Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Qupperneq 24
36 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001 Tilvera I>V Bíógagnrýni Ljósmyndir í Kringlunni Sýning á verðlaunamyndum úr samkeppninni World Press Photo 2001 verður opnuð í dag í Kringlunni. Þar eru 207 myndir og um hverja mynd er fróðlegur texti um myndefnið á íslensku. Sýningin stendur til 14. maí á opnunartímum Kringlunnar. Klassík ■ PERÍ.UR TONBOkMENNTANNÁ i YMI I kvöld munu Rannveig Fríöa Bragadóttir (mezzosópran), Gerrit Schuil (píanó) og Guðný Guömunds- dóttir (víóla) hajda tónleika í Tónlist- arhúsinu Ými. Á efnisskránni verða margar af perlum tónbókmenntanna í frábærum fiutningi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og miðaverð er krónur 1500. Tónleikarnir eru haldn- ir í tengslum við opið hús sem ætl- að er,að kynna þá fjölmörgu kosti sem Ýmir hefur upp á að bjóöa sem tónlistarhús. Leikhús ■ LAUFIN I TOSCANA Verkiö Laufln í Toscana eftir Lars Norén verður sýnt á Stóra sviöi Þjóðleikhússins I kvöld klukkan 20. ■ LEIKRIT ALDARINNAR Hrafn- hildur Hagalín Guömundsdóttir fjall- ar um leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson klukkan 20 í kvöld í anddyri Borgarleikhússins. Þar lýsir hún þeim áhrifum sem Dagur vonar hefur haft á hana og hennar eigin skrif. ■ PLATANOF Nemendaieikhúsiö og Hafnarfjaröarleíkhúsið frumsýna í kvöld Platanof eftir Anton Tsjekhov. Sýningin hefst klukkpn 20 og miðinn kostar 700 krónur. Örfá sæti laus. ■ LÓMA í SKAGAFIRÐINUM Lóma er á ferð um landið með Möguleik- húsinu og í dag er hún gestur á Sæluviku í Skagafiröinum. Leikritið Lóma, mér er alveg sama þótt ein- hver sé aö hlæja aö mér verður sýnt í dag klukkan 10 í Bifröst. Óhamingja vegna fegurðar Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Filmundur: Citizen Kane á afmælinu Kvikmyndaklúbburinn Filmundur á eins árs afmæli um þessar mundir. Filmundur hefur sýnt um það bil hundrað myndir á þessu eina ári og kennir þar ýmissa grasa. Má t.d. nefna hryllingsmyndahátíð á haust- dögum, franska kvikmyndahátíð, nor- ræna kvikmyndahátíð og Coen- bræðra-hátíð. Einnig stóð Filmundur fyrir frumsýningu á heimildarmynd- inni Lalla Johns sem hefur gengið framar öllum vonum. Afmælismynd Filmundar er ekki af verri endanum. Það er Citizen Kane eftir Orson Welles sem á einnig af- mæli en hún verður sextíu ára um þessar mundir. Orson Welles var að- eins 25 ára þegar hann skrifaði, leik- stýrði og lék í Citizen Kane sem er af mörgum talin vera ein besta mynd sem gerð hefur verið og birtist á nán- ast öllum listum og er þá sama hvort fræðimenn, gagnrýnendur eða áhorf- endur eiga í hlut. Eins og frægt er orðið er hlutverk auðkýfingsins Charles Foster Kane byggt á lífshlaupi dagblaðakóngsins Williams Randolphs Hearst sem var á áttræðisaldri þegar myndin var frum- sýnd. Hearst reyndi allt hvað hann gat til að koma í veg fyrir sýningu myndarinnar en varð sem betur fer ekki að ósk sinni. Engu að síður leið myndin fyrir þá neikvæðu athygli og umflöllun sem hún fékk, fáir komu að sjá hana og hún var púuð niður í hvert skipti sem á hana var minnst á óskarsverðlaunahátíðinni