Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 10
10 Utlönd MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2001 x>v Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Cherokee JeepWillys Land Rover Musso Isuzu r- x heimasíða: JSSL Eí www.sinmet.is\aplast ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Framleiðum brettakanta. sólskyggni og boddíhlutí á flestar gerðir jeppa. í vörubíla og vanbíla. Sérsmíði og viðgerðir. Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 8. maí 2001 að Suðurlandsbraut 30, 2. hæð kl. 20.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Málefni Vogs 3. Önnur mál FRAMBOÐSFRESTUR Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur við kjör fulltrúa á ársfund Alþýðusambands íslands 2001. Kjörnir verða 40 fulltrúar og jafnmargir til vara. Framboðslistar ásamt meðmælum 100 fullgildra félagsmanna VR þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 7. maí nk. Kjörstjórn Verzlunarmannafélag Reykjavíkur BORGARSKIFULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um afgreiðslu borgarráðs á auglýstri deili- skipulagstillögu fyrir lóðir við Skógarhlíð og Eskihlíð 24 - 28. í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst afgreiðsla borgarráðs Reykjavíkur á tillögu að deiliskipulagi lóða við Skógarhlíð og Eskihlíð 24 - 28. Þann 13. febrúarsl. samþykkti borgarráð Reykjavíkur að auglýsa deiliskipulag fyrir lóðir við Skógarhlíð og lóðirnar nr. 24-28 við Eskihlíð. Deiliskipulagstillagan var auglýst til kynningar frá 16. febrúar til 16. mars með athugasemdafresti til 30. mars 2001. Sex athugasemdabréf bárust við tillöguna innan tilskilins frests. Tillagan var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur þann 10. apríl sl. með óverulegum breytingum. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið send þeim er athugasemdir gerðu og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Skipulagsstofnun var sent deiliskipulagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki athugasemd við að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda. Nánari upplýsingar eða gögn um framangreinda deiliskipulagsáætlun og afgreiðslu hennar er hægt að nálgast á skrifstofu Borgarskipulags Reykjavíkur að Borgartúni 3, Reykjavík. Borgarskipulag Reykjavíkur. Shimon Peres á ferð og flugi: Ekki samið um vopnahlé Ekki tókst aö semja um vopnahlé milli ísraela og Palestínumanna á fundum Shimonar Peres, utanríkis- ráðherra ísraels, meö ráðamönnum í Egyptalandi og Jórdaníu í gær. Tilkynning Hosnis Mubaraks Egyptalandsforseta um að deilendur hefðu fallist á vopnahlé reyndist ekki á rökum reist, að því er segir í skeyti Reutersfréttastofunnar. Peres fór til Egyptalands og Jórdaníu til að afhenda svar ísra- elskra stjórnvalda við friðartillög- um Egypta og Jórdana sem ætlað er að binda enda á sjö mánaða átök á heimastjórnarsvæðum Palestinu- manna. Ariel Sharon, forsætisráðherra fsraels, er andvígur því að friðarvið- ræður verði teknar upp að nýju fyrr en bundinn verði endi á átökin. Þá hafnar hann því aö ísraelar stöðvi frekari nýbyggingar í landnáms- byggðum gyðinga á Vesturbakkan- um og Gaza, eins og farið er fram á í tillögunum. Á meöan Peres var á ferð og flugi milli Kairó og jórdanska sumarleyf- isstaðarins Aqaba í gær kom til skotbardaga á Gaza, þar sem átta Palestínumenn og einn fsraeli særð- ust. Palestínumenn skutu tveimur sprengjum að landnemabyggð gyð- inga þar en enginn særðist. Bílsprengja sprakk nærri skóla- rútu gyðingalandnema á Vestur- bakkanum en enginn í rútunni hlaut skaða af hennar völdum. Hins vegar fannst lík af Palestínumanni sem grunaður er um að hafa sprengt sprengjuna