Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2001, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2001
DV
Fréttir
Allt að helmingur afla smábáta utan kvóta:
Þorskkvótinn næsta ár
undir 200 þúsund tonnum
- spurningarmerki sett við þessi vísindi, segir Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H.
Gunnarsson.
Sólmundur Tr.
Einarsson.
Hafrannsóknastofnun gefur út
um miðjan maímánuð ástands-
skýrslu um nytjastofna sjávar og
aflahorfur fisk-
veiðiárið
2001/2002 þar
sem niöurstöður
togararalls verða
lagðar til grund-
vallar tillögum
stofnunarinnar
um hversu mik-
inn þorsk megi
veiða á næsta
ári. Allar líkur
benda til að Haf-
rannsóknastofn-
un muni leggja
til verulega
minni þorskafla,
jafnvel svo skipt-
ir tugum þús-
unda tonna. Á yf-
irstandandi fisk-
veiðiári var leyft
að veiða 220 þús-
und tonn. Kristinn H. Gunnarsson
alþingismaður segir að allt bendi
til niðurskurðartillagna frá Haf-
rannsóknastofnun en nú muni
menn setja spurningarmerki við
þau vísindi sem notuð séu til að
mæla stofnstærð sem síðan
ákvarðar kvótann, þær orki tví-
mælis að hans mati. Hann segist
því ekki bjartsýnn.
„Það komu upp efasemdir í fyrra
því þá gekk það ekki að það yröi
jafnt og þétt aukning í afla með því
að byggja upp fiskistofnana en þá
drógst stofnstærðarmatið hjá
Hafró saman um nær 200 þúsund
tonn. Ef það gerist aftur nú þó
hljóta menn að spyrja hvernig
þessi uppbygging á fiskistofnun-
umgangi þegar enginn af aðalfiski-
stofnunum er á uppleið eftir
margra ára niðurskurð til að mæta
tillögum fiskifræðinga til að byggja
upp stofnana. Þessi vísindi hafa
verið umdeild og ekki dregur úr
því nú,“ segir Kristinn H. Gunn-
arsson.
Allt að 700 bátar á sjó
Smábátar hafa verið að sækja
mjög stíft á miðin að undanfomu,
allt að 700 bátar á sólarhring enda
gæftir góðar en einnig er verð mjög
hátt vegna sjómannaverkfallsins og
mikil eftirspurn eftir fiski. Hlutfall
aukaafla línubáta hefur verið mjög
hátt að undanfornu. Allt að helm-
ingur afla báta í Þorlákshöfn er ýsa
sem er utan kvóta en sjávarútvegs-
ráðherra hefur ekki tekið í gildi lög
sem heimila kvótasetningu. Þeim
hefur verið frestað með öðrum lög-
um. Tregara fiskirí hefur verið á út-
mánuðum í steinbít og ýsu og það er
skýrt með loðnugöngunni sem stein-
bíturinn liggur í fyrir vestan og tek-
ur þá ekki á öngul á meðan en veið-
ar á öngul geta reyndar aldrei geng-
ið nærri neinum fiskistofni því þær
verða löngu orðnar óarðbærar áður
en slíkt gerist. Búast má við að eitt-
hvað dragi úr veiðum smærri bát-
anna á næstunni þar sem fiskurinn
er kominn að hrygningu og þá
hverfur hann.
Sólmundur Tr. Einarsson, fiski-
fræðingur hjá Hafrannsóknastofn-
un, segir að ráðgjafarnefnd Hafró sé
að hnýta síðustu endanna en það sé
m.a. aldursgreining, samantekt vísi-
tölu o.fl. og þeim tillögum er síðan
vísað til þeirrar nefndar sem síðan
ber saman sínar niðurstöður við
sina starfsbræður í Kaupmanna-
höfn. Eftir það er ástandsskýrslan
birt en áður gildi algjör þögn og
trúnaður um niðurstöðurnar.
Mikil vonbrigði
„Það er búið að gefa ákveðinn tón
um niðurstöðuna eftir fyrstu niður-
stöður togararallsins og það væri
marklaust að halda öðru fram en að
búast megi við samdrætti í heildar-
kvóta á þorski milli fiskveiðiára.