en hún hlaut aðeins ein verðlaun, fyrir besta handrit, þrátt fyrir níu tilnefningar. Sjö sýningar verða á Citizen Kane og verður sú fyrsta annað kvöld. Tíu ára valdaafmæli Davíðs Oddssonar I góöra vina hópi Davíö hlaut aö vonum höföinglegar móttökur í Valhöll. Citizen Kane Orson Welles fyrir miöri mynd í hlutverki blaöaútgefand- ans Charles Foster Kane. Um þessar mundir er áratugur lið- inn frá því að Davíð Oddsson mynd- aði sína fyrstu ríkisstjórn en hann hefur sem kunnugt er setið samfellt á forsætisráðherrastóli lengur en nokk- ur annar. Til að halda upp á tímamót- in buðu Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra og Geir Haarde fjármála- ráðherra Davíð til móttöku í Þjóð- menningarhúsinu á mánudaginn. Þar voru saman komnir ýmsir núverandi og fyrrverandi ráðherrar úr ríkis- stjórnum Davíðs auk annarra sam- starfsmanna hans í gegnum árin. Um kvöldið héldu síðan sjálfstæðismenn formanni sinum hátíðarkvöldverð í Valhöll í tilefni af tímamótunum. DV-MYNDIR EINAR J. Móttaka í Þjóömenningarhúsi Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra og Geir Haarde fjármálaráöherra taka á móti Davíö Oddssyni í Þjóö- menningarhúsinu. Kvennahjal Geir Haarde fjármálaráöherra og Inga Jóna Þóröardótt- ir borgarfulltrúi tóku á móti gestum í Valhöll. Hér ræöir Inga Jóna viö Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur mann- fræðing. Núverandi og fyrrverandi Friörik Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra, mætir í Þjóðmenningarhúsið en þangaö komu jafnt núverandi sem fyrrverandi ráðherrar úr ríkisstjórnum Davíös Oddssonar. Veislugestir mæta Guöjón Guömundsson, Guðný Ólafsdóttir, María Óla- dóttir, Guömundur Haiivarösson, Elsa Baldursdóttir og Kristján Guömundsson mæta til veislunnar í Valhöll. Fundit ■ JAPANSKUR ARKITEKTÚR Arkitektinn Michael Anderson, sérfræðingur í japönskum arkitektúr og smíðaaöferöurm veröur með fyrirlestur og sýnikennslu á vegum umhverfis og byggingarverfrækfræðistofu HÍ. í dag kl. 16. í húsi verkfræöideildar aö Hjaröarhaga 2-6 í stofu 158. Fyrirlesturinn er á ensku. ■ FÆÐA HROGNKELSASEIÐA María B. Steinarsdóttir heldur tyrirlestur sem nefnist Líffræöi ættkvíslarinnar Hapracticus í flotþangi og mikllvægi hennar sem fæöa hrognkelsaseiöa. Fyrirlesturinn hefst kl 16.15 í dag að Grensásvegi 12 í stofu G-6. ■ RÁÐSTEFNA UM FJARVINNU Ráðstefna um fjarvinnu verður haldin á morgun fimmtudaginn 3. maí og hefst í lönó kl. 8.30. Síminn og Gallup standa aö ráðstefnunni en ríflega 50 starfsmenn hafa í tilraunaskyni unnið störf sín í fjarvinnu hjá Símanum um nokkurt skeiö. Kynnt verður niðurstaða rannsóknar á því hver áhrif fjarvinnu hafa verið fyrir þá og fyrirtækið. Einnig verður fjallað um réttarstöðu fjarvinnslufólks og vinnuveitenda og kynntar aöferðir um hvernig best se aö standa aö stefnumótun um fjarvinnu. SJá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.is Er góð vísa stundum of oft kveðin? Þessi samliking kem- ur upp í hugann eftir að hafa séð nýjustu kvikmynd Giuseppe Tornatore, Malena, sem gerist eins og flestar hans myndir á Sikiley. Malena er mannlífssaga úr smábæ þar sem sakleysinu er