Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 Útlönd _______________________________________________________________________ I$>'W Sprengjuvargur hugsar sig um Timothy McVeigh kannar nú hvort hann áfrýjar fyrirhuguðum aftökudegi sinum, 11. júní næstkomandi. McVeigh ræðir við lögmennina Oklahomasprengj u vargurinn Timothy McVeigh ræddi viö lög- menn sína í gær, sama dag og upp- haflega stóð til að hann yrði tekinn af lífi fyrir tilræðið 1995 sem kostaði 168 manns lífið. Lögmenn McVeighs sögðu að hann hefði ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann myndi áfrýja nýjum aftökudegi. John Ashcroft dómsmálaráðherra ákvað um daginn að fresta aftök- unni til 11. júní til að gefa verjend- unum tíma til að fara yfir gögn sem alríkislögreglan FBI hafði haldið leyndum fyrir þeim. Louis Freeh, fráfarandi forstjóri FBI, svaraði spurningum þing- manna þar um í gær og tók á sig alla sök í málinu. Vladimir Putin Vill komast í Alþjóðaviöskipta- stofnunina Rússar funda með ESB Fundur Rússa með leiðtogum Evrópusambandsins hófst i morgun. Vladimir Putin, forseti Rússlands, mun meðal annars hitta Göran Persson að máli en ætlunin er að þeir ræði utanríkisstefnu ESB og löngun sambandsins til að leika stærra hlutverk í alþjóðamálum. Einnig verður rætt um hreinsun geislavirks úrgangs, efnahagsmál og stöðu Kaliningrad sem er í rúss- nesku landssvæði sem aílokað er á milli Litháens og Póllands, sem bæði hafa sótt um aðild að ESB. Þá segjast Rússar ætla að krefjast stuðnings sambandsins til að koma Rússlandi í Alþjóðaviðskiptastofn- unina. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign veröur háö á henni sjálfri, _______sem hér segir_____ Neðstaleiti 4, 0502, 2ja herb. íbúð á 5. hæð og stæði í bílageymslu, Reykjavík, þingl. eig. Unnur Björg Pálsdóttir, gerð- arbeiðendur Búnaðarbanki fslands hf., ís- landsbanki hf., höfuðst. 500, og Prent- smiðjan Oddi hf., mánudaginn 21. maí 2001 kl. 15.00.__________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK, Prescott kýldi mótmælanda John Prescott, aðstoðarforsætis- ráðherra Bretlands, gaf mótmæl- anda hnefahögg á kosningarölti í bænum Rhyl í Wales í gær. Prescott var á gangi í gegnum hóp mótmæl- enda þegar einn þeirra henti eggi í öxl hans. Verkamannaforkálfurinn brást ókvæða við og lét vinstri hnef- ann dynja á eggjamanninum, með svokallaðri stungu á hnefaleika- máli. Mótmælandinn náði í kjölfar- ið að leggja Prescott við lágan múr- vegg en viðstaddir komu aðstoðar- forsætisráðherranum til bjargar. „Ég var augljóslega að verja sjálfan mig,“ sagði hann. Mótmælendurnir voru ósáttir við bensínverð og stefnu Verkamannaflokksins í landsbyggðarmálum. Blair fór ekki varhuga af óánægð- um kjósendum en kona á fertugs- aldri stöðvaði hann fyrir utan sjúkrahús í Birmingham og stillti honum upp við vegg. „Félagi minn er mjög veikur. Þú ert ekki að veita þeim peninga. Allt sem þú gerir er John Prescott Mótmælandi henti í hann eggi - hann svaraöi meö hnefahöggi. Vand- ræöagangur var á Verkamanna- flokknum í gær. að ganga burt,“ sagði hún en félagi hennar er krabbameinssjúklingur. Blair fipaði. Um hnefahögg Prescotts sagði Blair í morgun. „Auðvitað hefði ver- ið betra ef þetta hefði aldrei átt sér stað. En John er John.“ Atvikið kemur á viðkvæmum tíma fyrir Tony Blair, leiðtoga flokksins. 1 gær kynnti hann stefnu- skrá sína „Metnaðarmál fyrir Bret- land“ og i dag átti að fylgja því eft- ir. Hætta er á að neikvæð umfjöllun um slagsmál aðstoðarforsætisráð- herrans kæfi stefnumálin. I stefnuskránni birtir Blair 10 ára áætlanir sem undirstrika bjartsýni hans fyrir kosningarnar 7. júní. Skoðanakannanir hafa sýnt allt að 26 prósenta forskot Verkamanna- flokksins. Innanríkisráðherran Jack Straw og leiðtogi íhaldsmanna, William Hague, lentu báðir í vandræðum á kosningafundum í gær þar sem ít- rekað var gripið fram í fyrir þeim. Verjast táragasinu Búddamunkalærlingar í Colombo á Sri Lanka lentu i táragasskýi í morgun þegar lögreglan réöst gegn þúsundum