Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2000 15 DV / Astin og leiðinn Leikgerðin af Platonof eftir Tsjekhov sem Hafnarfjarðarleikhúsiö og Nemendaleikhús- ið nota á nýrri sýningu á verkinu minnir á Draum á Jónsmessunótt. Það er kurteis dag- ur þegar gestir safnast að hershöfðingjaekkj- unni Önnu Petrovnu sem er nýkomin i sveit- ina eftir vetursetu í borginni; fólk ræðir saman, teflir skák, syngur og spilar, bregður á leik, snæðir, en þegar nóttin fellur á nær óreiðan smám saman yfirhöndinni. í nótt- inni erum við í skóginum þar sem ekkert er sem sýnist, svik, tál og makaskipti eiga sér stað og allt virðist ætla að fara á hinn hörmulegasta veg. En þetta er gamanleikrit eins og staðfestist þegar dagar á ný og allt verður eins og áður: Veriði sæl og takk fyr- ir komuna! Platonof er dásamlegt verk. Hamsleysi þess og þokki eru gersamlega ómótstæðileg, og hjörtu áhorf- enda á frum- sýningu voru auðunnin, eins og viðbrögðin báru með sér. Það er svo heill- andi í okkar vinnupíndu til- veru að fylgjast með fólki sem er þrúgað af leiða af því það hefur ekkert að gera! Stundum veit maður varla hvort maður á að gráta eða hlæja, svo átakanlegt er lif þessa fólks en um leið svo ofboðslega fyndið. Finnur Arnar Arnarsson fer fram úr sjálf- um sér í sviðshönnun að þessu sinni. Á víðu sviði Hafnarfjarðarleikhússins rís furðustór skógur; gegnum hann rennur lækur með brú yfir og var það merki um vaxandi óreiðu þeg- meiri erótískan sveigjanleika og girnd vantar í látbragðið. En hann gat bæði verið vandlæt- ingarfullur og sár eins og best kom fram í sögunni af stúdent- inum og svikulu stúlkunni sem hann segir sinni gömlu vin- konu Sofju, sem Elma Lísa Gunnarsdóttir leikur af rögg- semi. Björgvin Franz Gíslason leikur mann hennar, kokkálinn Sergei Vojnitsjéf, og bjó til sannfærandi manngerð af ör- yggi og innlifun. Þriðja parið mynda dr. Trí- letskí, hinn ómissandi læknir Tsjekhovs, og María Grekova sem líka girnist Platonof. Björn Hlynur Haraldsson og Lára Sveinsdóttir léku þetta ólánlega fólk af afslappaðri snilld, eink- um var Björn Hlynur háska- lega sjarmerandi í hlutverki læknisins. Nína Dögg Filippusdóttir er í hlutverki Söshu, eiginkonu Platonofs, og gerði hana í senn fyndna og tragíska persónu með djúpum og skilningsríkum leik. Víkingur Kristjánsson er Glagoléf, auðugur vonbiðill og í raun „eig- andi“ Önnu Petrovnu. Hann gerir vel en er nokkuð einhæfur í svip og hreyfingum. Loks er svo gestaleikarinn, Erling Jóhannesson, sem leikur hrossaþjófinn og skósvein Önnu Petrovnu; hann gerði þessa aukapersónu sprelllifandi og virkan þátttakanda í hruna- dansinum. Enn einn sigur fyrir tvö lifandi leikhús. Leikurunum ungu er óskað velfarnaðar á listabrautinni. Silja Aðalsteinsdóttir Nemendaleikhúsiö og Hafnarfjaröarleikhúsiö sýna: Platonof eftir Anton Tjekhov. Leikgerö: Pétur Einars- son, Kjartan Ragnarsson og Hafnarfjarðarleikhúsið. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson, Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Hljóö- mynd: Margrét Örnólfsdóttir. Leikstjóri: Hilmar Jóns- son. DV-MYNDIR HARI Þau eru bæði í ástarsorg Nína Dögg Filippusdóttir og Eriing Jóhannesson í hlutverkum sínum á hinni hagnýtu brú. ar persónur hættu að nota brúna og fóru að sulla í vatninu í staðinn. Hilmar Jónsson leikstjóri færði sér vel í nyt hvað vatn er kynferðislegt og það sagði sína sögu um per- sónurnar hverjar bleyta sig í vatninu og hverjar ekki - og jafnvel hversu mikið... Lýs- ingin var töfrandi sem oftar í þessu húsi en búningar og einkum höfuðskraut misjafnt. Leiklist Önnu Petrovnu leikur Kristjana Skúla- dóttir og uppfyllir loforð úr fyrri sýningum Um að gera að vera snöggur