Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 5
5 FIMMTUDAGUR 17. MAI 2001 I>V Fréttir Unglingaathvarf Rauðakrosshússins árið 2001: Börn flúðu að heiman í fjórum tilvikum af tólf sem þau voru á götunni Af fimmtíu gestakomum í ung- lingaathvarf Rauðakrosshússins það sem af er þessu ári eru tólf skil- greindar þannig að viðkomandi eru að koma af götunni. Sú skilgrein- ing felur í sér að viðkomandi er bú- inn að vera á götunni i sólarhring eða meira. I fjórum tilvikum af þessum tólf var um að ræða sam- skiptaörðugleika á heimili eða óreglu forráðamanna sem varð til þess að barn flúði að heiman. Edda Hrafnhildur Björnsdóttir, forstöðumaður unglingaathvarfs Rauðakrosshússins, sagði að þau böm sem þangað kæmu væru yfir- leitt að fela heimilisvanda og létu þvi mjög lítið fyrir sér fara. í mörg- um tilvikum þyrðu þau ekki að leita sér hjálpar fyrr en í athvarf- inu. Yfirleitt kæmu þau fljótlega niður í unglingaathvarf eftir að hafa þraukað nóttina af, eftir að hafa flúið að heiman. Þvi væri ekki hægt að segja að börn hefðu verið rekin að heiman einungis vegna vandamála í fjölskyldunni og væru á vergangi, svo framarlega sem þau gæfu sig fram og létu vita af vand- anum. Tilkynnt væri um öll slík tilvik til að félagsþjónustan færi strax í að vinna að málum þessara bama. Hin, sem væru í fíkniefnaneyslu, fengju ekki aðgang að athvarfinu meðan á neyslunni stæði. Hjá þeim væri það að nokkru leyti sjálfskap- að vandamál ef þau lentu á ver- gangi í einhvern tíma. -JSS Barnaverndarstofa kallar eftir upplýsingum um börn á vergangi: Mjög alvarlegur brestur - ef slíkt er ekki tilkynnt til barnaverndaryfirvalda Forstjóri Bamaverndarstofu ætl- ar að rita umboðsmanni barna bréf og spyrjast nánar fyrir um tæpan tug barna sem umboðsmaður kveðst hafa upplýsingar um að séu á ver- gangi og hafíst jafnvel við i gömlum DV-MYND HILMAR ÞÓR Sumariö nálgast Þessar blómarósir minna okkur á aö sumariö er á næsta leiti þótt blásiö hafi napurlega undanfarna daga og jafnvel snjóaö. Misvísandi yfirlýsingar framsóknarþingmanna um einhug gagnvart kvótasetningu: Ofmælt að stjórnar- slit blasi við segir formaður þingflokks Framsóknar Þingmenn Framsóknar- flokks, Kristinn H. Gunn- arsson og ísólfur Gylfi Pálmason, eru ekki sam- mála um hvort einhugur ríki meðal þingflokksins um frestun kvótasetningar smábáta. Eins og fram kom í DV í gær segja þingmenn Sjálfstæðisflokks að ágrein- ingur um kvótalögin geti valdið stjómarslitum. ísólf- ur Gylfi sagði ofmælt að Kristinn H. Gunnarsson. Arni Ragnar Árnason. Isólfur Gylfi Pálmason. einhugur ríkti um þetta mál innan framsóknar en Kristinn telur stöð- una þessa: „Mér vitandi er einhugur innan flokksins um málið. Eins og fram hefur komið hefur sjávarútvegsráð- herra lagt áherslu á að taka smábát- ana út úr endurskoðuninni og gera lagabreytingar varðandi þá sérstak- lega. Við teljum hins vegar rétt að endurskoða lögin í heild sinni. Við frestuðum kvótasetningu á smábáta í fyrra meö þessum sömu rökum.