Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Side 22
26 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 75 ára_________________________ Karen Vilbergsdóttir, Sléttuvegi 13, Reykjavik. 70 ára_________________________ Halla S. Nikulásdóttir, Giljaseli 12, Reykjavik. Jónas Geir Sigurösson, Lækjarbraut 2, Hellu. Sveinn Eysteinsson, Þambárvöllum 2, Brú. 60 ára_________________________ Birgir Brandsson, Breiövangi 58, Hafnarfirði. Magnea Thomsen, Ennishlið 4, Ólafsvík. Páll Þorsteinsson, 3irkihvammi 18, Kópavogi. Thomas Mikael Ludwig, Brúnalandi 17, Reykjavík. Yngvi Guónason, Kirkjulækjarkoti 1, Hvolsvelli. 50 ára_________________________ Agnes Helga Vigfúsdóttir, Mávahlíð 19, Reykjavík. Gísli Salómonsson, Litlagerði 1, Húsavík. Guöbjörg Davíösdóttir, Hörðalandi 10, Reykjavík. Margrét Gunnarsdóttir, Hrauntúni 69, Vestmannaeyjum. 40 ára_________________________ Aöalsteinn Aöalsteinsson, Stóragerði 16, Reykjavík. Alfreð Guömundsson, Hamraborg 26, Kópavogi. Erling H. Ellingsen, Ugluhólum 4, Reykjavík. Fanney Hauksdóttir, Hrafnabjörgum 2, Akureyri. :ritz Már Jörgensson, Seilugranda 8, Reykjavík. tristinn Halldórsson, Smiðjugötu 8a, ísafirði. Steinunn Helga Siguröardóttir, Eskihlíð 4, Sauðárkróki. Sæmundur Pálmi Jónsson, Bylgjubyggð 31, Ólafsfirði. 550 5000 visir.is 550 5727 Þverholt 11, 105 Reykjavík Vignir Sveinsson, fyrrv. lögregluþjónn og ökukennari, lést í bílslysi í Svíþjóð mánud. 14.5. Guörún Þórarinsdóttir, Mánagötu 22, Reykjavík, varö bráðkvödd á heimili sínu þriðjud. 14.5. Soffia Lilja Jónsdóttir Lyons, áður til heimilis á Smyrilsvegi, Grimsstaöaholti, lést á heimili sínu í New York föstud. 11.5. Útförin hefur farið fram. Anna B. Benediktsdóttir frá Moldhaug- um lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjud. 24.4. Útförin hefur farið fram t kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gústaf Bergmann Einarsson, Hverfis- götu 59, lést þriöjud. 15.5. Gíslína Jónsdóttir, Laugavegi 61, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítal- ans Fossvogi aö morgni þriðjud. 15.5. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 DV Fólk í fréttum Þórhildur Líndal umboðsmaður barna Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hefur vakið athygli á neyð úti- gangsbarna í Reykjavík. Hún hvetur barnaverndarnefndir til að breyta áherslum sínum og starfsaðferðum í því skyni að öðlast meiri trúnað bama í neyð. Þetta kom fram í DV- frétt í gær. Starfsferill Þórhildur fæddist í Reykjavik 28.1. 1951 og ólst þar upp. Hún lauk stúd- entsprófi frá MH 1971, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1977 og öðlaðist hdl.- réttindi 1989. Þórhildur var fulltrúi hjá yfirborg- ardómaranum í Reykjavík frá 1977, skipaður fulltrúi þar 1980, varð yfir- lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu 1985, deildarstjóri þar 1986, var lög- fræðingur við forsætisráðuneytið frá 1993 og er umboðsmaður barna frá 1995. Þórhildur hefur átt sæti í ýmsum nefndum til undirbúnings löggjafar á sviði sveitarstjómarmála, brunamála og vinnuréttar og verið formaður sumra þeirra. Hún sat í stjóm Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga 1991-93, sat í stjórn Félags háskóla- menntaðra starfsmanna Stjómarráðs- ins 1987-89, í Fræðsluráði og síðan í stjórn Stjórnsýslufræðslu ríkisins 1988-90 og í stjórn íslandsdeildar nor- rænu lögfræðingaþinganna frá 1988. f^ölskylda Þórhildur giftist 25.8. 