hópsins í vetur og meira til. Hún er glæsileg Gisli Orn og Björn Hlynur á a sviði, hefur sterka nærveru og fór létt með hlaupum um skóginn. ag úraga bæði persónur leiksins og áhorf- endur á tálar. Hún fer allan skalann, frá virðulegri drottningu í nautnasjúka gleðikonu og var sannfærandi alla leið og aftur til baka. Gísli Örn Garðarsson leikur Platonof, mann- inn sem hún girnist. Hann er líka myndarleg- ur á sviði en ekki jafnoki hennar í leik og táli. Hreyfingar hans eru of stífar og einhæfar, Tónlist I minningu frumkvöðuls Sérstæðir og glæsilegir tón- leikar voru haldnir í Neskirkju síðastliðinn laugardag. Þá flutti Hátíðarkór Tónlistarskóla ísa- fjarðar ásamt einsöngvurum og hljómsveit eitt af merkustu og vinsælustu tónverkum sögunn- ar - Sálumessuna eftir Mozart. Tónleikarnir voru helgaðir minningu Jónasar Tómassonar organista, tónskálds og kenn- ara, en hann lyfti grettistaki í uppbyggingu tónlistarkennslu og þar með tónlistarlífs á ísa- firði. Tónlistarhæfileikar hans hafa þó orðið fleiri en ísfirðing- um gleðiefni. Afkomendur hans hafa margir lagt tónlistina fyrir sig og nægir aö nefna nafna hans og sonarson, Jónas Tóm- asson tónskáld, og systkini hans, þau Hauk Tómasson tón- skáld og Guðrúnu Önnu Tóm- asdóttur píanóleikara. Sonur Jónasar, Ingvar Jónasson lág- fiðluleikari, starfaði í Sinfóníu- hljómsveit Islands en stjómaði við þetta tækifæri Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna. Þannig má vera ljóst að áhrifa Jónasar Tómassonar gætir enn og það um allt land og jafnvel úti í heimi. Fyrsti flutningur á Sálumess- unni fór fram um páskana fyrir vestan, i heimabyggð Jónasar. Það hafði spurst hingað suður að þama hefði verið um einstaka tónleika að ræða og því tilhlökkun í mörgum þegar loks allur hópurinn var saman kominn innst í kirkjuskipi Neskirkju. Um Sálumessuna verða aldrei til nógu djúp orð. Þó svo að þama séu hlutar sem aðrir unnu upp úr skissum tónskáldsins að honum látn- um og ekki hljóma eins ágengir þá er þetta verk ógleymanlegt öllum sem því kynnast. Með kórnum, sem Beáta Joó æfði og undirbjó Kór og einsöngvarar í Sálumessu Mozarts Kórinn var mjög góöur og einsöngur vel unninn. svo stórkostlega vel, sungu þær Guðrún Jóns- dóttir sópran og Ingunn Ósk Sturludóttir alt en þær eru báðar búsettar fyrir vestan. Þeim til fulltingis sungu svo þeir Snorri Wium ten- ór og Ólafur Kjartan Sigurösson sem söng bassahlutverkið. Flutningurinn í Neskirkju var, eins og áður sagði, sérstæður. Því það er með tónlist líkt og trú að hún lyftist í æðra veldi þegar hún er iðkuð og hennar notið í lifandi samfélagi fólks sem sækir af einlægni og opnum hug þá nær- ingu í verkin sem þar má finna. Þannig geta flytjendur og áheyrendur sameinast í eitt afl í stað þeirrar sundrungar sem oft ræður. Alltof oft er hugarfar neyslunnar látið ráða og áhorfendur koma til að láta gæla við sálina og skemmta sér og flytjendur bera utan á sér þreytu og leiða vegna illa borgaðrar vinnu sinnar. Tón- leikagestir í Neskirkju líktust meira góðum söfnuði. Þeir voru komnir til að taka á ein- hvern auðskynjanlegan hátt mun virkari þátt í flutningn- um en maður á orðið að venj- ast hér. Og flytjendur lögðu allt í flutninginn. Allir sem einn voru þeir þarna til gefa, deila með sér. Flutningurinn gekk vel. Kór- inn var mjög góður, raddimar styrkar, opnar og litríkar. Vel var farið með allan texta og viðkvæmar endingar sérlega vel pússaðar. Sum kóratriðin hljómuðu ögn óróleg en það var meira einkenni en galli. Hljómsveitin lék að mestu af dv-mynd einar öRN öryggi þó samhljómur strengja hefði getað vérið ögn hreinni á köflum. Leikurinn var oft áhrifamikill og stundum sér- lega vel