Það hefði hins vegar styrkt þessar
rannsóknir og niðurstöður ef leyfi
hefði fengist til að fara á netarallið.
En auðvitað eru það mikil von-
brigöi ef verndarsjónarmiðin hafa
ekki dugað sem skyldi og enn þarf
að draga saman heildarkvóta í
þorski. Það hafa verið í fréttum
stórar tölur um brottkast afla og
kannski hefur ekki verið tekið
nægjanlegt tillit til þess enda ekki
verið samstaða um hvort og þá
hversu mikið brottkastið er. Það
hefur endalaust verið talað um það
að þetta séu einhverjar skýjatölur
sem enginn skynjaði og hægt væri
að standa á. En niðurstöður Gallup-
könnunarinncir segja að töluvert sé
um brottkast afla og það hefur auð-
vitað áhrif á niðurstöður, sérstak-
lega með aflaskýrslur. Auðvitað er
það líka alvarlegt mál ef afli smá-
báta utan kvóta er kannski orðinn
um helmingur aflans," segir Sól-
mundur Einarsson, fiskifræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun.
-GG
DV-MYND ÞOK.
Fagurt fley í Hafnarfjaröarhöfn
Magnús Jónsson skútuáhugamaður geröi sér ferð til að skoða skútuna
Kaskelot frá Bristol. Magnús er sjálfur skútueigandi en fjörutíu og fjögurra
feta skútan hans yrði sjálfsagt sem smákæna við hliðina á Kaskelot.
Kaskelot var smíðuð fyrir aldamótin 1900 og var meðal annars í Grænlands-
siglingum áður fyrr en hefur í seinni tíð veriö notuð í mörgum kvikmyndum.
Hjúkrunarfræð-
ingar íhuga
skyndiverkfall
Hjúkrunarfræðingar eru orðnir
langþreyttir á því að kjarasamning-
ar hafa verið lausir siðan 1. október
sl. án þess að gengið hafi eða rekið.
DV hefur heimildir fyrir því úr röð-
um hjúkrunarfræöinga, að hluti fé-
lagsmanna vilji fara út í skyndi-
verkfall í næsta mánuði en Helga
Birna Ingimundardóttir, hagfræð-
ingur Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, segist ekki geta staðfest
það að slíkt sé á borði forystu félags-
ins. Deilan er komin til ríkissátta-
semjara og verður fundur aðila í
næstu viku.
Ef til verkfalls kemur liggja fyrir
ákveðnir öryggislistar sem farið er
eftir til að tryggja öryggi sjúklinga.
Verkfallssjóður hjúkrunarfræðinga
mun digur um þesssar mundir og
herma heimildir blaðsins að hann
nemi a.m.k. á annað hundrað millj-
óna. Helga Birna vildi ekki svara
hve mikið væri til í sjóðinum og
ekki náðist í Herdísi Sveinsdóttur,
formann hjúkrunarfræðinga, vegna
málsins. -BÞ
Reykjanes:
Bruni hjá
Pólverjum
Ibúðarhús nærri Reykjanesvita
brann til kaldra kola á laugardags-
kvöldið. Tilkynning um eldsvoða
barst Lögreglunni í Keílavík kl. 22.30
um kvöldið og fór slökkvilið þegar á
vettvang. Það barðist við eldinn langt
fram eftir nóttu.
Fjórir Pólverjar bjuggu í húsinu, en
þeir störfuðu allir við þorskhausa-
þurrkun sem þarna er starfrækt á
vegum fyrirtækisins Haustaks. Fyrir-
tækið átti jafnframt húsið sem brann.
Þrír Pólverjanna, karlmenn, voru að
störfum i þurrkhúsi þegar eldurinn
kom upp, en konu sem var í húsinu
tókst að bjarga sér út í tæka tíð. íbúð-
arhúsið var tvílyft timburhús. Lög-
reglan í Keflavík rannsakar upptök
eldsins en niðurstöður í málinu lágu
ekki fyrir i gærkvöldi._-sbs.