att gegn spillingu og hroka. Saklausi drengurinn sem er að komast af gelgjuskeiði er kunnugleg persóna hjá Tornatore og konan sem nán- ast er ósnertanleg í augum drengsins er það einnig. Dýrkun hugans sem ekki stenst í raunveruleikanum er undirtónn myndarinnar sem og í flejri myndum hans. Óhjákvæmilega eru síðari myndir Tornatore bornar saman við Cinema Paradiso sem er hans besta kvikmynd og hingað til hefur engin þeirra staðist þann saman- burð. Það er helst L’umoe, stelle delle (The Star Maker) frá árinu 1995 sem nálgast meistaraverkið að gæðum. Malena hefur marga góða kosti og höfundareinkennin eru sterk. Myndin er oft áhugaverð þegar kemur að titilper- sónunni Malenu (Monica Bellucci) sem i fyrstu einangrar sig og lætur ekki störur karlmanna hafa áhrif á sig. Sögumaðurinn, hinn ungi Renato (Giuseppe Sulfaro), er ekki eins sterk persóna og má segja að í byrj- un veiki Tornatore mynd sína með sterkri tilvísun í kvikmynd Fellinis, Amarcord, þar sem eins og í Malene ungir og graðir strák- ar gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Fellini tókst mun betur að koma húmorn- um til skila. Renato vex í andlegum skilningi eftir því sem líður á myndina og aðdá- un hans á Malenu á eftir að þroska hann mikið. Hann fer þó í sömu spor og aðrir þegar neyð Malenu er mest og stendur aðgerðalaus eins og aðrir karlmenn sem sumir hverjir hafa þó ýmislegt á samviskunni gagnvárt henni. Það er auðvelt að skilja þá löngun sem grípur allan karl- peninginn þegar Malena á í hlut, Monica Bellucci er feg- urst kvenna og í hlutverki Malenu er útgeislunin mikil þegar hún arkar eftir götum Castelcuto og nánast stöðvar allt bæjarlífið. Bellucci hefur ekki nema örfáar setningar í myndinni vegna þess að sam- skipti hennar og Renatos eru eingöngu til í huga hans. í upphafi er Malena siðsöm stúlka sem bíður eftir að eiginmaðurinn komi heim úr stríði. Konurnar í Castelcuto vita af áhrifunum sem hún hefur á eiginmenn þeirra. Malena ógnar samt ekki lífi þeirra fyrr en hún er orðin ekkja. í stað þess að sýna henni sam- úð snúast þær gegn henni, verða hræddar um sína karla og þá eru kjaftasögurnar ekki lengi að fá byr og Renato til mikilla vonbrigða og sorgar veit hann að sumt er satt í þessum sögum. Það er léttur húmor í myndinni í upphafi en eftir því sem óhamingja Malenu verður meiri þyngist atburða- rásin og myndin verður átakanleg lýs- ing á lífi konu sem er einangruð frá samfélaginu og stígur sín feilspor sem verða henni örlagarík. Helsti kostur Malenu er hversu mannleg hún er. Myndin tjallar um blóðheitar manneskjur sem eru fljótar að fordæma en einnig tilbúnar að fyr- irgefa þegar það hentar þeim. Þarna tekst Tornatore best upp, persónur hans eru einstaklega lifandi og mann- eskjulegar. Honum tekst síður að tengja atburðina í sterka heild. Malena er samt gefandi kvikmynd, fallega kvikmynduð og tónlist Ennio Morricone svíkur engan. Leikstjóri og handritshöfundur: Giuseppe Tornatore. Kvikmyndataka: Lajos Koltai. Tónlist: Ennio Morricone. Aðalleikarar: Monicca Bellucci, Giuseppe Sulfaro og Luciano Federico.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.