samstilltur, t.d. þegar kvartettinn söng Qui Mariam absolvisti á undan confutatiskaflanum fræga. Einsöngur var vel unninn, tenórtónn tilfinningaríkur, bassi hljómmikill og kvenraddirnar tvær hreinar og áferðarfallegar. Að tónleikunum loknum samglöddust menn yfir því hversu vel hafði gengið og þakkar- og hamingjuóskir gengu á víxl. Svona á að umgangast góða tónlist. Sigfríður Bjömsdóttir Meniiing Rico Saccani, aöalstjórnandi Slnfóníuhljóm- sveitar íslands. Hvað er á seyði? Jón Ásgeirsson kemur mn á það í gagnrýni um sinfóníutónleika í Mogga á fóstudag sem um hríð hefur verið skrafað í lágum hljóðum, að fjarvera Ricos Saccani úr stjórnandapúlti í Háskólabíó stafi ekki aðeins af veikindum. Menningarsiða DV telur sig hafa vissu fyrir því að Saccani sé veikur í hálsi og eigi að hvíla raddböndin, en ef rétt er að gerð hafi verið skoðanakönnun meðal hljómsveitar- manna um hvort eigi að ráða hann eitt kjör- tímabil í viðbót þá er miklu betra að niður- staðan úr henni verði gerð heyrin kunn en að hvíslað sé um hana í skotum. Það er satt að segja einkennileg stjórnunaraðferð að gera slíka leynikönnun og hefði verið eðlilegra að ræða kosti hans og hugsanlega galla opinskátt á fundi með öllum aðilum málsins og taka síð- an ábyrga ákvörðun í framhaldi af því. Heldur þykir ýmsum flugið hafa lækkað á verkefnavali hljómsveitarinnar undir stjórn Saccani, og hefur honum verið legið á hálsi fyrir áhugaleysi á nútímatónlist og helst til eindreginn áhuga á síðrómantískri tónlist. „Mitt hlutverk er að setja saman matseðil vetrarins," sagði hann i viðtali hér í DV, og bætti við að ekki væri nóg að auka gæöin stöðugt heldur yrði að huga að markaðssetn- ingu: „Við framleiðum afurð sem er til dæmis í harðri samkeppni við sjónvarpiö, máttug- asta miðil samtímans, tölvur, net og aðra nú- tímatækni sem heillar ungt fólk. Við keppum við þessa miðla, ekki aðeins um peninga fólks heldur tima og við verðum að sannfæra það um að það hafi sérstaka ástæðu til að kjósa okkur! Við verðum að ... vera handviss um að hvert einasta verk höfði til sem flestra áheyr- enda okkar.“ Þetta er vissulega gilt sjónarmið; spurning- in er bara hvort ungt fólk lætur aðeins heill- ast af gömlum verkum. Fernir sinfóníutónleikar eru eftir í vor og á Saccani samkvæmt dagskrá að stjóma einum þeirra, lokatónleikunum 7. júní þar sem á að flytja 6. sinfóníu Beethovens og Vorblót Stra- vinskys. Kynnir stelur senu Ekki kemur oft fyrir að kynnir á samkomum steli senunni en það gerðist á Beckett-hátíð í Borgarleikhúsinu 22. apríl. Þar voru fluttir þrír lærðir fyrirlestrar, sýnd kvikmynd eftir handriti Becketts með Buster Keaton í aðalhlut- verki og Martin Tyghe lék og söng írskt þjóðlag af sannri snilld. Einnig léku Hilmir Snær og Benedikt Erlings- son bút úr Beðið eftir Godot, sýningunni sem við fáum að sjá þar á bæ í haust, og er skemmst frá því að segja að sú sviösetning var mun frjórri en í nýju kvikmyndinni sem sjónvarpið sýndi um daginn. En senuþjófurinn var sem sagt kynnirinn Illugi JökulsSon sem sagði í fáeinum köflum milli atriða söguna af því þegar hann sem 21 árs gamall blaðamaður á Helgar-Tímanum skrifaði Samuel Beckett og bað hann um viðtal á þeirri for- sendu að þeir ættu sama afmælisdag, 13. apríl, og fékk það svar frá þessari heimsþekktu mannafælu að hann veitti að vísu ekki viðtöl en væri til í að hitta hinn höfðingjadjarfa íslenska ungling „for a strictly private talk“ eða algerlega undir fjög- ur augu, á hóteli í París. Saga Illuga var drepfyndin, hjartnæm og átakanleg - og svo spennandi að áheyrendur óskuðu öðrum dagskrárliðum út i hafsauga ef það mætti flýta fyrir næsta kafla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.