og sjálfan sig með. Lögreglan sprengdi síðan aðra sprengju sem fannst í ísraelska bænum Netanya. Israelskur hermaður syrgöur Unnusta (til hægri) og vinir ísraeiska hermannsins Shlomos Elmakayis felldu tár viö útför hans í gær. Palestínskir byssumenn skutu Eimakayis til bana í noröurhluta Israels í fyrradag þegar hann var á leiö heim úr fríi meö vinum. Tugir þúsunda krefjast frelsis Estrada: Herinn á Filippseyj- um í viðbragðsstöðu Til stuðnlngs Estrada Stuöningsmenn fyrrum forseta Fil- ippseyja kröföust þess enn á ný í gær aö hann yröi látinn laus. Herinn á Filippseyjum var í við- bragðsstöðu i gær þegar tugir þúsunda manna söfnuðust saman td að krefjast þess að Joseph Estrada, fyrrum for- seti, yrði látinn laus úr fangelsi og settur aftur á forsetastól. Sumir hvöttu til þess að gerð yrði árás á forsetahöll- ina. Talsmaður hersins sagði að herafli landsins hefði verið kallaður til að koma í veg fyrir átök i höfuðborginni Manila. Óeirðalögregla sló hring um forsetahöllina þar sem Gloria Mac- apagal Arroyo situr nú. Sívaxandi fjöldi stuðningsmanna Estrada hefur safnast saman við helgi- dóm í Manila, um það bil 15 kílómetra frá forsetahöllinni, undanfarna sex daga. Estrada var hnepptur í varðhald í síðustu viku, ákærður fyrir spiliingu og á dauðadóm yfir höfði sér. ŒŒ-L Nyrup í góðum málum Rikisstjórn Pouls Nyrups Rasmus- sens í Danmörku og vinstriflokkamir njóta stuðnings naums meirihluta kjósenda í fyrsta sinn í mörg ár, að þvt er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Gallups. Ef kosið yrði til þings nú myndu jafn- aðarmenn Nyrups og Radikale Venstre aftur komast til valda. Sænsk eldflaug til Noregs Sænsk rannsóknareldflaug féll til jarðar innan landamæra Noregs í gær, um 30 kílómetra frá áformuð- um lendingarstað. Bilun í stýrikerfi flaugarinnar olli því. Smitberi svipti sig lífi Danskur maður, sem var dæmdur í sjö ára fangelsi í Gautaborg á föstudag fyrir að smita konur af HlV-veirunni, svipti sig lífi í fanga- klefa sínum aðfaranótt laugardags. Fá aðgang að flugvél Kínversk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau ætluðu að veita banda- rískum eftirlitsmönnum aðgang að njósnaflugvélinni sem nauðlenti á kínverskri eyju 1. apríl. Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði þáð jákvætt skref. Efnahagslegt frelsisstríð Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, hét þvt í gær að heyja það sem hann kallaði efnahagslegt frelsis- stríð til að bjarga Tyrklandi úr klóm alvarlegrar fjár- málakreppu. Tyrkir fengu á dögun- um 10 milljaröa dollara lán frá Al- þjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Aðgerðir gegn fátækt Alþjóðabankinn sagði í gær að mörg þróunarlönd, einkum í Afr- íku, myndu ekki standa við fyrir- heit um að draga úr fátækt um helming fyrir árið 2015 nema gripið yrði til róttækra aðgerða. McGuinness tengdur IRA Martin Mc- Guinness, mennta- málaráðherra Norð- ur-írlands, ætlar að greina frá því að hann hafi verið háttsettur innan írska lýðveldishers- ins (IRA) árið 1972 þegar breskir hermenn felldu 13 óbreytta kaþólikka í Londonderry. Waldheim kátur Kurt Waldheim, fyrrum forseti Austurríkis, sem var sakaður um að hafa falið fortíð sína sem nasisti, sagði í gær að skjöl, sem bandaríska leyniþjónustan CIA aflétti leynd af, hreinsuðu hann af áburði um að hafa aðhafst eitthvað glæpsamlegt. Tito í geimstöðina Bandaríska geimskutlan Endeav- our yfirgaf alþjóðlegu geimstöðina í gær til aö gera rússneska Sojuz- geimfarinu, með bandaríska geim- ferðalanginn Dennis Tito og tvo rússneska geimfara innanborðs, kleift að leggjast að á áætlun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.