Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 Skoðun DV Trillukarlar og LÍÚ Þoskur ® .ÍV*: Fiskveiöiár heimild afli umfram 1997/1998 220.156 227.754 7.598 3% 1998/1999 252.301 254.510 2.209 1% 1999/2000 252.977 255.670 2.693 1% Tafla frá Landssambandinu Glöggur vitnisburöur um heimildir og afla. Hvar myndirðu vilja búa ef ekki á íslandi? Andrea Halldórsdóttir, starfsmaður Nanooq: Ég myndi vilja búa á Spáni og halda áfram meö gítarnámiö mitt. Sölvi Kristjánsson nemi: / Þýskalandi, þaö er gaman aö vera þar. Garðar Garðarsson, starfsm. Samskipa: / Bandaríkjunum. Egill Ólafsson söngvari: Ég myndi vilja búa í Vestmanna- eyjum, nög af lunda og flott. Ástþór Jónsson nemi: / Færeyjum, líkt tungumál og gott fólk. Daníel Gunnarsson nemi: Á Spáni, sól og gott veöur, svo er allt svo ódýrt þar. í DV hafa verið fregnir um stjórn- lausar veiðar smábáta. í tvígang er vitnað í Björn Jónsson, kvótasérfræðing LÍÚ: „Afli daga- bátanna er stór- aukinn og veið- amar eru gjörsam- lega stjórnlausar" og síðar: „Það verður að stöðva stjórnlausar veiðar smábáta". - Fyrir Landssamband smábátaeigenda eru þessar upphrópanir ekki nýjar af nál- inni, þó verður að viðurkennast að þær eru settar fram af meira offorsi nú en oft áður. Af fréttaflutningnum má skilja að vegna stjórnlausra veiða smábáta liggi nú fyrir að þorskkvótinn verður skertur. Af því má draga þá ályktun að veitt hafl verið langt umfram útgefnar veiði- heimildir HAFRÓ. - Meðfylgjandi tafla sem fylgir hér með sýnir að þetta er rangt. - Veiðarn- ar fóru 3% fram úr út- gefnum heimildum stjórnvalda fiskveiðiárið 1997/1998 og 1% umfram sl. tvö fiskveiðiár. Hinn flöturinn er sú fullyrðing að veiðar bát- anna séu „gjörsamlega stjórnlausar". - Há- marksstærð krókabáta er 6 brl. Þeir eru þvi meira háðir veðurfari og fiskgengd á grunnslóð. Krókabátum er bannað að nota önn- ur veiðarfæri en línu og handfæri. Óheimilt að veiða í net. Stækkun bát- anna bönnuð öðruvísi en að þrefald- ur mismunurinn sé tekinn út úr kerf- inu. Slíkt er mjög dýrt og því veruleg- ur hemill á sóknargetu. Sigurður Lárusson skrifar: „Mér finnst minn andi espast við / að eiga sjálfgeymt fé og blóð / er betri málstað brestur lið / en bið- um, ég á orð og ljóð.“ - Þetta er byrj- un á kvæði sem Stephan G. Steph- ansson orti um það þegar Bretar réðust inn í Suður-Afríku til að sölsa undir sig landið, af því þar var mikið af gullnámum. Mér kemur þetta kvæði oft i hug þegar rætt er um innlimun íslands í Evrópusambandið. Sá er þó munur- inn að íslenskir „landráðamenn", sem ég vil svo kalla, sækjast eftir að komast inn í ESB og þeim virðist fara íjölgandi sem þess æskja. - í orðabók Menningarsjóðs stendur „808 bátar, 808 sjálfstœð smáfyrirtœki í hágœða- framleiðslu. Á annað þúsund sjómenn sem starfa á bátunum, eða um fjórðungurallra sjómanna á íslandi. “ Veiðikerfm eru fjögur og langt frá því að vera án takmörkunar: Það eru þorskaflahámarkskerfi, 500 bátar. Kvótasettir í þorski en ekki háðir aflatakmörkunum í öðrum tegund- um. - Línu- og handfærabátar, 7, og heimilt að róa í 32 daga, auk þess að „En eftir öll þessi ár síðan EES-samningurinn var svik- inn inn á þjóðina greiða ís- lendingar 22% toll á allar fullunnar sjávarafurðir. “ um orðið „landráð" að það þýði föð- urlandssvik, þ.e. að svíkja undir yf- irráð annarra þjóðar („maður sem svíkur land sitt“). Mér finnst það furðulegt eftir þá reynslu sem við höfum af inngöngu íslands í EES, sem við erum þó búin að fá nokkra. Með inngöngu í það höfum við afsalað okkur stórum hluta af fullveldi