“ - Er málið svo viðkvæmt að ríkis- stjórnarsamstarfið sé í uppnámi? „Það kemur mér á óvart ef svo er en auðvitað hljótum við framsókn- armenn að setja okkar sjónarmið fram í málinu. Það er merkilegt ef ekki þarf meira tilefni til slíkra um- mæla,“ segir Kristinn sem telur þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera klofna í málinu. Það var Árni Ragnar Árnason sem sagði að kvótasetn- ing gæti þýtt stjómarslit en að mati Kristins mæla atvinnumálin helst gegn kvótasetningu smábáta. Hann segir að í núver- andi kerfí dreifist bátarn- ir á byggðir sem annars standi höllum fæti. Bát- arnir séu nálægt fiski- miðum og skapi mikla vinnu í héraði. Kvóta- setning myndi breyta þessu landslagi vegna framsals á heimildum. „Það væri óskynsam- legt að gera slíka breytingu nema menn hafi einhveijar aðgerðir til mótvægis," segir Kristinn. - En hlýtur ekki að vera hægt að útiloka lagasetningu í haust i ljósi afstöðu Framsóknar? „Ég vil ekkert segja um það. Stjórnarflokkarnir eiga eftir að vinna úr þessu sín á milli. En þetta er okkar afstaða." -BÞ bílum. Forstjórinn segir að tilkynna beri viðkomandi barnaverndar- nefnd um slik mál. Sinni nefndimar slíkum upplýsingum ekki sé tví- mælalaust um að ræða gróft brot á barnavemdarlögum. Að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem er eftirlitsaðili með starfi barnavemd- arnefnda, hefur starf nefndanna breyst mjög hratt á síðari árum. Áhrifa barnasáttmálans sé nú að gæta í æ rikari mæli í bamavernd- arvinnunni almennt. Lengi vel hafi vinnan verið of foreldramiðuð. Dæmi hafi verið um að við rann- sókn ýmissa mála, t.d. kynferðisaf- brot, hafi jafnvel ekki verið rætt við brotaþolana, börnin. Nú virðist barnið miklu meiri miðdepill í barnaverndarvinnunni en áður kunni að hafa verið. Vafalaust megi þó gera enn betur í þessum efnum. Staöhæfingar án grundvallargagna séu þó varasamar, þótt fagna beri þessari umræðu. Barnaverndar- stofu hafi engar kvartanir borist um þetta atriði barnavemdarvinnunn- ar, þótt fjarstæða sé að halda því fram að allt sé alls staðar í full- komnu lagi. Bragi segist enga trú hafa á að hóp- ur barna sé á vergangi, hafi upplýs- ingar um það ekki borist til skrifstofu barnaverndarmála Reykjavíkur. Guðrún Frímannsdóttir, fram- kvæmdastjóri skrifstofu barna- verndarmála, segir að ekki hafi borist ein einasta tilkynning né upplýsingar um börn á vergangi til skrifstofunnar frá því að hún hóf störf 1. september sl. Ef opinberir aðilar sitji inni með slíkar upplýs- ingar sé það „alvarlegur brestur á tilkynningarskyldu til barnavernd- aryfirvalda". -JSS Vegamálun: munur á tilboöum Um er að ræða málun miðlína og kantlína í öllum umdæmum Vega- gerðarinnar, samtals um 3,9 milljón- ir metra, fyrir lok september 2002. Lægsta boðið er þvi aðeins 6,19 kr. á metrann en það á Vegmerking ehf. í Mosfellsbæ. -HEI Rúmlega 230% munur var á lægsta tilboði (23,9 m.kr.) og því hæsta (79,3 m) af þeim fimm sem Vegagerðinni bárust í yfirborðs- merkingar vega, en kostnaðaráætl- un hennar var þar nær mitt á milli (57,4 m). Helgartilboð til London 25. maí frá Heimsferðir bjóða nú einstök tilboð til London í maí og júní, allar helgar. Komið til London á föstudegi og flug til baka á mánudegi og í London bjóðum við úrval hótela á frábæru verði. Verðkr. 19.7209- M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Flug og skattar. Verð kr. 29.990,- Flug og Chelsea Village-hótelið, 4 stjörnur, i3 nœtur. M.v. 2 i herbergi, skattar innifaldir. HEIMSFERÐIR V ^ Austurstræti 17,2. hæð, sími 562 4600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.