Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Page 9
9 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001____________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd ísraelar beita flugskeytum á Gaza og Vesturbakkanum: Israelskur ráðherra úti- lokar ekki allsherjarstríð Ráðherra öryggismála í ísrael sagði í gær að ísraelar væru að herða aðgerðir sínar í átökunum við Palestínumenn, sem hafa staðið í átta mánuði, og varaði við því að ef til vill þyrfti að grípa til allsherj- arstíðs tii að kveða uppreisninga niður. „Palestínska heimastjórnin hefur greinilega ákveðið að auka hryðju- verkin þar til hún getur með ofbeld- isverkum knúið fram tilslakanir sem við erum ekki reiðúbúnir að gera,“ sagði ráðherrann, Uzi Landau, í viðtali við sjónvarps- fréttastofu Reuters i New York. „Við erum einnig að herða aðgerðir okkar til að verjast. En ég tel að áð- ur en yfír lýkur verðum við að fara í allsherjarstríð við þá.“ Landau er i New York til að ræða þar við leiðtoga gyðinga um vargöldina fyrir botni Miðjarðar- hafsins. ísraelskar herþyrlur skutu flug- skeytum sínum á stöðvar palest- ínskra öryggissveita á Gaza og Vest- Reykur á Vesturbakkanum ísraelskur lögregluþjórm fylgist meö flutningabíl aka í gegn um reykjarmökk- inn sem leggur frá brennandi bíldekkjum nærri landnemabyggðinni Maale Michmash á Vesturbakkanum. Landnemar gyöinga kveiktu í dekkjunum þeg- ar fram fór útför eins úr hópnum sem féll fyrir hendi Palestínumanna. urbakkanum í gærkvöld, í þriðja sinn á einni viku. Að minnsta kosti fjórtán Palest- ínumenn særðust í flugskeytaárás á bækistöðvar öryggissveita í Jabalya flóttamannabúðunum á norðan- verðri Gazaströndinni, þar sem hátt í níutíu þúsund manns búa. Þá skutu tvær ísraelskar þyrlur að minnsta kosti sjö flugskeytum að aðallögreglustöð Vesturbakkaborg- arinnar Jenin, að sögn sjónarvotta. Ekki er vitað til að neinn hafi særst í árásinni en rafmagnslaust varð i borginni á eftir. Árásirnar voru gerðar á sama tíma og verið er að reyna að koma á fundi milli Colins Powells, utanrik- isráðherra Bandaríkjanna, og Yass- ers Arafats, forseta Palestínu- manna, í ferð Powells til Evrópu og Afríku dagana 22. til 30. maí næst- komandi. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti ræddust við í Egyptalandi í gær um ástandið í Mið-Austurlöndum. Mohammad Khatami íransforseti gerir sér vonir um aö veröa endurkjörinn í næsta mánuöi. Khatami þarf að keppa við níu um forsetaembættið Æðsta ráð írans hefur samþykkt tiu frambjóðendur í forsetakosning- unum 8. júní næstkomandi, þar á meðal núverandi forseta, Mo- hammad Khatami. Ekki er búist við öðru en að Khatami verði endurkjörinn. Hann gerir sér vonir um að fá nægilega mikinn stuðning kjósenda til að sigrast á andstöðu íhaldssamra klerka við umbótastefnu sína. Annar áberandi frambjóðandi í forsetakosningunum verður land- vamaráðherrann Ali Shamkhani sem talið er að muni höfða til her- manna og frana af arabískum upp- runa úr heimahéraði hans. Geimferðalangur fær sér salt og brauð Bandaríkjamaöurínn Dennis Tito, sem varö fyrstur manna til aö fara sem feröalangur út f geiminn, fær sér salt og brauö, eins og siöur er í Rússlandi, viö athöfn í Stjörnuborg utan við Moskvu. Tito og tveir rússneskir geimfarar, þeir Júrí Batrúrín og Talgat Músaþajev, sneru nýlega heim eftir nokkurra daga dvöl í