1973 Eiríki Tómassyni, f. 8.6.1950, hrl. og lagapró- fessor við Hí. Hann er sonur Tómasar Árnasonar hrl., fyrrv. bankastjóra Seðlabanka íslands, og k.h. Þóru Kristínar Eiríksdóttur húsmóður. Synir Þórhildar og Eiríks eru Páll, f. 6.5. 1974, hdl., búsettur í Reykjavík, kvæntur Díönu Júlíusdóttur flug- freyju og háskólanema; Tómas, f. 19.6. 1978, laganemi við HÍ en sambýliskona hans er Gréta Bentsdóttir, BS í viðskiptafræði; Jó- hannes, f. 15.7.1983, nemi við VÍ. Bræður Þórhildar eru Jón Úlfar, f. 12.7. 1952, starfsmaður á vinnustofunni Ási i Reykjavík; Björn Líndal, f. 1.11. 1956, lögfræðingur og framkvæmdastjóri við Landsbanka ís- lands, kvæntur Sólveigu Guðmunds- dóttur lögfræðingi og eiga þau tvö böm. Hálfbróðir Þórhildar, samfeðra, er Páll Jakob, f. 14.12. 1973, BS í líffræði og nemi í sálfræði við HÍ. Foreldrar Þórhildar: Páll Jakob Líndal, f. 9.12. 1924, d. 25.7. 1992, lög- fræðingur og ráðuneytisstjóri um- hverfisráðuneytisins, og Eva Úlfars- dóttir, f. 27.12. 1925, fyrrv. deildar- stjóri í Stofnun Áma Magnússonar. Ætt Föðurbróðir Þórhildar er Sigurður Líndal, lagaprófessor og sagnfræðing- ur. Páll var sonur Theodórs Lindals lagaprófessors, sonar Björns Lindals yfirdómslögmanns Jóhannessonar. Móðir Theodórs var Sigríður Metúsal- emsdóttir, b. á Amarvatni, Magnús- sonar, bróður Þórarins, langafa Magn- úsar Torfasonar hæstaréttardómara. Móðir Páls var Þórhildur, dóttir Páls Briem amtmanns, bróður Eiriks prestaskólakennara, Ólafs, alþm. á Álfgeirsvöllum, afa Þórðar Björnsson- ar ríkissaksóknara og bróður Kristín- ar Claessen, ömmu Gunnars Thorodd- sens forsætisráðherra, og langömmu Magnúsar Thoroddsens hæstaréttar- dómara. Páll var sonur Eggerts Briem, sýslumanns á Reynistað, Gunnlaugssonar Briem, amtmanns á Grund, ættfóður Briemættarinnar. Móðir Páls amtmanns var Ingibjörg Eiríksdóttir, sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar. Móðir Þórhildar var Álfheiður, systir Jón biskups og Tómasar læknis, fóður Helga yfir- læknis, föður Ragnhildar, fyrrv. ráð- herra. Álfheiður var dóttir Helga, kennara og alþm. Hálfdánarsonar, og Þórhildar Tómasdóttur Fjölnismanns Sæmundssonar. Eva er dóttir Úlfars, skósmiðs á Seyðisfirði, bróður Sigurðar, afa Sig- urðar Karlssonar leikara. Úlfar er sonur Karls Friðriks, verslunar- manns á Vopnafirði, Jónssonar, og Guðrúnar Eiríksdóttur frá Neðri- Brunná. Móðir Guðrúnar var Fell-dís Felixdóttir, systir Eyþórs, afa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Evu er Jónína Steindórsdóttir, kennara Jó- hannessonar, hins markfróða á Kambsstöðum, Jónssonar. Móðir Steindórs var Sigurbjörg, dóttir Guð- mundar, b. í Fjósatungu, Guðmunds- sonar