námsmanna sem vildu mótmæla áformum stjórnvalda um elnkavæöa háskólamenntun. Lögreglan réöst gegn námsmönnunum með táragasi og kylfum skömmu eftir aö mótmælaaðgerðirnar hófust. Berlusconi fundaði með Ítalíuforseta í gær: Hægri öfgamenn lykillinn að myndun styrkrar ríkisstjórnar Silvio Berlusconi, væntanlegur forsætisráðherra Ítalíu, ræddi við Carlo Azeglio Ciampi forseta í tvær klukkustundir í gær um líkumar á myndun fimm flokka samsteypu- stjórn mið- og hægriflokkanna. En lykillinn að myndun 59. ríkis- stjómar Ítalíu frá stríðslokum var í höndum Umbertos Bossis, leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalags norð- anmanna. Bossi og félagar töpuðu miklu fylgi í kosningunum á sunnu- dag. Þeir ráða hins vegar yfir sautján sætum í efri deild þingsins sem geta ráðiö úrslitum um hvort tekst að mynda stjórn með traustan meirihluta í báðum deildum þings- ins, eða hvort nýja stjórnin verður völt í sessi, eins og svo margar fyrri stjómir. Bossi, sem felldi fyrri ríkisstjórn Umberto Bossi Norðanmaöurinn viröist hafa það í hendi sér hvort Berlusconi tekst aö mynda styrka stjórn á Ítalíu. Berlusconis árið 1994, ítrekaði í gær að flokkur hans ætti að fá mikilvæg embætti í nýrri stjórn. Hann lagði sig hins vegar allan fram um að sýna samstarfsvilja. Þegar Bossi var spurður um orðróm um að hann vildi fá embætti aðstoðarforsætisráðherra, sagði hann: „Við verðum að ræða um það, sjá hvaða styrk við höfum og hvern- ig við getum beitt honurn." Bossi hefur þegar lýst því yfir að hann vilji að næstráðandi hans í Bandalagi norðanmanna, Roberto Maroni, verði forseti annarrar hvorrar þingdeildarinnar. Berlusconi hefur til þessa ekkert látið hafa eftir sér um samstarf við Bandalag norðanmanna. Hann hitti þó Bossi á heimili sinu skammt ut- an við Mílanó á þriðjudag. Bush sýni tillitssemi George W. Bush Bandaríkjaforseti þarf að taka meira tillit til annarra ríkja og móta samhangandi stefnu gagnvart Kína, Rúss- landi og Evrópulönd- um til að komast hjá því að litið verði á hann sem ósympatískan mann sem taki allar ákvarðanir einhliða, að þvi er segir í skýrslu virtrar stofnunar, International Institute for Strategic Studies. Dátar aftur í búöir sínar Hermenn úr röðum Bosníu- Króata sem höfðu gert uppreisn féllust í gær á að snúa aftur til búða sinna. Slakað á refsiaðgerðum Bretar, með stuðningi Banda- rikjamanna, lögðu til í gær að bund- inn yrði endi á viðskipabann með vörur fyrir almenning i Irak. Sekur um kennaramorð Fjórtán ára unglingur í Flórída var í gær fundinn sekur um að hafa myrt einn uppáhaldskennarann sinn. Piltinum hafði verið vísað úr skóla fyrir ólæti. Hótanir frá Norður-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hótað að draga sig út úr samkomu- lagi við Bandaríkin frá 1994 þar sem þau stöðvuðu tilraunir sínar með kjamorku. Kóreumenn segja að Bandaríkjamenn standi ekki við sinn hluta samningsins. Evrópa til fyrirmyndar Framkvæmda- stjórn Evrópusam- bandsins, undir for- sæti Romanos Prod- is, kynnti í gær þá stefnu sína að setja verndun umhverfis- ins í öndvegi og að Evrópusambandið verði til fyrirmyndar þegar sjálfbær þróun er annars vegar. Fá hryðjuverkastimpil Bandarísk stjórnvöld hafa úr- skurðað klofningshópinn Hinn raunverulega IRA sem erlendan hryðjuverkahóp. Þar með verður ekki hægt að halda fjáröflunarsam- komur fyrir samtökin. Spáir nánari samruna Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, lét hafa það eftir sér í gær að Evrópusamband- ið myndi þróast í sambandsríki. Hann sagði í viðtali við Financial Times að slíkt myndi þó ekki gerast án átaka. Löggur burt frá Berbum Alsírsk stjórnvöld hafa flutt hundruð lögregluþjóna burt frá Berbahéruðunum þar sem komið hefur til harðra átaka undanfarið. Herflugvél fórst Tyrknesk herflugvél fórst í gær f suðausturhluta Tyrklands. Um borð voru 34 menn og létust þeir allir. Sjónarvottar segja að sprenging hafi orðið í vélinni áður en hún steyptist til jarðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.