Öxnadalur:
Margir of hratt
Alls 21 ökumaður var tekinn fyrir
of hraðan akstur í umdæmi Lögregl-
unnar á Akureyri um helgina. Flestir
voru teknir í Öxnadal og á Ólafsfjarð-
arvegi, allir á föstudagskvöld og laug-
ardag. Lögreglan hélt sig talsvert á áð-
urnefndum slóðum um helgina, með
þeim árangri og fælingaráhrifum að
þegar leiðin lá suður á bóginn í gær
héldu allir ökumenn sig á leyfilegum
hraða.
Veöríö í kvöld
Væta í dag
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s, með rigningu, fyrst
vestanlands en suðvestan 10-15 síðdegis og
skúrir sunnan- og vestanlands. Hægari
noröaustan til og úrkomulítiö. Hiti víöa 5-10
stig þegar kemur fram á daginn.
Sólargangur og sjávarfölf
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 21.49 21.52
Sólarupprás á morgun 05.00 04.57
Siðdegisflóð 24.11 16.09
Árdeglsflób á morgun 00.11 04.44
Skýrlngar á veðurtáknum
f *°--VINDÁTT 15i 10°4—HITI 10°
Nvindstyrkur í metrufTi á sekúndu *Nfrost HEIDSKlRT
íD e o
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAD
^vrí:. : Q Q
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA
W »
ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- Þ0KA
VEÐUR RENNINGUR
Greiðfært um landið
Vegir á landinu eru fremur greiöfærir,
þeir sem á annað borð er búiö að
opna eftir veturinn. Það þýðir þó ekki
að ástæða sé til hraöaksturs. Aö
gefnu tilefni er varað við malarköflum
beggja vegna viö tvær brýr á
Suðurlandi sem nýlega hafa veriö
breikkaðar. Þetta eru Kerlingadalsá,
skammt austan Víkur og Skógá.
Veöriö á morgun
Hlýjast austanlands
Vestlæg átt, yfirleitt fremur hæg, skýjaö og dálítil væta ööru hverju á
vestanverðu landinu en léttskýjað austan til. Hlýtt verður í veöri, einkum
austaniands.
Miðvikud
Vindur:
5-8 m/%^
Hiti 4° «14»
Vestiæg átt, 5-8 m/s og
skýjaö, allra vestast en
annars léttskýjaö. Hiti 4 til
12 stig, hlýjast á
Austurlandi.
mm
Vindur: J
10-15
H«i 4° «113“
SV 10-15 m/s og
smáskúrlr vestan tll en
hægarl SV-átt og
léttskýjaö á Austurlandl.
Hltl 4 tll 13 stlg, hlýjast
austan tll.
Fimrrrtu
Fostud
Vinduni
8-10
Hiti 5° «1 12°
Vestlæg átt og vætusamt
vestan tll en úrkomulitlð á
Austurlandl. Áfram hlýtt.
AKUREYRI snjóél 2
BERGSSTAÐIR alskýjaö 1
BOLUNGARVÍK alskýjað 3
EGILSSTAÐIR 6
KIRKJUBÆJARKL. rigning 4
KEFLAVÍK léttskýjaö 5
RAUFARHÖFN skýjaö 1
REYKJAVÍK léttskýjað 5
STÓRHÖFÐI léttskýjað 6
BERGEN skúr á síö. klst. 7
HELSINKI léttskýjaö 15
KAUPMANNAHÖFN skúr 8
ÓSLÓ skýjaö 10
STOKKHÓLMUR 11
ÞÓRSHÖFN skýjaö 8
ÞRÁNDHEIMUR skýjað 13
ALGARVE skýjað 22
AMSTERDAM úrkoma í gr. 14
BARCELONA þokumóða 16
BERLÍN skýjað 16
CHICAGO heiöskírt 11
DUBLIN skýjaö 6
HALIFAX heiöskirt 4
FRANKFURT skýjaö 16
HAMBORG skúr á síö. klst. 14
JAN MAYEN snjókoma -3
LONDON skúr 9
LÚXEMBORG skýjað 12
MALLORCA hálfskýjaö 21
MONTREAL heiðskírt 5
NARSSARSSUAQ skýjað 13
NEWYORK heiöskírt 9
ORLANDO alskýjað 19
PARÍS skýjaö 14
VÍN skýjaö 23
WASHINGTON heiöskírt 7
WINNIPEG heiöskírt 17