okkar. En það skiptir þessa menn engu máli þótt mega veiða allt að 30 tonnum af þorski. - Handfærabátar, 82, heimilt að róa í 40 daga, takmarkaðir við 30 tonn í þorski. - Handfærabátar, 219 sóknardagabátar. Leyfilegt að fiska í 23 daga á ári. - Þetta eru 808 bátar, 808 sjálfstæð smáfyrirtæki í hágæða- framleiðslu. Á annað þúsund sjó- menn sem starfa á bátunum, eða um fjórðungur allra sjómanna á Islandi. Bátarnir, íslensk smíði, landa afl- anum nokkurra klukku- stunda gömlum, unninn í löndunarhöfn eða fluttur til fiskvinnslu annars stað- ar á landinu og þar jafnvel tekinn við húsgaflinn 16 klst. eftir löndun, fluttur upp á Keflavíkurflugvöll og flogið með hann yfir hafið til kaupanda sem selur hann sem hágæðavöru. - Sé þessi leið farin með ýsuflakið er útflutnings- verð þess 40% hærra en sjófrysts ýsuflaks. Auk þessa sparast gjald- eyrir með útgerð þessara skipa, allar viðgerðir fram- kvæmdar innanlands og ol- íukostnaður aðeins brot af þvi sem gerist á togurum. Auk alls þessa er losun CÓ2 þrefalt minni á hverja virðismatseiningu en hjá frystitogur- um. Það er þvi þjóðhagslega hag- kvæmt að hafa hér öflugan smábáta- flota eins og hér er lýst. við fáum öðru hverju fyrirskipanir frá þessum samtökum um hvað við megum gera. - Sem dæmi má nefna ákvæðið um að banna íslenskum ungmennum innan við 16 ára aldur að vinna. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson barðist fyrir því að íslendingar gengju í ESB sagði hann (muni ég rétt), að íslendingar fengju „allt fyr- ir ekkert" og að íslendingar fengju tollfrjálsan aðgang að öllum ESB- mörkuðum fyrir allar okkar fiskaf- urðir. Þetta tél ég lygi aldarinnar. En eftir öfl þessi ár síðan EES-samning- urinn var svikinn inn á þjóðina, greiða íslendingar 22% toll á allar fullunnar sjávarafurðir. Fiskinn á land Meö Bretum ef ekki íslendingum. Kvótinn til Breta Sigurður Jónsson hringdi: í þeim endalausu deilum sjómanna og útgerðarmanna og algjörlega óþörfu, sem ríða þjóðfélaginu á slig og taka á sig nýja og nýja mynd í fjöl- miðlum, leyfí ég mér að benda á hug- mynd sem mér flnnst hæfa einkar vel fyrir okkur og þjóðarbúið í heild. Ég legg til að til þess að auðlindin sé ekki ónotuð að mestu verði Bretum leigður þorskkvótinn og þeir greiði fyrir hann tilskilda upphæð fyrir tonnið. Til að fylgjast með að allt fari fram samkvæmt samningi verði tveir ís- lenskir gæsiumenn um borð í hverju veiðiskipi og fylgist með framvindu mála. Líka mætti taka skip útgerðar- innar eignarnámi (þeir eiga jú ekki mikið í þeim hvort eð er). Það er óþol- andi að allt þjóðarbúið líði fyrir getu- leysi samningsaðila sem hafa haft landsmenn að flflum næstum tvo mánuði og eiga að öllum líkindum eft- ir að gera það enn þá því það er ekki útséð um þennan þjóðarvanda sem sjómannaverkfallið er. Verndum íslenskuna 160658-3719 skrifar: Ég fylgist mikið með umræðuþátt- um sjónvarpsstöðvanna, t.d. Kastljósi, Silfri Egils, Eldlínunni o.fl. Þaö sem fer fyrir brjóstið á mér, mitt í allri umræðunni um að vernda og halda í íslenska tungu, að ég tali nú ekki um alla þá gagnrýni sem íslenskir ung- lingar hafa fengð fyrir enskar slettur og óvandað mál, er að hámenntað fólk sem á heita fyrirmynd þeirra sem við taka og mikið berst á í umræðunni, hvort sem er í stjórnmálum, menn- ingu eða öðrum sviðum sem hæst ber hverju sinni, skuli tala þannig að ís- lenskur almenningur skilji varla hvað verið er að tala um, og geti þannig ekki sett sig inn í umræðurnar og fengið góða yfirsýn yfir málið. Árétta ætti fyrir þessu ágæta fólki að vanda