og Helgu Eiríksdóttur. Sjötug Guöfinna K. Kristjánsdóttir kennari í Reykjavík Guðfinna Kristín Krist- jánsdóttir kennari, Blá- skógum 3, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Guðfinna fæddist á Suð- ureyri og ólst þar upp. Hún lauk landsprófi frá Héraðs- skólanum að Núpi við Dýrafjörö 1947, stúdentsprófi frá MR 1952 og kennaraprófi frá KÍ 1957. Guðfinna stundaði skrifstofustörf hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og menntamálaráðuneytinu 1952-56, kenndi við Langholtsskóla 1957-77 og við ölduselsskóla 1977-97. FJölskylda Guðfinna giftist 8.6. 1963 Einari Ólafssyni, f. 13.1. 1928, íþróttakenn- ara. Hann er sonur Ólafs Einarsson- ar, læknis í Reykjavík og Hafnar- firði, og Sigurlaugar Einarsdóttur húsmóður. Börn Guðfinnu og Einars eru Ólafur, f. 1.12.1963, líffræðingur, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Mar- gréti Blöndal, f. 26.11. 1964, ferða- málafræðingi og eru synir þeirra Einar, Axel og ísak; Kristján B„ f. 2.7. 1965, rekstrarverkfræðingur, búsettur í Kópavogi, kvæntur Helgu Jóhönnu Bjamadóttur, f. 18.7. 1966, efnaverkfræðingi og eru börn þeirra Bjarki Viðar og Margrét Kristín; Sig- urður, f. 10.1.1968, læknir í framhaldsnámi í Banda- ríkjunum en kona hans er Sigrún Ragna Helgadóttir, f. 28.6. 1968, rafmagnsverkfræðingur og eru böm þeirra Ragna, Ninna og Sig- urður Sölvi. Systkini Guðfinnu eru Þórður, f. 18.6. 1924, húsasmiður í Reykjavík; Sigríður, f. 31.8. 1929, húsmóðir í Reykjavík; Eyrún Ósk, f. 15.3. 1934, skristofumaður í Reykjavík; Ásdís, f. 26.8. 1936, kennari í Reykjavík. Foreldrar Guðfinnu voru Kristján Bergur Eiríksson, f. 26.11. 1894, d. 9.9. 1973, trésmiður í Súgandafirði og Reykjavík, og k.h., Helga Guðrún Þórðardóttir, f. 21.9. 1903, d. 18.1. 1997, húsmóðir. Kristján var sonur Eiríks Egils- sonar og Guðfinnu Ólafar Daníels- dóttur. Helga var dóttir Þórðar Þórðarsonar, hreppstjóra á Suður- eyri og Sigríðar E. Einarsdóttur. Guðfinna og Einar verða að heim- an. Sjötug Steinunn G. Sveinsdóttir bóndi að Kastalagerði í Ásahreppi Steinunn Guðný Sveins- dóttir, bóndi í Kastala- brekku í Ásahreppi, er sjö- tug í dag. Starfsferill Steinunn fæddist á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri og ólst þar upp. Fjórtán ára flutti hún með foreldr- um sínum að Skeggjastöðum í Mos- fellssveit. Steinunn og maður hennar bjuggu í Reykjavík og voru ráðsmenn að Geldingalæk á Rangár- völlum hjá Skúla Thorarensen í eitt ár en fluttu að Kastalabrekku 1951 og hafa stundað þar búskap síðan. Steinunn var formaður kvenfé- lagsins Framtíðarinnar og slysa- varnardeildarinnar í Ásahreppi. Fjölskylda Steinunn giftist 3.12. 1949 Sigurði Jónssyni, f. 4.11. 1926, bónda. Hann er sonur Jóns Gíslasonar, bónda og alþm. í Norðurhjáleigu, og k.h., Þór- unnar Pálsdóttur. Börn Steinunnar og Sigurðar eru Sveinn, f. 5.4.1951, húsasmíðameist- ari á Hvolsvelli, kvæntur Gróu Ing- ólfsdóttur og eiga þau fjögur börn; Þórunn, f. 31.10. 1954, gler- listamaður á Hellu, var gift Guðmundi Ágústssyni og eiga þau fimm böm; Sigur- veig Þóra, f. 4.2. 