró- gramm og þar syngja og spila nokkr- ir þeirra listamanna sem verða með tónleika i haust," segir Gerrit. Hann kveðst vera búinn að skipuleggja dagskrá næsta vetrar, svokallaða Sunnudags-Matinée þar sem blönduö kammertónlist er í aðalhlutverki. Þegar litið er yfír flytjendalistann blasa við kunnugleg nöfn: Sólrún Bragadóttir, Elín Ósk, Þorsteinn Gauti, Sigrún Hjálmtýsdóttir og fleiri. Rannveig Fríða og Gerrit Schuil Viö musteri tónlistarinnar í Reykjavík Endað á vorvísum Griegs Til að forvitnast um kvöldtón- leikana 1. og 2. maí snýr blaðmaður sér að Rannveigu Fríðu: „Við verð- um með lög við ljóð Goethes, Mignon Lieder. Mörg tónskáld hafa skrifað tónlist við þau og við byrj- um tónleikana á lögum Schuberts og eftir hlé heyrum við lög Hugos Wolf við sömu texta. Einnig syngj- um við ljóðaflokka eftir Brahms og Mahler og endum á vorvísum eftir Grieg,“ upplýsir söngkonan og bæt- ir við: „Svo fáum við Guðnýju Guð- mundsdóttur sem gest. Hún ætlar að hvíla sig á fiðlunni og leika á víólu i staðinn.“ -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.