mál sitt betur en það gerir. Verðhækkanir staðreynd Hvaö er til ráöa? Verðbólguna niður Gunnlaugur skrifar: Nú spá matvörukaupmenn verð- sprengju styrkist krónan ekki fljótt og boða 4 til 12% hækkanir. Þetta er nú orðin raunin því ég hef sjálfur keypt vörur í næsta stórmarkaði og þar hef- ur flest hækkað og um þetta munar er kemur að kassanum til aö greiða. Áöur höfðu einstakar vörutegundir hækkað þótt ekki væru komin fram nein áhrif gengisbreytingar (ég tek sælgæti sem dæmi). Ef ekki verður skyndileg breyting á gengismálum til betri vegar verður hækkandi verð- bólga orðin staðreynd innan mjög skamms tíma. Verðbólguna verður að hemja með öllum mögulegum ráðum, neyðarlögum um fastbindingu verð- lags (og þá launa um leið) ef ekki eru önnur ráð. Er ekki hægt að setja bráðabirgðalög um annað en verkfóll og launadeilur? Sjá menn ekki hvert stefnir - á sama tima og íjölmargir líta löngunaraugum til Evrópulanda? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Að sjómannasið að spyrja einstaka menn hvort þeir væru fullir. Þarna var Árni bæði málefnalegur og skemmtilegur - sem var annað en nafni hans Mathiesen sem kom út á eftir honum og hafði ekkert að segja við sjómennina. Æstur lýðurinn lét hins vegar enn meiri skammir dynja á Árna kaflinum en hann varðist vel að mati Garra og hafði betur í orðahnippingunum. Sjálfvirkur sleppibúnaður mannsins sem stóð sig best allra í atganginum á Söngfuglinn frá Eyjum og oddviti sjálfstæðis- manna á Suðurlandi er vanur að fara á kostum hvar sem hann kemur. Skiptir þá engu hvort um er að ræða brekkusöng eða snilldartakta í ræðu- stól Alþingis. Garri, sem hefur um árabil verið í aðdáenda- klúbbi Áma, varð heldur ekki fyrir vonbrigðum í fyrradag þegar þingmaðurinn tók sjómenn í bakaríið þar sem þeir stóðu vaktina við þinghús- ið. Sjómennirnir höfðu reyndar klætt sig upp á i tilefni dagsins og báru skrautlega sjóstakka á herðum - en ætlunarverk þeirra var að andmæla áformum rikisstjómar um að skjóta niður verk- fall þeirra og senda þá á sjó. Málefnalegur Árni Þeir voru undir það búnir að kljást við sjávar- útvegsráðherrann en þegar vitlaus Ámi sté út úr þinghúsinu á snarvitlausu augnabliki datt þeim ekkert betra í hug en að púa og skammast. Reyndar skilur Garri ekki af hverju sjómennirn- ir þurftu að hafa í frammi slík skrílslæti við hinn mæta þingmann. Árni lét þó engan bilbug á sér finna frekar en fyrri daginn og skaut sjómennina kalda með því Garri veit að Ami er mikill bindindismaður og veit fátt meira óþolandi en drukkna menn. Það hefðu sjómennirnir á Austurvelli líka átt að vita. Hvað á það líka að þýða að mæta kenndur á Austurvöll og hitta fyrir ráðamenn þjóðarinn- ar og það þegar þeir sitja sveittir við að banna verkfall sjómanna og koma flotanum á sjó. Slík framkoma gengur náttúrlega ekki og þaö sá Árni Johnsen einn manna. Og hvað sem aðrir segja um það getur Garri bara ekki annað en dáðst að framgöngu þing- Austurvelli. Það rifjaðist líka upp fyrir Garra þegar Árni beitti sjálfvirkum sleppibúnaði fyrir nokkrum árum og danglaði í mann á dansleik í Eyjum. Hann vissi sínu viti þá eins og nú og sagðist réttilega hafa verið að heilsa að sjómannasið. Árni Johnsen heilsaði líka að sjómannasið í fyrradag þótt hann hafi skilið sjálfvirka sleppi- búnaðinn eftir heima í þetta skiptið heldur ein- vörðungu hárbeitt orðfæri - _ eins og þaö gerist best. GéllTI Orn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, skrifar: Finnst minn andi espast við ....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.