1957, bamalæknir í Reykjavík, gift Lárusi Ásgeirssyni og eiga þau tvo syni; Hildur, f. 16.3. 1958, hjúkrunarfræð- ingur og lektor við HÍ, gift Áma Sig- urðssyni og eiga þau sex börn; Bjarni, f. 4.3.1961, d. 1985, trésmiður en sambýliskona hans var Hulda Hansen og á hún tvö börn; Guðlaug, f. 12.2.1965, rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík en maður hennar er Agnar Rúnar Agnarsson og eiga þau tvö börn; Hjördís, f. 13.6. 1969, mat- vælafræðingur í Bolungarvík, gift Aðalsteini Bjarnasyni og eiga þau tvö börn; Jóna, f. 13.9. 1970, tann- smiður, gift Svani Kolbeini Gunn- arssyni og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Steinunnar voru Sveinn Jónsson, f. 5.4. 1881, d. 23.12. 1959, bóndi að Þykkvabæjarklaustri i Álftaveri, og k.h., Hildur Jónsdótt- ir, f. 10.8. 1891, d. 1983, húsfreyja. Steinunn og Sigurður taka á móti gestum að Laugalandi í Holtum, laugard. 19.5. kl. 15.00-18.00. BK var R. Kvaran leikari fæddist í Reykjavík 17. maí 1916, sonur Ragn- ars Hjörleifsson Kvaran, prests og land- kynnis, og Sigrúnar Gísladóttur hús- freyju. Afi hans var Einar Kvaran rit- höfndur. Ævar lauk stúdentsprófi frá MR 1936, embættisprófi í lögfræöi viö HÍ 1941, stundaði leiklistar- og söng- nám við Royal Academy of Dramatic Art og Royal Academy of Music í London 1945-47 og jafnframt leikstjórn- arnám við BBC. Ævar var einn virtasti leikari þjóð- arinnar á 20. öld. Hann var fastur leikari við Þjóðleikhúsið frá stofnun, 1950-80, leik- stýrði fiölda verka fyrir Þjóðleikhúsið, Leik- félag Reykjavíkur, leikfélög utan Reykjavíkur og lék í og leikstýrði fiölda leikrita fyrir rík- isútvarpið. Hann kenndi við Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins og rak um skeið eigin leiklistarskóla sem fiöldi leikara lærði við. Ævar sat í stjóm LR, var formaður Félags íslenskra leikara, Bandalags ís- lenskra leikfélaga og Leikarafélags Þjóöleikhússins. Hann var áhugamað- ur um dulrænar gáfur og forseti Sálar- rannsóknarfélags íslands um skeið. Ævar var lipur penni og höfundur ým- issa rita um íslenska örlagaþætti, kyn- lega kvisti, framhaldslíf og miðilsgáfur. Hann var vinsæll útvarpsmaður, með skýran og fallegan framburð og óvenju seið- andi og róandi rödd. Hann lést 7. janúar 1994. Ævar R. Kvaran Jarðarfarir Útför Hjalta S. Svavarssonar, Vallarhúsi 41, Reykjavík, fer fram frá Hallgríms- kirkju fimmtud. 17.5. kl. 15. Jarðarför Aaga Hansen frá Hvítanesi, dvalarheimilinu Höfða, fer fram frá Akra- neskirkju föstud. 18.5. kl. 14. Jarðarför Emu Ingólfsdóttur, Brúnalandi 6, Reykjavík, fer fram frá Lágafellskirkju fimmtud. 17.5. kl. 13.30. Útför Svans Jóhannssonar, Furugrund, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju föstud. 18.5. kl. 13.30. Ingólfur Eggertsson, Unufelli 23, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtud. 17.5. kl. 13.30. Sigríður Guöjónsdóttir, Hjallavegi 60, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Áskirkju fimmtud. 17.5. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.