alþjóölegu geimstööinni. Jane Andrews Fyrrum aöstoöarkona Fergie var fundin sek um að hafa myrt elsk- huga sinn sem vildi ekki eiga hana. Aðstoðarkona Fergie dæmd í lífstíðarfangelsi Fyrrum aðstoðarkona Söru Ferguson, hertogaynjunnar af Jór- vík, var dæmd í lífstíðarfangelsi í gær fyrir að myrða elskhuga sinn á síðasta ári. Jane Andrews var fundin sek um að hafa lamið Tommy Cresman í höfuðið með krikketkylfu og síðan stungið hann til bana með stórum eldhúshnífi á meðan hann svaf. Meö þessu vildi Andres hefna sín á elsk- huganum sem hafði neitað að kvæn- ast henni. Andrews sagði að hún hefði stungið Cresman af slysni i átökum milli þeirra þegar hann reyndi að nauðga henni. Andrews sýndi engin svipbrigði þegar dómurinn var upp kveðinn. Eftir morðið flúðu hún til vestur- hluta Englands þar sem hún fannst í bíl sínum þremur dögum síöar. Hún hafði þá tekið of stóran skammt af verkjalyfjum. Sænskur axar- maður hengdi sig á sjúkrahúsi Axarmaðurinn sem hjó 6 ára stúlku í höfuðið í Ljungby i Svíþjóð fyrir tíu dögum síðan hengdi sig í rúmfötum á geðsjúkrahúsi sem hann dvaldist á í gær. Ódæðismaðurinn, sem vildi verða frægur fyrir að myrða smástúlkur, hjó hnátuna í höfuðið þar sem hún var ásamt vinkonu sinni á leik- svæði. Hann flúöi á reiðhjóli. Fjölskylda mannsins er ævareið út í forráðamenn geðsjúkrahússins og hyggst kæra það fyrir van- rækslu. Hún segir læknana hafa svikið sig. Axarmaðurinn slapp af geðsjúkrahúsi nóttina áður en hann framdi ódæðið. Fiölskyldan segir læknana hafa verið að spara pening og því skorið niður lyfjaskammtinn fyrir hann. Eftir árásina á stúlkurn- ar sagðist maðurinn vilja deyja en hann hefur verið haldinn alvarlegri geðveilu í tíu ár. Stúlkan sem var höggvin er á batavegi en samfélagið i Ljungby er slegið yfir atburðun- um. Makedónar reyna að foröast borgarastríð Albana og Slava Makedóníustjórn stendur frammi fyrir því erfiða og hættulega verk- efni að berja niður albanska skæru- liða í hæðunum við landamæri Kosovo og um leið að forðast borg- arastyrjöld í landinu. slavneski meirihlutinn í Makedóníu fer fram á stórsókn á hendur skæruliðunum á meðan albanski minnihlutinn vill vopnahlé til að forðast mannfall meðal óbreyttra borgara. Serbar hafa beitt þeirri aðferö að senda sér- sveitarmenn hús úr húsi á svæðum skæruliða og reka þá á brott. Þetta hefur skilað góðum árangri. Boris Trajkovski Makedóníufor- seti vill hefja allsherjarsókn gegn Makedóníuforseti og ESB Trajkovkski Makedoníuforseti kynnir ESB hernaöaráætlun sína. skæruliðunum og segir mannskaða meðal óbreyttra borgara vera á þeirra ábyrgð, þar sem þeir skýli sér á bak viö borgarana. í sjón- varpsávarpi hvatti hann íbúa á svæðum undir stjóm skæruliða til að flýja fyrir hádegi í dag. Hins veg- ar eru líkur á því að flestir þeirra hafi misst af ávarpinu þar sem raf- magnsleysi er viðvarandi vegna stórskotaárása makedónska hers- ins. Skæruliðar hafa hótað eftirmál- um ef ráðist verði á þá. NATO hvet- ur skæruliða Albana til að leita frið- ar og forðast blóðbað og segir að ekki felist vansæmd í því. TOYOTA LANDCRUISER VX DÍSIL TURBO 3,0 cc, 07/98, ekinn 56 þús. km, ABS.álfelgur, sjálfskiptur, geislasp.,dráttarkrókur, sumar- og vetrardekk, vínrauður tvílitur, rafdr. o.fl. Ásett verð kr. 2.900.000. ÁHV. BÍLALÁN kr. 1.700.000. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.